Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Side 10
10
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Babýlon hin nýja
Garðastrætis-ríkisstjórnin, það er að segja Alþýðu-
sambandið og Vinnuveitendasambandið, hefur upplýst,
að ekki þurfi að minnka kjarabilið í landinu. Alþýðu-
sambandið hafi sjálft þegar náð sama árangri og var í
Mesópótamíu fyrir 3500 árum og sé það nóg í bili.
Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni, sem menn
hrósa sér af samanburði við Babýlon. Eftir það má bú-
ast við, að Jón Helgason dómsmálaráðherra segi, að
ekki þurfi fleiri lög í landinu, af því að lagasafnið sé
orðið nokkurn veginn eins gott og hjá Hammúrabí.
Garðastrætis-ríkisstjórnin hefur verið á móti stjórn-
armyndunartilraun vikunnar frá því fyrir upphaf
hennar. Raunar má undrast, að Sjálfstæðisflokkurinn
skyldi fá leyfi til að reyna þetta mynztur. En tilraun
hans reyndist að lokum hafa verið gerð til málamynda.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru undir lokin
ákveðnir í að víkja hvergi frá stefnu núverandi stjórnar
með Framsóknarflokki. Fulltrúar Kvennalistans voru
allan tímann ákveðnir í að víkja ekki frá launajöfnun,
þótt það kostaði eftirgjafir gagnvart varnarliðinu.
Fulltrúar Alþýðuflokksins voru hinir einu, sem raun-
verulega reyndu að semja. Þeir lögðu til, að reynt yrði
að ná markmiði Kvennalistans með annarri leið og
hægar. Alþýðublaðið segir, að málamiðlunin hafi
strandað á kergju beggja hinna. Er það nærri lagi.
Slæm reynsla er af tilraunum til að minnka launabil
með valdboði stjórnvalda. Það stafar af, að verið er að
reyna að lina félagslegt vandamál á verksviði markaðar-
ins, í stað þess að reyna að lina það í félagslegum geira
hins opinbera, - hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Konur hafa tekið að sér störf, sem karlar vilja ekki.
Það eru verst launuðu störfin í arðminnstu atvinnu-
greinunum. Þessar greinar verða sízt arðmeiri, þegar
reynt er að hífa upp lágmarkslaunin. Launajöfnunartil-
raunir leiða hjá sér slíkar staðreyndir lífsins.
Miklu nær er að viðurkenna, að markaðsbúskapurinn
megnar ekki að búa til næga arðsemi í lélegustu at-
vinnugreinunum til að fólk geti lifað mannsæmandi lífi
af verst launuðu störfunum þar. Mannsæmandi líf við
slíkar aðstæður er frekar viðfangsefni samfélagsins.
Hópurinn, sem stendur fjærst mannsæmandi lífi, felur
í sér einstæðar mæður og börn þeirra. Vandamál þeirra
er skynsamlegast að lina með barnabótum úr sameigin-
legum sjóði, í stað þess að rugla markaðskerfið. Veruleg
hækkun barnabóta er raunar sjálfsagt réttlætismál.
Hækkun barnabóta kostar að sjálfsögðu peninga eins
og hækkun á lífeyri aldraðs fólks og öryrkja. Það ætti
ekki að koma á óvart þeim fjármálaráðherra, sem hefur
komið halla ríkisrekstrarins upp í níu milljarða á þessu
ári og þar með slegið flest met frá dögum Babýlons.
Auðvitað er líka unnt að fá peninga í mjúku málin
með því að leggja niður árlegar milljarðagreiðslur til
hins hefðbundna landbúnaðar. Allt er spursmál um vilja
og forgangsröð, ekki hvort peningar séu til í þetta eða
hitt, jafnvel í aukið steinullarhlutafé þessa dagana.
En milljarðaflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og
Kvennalisti, eru þó sammála um það eitt, að ekki megi
hreyfa við milljarðasukki landbúnaðarins. Því hefðu
milljarðarnir til barna og gamals fólks ekki fundizt með
sparnaði hjá ríkinu, heldur með auknum sköttum.
Nú er það mál úti. Undir handleiðslu Garðastrætis
er unnt að fara að endurmynda gamalkunnar stjórnir
um, að allt skuli áfram vera eins og var í Babýlon.
Jónas Kristjánsson
Herinn og landsalan
Enginn venjulegur óbrenglaður
maður talar lengur um að bandaríski
herinn á fslandi sé til að verja lands-
menn gegn innrás Rússa eða ein-
hverra slíkra. Þeir sem völdin hafa
telja hins vegar að miklir hagsmunir
séu í húfi. Verði hernum skipað að
fara missi Eimskip viðskipti, missi
Flugleiðir íyrirgreiðslu, missi fjöl-
mörg önnur fyrirtæki spón úr aski
sínum, fyrirtæki sem hafa hagsmuni
af hemaðaruppbyggingu og þjón-
ustu við herveldið. Þetta eru skoðan-
ir sem fara ekki hátt, en skoðanir
sem verða til þess að leiðandi öfl í
þjóðfélaginu telja það óraunsætt að
herinn verði látinn fara.
Þetta eru stundum kölluð ábyrg
öfl, en em í reynd aðeins ábyrg gagn-
vart örlitlum minnihluta þjóðarinn-
ar, sem er fyrst og fremst eigendur
stórgróðafyrirtækja, sem mata krók-
inn á vem hersins. Hinn venjulegi
launamaður hefur engan hag af veru
hersins. Allavega verður ekki vart
við það að þeir atvinnurekendur,
sem mest mata krókinn á vem hers-
ins, séu eitthvað samningalipurri
innan Vinnuveitendasambandsins
heldur en aðrir þegar samið er um
kaup og kjör. Ég er líka sannfærður
um það að flestir þeirra þúsund
manna, sem vinna hjá hemum,
mundu frekar kjósa að vinna annars
staðar fyrir sömu laun. Það má vera
forhert manneskja sem unir sæl við
það að þjóna allt sitt líf undir þetta
grimmasta og árásargjamasta her-
veldi heims.
Ég veit að það kveinka sér margir
undan orðinu landsala. En hvað er
hægt að kalla þetta annað en land-
sölu þegar haft er í huga að lítill
minnihluti þjóðarinnar safnar auði
fyrir þá iðju að festa herinn í sessi
hér á landi, fyrir þá iðju að skapa
þau efhahagslegu tengsl sem gætu
orðið til að gera veru hersins eilífa,
fyrir þá iðju að gera atvinnulífið
stöðugt háðara því að hér skuli allt-
af vera her, fyrir þá iðju að villa um
fyrir fólkinu í landinu uni raun-
vemlegt eðli þessa hers eða að gera
það sinnulaust gagnvart hemá-
minu? Hvort menn vilja nota um
þetta eitthvað annað orð er aukaat-
riði, hitt er aðalatriði að það, að
landsalan, er núna meginástæða
þess að á íslandi er bandarískur her
sem stöðugt er að festa sig í sessi.
Fjölmiðlarnir
og stjórnmálamennirnir
En hvemig má það vera að hags-
munir svo fárra skuli mega sín svo
mikils? Sjálfsagt em margar ástæður
fyrir því.
Ein af þeim er yfirburðir NATO-
hagsmuna á sviði fjölmiðlunar.
Nútímaþjóðfélagið er stundum kall-
að upplýsingaþjóðfélag. Réttara
væri að segja að við værum kaffærð
með upplýsingum, sem oft em afar
villandi. Ekki af því að einstaka
upplýsingar séu endilega rangar
heldur af því hvaða upplýsingum er
lögð áhersla á að dreifa. Þannig
troða fjölmiðlar rangri vitund upp á
almenning, vitund sem er í samræmi
við þarfir eigenda fjölmiðlanna og
valdamikilla aðila í þjóðfélaginu.
Þær upplýsingar, sem við höfum
fengið á síðari áratugum sem varða
bandaríska herinn og athafnir hans
hér og erlendis, hafa verið litaðar
af hagsmunum hersetunnar. Þær
hafa mjög þjónað þeim tilgangi að
I talfæri
Ragnar
Stefánsson
fegra bandaríska herveldið og
NATO.
Til þess að koma slíku máli eins
og herstöðvamálinu aftur inn í opin-
bera umræðu þarf mikinn þjóðfé-
lagslegan styrk eða sterk ítök í
fjölmiðlun.
Annað sem gerir fólk sinnulaust
gagnvart hersetunni er vonleysið.
Vonleysi um hvort yfirleitt gangi
nokkuð að losna við herinn. Nokkr-
um sinnum frá því herinn kom hafa
íslenskir stjómmálamenn lýst því
yfir að þeir mundu beita sér fyrir
brottför hans ef þeir hlytu kosningu
á þing. Nokkrum sinnum brugðust
þeir í þessu þegar þeir voru svo
komnir í stjóm, alþýðubandalags-
menn, alþýðuflokksmenn og fram-
sóknarmenn. Og svo allir þeir sem
sögðu að hér skyldi aldrei verða her
á friðartímum og herinn væri hér
bara til bráðabirgða. Þegar foiystu-
menn sýna af sér slíkan tvískinnung
fyllist fólk vonleysi. Sú hefðbundna
leið, þingræðið, sem fólk þekkir eina
til að koma í gegn mikilvægum mál-
um, virðist vera lokuð.
Andstaða sem blundar
Er þetta þá allt vonlaust? Nei. Með
þjóðinni blundar mikil andstaða við
herstöðvamar, undir slikju sinnu-
leysis. Þessa andstöðu þarf að virkja
með því að gefa henni von, með því
að fletta ofan af þeim furðulegu and-
stæðum sem em meðal almennings
á Islandi.
Hvemig má það vera að á sama
tíma og yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar krefst kjamorkuafvopn-
unar, vill samkvæmt skoðanakönn-
unum að ísland verði kjamorku-
vopnalaust svæði, þá skuli standa
yfir stórfelld kjamorkuvigvæðing á
Keflavíkurflugvelli, sem milljörðum
króna er árlega veitt i?
Almenningur á Islandi var sam-
mála afvopnunartillögum Gorba-
sjoffs á leiðtogafúndinum sl. haust
og uppgötvaði að það vom Banda-
ríkin sem vildu áframhaldandi
vígvæðingu. Hvemig má það vera
að sá sami almenningur vilji styðja
Bandaríkin í þeirri vígvæðingu með
því að veita þeim áfram afnot af
landinu?
Varla hafa þeir sem sögðu við okk-
ur hemámsandstæðinga fyrir einum
til tveimur áratugum að herinn ætti
bara að vera hér til bráðabirgða,
varla hafa þeir allir týnt tölunni.
Varla trúi ég öðm en að þeir undir
niðri hafi líka áhyggjur af því að
hersetan verði eilíf.
Leið út úr hernáminu
Það er nægur þjóðfélagslegur
gmndvöllur til að segja hemum að
fara og til að segja sig úr NATO.
Við höfum bara ekki verið nógu
dugleg í baráttunni og ekki fundið
réttu leiðina til að virkja þá and-
stöðu sem þrátt fyrir allt blundar
með þjóðinni
Við þurfum stöðugt, við öll tæki-
færi, að halda á loft kröfunni um
brottför hersins og úrsögn úr NATO
og vera óþreytandi í að útskýra eðli
þessara hemaðarstofnana. Jafn-
framt þurfum við að sameinast um
kröfuna að þegar í stað verði upp-
bygging vígvélarinnar á Keflavíkur-
flugvelli stöðvuð.
Við verðum að berjast gegn hvers
kyns þátttöku íslendinga í upp-
byggingu vígvélar Bandaríkjanna
hér á landi og gegn þjónustu íslend-
inga við hana. Sérhverjar þær
tekjur, sem íslenskt fyrirtæki hefur
af bandaríska hemum, em í and-
stöðu við hagsmuni fólksins. Sérhver
vegur eða flugvöllur, sem þessi her
skaffar okkur, er illlæknandi mein á
landinu.
Við þurfúm að hefja á loft af krafti
kröfúna um þjóðaratkvæðagreiðslu
um herinn og NATO. Þjóðarat-
kvæðagreiðslan er leið, hún er von.
Sú umræða, sem skapast í undirbún-
ingi þjóðaratkvæðagreiðslunnar, er
öll hemámsandstæðingum í hag.
Hún mun fletta ofan af andstæðun-
um, í stað sinnuleysins kæmi barátta
og virkni.
Við þurfum að taka hermálið upp
í fjöldahreyfingunni, m.a. í verka-
lýðshreyfingunni. Hermálið er
einmitt mál þar sem hagsmunir fárra
hafa borið hagsmuni fjöldans ofur-
liði, mál sem er eðlilegt baráttumál
fjöldahreyfinganna. Þó verkalýðs-
hreyfingin og önnur hagsmuna-
hreyfing alþýðu gerðu ekki annað
en að efla umræðu um herstöðva-
málið almennt er það til góðs. Öll
umræða um herstöðvamálið er and-
stæðingum herstöðvanna til góðs.
Allt er betra en þögnin.
Við þurfum að efla stuðning við
og upplýsingu um frelsisbaráttu
þjóða viða um heim af því samúð
okkar er hjá þeim, en líka af því slíkt
starf eykur skilning okkar á alþjóð-
legu samhengi hlutanna og gerir
mönnum ljósara hlutverk þess hers
sem við veitum brautargengi hér á
landi.
Að lokum, við þurfum að fjöl-
menna í Keflavíkurgöngunni nk.
laugardag.
Ragnar Stefánsson.
Fari herinn missir Eimskip viðskipti. -Á 70 ára afmæli „óskabarns þjóð-
arinnar" 1984.