Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Page 29
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
29
HinMðin
• Guólaugur Tryggvi Karlsson segist stefna að því að fara í megrun á árinu.
...og
spranga um
nærbuxunum
sóley)iinum“
- segir Guðlaugur Tiyggvi Karlsson hagfræðingur
Guðlaugur Tryggvi Karlsson,
hagfræðingur; politíkus, hestamað-
ur, blaðamaður og ég veit ekki hvað
fékkst til að sýna lesendum DVá sér
hina hliðina að þessu sinni en Guð-
laugur er hress maður og skemmti-
legur og hefur gjaman frá mörgu
skemmtilegu að segja. Guðlaugur
Tryggvi er mikill hestamaður og
varla líður sá dagur að hann viðri
ekkihesta sína ogríði útí Víðidaln-
um og þá gjarnan með einum sona
sinna, Karli sem er þekktur körfu-
knattleiksmaður í ÍR. Svör Guðlaugs
Tryggva fara hér á eftir:
Fullt nafn: Guðlaugur Tryggvi
Karlsson.
Aldur: 43 ára.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Maki: Vigdís Bjamadóttir.
Böm: Valdimar Karl, 25 ára, Karl
Höskuldur, 20 ára, Bjarni Karl, 13
ára, og Guðný Marta sem er 3 ára.
Bifreið: BMW árgerð 1984.
Starf: Ég er menntaður hagfræðing-
ur og starfa sem fulltrúi á aðalskrif-
stofu Háskóla íslands og einnig við
blaðamennsku.
Laun: Æði misjöfh.
Helsti veikleiki: Smámunasamur.
Helsti kostur: Samviskusamur.
Hefur þú einhvem tímann unnið í
happdrætti eða þvílíku? Nei, aldrei.
Uppáhaldsmatur: Utigrillaður dilk-
ur.
Uppáhaldsdrykkur: Kók og sóda-
vatn með smáappelsínudjús út í.
U ppáhaldsveitingastaður: Þórskaffi.
Uppáhaldstegund tónlistar: Ópem-
tónlist.
Uppáhaldshljómsveit: Sinfóníu-
hljómssveit íslands.
Uppáhaldssöngvari: Pavarotti og
Tito Gobbi.
Umsjón:
Stefán Kristjánsson
Uppáhaldsdagblað: Öll dagblöðin.
Ég get hreinlega ekki gert upp á
milli þeirra.
Uppáhaldstímai-it: Hesturinn okkar,
Eiðfaxi og Sportveiðiblaðið.
Uppáhaldsíþróttamaður: Jón Páll
Sigmarsson.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Jón
Baldvin Hannibalsson.
Uppáhaldsleikari: Bessi Bjamason
og Gunnar Eyjólfsson.
Uppáhaldsrithöfimdur: Shakespe-
are.
Besta bók sem þú hefur lesið: Egils
saga og Njála. Þetta eru hvort
tveggja bækur sem ég hef margoft
lesið og fæ aldrei leið á að lesa.
Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér
sjóinvarpið eða Stöð 2? Get ekki
gert upp á milli þessara stöðva því
báðar gera þær mjög góða hluti. Ég
er alger fréttafrík og hlusta á alla
þá fréttatíma sem í boði em á báðum
stöðvunum.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér best:
Ég verð að segja að ég er voðalega
mikið á Bylgjunni en sleppi aldrei
fréttunum klukkan sjö á rás eitt.
Uppáhaldssjónvarpsmaðui-: Ómar
Ragnarsson og Bjarni Felixson.
Hvar kynntist þú eiginkonunni? í
Amarhvoli.
Helstu áhugamál: Hestar, íþróttir og
stjómmál.
Fallegasta kona sem þú hefur séð:
Guðný Marta Guðlaugsdóttir.
Fallegasta hross sem þú hefur séð:
Gamla merin mín, hún Snörp, sem
nú er fallin.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Elísabetu Englandsdrottn-
ingu.
Fallegasti staður á íslandi: Land-
sveitin.
Hvað ætlai' þú að gera i sumarfrí-
inu? Ég vonast til að geta komist í
almennilegan reiðtúr og þá meina
. ég einn með öllu. Þá vil ég ríða í 5-6
tíma á dag og hafa fastan náttstað
ásamt kryddlegnum lambakótilett-
um og útigrilli. Svo vil ég geta
sprangað um í nærbuxunum í sóleyj-
unum og andað að mér fersku ijalla-
lofti.
Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að
á þessu ári: Fara í megrun.
-SK
Lukas D. Karlsson, heildverslun
■hfubcríuémöbei
Garðhúsgögn til
sýnis og sölu að
Ásbúð 96,
Garðabæ. simi
43702 og 83485.
*********************#
i BÚÐARKOT X
SIMI 22340
*
PAULINA
'wmœ ?
*
Jarnrúmin vinsælu komin aftur,
*
nýjar gerðir.
Opið alla daga kl. 9.00-21.00.
Búðarkot,
Hringbraut 119 (við JL-húsið)
*
*
*
Nauðungaruppboð
annað og siðara á eigninni Fjóluhvammi 3, Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins
Sveinssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnar-
firði, mánudaginn 1. júní 1987 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn i Hafnðrfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Breiðvangi 20, 4. hæð B, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnlaugs Sigfús-
sonar og Jóhönnu Möller, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka Islands,
Veðdeildar Landsbanka íslands, Útvegsbanka íslands, Ólafs Axelssonar hrl„
Steingrims Þormóðssonar hdl. og Kópavogskaupstaðar á skrifstofu embættis-
ins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 1. júní 1987 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
á eigninni Skólabraut 19, n.h., Seltjarnarnesi, þingl. eign Lúðvíks Jónsson-
ar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudag-
inn 1. júni 1987 kl. 16.15._Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
þriðja og siðasta á eigninni Lindarbraut 15, Seltjarnarnesi, þingl eign Guð-
rúnar Haraldsdóttur o.fl. en talin eign Smiðs hf, fer fram á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 3. júni 1987 kl. 17.30.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
annað og síðara á eigninni Sólbraut 5, Seltjarnarnesi, þingl. eign Sverris
Þóroddssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnar-
firði, miðvikudaginn 3. júni 1987 kl. 17.00.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eigninni Brekkubyggð 35, 2. hæð, Garðakaupstað, þingl.
eign Sigriðar Guðjónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 1. júní
1987 kl. 17.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eigninni Laufási 3, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign
Agnars Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. júni 1987
kl. 13.15.
______________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.