Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. Islensk tunga 104 Fyrirsögn óskast Fyrir hálfum mánuði hóf ég að fjalla um áhrif fjölmiðla á málfar. I vikunni á eftir var ég sleginn út af laginu og fór út í aðra sálma. Nú skal reynt að halda áfram á hinni upphaflegu braut. Ég kastaði fram þremur spurn- ingum varðandi rannsóknir á þessu fyrirbæri; þ.e. hvað skyldi athuga, hverja og hvernig. Þegar reynt er að svara þessum spurningum er fátt til að styðjast við því rannsóknir á þessu sviði virðast litlar sem engar, hvorki hér á landi né erlendis. Það eina sem liggur í augum uppi er að fjölmiðlar nútímans hljóta að hafa meiri áhrif og þau áhrif eru fljótari að breiðast út. Þá berast helst böndin að ljósvakafjölmiðlum því þeir eru útbreiddastir allra fjöl- miðla. Sumir fræðimenn hafa komið fram með þá tilgátu að fjölmiðlar þurrki út mállýskur af því að hlust- endur líti meðvitað eða ómeðvitað til þeirra sem fyrirmvnda í málfari. Nýjungar í málfari, svo sem ný- yrði, hljóta einnig að eiga greiðari leið til manna nú en áður fvrr. En þar með er ekki öll sagan sögð. Við verðum að taka tillit til þess að mismunandi hópar tala ólík mál. Börn og unglingar hafa annan orðaforða en fullorðnir o.s.frv. Og ýmislegt bendir einnig til þess að stéttamállýskur séu einhverjar á Islandi. Þá spyrjum við okkur hvaða málfyrirmyndir þeir hafi sem starfa við fjölmiðlana. Það er til dæmis reginmunur á málfari þula á rás 2 og Bylgjunni annars vegar og ýmissa þátta í gamla gufuradíóinu, svo dæmi sé tekið. (Fyrir utan þau ósköp að meirihluti talaðs máls á nýju útvarpsstöðvunum er tilkynn- ingar um hver sföðin sé, hvað viðkomandi þáttur heiti, hver sé kynnir og hver komi næstur.) í þessu sambandi skipta lög og reglur engu máli. í útvarpslögun- um stendur til að mynda: „Utvarps- stöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu.“ Þar segir einnig: „Auglýs- ingar skulu vera á lýtalausu ís- lensku máli.“ Þetta eru vissulega fallegar hugs- anir. En hvað er „almenn menning- arþróun"? Hvað er „að efla íslenska tungu“? Og hvað er átt við með „lýtalausu íslensku máli'1? Án umræðu um innihald þessara íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson orða verða þau ekkert nema innan- tómir frasar. í nýútkomnu fréttabréfi íslenskr- ar málnefndar, Málfregnum, eru þessar reglur gerðar að umtalsefni. Meðal annars er spurt hver eigi að hafa eftirlit með því að þessi leiðar- ljós séu notuð. Niðurstaðan þar er þessi: „Ekkert annað en virkt al- menningsálit getur vakið þann metnað sem forsvarsmenn stöðv- anna þurfa að hafa og starfslið þeirra." Sjálfsagt geta allir tekið undir þessi orð en þó verður að hafa einn fyrirvara og það varðar þetta marg- umtalaða almenningsálit. Er til eitthvað sem heitir almenningsálit varðandi íslenska tungu? Og að hve miklu leyti er það þá afkvæmi Bylgjan tók til starfa fyrir rúmu ári og hefur notið mikilla vinsælda. En hver eru áhrif Ijósvakafjölmiðlanna á íslenska tungu? - þessara sömu fjölmiðla og það á að hafa eftirlit með? Hvað má rannsaka? Einfaldast væri að segýa að öll svið málsins væru rannsóknarefni. Áhrif fjölmiðla á útbreiðslu ein- stakra orða, á framburð o.fl. Ég hef löngum velt fyrir mér, án þess að komast að niðurstöðu, hver áhrif sjónvarps væru á lestur. Þá á ég ekki einungis við hvort útvarp og sjónvarp dragi úr bók- lestri heldur einnig hvort og hver áhrif sjónvarpstexta séu á lestrar- kunnáttu. Neðanmálstextar í sjónvarpi bera tvö einkenni: I fyrsta lagi þá birt- ast þeir stutta stund í einu, þannig að lesandinn verður að lesa hratt. í öðru lagi er textinn stuttur og hnitmiðaður af þeirri einföldu ástæðu að hann verður að komast fyrir á skerminum. Ef við berum saman erlent tal og íslenskan skjá- texta á erlendri kvikmynd sjáum við strax muninn. Lestur slíkra texta er eitt af því fyrsta sem börn lesa og keppast viö að ná textanum. Eykur þetta lestrarhraða? Verð- ur lestur við þetta óvandaðri? Lesandinn hefur lítinn tíma til að meta það sem hann hefur lesið. Hefur það áhrif á lestrarvenjur hans að öðru leyti, tii dæmis við bóklestur? Það er oft undan því kvartað að nemendur framhaldsskóla séu illa læsir og jafnvel allt að því ólæsir. Geta verið einhver tengsl þar á milli eða hefur þetta alltaf verið svona? Þar með er ekki meira um málið að segja að sinni. Alþingi uppspretta tækifærisvísna Af Sigurði Búa og fleirum Sigurður Sigurðsson, auknefnd- ur Búi og því oft ruglað saman við alnafna sinn, búnaðarmálastjóra frá Draflastöðum í Fnjóskadal, var frá Langholti í Flóa, 1864-1926, lærður heima og erlendis í búfræð- um og starfaði lengi sem búnaðar- ráðunautur og ritstjóri. Hann var og þingmaður Árnesinga, afi Eg- gerts Haukdals, núverandi þing- manns, vel metinn maður, þótt um hann hafi verið ort glettnisvísa er hér skal greind. í umræðum á Alþingi 1917 flutti Sigurður Búi frumvarp um veit- ingu læknishéraða og vildi hann koma því á að fólk í læknishéruð- um fengi að kjósa sér lækna en flestum þingmönnum þótti það vafasöm tilhögun. í einni ræðu sinni komst Sigurður svo að orði að sumir læknar kæmu að litlu gagni, þess jafnvel dæmi að þeir stútuðu álíka mörgum og þeir björ- guðu. Þá var ort: Að læknar almennt murki menn munu fæstir trúa, fyrst að hlíft þeir hafa enn honum Sigga Búa. Ásamt Pétri Ottesen flutti Sig- urður frumvarp um kynbætur hesta og kom þá til orða að ekki væri nú allra graðhesta vel gætt og þætti mörgum bændum vafa- samur ávinningur að sumum þeirra í högunum. Ennfremur væru sumir flakkaranna í sveitum landsins vinsælli hjá kvenþjóðinni en karl- peningi. Ort var: Nú er engum fola fritt fyrir Búaliði. Skyldi’ann gráa greyið mitt geta séð í friði? Alkunn er saga um tvær kerling- ar í Þjóðsögum Jóns Árnasonar sem villtust á álútum biskupi á hestbaki og fola sem var að láta vel að tillátssamri meri. Ásgrímur listmálari hafði einmitt gert þessu efni skil i einni af myndum sínum. Þetta blandaðist inn í umræðurnar á þingi. Foringinn úr Flóanum flangs vill ekkert líða. Nú vill hann banna biskupnum blessuðum að ríða. Næsta vísa er af sama þingi. Þá sem oftar var rætt um styrki til bænda til verkfærakaupa en menn nefna ekki alltaf sömu tæki sömu nöfnum og getur af því myndast spaugilegur misskilningur, orðið „viðhald" hefur þar stundum kom- ið við sögu. Pétur Þórðarson, bóndi á Hjörsey, Mýramaður, var þá á þingi. Pétri lá ei þurfið þið, - það ég finn á mínum - þó hann halda vilji við verkfærunum sínum. Þá var Flóaveitan fræga á dagskrá um þetta leyti. Sigurður Búi og Einar Arnórsson létu það mál til sín taka: Búi hafði þörf á því, en þingið sá ei tjóa, að kasta óséð krónum í keldur austur í Flóa. Vísnaþáttur Og meira um það: Til þess meiri fíflsku að fá og fleiri velluspóa, þingið ekkert sæmra sá en senda þá austur i Flóa. Heldur þóttu fíflin fá og fénu treg að sóa. Takmarkinu nú skal ná með nefndum austur í Flóa. Nú er orðið svo langt um liðið síðan þetta var að höfundar vísn- anna eru víst flestir gleymdir. Eru nokkrir sem kunna skil á þeim? Fleiri kosningavísur jEkki hef ég viljað birta kosninga- vísur þó mér hafi borist á meðan kosningahríðin stóð. Þakka slík bréf og geymi. Hér er þó ein sem engan þarf að meiða, enda ekkert nafn nefnt: Oft er það í ættir lagt, að menn þurfi að mala, er sem hafi ekkert sagt, þó alltaf séu að tala. Ég fór fyrir nokkru, eins og les- endur rekur minni til, í Þingvísna- bók Jóhannesar úr Kötlum og Alþingisrímur, kenndar við Vald- imar Ásmundsson Fjallkonurit- stjóra. Fyrrnefnda bókin kom á stríðsárunum en frumútgáfa hinn- ar fyrri um aldamótin. Ég gerði nokkra grein fyrir þessum bókum þá. Nú bind ég mig ekki alveg við Jóhannesarbók og sleppi rímunum. Þess má geta að Valdimar dó ungur en hafði orðið nafnkunnur fyrir blaðamennsku sína og alþýðuútg- áfur á íslendingasögum sem hann annaðist fyrir Sigurð Kristjánsson, bóksala og útgefanda, sem var sér- stæður merkismaður, 1854-1928. Lengi var það ekki vitað hver ort hafði Alþingisrímur. En með útg- áfu Menningarsjóðs 1951 ritaði Jónas frá Hriflu góðan og fróðleg- an formála. Þá var það orðinn almannarómur að Valdimar sjálfur og Guðmundur skólaskáld hefðu í sameiningu ort rímurnar. Valdim- ar var giftur Bríeti Bjarnhéðins- dóttur sem var ritstjóri Kvenna- blaðsins. Hún varð háöldruð. Þeirra börn: Héðinn alþingismaður og forstjóri og Laufey, mennta- kona, starfsmaður bróður síns og kunn fyrir félagsmála- og ritstörf. Á stríðsárunum, þegar breska herstjórnin lét flytja Einar Olgeirs- son alþingismann og fleiri ritstjóra Þjóðviljans í fangelsi á Englandi tók Jóhannes úr Kötlum - f. 1899, d. 1972 - sæti hans á Alþingi. Hann eignaðist þá þar sem alstaðar marga vini í hópi andstæðinga. Var mikið ort. I umræðum um þegn- skylduvinnu kom fyrir orðið „tax- takaup". Bjarni Ásgeirsson, síðar ráðherra, orti: Teygað hefur þorstlát þjóð af þínu boðnarstaupi. Ortir þú samt öll þín ljóð undir taxtakaupi. Jóhannes hét fullu nafni Jó- hannes Bjarni Jónasson. Hans svar: Taxtakaupið tíðum brást tregu ljóðsins barni. En ef það skyldi eitt sinn fást, yrði ég þægur Bjarni. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.