Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Úflönd____________________
Sprengju-
tilræði í
Suður-Týról
Snoni Valsson, DV, Vín;
Mikill órói ríkir nú í Suður-Týról
vegna komandi þingkosninga á
ítaiiu. Héraðið liggur á landamær-
um Itelíu og Austurríkis. Tilheyrir
það Ítalíu en stór hluti íbúanna
er þýskumælandi.
Nú síðustu dagana hafa þar ve-
rið framin fimm sprengjutilræði og
skotárásir en hingað til hafa ein-
göngu orðið skemmdir á eignum.
Aðfaranótt fimmtudags sprakk
sprengja við íbúðarblokk í borg-
inni Meran þar í héraði. Tvö
hundruð og fimmtíu grömmum af
dýnamíti hafði verið komið fyrir
við blokk un flestir íbúar hennar
eru ítölskumælandi. Olli sprengjan
töluverðum skemmdum. Eftir
sprenginguna var einnig skotið á
húsið úr hríðskotabyssu.
Ekki er enn ljóst hverjir standa
að baki þessum tilræðum en tveir
aðilar eru sterklega grunaðir.
Annars vegar eru það nýnasistar
sem vonast til að auka fylgi sitt
með aukinni spennu nú fyrir kosn-
ingar en þeir berjast fyrir auknum
ítölskum áhrifiim í Suður-Týról.
Hins vegar eru það þýskumælandi
hægrisinnar sem eru óánægðir
með að ítalska stjórnin stendur
ekki við loforð sín. Meðal annars
hefur verið boðuð kennsla á þýsku
fyrir böm þýskumælandi íbúa en
hingað til hefur verið lítið um efnd-
ir.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur 10-12 Ib.Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1115 Sb
6 mán. uppsögn 12-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 22 24,5 Bb
Ávisanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlán verötryggo Sparireikningar
3jamán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb,
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2.5-4 Lb.Sb, Úb.Vb Ab.Úb
10-22
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5,5-6,5 Ib
Sterlingspund 7,5-10 Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab,Vb
Danskar krónur 9-9,5 Ab.Sb.
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp.Úb lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 20,5-24 Lb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) 24-26 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21,5-25 Úb
Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningartyfirdr.) IJtlán verðtryggð 21-24,5 Bb.Sb
Skuldabréf
Að 2.5árum 6.5-7,5 Lb
Til lengritíma 6.75-7.5 SD.Úb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 18,5-24 Ab
SDR 7,75-8 Bb.Lb,
Úb
Bandaríkjadalir 8-9 Sb
Sterlingspund 10,25-11,5 Lb
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,75 Bb.Lb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-6.75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala maí 1662 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april
HLUTABREF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110kr.
Eimskip 246 kr.
Flugleiöir 170kr.
Hampiðjan 114 kr
lönaöarbankinn 124 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema ! Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkaöinn
birtast i DV á fimmtudögum.
DV
Rauða torgið með
viðkomu í Reykjavík
I gær lenti nítján ára vestur-þýskur
piltur. Mathias Rust, flugvél sinni, af
gerðinni Cessna 172, við Rauða torgið
í Moskvu, skammt frá múrum Kreml-
ar, aðseturs ríkisstjómar Sovétríkj-
anna. Þar með lauk ferðalagi frá
Hamborg til Færeyja, Islands, Dan-
merkur, Noregs, Finnlands og nú loks
Sovétríkjanna. Yfirvöld í Sovétríkjun-
um létu lítið eftir sér hafa um málið
í gær annað en að pilturinn væri í
yfirheyrslum og mál hans yrði ranns-
akað af þeim aðilum sem sjá um mál
þeirra er rjúfa lofthelgi Sovétríkjanna.
Mathias Rust lagði upp í ferð sína
frá flugvelli í Hamborg þann þrettánda
maí, í Cessna 127 vél sem hann tók á
leigu. Hann fiaug þá sem leið liggur
til eyjarinnar Sylt, undan strönd V-
Þýskalands, og þaðan til Shetlands-
eyja. Næsta dag hélt hann svo áleiðist
til Færeyja þar sem hann dvaldi næt-
urlangt í Vogi.
Þann ftmmtánda hélt hann til ís-
lands þar sem hann eyddi tveim dögum
í ferðir um landið. Vakti hann hér
athygli lögreglu og fuglavemdar-
manna sem héldu að þama væri
eggjaþjófur á ferð. Var meðal annars
leitað að fálkaeggjum í flugvél hans
áður en hann fékk að halda af landi
brott.
Rust dvaldist svo í Reykjavík þar til
23. mai að hann hélt til Shetlandseyja
að nýju og svo til Bergen í Noregi.
Þaðan hélt hann svo til Helsinki.
Frá Helsinki flaug Rust svo inn yfir
Sovétríkin, alla leið til Moskvu, þar
sem hann lenti skammt frá Rauða
torginu, eins og fyrr segir. Þegar þang-
að kom reyndist kvenmaður vera á
ferð með honum en ekki er ljóst hven-
ær honum bættist sá félagsskapur.
Sovétmenn fullyrða að Rust hljóti
að hafa skoðað kort vandlega og
skipulagt leið sína í smáatriðum því
án þess hefði hann aldrei komist fram
hjá radarvömum þeirra. Einn embætt-
ismaður segir þó mögulegt að til hans
hafi sést þótt ákveðið hafi verið að
láta hann afskiptalausan.
Að sögn sjónarvotta flykktist margt
fólk að flugvél Rust í Moskvu og var
hann önnum kafinn við að gefa áhorf-
endum eiginhandaráritun þegar
lögreglan kom á staðinn. Munu marg-
ir hafa talið hann vera kvikmynda-
stjömu og að lending hans væri atriði
í kvikmynd.
Þes&i mynd var tekin af Mathias Rust þar sem hann gekk frá flugvél sinni i Reykjavík, þann 17. mai síðastliðinn, í
fyigd með íslenskum embættismanni. símamynd Reuier
Laus úr prísund
mannræningja
Breska sendifulltrúanum, sem harðlega og kreíjast skýringar af
rænt var í Teheran í fyrradag, hefur írönskum yfirvöldum.
verið sleppt. Að sögn talsmanns Mannránið var framið aðeins
bresku utanríkisþjónustunnar var nokkrum klukkkustundum eftir að
sendifulltrúinn í haldi byltingar- íranir mótmæltu handtöku íransks
varða. ræðismanns í Manchester en hann
var handtekinn fyrr í mánuðinum
Það var síðdegis í fyrradag sem sex sakaður um búðarhnupl.
vopnaðir menn stöðvuðu bifreið íraninn var látinn laus gegn trygg-
sendifulltrúans og rændu honum. ingu og segja Iranir það vera vegna
Bretar hafa mótmælt mannráninu mótmæla þeirra.
Danskeppni í Moskvu
Alþjóðleg keppni í samkvæmis-
dönsum verður haldin í Moskvu í
Sovétríkjunum í fyrsta sinn í næsta
mánuði, að því er sovéska fréttastofan
Tass greinir frá.
Gert er ráð fyrir að dansarar frá
Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Nor-
egi, auk dansara frá Austur-Evrópul-
öridum, sýni hæfrii sína í meðal annars
vals og cha-cha-cha.
Tveir létust í jaröskjálfta
Tveir létust og fimmtíu særðust í
jarðskjálfta í Iran í gær. Atti jarð-
skjálftinn upptök sín rúmlega þrjú
hundruð kílómetra fyrir suðvestan
Teheran.
I skjálftanum, sem mældist 5,2 á
Richterskvarða, skemmdust tugir
húsa í þorpum nálægt borginni
Nahavand.
Hjálparsveitir hafa verið sendar til
jarðskjálftasvæðanna.
Tillaga, samþykkt í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur valdið Oliver
Tambo, leiðtoga Afriska þjóðarráðsins, mikilli gremju. Vilja þingmenn öld-
ungadeildarinnar refsa þeim þjóðum er veita skæruliðum aðstöðu til árása
inn í Suður-Afríku. Slmamynd Reuter
Samkomulag um aðgerðir
gegn hiyðjuverkastarfisemi
Frakkland og Spánn hafa undirritað
samkomulag um sameiginlegar að-
gerðir gegn hryðjuverkum, skipu-
lagðri glæpastarísemi og eiturlyfja-
sölu.
Áður hafa Frakkar gert svipað sam-
komulag við Vestur-Þjóðverja og ítali
um sams konar aðgerðir.
Frakkar vísuðu í fyrradag tveimur
Böskum úr landi. Þar með eru aðskiln-
aðarsinnar Baska, sem vísað hefur
verið úr Frakklandi, orðnir sextíu og
þrír talsins írá þvi að Jacques Chirac
forsætisráðherra tók við völdum í
fyrra. Hafa Baskar svarað með fjölda
sprengjutilræða gegn frönskum fyrir-
tækjum á Spáni.
Fordæmir tillögu
um refsiaðgerðir
Leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, Oli-
ver Tambo, fordæmdi í gær tillögu
öldungadeildar Bandaríkjaþings um
bann við stuðningi við þær þjóðir í
suðurhluta Afríku sem styðja skæru-
liða Suður-Afríku.
Samkvæmt tillögunni verður þjóð-
um ekki veittur stuðningur nema þær
hafrii hryðjuverkum og meini skæru-
liðum afriot af landi þeirra. Tillagan á
eftir að fara fyrir fulltrúadeildina.
Yfirvöld í Zimbabwe hafa lýst yfir
vanþóknun sinni á tillögunni og yfir-
völd i Zambíu, þar sem Afríska
þjóðarráðið hefur aðalbækistöðvar
sínar, hafa margítrekað stuðning sinn
við skæruliða.
Embættismenn í Washington létu
hafa eftir sér í gær að stjómin væri
að reyna að koma í veg fyrir að tillag-
an yrði endanlega samþykkt.