Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Page 2
2
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Fréttir
Þorsteinn lagði ekki í viðræður með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki:
Ekki nægjanlegur áhugi
hjá Framsóknarflokki
„Mat mitt var það, eftir að hafa
kynnt mér viðhorf Framsóknar-
llokksin.5, að þar væri ekki nægjan-
legur áhugi á að taka þátt í
viðræðum um slíka stjóm til þess
að það gæfi okkur ástæðu lil þess
að halda áframsagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfetæðisfiokks-
ins, þegar hann skýrði frá ástæðum
þess að hann ákvað að skila umboði
sínu til stjórnarmyndunar frekar en
að reyna myndun stjómar Sjálfetæð-
isflokks, Framsóknarflokks og
Ekki nægur vilji hjá Framsókn sagði Þorsteinn á fundi með blaðamönnum
í gaer. Með Þorsteini á myndinni er Óiafur G. Einarsson, formaður þing-
fiokks Sjálfstæðisflokksins. DV-mynd Brynjar
Alþýðuflokks.
„Eg tel að það þurfi að vera fyrir
hendi verulegur vilji allra þessara
aðila áður en alvörutilraun til þess
að reyna að mynda slíka stjóm hefst
Og eftir viðræður við formann Fram-
sóknarflokk8Íns í gær var það mitt
mat að þessi vilji væri ekki nægjan-
legur.“
Þorsteinn sagði að sér sýndist að
það sem raunverulega væri uppi á
teningunum væri að Framsóknar-
flokkurinn hefði ekki áhuga á að
fara í stjóm með Alþýðuflokki.
„Ég hefði séð þennan kost helstan
og líklegastan að mynda þriggja
flokka stjóm Sjálfstæðisfiokks, Al-
þýðuflokks og Frarasóknarflokks.
En, eins og ég er búinn að rekja, sé
ég ekki ástæðu til að reyna það á
þessu stigi málsins. Kannski kann
það að breytast en þetta er sá eini
kostur um myndun þríggja flokka
stjórnar sem ég sé að sé fyrir hendi,“
sagði Þorsteinn.
-KMU
Oljós staða í stjómmálunum
Óljós staða var í stjórnmálunum
hérlendis í gærkvöldi. Forseti Islands,
Vigdís Finnbogadóttir, ræður fram-
haldinu.
Tvennt var helst talið koma til
greina; að forsetinn fæli formanni Al-
þýðuflokksins, Jóni Baldvini Hanni
balssyni, næst umboð til stjórnar-
myndunar; eða að forsetinn léti
nokkra daga líða til að gefa stjórn-
málaforingjum tækifæri á að fá fram
skýrari línur.
Tveir stjómarmyndunarkostir vom
taldir líklegri en aðrir til að verða
reyndir næst:
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur,
Sjálfstæðisflokkur. Þorsteinn Pálsson
lýsti þessu mynstri í gær sem því
skásta í stöðunni og þingflokkur
Framsóknarflokks setti þennan kost
efstan á blað ásamt öðrum.
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur, Borgaraflokkur. Þetta
mynstur líst Steingrími Hermannssyni
og Albert Guðmundssyni best á. Sjálf-
stæðismenn gætu viljað kanna það en
þá einungis undir forystu Þorsteins
Pálssonar.
-KMU
Móðgaðir út í Jón Baldvin og Þorstein
Framsóknarmenn em móðgaðir
út í Jón Baldvin Hannibalsson og
Þorstein Pálsson. Það mátti greina
á ummælum Steingríms Hermanns-
sonar, formanns Framsóknarflokks-
ins, eftir þingflokksfund síðdegis í
gær:
„Hefur ekki Jón Baldvin sagt aftur
og aftur að það væri ekkert við okk-
ur að gera heldur en að ýta okkur
úr stjóm? Hann hefur farið þannig
orðum um Framsóknarflokkinn að
framsóknarmenn almennt em ekk-
ert ginnkeyptir fyrir samstarfi,“
sagði Steingrimur.
„Það náttúrlega vekur líka undrun
hjá ýmsum framsóknarmönnum eftir
fjögurra ára gott samstarf og eftir
þann stuðning sem þjóðin hefur sýnt
þessu stjórnarmynstri að okkar sam-
starfsflokkur skuli velja alla aðra
kosti fyrr. Svo það er ekkert undar-
legt þó að við teljum okkur ekki
skylt að hlaupa til.“
Er Steingrímur var spurður hvaða
kost hann teldi nú vænlegastan
svaraði hann:
„Við vitum um stuðning Borgara-
flokksins við stjóm sem ég leiði.
Þorsteinn reeddi við Borgaraflokl;-
inn á sínum tíma. Það mætti þá
kannski varpa fram þeirri spumingu
fyrst: Er útilokað að mynda slíka
ríkisstjóm; Framsóknarflokks, Sjálf-
stæðisflokks og Borgaraflokks?“
Steingrímur sagði að lögbinding
lægstu launa væri ófær leið. Ef það
væri ófrávíkjanlegt skilyrði
Kvennalista yrði hann því miður að
svara játandi spumingu um að sam-
starf við Kvennalista væri útilokað.
-KMU
Voruskiptin við útlónd:
Hagstæð í apríl
Vöruskiptajöfnuður landsmanna
var hagstæður í aprílmánuði um
2.167 milljónir en í sama mánuði í
fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn
hagstæður um 1.388 milljónir á sama
gengi. Þetta kemur fram í frétt frá
Hagstofu Islands.
I apríl vom fluttar út vörur fyrir
5.764 milljónir króna en inn vom
fluttar vömr að andvirði 3.597 millj-
ónir. Fyrstu fjóra mánuði ársins nam
útflutningurinn 15.514 milljónum en
á sama tíma var andvirði innflutn-
ingsins 14.600 milljónir fob. Á
þessum tíma var því vöruskiptajöfn-
uðurinn hagstæður um 914 milljónir
en á sama tímabili í fyrra var hann
hagstæður um 1.833 milljónir á sama
gengi.
-ój
Verðbólgan yrði 91%
Ef lágmarkslaun yrðu hækkuð úr
27.500 krónum upp í 33-36 þúsund
krónur og sú hækkun gengi upp allan
launastigann kæmi það verðbólgunni
upp í 91% í árslok 1987. Hækkun lán-
skjaravísitölu yrði 94%.
Þessa niðurstöðu er að finna í út-
reikningum sem Þjóðhagsstofnun
gerði fyrir Þorstein Pálsson vegna
kröfu Kvennalistans um hækkun
lægstu launa.
Þessi þróun hefði jafnframt haft í fór
með sér 3-5 milljarða króna útgjalda-
auka ríkissjóðs og 25-30 milljarða
króna viðbótarlaunakostnað hins op-
inbera og atvinnuvega miðað við heilt
ár.
„Það væri fróðlegt að láta reikna
út hvað það hefði tekið verðbólguna
margar vikur að éta upp þessar sjö
þúsund krónur,“ sagði einn stjóm-
málaforingi í gær.
-KMU
Leyniplagg landbúnaðarráðherra:
Er kvótakeifi á grænmetisinnflutning í augsýn?
„Það er verið að reyna að herða
tökin á nýjan leik á sölumálum
grænmetis og þar er landbúnaðar-
ráðherra landsins í fararbroddi.
Ráðuneytið tekur þarna eindregna
afstöðu með framleiðendum og neyt-
endasjónarmið eru látin lönd og leið.
Það er verið að endurreisa einokun-
arfyrirkomulagið sem ríkti á meðan
Grænmetisverslun landbúnaðarins
var og hét, nema nú heitir það Sölu-
félag garðyrkjumanna."
Eitthvað á þessa leið mælti Jó-
hannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, á blaða-
mannafundi í gær. I sama streng tók
Jónas Bjarnason, stjórnarmaður
samtakanna.
Nýlega hafa Neytendasamtökin
komist yfir svokallaðar „starfsregl-
ur“ sem settar voru í landbúnaðar-
ráðuneytinu í febrúar. í því plaggi
er innflutningsnefnd falið að stjórna
innflutningi á grænmeti til landsins.
Þar segir m.a. að nefnd undir forystu
landbúnaðarráðherra eigi að skil-
greina og ákveða hver eftirspurn er
eftir grænmeti á íslandi. Með þessum
reglum á að tryggja að íslensk fram-
leiðsla hafi forgang á markaðinum
Þeir voru ósparir á stóru orðin, forráðamenn neytendamálanna, Jóhannes
Gunnarsson og Jónas Bjarnason, enda full ástæða til að þeirra dómi; sjón-
armið neytenda að.engu höfð. DV-mynd S
og það með þeim hætti sem umrædd
nefnd telur hæfilegt.
Nefndinni er skylt að taka tillit til
þess ef ein tegund innflutts græn-
metis hamlar sölu á annarri tegund
sem ræktuð er á Islandi. Þetta þýðir
í raun að hægt er að banna innflutn-
ing á kínakáli og íssalati ef nefndin
telur að sala á því hafi truflandi
áhrif á sölu hvítkáls sem ræktað er
á íslandi.
Þá mætti alveg éins gera því skóna
að bannaður yrði innflutningur á
hrísgrjónum því margir kjósa að
nota hrísgrjón í staðinn fyrir kartöfl-
ur.
Með reglunum á að byggja upp
kvótakerfi fyrir innflutning á græn-
meti og garðávöxtum. Kvótinn er
bundinn við þá sem dreifa íslenskri
framleiðslu. Með því að neita inn-
flytjendum um viðskipti með inn-
lenda framleiðslu, sem þegar er orðin
raunin, er unnt að taka innflutning
af rótgrónum innflytjendum og færa
hann allan yfir á hendur samtaka
innlendra framleiðenda.
Sjönarmið Neytendasamtakanna
eru að með þessu plaggi landbúnað-
arráðuneytisins sé öllum helstu
neytendasjónarmiðum stillt á hvolf.
Samtök framleiðenda muni reyna að
hámarka tekjur sínar miðað við hið
takmarkaða framboð sem skapast af
íslenskri framleiðslu. Neytendasam-
tökunum er ekki kunnugt um að
slíkt fyrirkomulag tíðkist neins stað-
ar í heiminum annars staðar.
Þeir Jóhannes og Jónas sögðu að
reynt hefði verið að ná sambandi við
Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra vegna þessa máls en fundur
væri fyrirhugaður eftir helgina.
Neytendasamtökin skora á ríkis-
stjórnina að nema þessar umræddu
„starfsreglur“ úr gildi þegar í stað.
Þau telja málaleitan við landbúnað-
arráðherra tilgangslausa f Ijósi
reynslunnar. Neytendasamtökin
munu grípa til allra tiltækra ráða til
þess að brjóta þessar reglur á bak
aftur ef ekki verður orðið við áskor-
un þessari.
Það er von samtakanna að ríkis-
stjórnin sjái að með umræddri aðför
að hagsmunum neytenda er stofnað
til styrjaldar sem getur skaðað hags-
muni íslenskra neytenda og fram-
leiðenda.
-A.BJ.