Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Fréttir
Þorskur frá islandi er sjaldséöur á markaði i Paris. Nú fékkst hann þar og seldist á mjög háu verði.
Islenskur þorskur a
mjög háu verði í París
- verðfall á breska markaðnum
Gámasölur í Bretlandi 18.-22. maí1987
Sundurl. eflir teg. Selt magn kg Verð í erl. mynt Söluverð ísl. kr. Kr.kg
Þorskur 186.755,25 207.018,15 13.370.473,84 71,59
Ýsa 196.598,00 222.420,98 14.365.794,47 73,07
Ufsi 34.475,00 20.030,50 1.293.795,70 37,53
Karfi 11.134,50 6.232,20 402.540,38 36,15
Koli 160.359,00 133.128,90 8.600.028,39 53,63
Grálúða 63.995,00 52.775,60 3.408.828,78 53,27
Blandað 112.619,25 114.472,80 7.394.115,29 65,66
Samtals: 765.935,75 756.078,25 48.835.520,01 63,76
Gámasölur í Bretlandi 26. maí 1987
Sundurl. eftir teg. Selt magn kg Verð I erl. mynt Söluv. ísl. kr. kr. kg
Þorskur 131.237,50 115.809,00 7.434.474,56 56,65
Ýsa 94.882,50 87.819,00 5.637.628,52 59,42
Ufsi 23.917,50 13:133,40 843.111,75 35,25
Karfi 5.127,50 2.625,00 168.514,50 32,86
Koli 37.945,00 28.793,40 1.848.421,11 48,71
Grálúða 88.485,00 75.441,20 4.843.023,28 54,73
Blandað 47.087,50 42.753,80 2.744.622,94 58,29
Samtals: 428.682,50 366.374,00 23.519.745,30 54,87
Boulogne-sur-Mer. 1 síðustu viku
barst nokkuð af fiski af verksmiðju-
skipum eða um 500 lestir. Þrátt fyrir
það hefur markaðurinn verið þokka-
legur, verðið hefur verið: stór þorskur
kr. 110 kílóið. meðalstór þorskur kr.
90 kg og smáfiskur kr. 75 kg. Stórýsa
kr. 75 kg, meðalstór ýsa kr. 71 og smá-
ýsa kr. 48 kílóið. Blálanga kr. 64-84
kr. kílóið. Grálúða kr. 70 kílóið.
París
Á markaðnum hjá Rungis var gott
verð á fiski í síðustu viku. Þorskur
kr. 138 kílóið, ufsi kr. 86 kg, karfi kr.
76 kg, skötubörð kr. 257 kg og skötus-
elshalar kr. 386 kílóið. Verð á norskum
eldislaxi var kr. 260-320 kg, 2-6 kg lax
á kr. 385-480 kílóið. Skoskur eldislax,
1-2 kg, kr 485-500, stærri lax var á
sama verði. Skoskur villtur lax kr.
642- kr. 706 kg. Reyktur lax í heilum
flökum kr. 960-1120 kílóið. Telja Norð-
menn að Skotar taki upp sömu
pakkningu á laxi og þeir nota.
Um þessar mundir hafa Skotar feng-
ið franska kokka til að gera uppskriftir
að gómsætum réttum úr laxi. Á mark-
aðnum hjá Rungis var í síðustu viku
þorskur frá íslandi sem var algjörlega
í sérflokki og seldist á mjög háu verði
sem mér hefur ekki tekist að fá upp-
lýst hvert var.
Hull
Ms. Hrafn seldi 25. maí alls 105 lest-
ir, fyrir kr. 5,6 millj., meðalverð kr.
53,38 kg. Ms. Hópsnes seldi einnig 25.
maí, 88 lestir. fyrir kr. 4,96p,millj.
Meðalverð kr. 56 kílóið.
Fiskmarkaðimir
Ingólfur Stefánsson
Grimsby
Ms. Guðmundur Kristinn seldi 26.
maí fyrir kr. 4,841 millj.. meðalverð
kr. 59,71.
Verðfall hefur orðið á enska mark-
aðnum að undanfornu eins og sést á
sölum úr gámum 22. maí. Þá var kíló-
ið af þorski á 71,59 krónur en viku
seinna kr. 56,65.
London
Billingate. Á markaðnum var ekki
mikið af laxi og verðið gott. Lax, 5-6
kíló, kr. 330-380 kílóið. Slægður lax
var seldur á kr. 350-440 kg. Sjógenginn
lax frá Skotlandi var á kr. 460-565
kílóið. Skotar eru um þessar mundir
með mikla kynningu á laxi í London
og var aðsókn að sýningunni góð og
létu Skotar vel yfir. Á öðrum tegund-
um var þokkalegt verð. Rauðspretta
kr. 88-100 kílóið. Ufsi kr. 90 kg. Queen
hörpudiskur á kr 410 kg. í tveggja
kílóa pökkum. King hörpufiskur kr.
554 kílóið. Frosnar pillaðar rækjur kr.
437- 565 kílóið. Hausaður þorskur af
enskum skipum lcr. 134 kílóið. Meðal-
stór ýsa kr. 70 kg. Stór blálanga kr.
64 kg, meðalstór blálanga kr. 80 kíló-
ið. Þorskflök, glasseruð, norsk, kr.
176. Islensk þorskflök kr. 141-171 kíló-
ið. Skötuselshalar kr. 285 kg.
USA
í byrjun vikunnar var verð á hörjiu-
skelfiski mjög lágt og hefur víst aldrei
á undanfömum misserum verið svo
lágt. í New Bedford bárust 95.000 Ibs
að landi fyrir síðustu helgi og var
búist við 135.000 lbs þessa dagana.
Verðið var frá $ 3,90-4,25 lbs og fór
allt niður í 3,55 dollara lbs sem í raun
er lægsta skréða verð í mörg ár. Verð-
ið á norskum laxi var frá kr. 254 fyrir
smæsta laxinn og upp í kr. 500 kílóið
fyrir 6-7 kílóa lax. Skoskur lax seldist
á hæsta verði norska laxins, var á
kr. 500 kílóið. Verðið á Boston svæð-
inu er líkt því sem var hjá Fulton í
New York.
Þýskaland
Hamborg. Fiskkaupmenn sem kaupa
lax em óánægðir yfir hinu háa verði
sem er á laxi um þessar mundir en það
hefur verið kr. 340 til 380 kílóið. Talið
er að enn um sinn verði lágt verð á
hinum hefðbundnu fisktegundum, svo
sem karfa, ufsa og þorski.
Bremerhaven
Karlsefni seldi 25. maí 284 lestir fyr-
ir kr. 11,4 millj. Meðalverð kr. 40,57
kílóið.
Clear Shleld er byltingarkennt efni sem notað er á gler, bæði nýtt gler og
gamalt og raunar má nota það á alla hluti sem hafa glerjað yfirborð.
Það er mjög mikilvægt að verja gler í nýbyggingum, því vatn sem rennur úr
nýrri steypu getur valdið miklum skaða.
Enn verri eru þær skemmdir sem málning, múrblettir og lím valda eða
rispurnar sem koma í glerið þegar reynt er með afli að skafa þennan óþverra
af glerinu.
Nú er stefnt að því að setja Clear Shield-vörn á gler strax í verksmiðju, því
með Clear Shield-húð má minnka glerskemmdir um meira en helming.
Gamalt gler mun einnig njóta góðs af Clear Shields, tæknilega er hægt að
hreinsa allt gler sem ekki er beinlínis skemmt. Eftir hreinsun á gömlu gleri er
það varið með Clear Shield. Ásýnd þess verður sem nýtt gler og hreinsun
þess veröur bæði mun auðveldari og glerið helst mun lengur hreint og heilt.
Ástæðan liggur í gerð Clear Shields, en það er vatnsfælið efni og hrindir því
frá sér t.d. saltögnum.
Þess vegna auglýsum við Clear Shield sem efni er breytir venjulegu gleri i
viöhaldslitið gler.
■r
Ólsal hf
Dugguvogi 7
Sími33444
Þarna eru þeir Markús Stefánsson verslunarstjóri, Guðjón B. Olafsson for-
stjóri og Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri verslunardeildar Sambandsins í
nýju versluninni. DV-mynd JAK
4+
SIS með bygginga-
vörur á Krókhálsi
Ný byggingavöruverslun var opnuð
á Krókhálsi í Reykjavík í gær. Hún er
í eigu Sambands íslenskra samvinnu-
félaga. Verslunin er á 31.265 fermetra
lóð og er í fyrstu af þrem skemmum
sem þama eiga að rísa. Áfram verður
rekin byggingavöruverslun á vegum
SÍS á Suðurlandsbraut 32.
Fyrst um sinn verður verslað með
byggingavörur og verkfæri á Krók-
hálsi 7 en síðar er ætlunin að þar verði
stór markaðsverslun og við bætist raf-
magnsvörur og hvers konar heimilis-
vörur. -HERB