Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Side 12
12 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
Skák DV
Hannes varð heimsmeistari
eftir spennandi lokaskák
Hannes Hlifar brosir breitt eftir vel heppnaða ferð til Austurríkis.
Guðmundur Sigurjónsson, stór-
meistari og aðstoðarmaður Hannes-
ar Hlífars í Innsbruck, átti erfiðar
stundir á áhorfendabekknum fyrir
réttri viku er Hannes stóð í ströngu
í lokaskákinni. Mótherji Hannesar
lét heldur ófnðlega og er heims-
meistaratitill er í húfi er óskemmti-
legt að hafa ótrygga kóngsstöðu
skjólstæðingsins fyrir augunum. En
allt fór vel að lokum. Hannes náði
að snúa á’ann með því að etja báðum
hrókum sínum beint út í dauðann
og eftir 38 leiki var sigurinn í höfn.
Englendingurinn Adams, sem kom
í humátt á eftir Hannesi, vann sína
skák í síðustu umferðinni og fékk 9
vinninga. Hannes fékk 9!ú v. með
sigri í lokaskákinni. Ef hann hefði
aðeins gert jafntefli þá hefðu þeir
félagar orðið jafnir og óvíst hvor
hefði hreppt titilinn. Þá hefðu stig
verið látin ráða. Hannes varð því
að tefla til vinnings en „hafa þó jafh-
teflið innan seilingar," eins og
Guðmundur orðaði það, því að betri
er einn fúgl í hendi en tveir í skógi.
Þessi hemaðaráætlun þeirra fé-
laga virtist þó ekki ætla að takast
þvf að Hannes rataði í ógöngur
snemma tafls eftir að hafa víxlað
leikjum í byrjuninni. Þeir höfðu
undirbúið langa leikjaröð gegn svo-
nefhdu Lasker-Sveshnikov afbrigði
af Sikileyjarvörn, sem var eftirlætis-
byijun mótheijans, Frakkans
Degraeve. Guðmundur er öllum
hnútum kunnugur í þessu afbrigði
eftir að hann var aðstoðarmaður
papímsfræðingsins Húbners í ein-
vígi við Adorjan fyrir sjö árum.
En í 17. leik lék Hannes ekki leik-
ina í réttri röð og skyndilega var
hann staddur á ókunnum slóðum.
Þar fetaði hann óvart í fótspor Bents
Larsens sem lýsti þvi yfir í tímarits-
grein nýlega að hann hefði fundið
nýja aðferð við að læra skákbyijan-
ir: Tefla byrjunina fyrst og fletta svo
upp í bókunum! Að sögn Larsens fær
þá ímyndunaraflið lausan tauminn,
auk þess sem byijanabækur eru
þungar til burðar. Larsen segir að
það sé miklu þægilegra að skoða
bækumar í góðu tómi heima að
mótinu loknu.
Nýjung Hannesar gaf andstæð-
ingnum nokkuð lausar hendur
kóngsmegin en menn Hannesar
stóðu þó vel til varnar og taflið var
óljóst. Eftir sviptingar og vinnings-
tilraunir á báða bóga, jafhaðist
taflið, þar til Frakkinn gætti sín
ekki sem skyldi. Hannes eygði
óvæntan möguleika og vann peð.
Frakkinn átti samt góða jafhteflis-
Endastöð' flyst að Lækjar-
torgi.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
möguleika en í 35. leik lék hann
skákinni endanlega af sér. Gafst upp
þrem leikjum síðar og óskaði Hann-
esi jafhframt til hamingju með
heimsmeistaratitilinn.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: de Graeve (Frakklandi)
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.Rxd4
Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8.
Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. BxfB BxfB 11.
c3 0-0 12. Rc2 Bg5
Skák
Jón L. Árnason
Nú væri réttast að vikja sögunni
tíu ár aftur í tímann er sá er þetta
ritar var að berjast um heimsmeist-
aratitilinn. I næstsíðustu umferð átti
ég í höggi við franskan andstæðing,
rétt eins og Hannes nú, og hann
beitti þessu sama afbrigði. Mér tókst
að vinna og svo gott sem tryggja
mér titilinn - þurfti aðeins jafntefli
í síðustu umferðinni. Var einhver
að tala um að sagan endurtæki sig?
Andstæðingur minn, Santo Ro-
man, lék 12. - Hb8, til þess að spoma
við framrás hvíta a-peðsins. Til gam-
ans kemur hér ffamhald skákarinn-
ar: 13. Be2 Bg5 14. 0-0 Be6 15. Dd3
f5 16. Bf3 Dc8 17. Hadl f4? 18. De2
Bd8 19. h3 Hb7 20. Hd3 g5 21. Bg4!
Bxg4 22. Dxg4 Dxg4 23. hxg4 Rb8
24. b4 Kf7 25. Hfdl Kg6 26. c4! bxc4
27. Hc3 a5 28. a3 axb4 29. axb4 h5
30. gxh5+ Kxh5 31. Ra3 Bb6 32.
Rxc4 Bd4 33. Hh3+ Kg6 34. Rxd6
Ha7 35. Rf5 g4 36. Rde7+ Kg5 37.
Hhd3 Hf7 38. Rc8 Hal 39. Hxd4 exd4
40. Hxal og svartur gaf.
13. a4 bxa4 14. Hxa4 a5 15. Bc4 Hb8
16. b3 Kh8 17. Rce3?!
í stað 17. 0-0 f5 18. exf5 Bxf5 19.
Rce3, eins og þeir höfðu undirbúið
fyrir skákina. Hannes víxlar leikjum
alveg óvart en um leið tekur hann
andstæðinginn náttúrlega „út úr
teóríunni".
17. - g618.0-0 f519. exf5 gxf5 20. Hel f4
Þessi og næsti leikur liggja beint
við en 20. - e4 kemur einnig til
greina til að fá góðan reit á e5 fyrir
riddarann og þá kæmi f5—f4 með
meiri þrótti.
21. Rfl f3 22. Rg3
Kóngsstaða hvíts riðlast en á móti
kemur að menn hans standa betur
og hann hefur góð tök á miðborð-
inu. Hættuleg sókn af svarts hálfu
er enn mjög langt undan. Það er
samt skiljanlegt að Guðmundi hafi
ekki liðið of vel.
22. - Re7 23. Rxe7 Dxe7 24. Hxa5
Peðsfóm svarts má gagnrýna því
að nú getur hvítur ávallt reitt sig á
gagnfæri eftir a-línunni og hliðar-
sókn að opinni svörtu stöðunni.
24. - fxg2 25. Bd5! Hf6 26. Dd3 Bf4
Hótar 27. - Hh6 og 28. - Dh4 með
sókn að kónginum. En nú var
kannski betra að víxla leikjum. 26.
Hh6 fyrst og svara þá 27. Rf5 með
27. - Bxf5 28. Dxf5 Bd2 29. Heal Dh4
eða 27. De4 með 27. - Hh4 (en ekki
27. - Bd2 28. Heal Bxc3 29. Ha8
Bxal 30. Hxb8 Dc7 31. Dg4! og vinn-
ur).
27. Dc4
Hindrar 27. - Hh6 vegna 28. Dxf4!
Mögulegt var 27. Heal Bf4 28. Ha8
Dh4 29. Bg2 Dxh2 + 30. Kfl og svart-
ur er þvingaður til þess að fóma
drottningunni með 30. - Dxg2+ 31.
Kxg2 Bb7 + 32. Kfl Bxa8. Kannski
líkaði Hannesi ekki þetta framhald,
enda gætu biskuparnir orðið óþægi-
legir í tímahraki.
27. - Bg4 28. Heal Bxg3 29. hxg3 BÍ3
30. Dh4! Bxd5 31. Hxd5 Df7?
Afleikur. Betra er 31. - De6 og
staðan er í jafnvægi.
Sumaráætlun SVR 1987
1. júní - 28. ágúst
LEIÐIR 02-12
Ferðatíðni á leiðum 02-12 verður 20 mín. frá kl. 07-19 mánud. -
föstud. Tíðni verður óbreytt kvöld og helgar og á öðrum leiðum.
Nánari upplýsingar í leiðabók og á viðkomustöðum vagnanna.
LEIÐ FRÁ: MÍN. YFIR HEILA KLST.
02 GRANDAGARÐI 13 33 53
02 SKEIÐARVOGI 35 55 15
03 SUÐURSTRÖND ■ 17 37 57
03 HÁALEITISBRAUT 09 29 49
04 ÆGISÍÐU 05 25 45
04 HOLTAVEGI 42 02 22
05 SKELJANESI 03 23 43
05 LANGHOLTSVEGI 28 48 08
06 LÆKJARTORGl 15 35 55
06 ÓSIANDI 36 56 16
07 LÆKJARTORGI 05 25 45
07 ÓSLANDI 19 39 59
08 HLEMMI 13 33 53
08 GRENSÁSI 28 48 08
09 HLEMMI 13 33 53
09 GRENSÁSI 28 48 08
10 HLEMMI 05 25 45
10 ÞINGÁSI 28 48 08
11 HLEMMI 00 20 40
11 SKÓGARSELI 22 40 02
12 HLEMMI 05 25 45
12 ÁLFTAHÓLUM 27 47 07
Aðrar breytingar:
LEIÐ
Kvöld og helgar verður LEIÐ
vögnúnum flýtt frá Öldu-
gránda að Lækjartorgi, LEIÐ
Er flýtt um 2 mínútur.
LEIDIR
08/09
Hætta akstri um Stakkahlíð.
Aka á 20 mín. fresti.
Vagninn ekur um Borga
mýri á leið í Grafarvog
árdegis, en síðdégis á
leið frá Grafarv'ogi.
LEIÐ
EID
Ekur í öllum ferðum að l np
Þingási.
------------------------SVR
I
Endastöð flyst á
Kalkofnsveg.