Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Síða 11
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. 11 Landinn sleikir solskinio og litur a stjornarmyndun sem hvert annað DV-myndir GVA sport. Hvernig er óskastjórnin? Hvemig ríkisstjórn vill landinn? Hvaða kosti þarf hún að hafa til að bera? Nú er biðstaða í viðræðum um nýja stjóm. Ekki hefur gengið sam- an. Hafa menn kannski misst af óskastjóminni? Flestir landsmenn hafa haft það gott að undanfómu. Fjöldinn sækir í sólarlandaferðir eða aðrar utan- ferðir í sumar. Bílasala er í hámarki. Lóðir á Reykjavíkursvæðinu ganga hratt út, svo hratt, að hið opinbera nær því ekki með skólabyggingum. Ekkert atvinnuleysi er. Kaupmáttur tekna fólks hefur vaxið mikið síð- ustu ár. Fleiri hafa gerzt áskrifendur að Stöð tvö en við var búizt í byrj- un. Flest öldurhús ganga. Mikill fjöldi borðar úti annað veifið. Það er því nokkur velsæld. Telja mætti að fólk vildi ekki glata þessu. En margir hafa setið eftir. Hvað sögðu atkvæðin? Menn veltu því fyrir sér fyrir kosn- ingar, hvað landinn mundi segja með atkvæði sínu. Vom flestir ekki á- nægðir? Var þá ekki rökrétt, að landinn legði ekkert undir en kysi sömu stjóm áfram. Nú virtist ekki tími til að taka áhættu. Nú sýndist rökrétt að halda því, sem unnizt hafði. Ýmis hættumerki sáust. Aug- ljóst var, að varlega þurfti að fara, ætti verðbólgan til dæmis ekki að tútna út. Aðrir sögðu, að það væri einmitt á velsældartímum, sem landinn legði út 1 hættuna. Þá væm menn reiðubúnir að veðja. Við búum á gömlu kerfi sjávarútvegs og bú- skapar, þar sem happdrættissjónar- miðið komst í blóð okkar. Þeir atvinnuvegir áttu sitt undir happ- drætti, veðri og vindum og afla- brögðum, sem lítt sáust fyrir. Við erum enn happdrættisþjóð. Við byggjum enn íbúðir okkar með skuldaklafa þrátt fyrir verðtrygg- ingu lána og vexti þar ofan á. Við sláum lán til að kaupa bíl. Við setj- um heimsmet í kaupum á lottómið- um. Við viljum taka þátt í öllum happdrættum, ef vinningsvon er ein- hver teljandi. Lukkumiðar Háskól- ans hverfa úr sjoppunum löngu fyrr en háskólamenn virðast hafa búizt við. Því sögðu sumir fyrir kosning- ar, að nú mundi það gerast í velsæld- i'nni, að landinn reyndist reiðubúinn til að taka sjansinn. Hann mundi ekki velja hinn einfalda kost að end- urkjósa sömu stjómarflokka, heldur reyna sitthvað nýtt. Þetta reyndist rétt. Guðrún Helgadóttir segir að visu í kjallaragrein, að kjósendur hafi valið gömlu stjómina, því að flokkur Alberts verði að teljast þar með. Þetta munu fæstir samþykkja. Al- bert var í raun vikið úr stjóminni. Stuðningur við hann sýnir ekki stuðning við stjórnarflokkana, þótt margt sé svipað. Flokkur hans er nýtt afl. Skoðanakannanir sýndu alltaf, að meirihlutinn studdi ríkis- stjómina. En Borgaraflokkurinn hefur að minnsta kosti ekki enn fall- ið inn í þá mynd. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk þvert á móti ráðningu í kosningunum. Þetta þarf að skoða betur. Kannski ævintýri Hvemig vilja menn, að ný stjóm verði? Vilja menn, að hún gangi á vit ævintýra? Vilja menn, að hún hækki laun í landinu? Ýmsir hafa setið eftir, en afstaða einstakra laun- þega í fyrirtækjum og verkalýðs- félögum gerir ólíklegt, að lögbinding lágmarkslauna til dæmis við 40 þús- und á mánuði skili sér. Slík hækkun lægstu launa mundi ganga gegnum kerfið og koma fram í almennum launahækkuruun og verðbólgu. Er það kannski það, sem menn vilja? Svarið er vafalaust nei. Landinn vill vafalaust, að stöðug- leiki haldist í efnahagsmálum og hann verði styrktur. Landinn vill vafalaust ekki, að verðbólgan au- kist. Menn vilja ekki, að vextir hækki, sem mundi verða með au- kinni verðbólgu. Hver einstakur mun barma sér yfir erlendum lántök- um. Hann mun ekki vitandi vits mæla með kauphækkuniun og ger- vikjarabótum, sem greiddar væru með meiri slætti erlendis. Hann mun ekki mæla með því, áð skuldaklaf- inn, sem hvílir á næstu kynslóðum, verði aukinn. Hinn almenni borgari mun segja, að ríkissjóð eigi ekki að reka með halla, heldiu eigi að skera niður. Flestir hljóta að álíta, að minnka eigi austur í landbúnað. Landinn mun ekki mæla með því, að við eyðum meiru en við öflum. Hann mun ekki samþykkja. að ríkis- hallinn sé greiddur með lántökum innanlands, þegar hann gerir sér ljóst, að það þýðir hækkun vaxta. Landinn mun mæla með hækkun lægstu launa, en hann mun ekki fallast á slíka hækkun. ef hann skil- ur, að hún þýðir oftar en ekki meiri verðbólgu, meiri ríkishalla. Laun- þeginn fellst ekki á, að hlutfall hans lækki í því fyrirtæki. sem hann vinn- ur hjá. - Kannski því miður. Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri Ég w.ui, að landsmenn leggi mest upp úr framansögðu. Auk þess vilja flestir vera í Atlantshafsbandalaginu og hafa herinn. Margir vilja sem mestar framkvæmdir kringimi her- inn. Það gefur meiri tekjur og fleiri sólarlandaferðir. Menn jánka kjam- orkuvopnalausu svæði. ef þeir em kjánalega spurðir. en vilja vafalaust flestir. að við genun ekkert. sem skaðað getur NATO. Menn vilja sem mesta menntun og sem ódvrasta. Líklega vilja fæstir vinda mikið ofan af því svokallaða velferðarkerfi, sem gildir í mennta- og heilbrigðismálum. Spyrja má, hvort menn vilji draga úr velferðarkerfinu. ef þeir fái skattalækkun fyrir. Þetta er erfið spurning og líklega ósanngjörn. I raun má lækka skatta með nægilegu aðhaldi í ríkisrekstrinum og fjarlæg- ingu gjafa til gæluverkefna. land- búnaðar. skuldakónga og Kraflna. Bílar og vídeó Við þykjumst \áta. hvernig stjórn landsmenn vúlji ekki. Þráinn Bert- elsson Þjóðviljaritstjóri sagði rétti- lega eftir kosningamar. að fólk hefði hafnað Alþýðubandalaginu. af þvf að flokkurinn hefði verið sakaður um að vera á móti vídeói. sjónvarpi. útvarpi. bílum. einbýlishúsum og fleiru. Þetta er það. sem fólk sækist eftir. líka verkafólkið. Attatíu pró- sent landsmanna búa í eigin íbúð. Því hlutfalli vilja menn halda. Þann- ig hlaupa Islendingar í lífsgæða- kapphlaupinu. Þeir vilja fá bættan kaupmátt ár eftir ár eins og var í fyrra og hittifyrra. Þó er ástæða til að ætla að meirihlutinn vilji ekki kaupa bætt tímabundin kjör því verði að sökkva dýpra í skuldafen. hvorki innanlands né erlendis. Tvískinnungur Kannanir sýndu allt fi'am til kosn- inga að ríkisstjórnin naut meiri- hlutafylgis. Menn vildu vafalaust mannabreytingar. Menn voru þrevttir á Alexander og Sverri. enda fengu báðir skell i kjördænnmi sin- urn í kosningunum. Fólk vildi úrbætm- í húsnæðismáhmi. meiri en orðnar voru. Landsmenn voru leiðir á ofi'íki Sverris. Auðvitað er nokkur tvískinnungm'. að gjalda ríkisstjóm- inni jáyrði en setja stjómarflokkana í bullandi minnihluta. sama fólkið í sömu könnun. Meirihluti stuðnings- manna Borgaraflokksins hafði ekki gert upp við sig. að sá meirihluti væri í stjórnarandstöðu. Steingrínnu' Hermannsson forsæt- isráðhema hlaut persónulega feikn- arstuðning i kosningum. Sigur hans bjargaði í horn fyrir Framsókn. Sig- urinn sýndi. að forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar naut almenns fylgis. Hið sama sýndu skoðana- kannanir. Því má af öllu þessu ætla. að landinn vilji fá stjórn. sem er ekki ósvipuð þeirri sem nú situr. Menn vilja kannski reyna nýja menn og nýja flokka. En líklegast er óska- stjórnin sú, sem ekki breytir mjög miklu frá því sem verið hefúr til dæmis síðustu tvö árin. Albertsmálið skipti miklu í kosn- ingunum. Hinn nýi flokkur hans vann sigm. Með því vom menn að mótmæla flokksforvstu Sjálfstæðis- flokksins fyrir meðferðina á Albert. Albert sat í stjórninni þar til undir lokin. Hann hefur borið ábyrgð. ásamt hinum. á þeirri stjómai-stefnu sem fylgt hefur verið. Óskastjóm landans er vafalaust sú. sem viðheldur stöðugleika í efna- hagsmálum. hindrar uppgang verðbólgu. heldm- genginu stöðugu. eyðir ríkishallanum og viðskipta- hallanum þegai' menn skilja. að með viðskiptahalla söfhum við skuldum erlendis. Menn vilja líka. að óska- stjómin bæti kjör þeirra. sem varla geta framflevtt sér nú. Menn vilja að hún leiðrétti húsnæðismálin. til dæmis fyrir þá. sem eftir sátu síðustu ár. Erfitt verðiu' að samræma sum þessi markmið. Það er ekki auðvelt að hækka lægstu laun. Það gengur til dæmis gegn markmiðinu um hjöðnun verð- bólgu og eyðingu ríkishaUa og viðskiptahalla við útlönd. Úrbætm í húsnæðismálum kosta févana ríkis- sjóð stórar fúlgur. Stjómmálamennirnir munu enn revna á næstunni að koma einhverri stjóm saman. Sú stjóm kann að falla í kramið hjá landsmönnum í fyrstu. þar sem fólk verður fegið að fá ein- hverja stjóm. Hvað síðar verðm vitum við ekki. Meðan þessu vindm fram sleikir margm landinn sólskinið og lítm á tilraunir til stjómarmvndunar sem hvert annað sport. Almenningur hefur um þessar mundir ekki miklar áhvggjur af stjórnarmyndun. Þetta er mál sem gaman getur þótt að fylgjast með í fjöhniðlum, eins og fótbolta eða söngvakeppni. í raun hlýtm þetta að vera hið alvarlegasta mál því að staðan er um margt tæp. Ekki þarf mikið út af að bera, til þess að við follum aftm í sömu eymd- ina og var fyrir 3-4 árum og árin þar á undan. Það veltur á svonefnd- um landsfeðrum, sem brátt koma fram í nýrri ríkisstjóm. En landinn getm hvort sem er ekkert gert nú nema látið sér líða sem bezt. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.