Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Qupperneq 32
32
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987.
^ Ný plata
Rokktríóið Gildran sendi frá sér sína
fyrstu plötu 29. maí og ber hún
heitið Huldumenn. Gildran, sem áður hét
Pass, er skipuð þremur stofnendum þess-
ara hljómsveita en það eru þeir Birgir
Haraldsson, söngur og gítar, Þórhallur
Árnason, bassi, og Karl Tómasson, tromm-
ur, bakraddir og munnharpa. Þeir félagar
hafa starfað saman í átta ár. Huldumenn
inniheldur 9 lög sem öll eru eftir liðsmenn
Gildrunnar. Plata þessi var tekin upp í
Stúdío Stemmu í apríl sem leið. Um upp-
tökur sáu Gunnar Smári Helgason og
Sigurður Rúnar Jónsson.
Bækur
„í húsinu okkar er þoka...“
í-.VUt er komin ljóðabókin í húsinu okkar
er þoka... eftir Kristínu Ómarsdóttur. Bók-
in inniheldur stór og lítil ljóð, ljóðabálk
og ljóðaleik. Bókin er 100 tölusettar síður
og myndskreytt af Lars Emil Árnasyni sem
einnig hannaði kápu. Þetta er fyrsta bók
höfundar en áður hafa birst ljóð eftir
Kristínu í blöðum og tímaritum auk þess
sem Þjóðleikhúsið frumsýndi einþáttung
hennar. Draum á hvolfí, á litla sviðinu sl.
vetur. Bókin er til sölu í bókabúð Máls
og menningar og hjá höfundi sem gefur
hana út.
Litríkt land - lifandi skóli
Komið er út hjá Iðunni afmælisritið Lit-
ríkt land - lifandi skóli til heiðurs
HUSEIGANDI GÖÐUR!
ERTU ÞRETTTUR
A VWHALDINO?
Eru eftirfarandi vandamál
að angra þig?
• Alkalí-skemmdir • Vaneinangrun
• Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir
• Lekirveggir • Síendurtekin málningarvinna
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti
Stö-utanhúss-klæðningarinnar:
Sto-klæðningin er samskeytalaus.
sto-klæðningin er veðurþolin.
Sto-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300
litum.
sto-klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn
sprungumyndun er mjög gott.
Sto-klæðningin leyfir öndun frá vegg.
Sto-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt,
áferð og mynstri.
5to-klæðninguna er unnt að setja beint á vegg,
plasteinangrun eða steinulf
SÍD-klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða
byggingu sem er, án tillits til
aldurs eða lögunar.
sfc-klæðningin endist — Vestur-þýsk gæðavara
Opið laugardag og sunnudag
RYDIf.
Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík
Sími 673320
Guðmundi Magnússyni fræðslustjóra sem
varð sextugur á sl. ári. Hann hefur gegnt
embætti fræðslustjóra Austurlands frá ár-
inu 1977. í bókina skrifa ýmsir höfundar
um uppeldis- og kennslufræðileg efni og í
formála segir m.a.: „Aðstendendur ritsins
vænta þess að það hafi notagildi sem um-
ræðugrundvöllur meðal kennara, foreldra,
stjórnmálamanna og annarra sem láta sig
skólamál varða auk þess sem einstakar
greinar nýtast sem námsefni í kennara-
menntuninni og í endurmenntun kennara.
I ritnefnd voru Berit Johnsen, Gerður G.
Óskarsdóttir og Sigurður Magnússon.
Prenttæki prentaði.
Tilkyiiiungar
Hjálpartæki til að
velja lottótölur
Fyrirtækið S&B Ólafsson hefur hafið út-
gáfu og sett á markað hjálpartæki ætlað
til að auðvelda fólki að velja handhófstöl-
ur á lottóseðilinn. Hér er um að ræða
spilastokk með 32 spilum í og er hvert
spil merkt með einni tölu frá 1 upp í 32.
Þannig getur fólk nú dregið út sínar eigin
happatölur heima hjá sér og flýtt þannig
fyrir afgreiðslu við lottókassana. Lottó-
spilin eru framleidd hér á íslandi og er
frágangur allur hinn vandaðasti. Stærðin
á spilunum er heldur minni er á venjuleg-
um spilum eða 5x7 cm. Spilin eru innpökk-
uð í hentuga pappaöskju, þau eru
plasthúðuð og auðvelt að stokka. Lottó-
spilin koma til með að fást á öllum útsölu-
stöðum Lottósins, og síðar e.t.v. einnig í
bókabúðum, þau eru hentug, ódýr og auð-
veld í notkun.
Tilkynning til prófasta, sókn-
arpresta og safnaðarstjóra
Prófastar, sóknarprestar og safnaðarstjór-
ar eru minntir á að samkvæmt lögum um
Þjóðskjalasaíh íslands nr. 66/1985, 6.
grein, skal afhenta safninu skilaskyld
skjöl að jafnaði eigi síðar en þegar þau
hafa náð 30 ára aldri. Minnt er á 3. grein
laga nr. 3/1945, þar sem segir að
kirkjubækur sóknarpresta skuli sendar
Þjóðskjalasafninu til varðveislu áður en
50 ár eru liðin frá löggildingu þeirra og
má aldrei halda þeim lengur en 15 ár frá
því að þær eru fullritaðar. Þá eru allir sem
hafa undir höndum eða vita um embættis-
bækur og skjöl prófasta, presta og kirkna,
er engin skil hafa verið gerð á eindregið
beðnir að gera Þjóðskjalasafni íslands
aðvart.
Seglbrettamót
Seglbrettasamband íslands stendur fyrir
fyrsta seglbrettamóti sumarsins og jafn-
framt því fyrsta sem SBÍ stendur fyrir því
sambandið er nýstofnað.
Keppnin verður haldin nk. sunnudag,
þann 31. maí. Keppt verður á Fossvogi og
skulu keppendur mæta kl. 10.00 við sigl-
ingaklúbbinn Ými í Kópavogi.
Þátttökugjald verður 300 kr. á mann. Veitt
verða verðlaun fyrir fvrstu þrjú sætin.
Samtök eigenda íbúða í
verkamannabústöðum
Hinn 1. maí 1987 voru stofnuð í Reykjavík
„Samtök eigenda íbúða í verkamannabú-
stöðum".
Tilgangur samtakanna er að gæta hags-
muna félagsmanna sem forsvarsaðili
gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldi
og veita félagsmönnum sínum ráðgjöf.
Samtökin eru landssamtök. Aðildarrétt á
sérhver eigandi íbúðar í verkamannabú-
stað og umsækjendur slíkra íbúða.
Framhaldsstofnfundur samtakanna verð-
ur haldinn í sumar, þegar fyrir liggur
félagaskrá og drög að lögum samtakanna
hefur verið kynnt félagsmönnum.
Stjórn samtakanna hefur opnað skrifstofu
að Smiðjustíg 13, Revkjavík, sími 623420.
Skrifstofan er opin mánudaga -til föstu-
daga kl. 10 12 og 14-17. Lögfræðingur
samtakanna hefur símaviðtalstíma alla
virka daga kl. 13 16 í síma 15408.
Hlaðvarpinn
Kvennaráðgjöfin, Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3.
Ópin þriðjudaga kl. 20 22.
Sími: 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir siíjaspellum.
Sími: 21500, símsvari.
Nýir minjagripir
Glit hefur hafið framleiðslu á nýjum
minjagripum fyrir ferðamenn. Hvítt
keramik og steinleir er brennt með mynd-
um frá helstu ferðamanna- og sögustöðum
Islendinga. Hér eru myndir frá Reykjavík,
Gullfossi, Geysi, Mývatni. Þingvöllum,
Akureyri og fleiri stöðum. Myndirnar eru
brenndar í skemmtilegar drykkjarkönnur,
vasa, platta, skartgripaskrín og fleiri eigu-
lega muni.
Myndefni er m.a. unnið af Eydísi Lúðvíks-
dóttur myndlistarkonu sem starfað hefur
sem listráðunautur hjá Gliti hf. í nokkur
ár.
Einnig býður Glit upp á nýja þjónustu við
félög, ferðamannastaði og fyrirtæki: að
sérmerkja myndirá listmuni og nytjamuni
úr leir. Gripir af þessari gerð hafa verið
fluttir til landsins um árabil, en Glit er
nú að leita á þennan markað í því skyni
að flytja atvinnu til landsins. En sjón er
sögu ríkari. Nýju gripirnir eru fáanlegir í
öllum helstu minjagripaverslunum í
Reykjavík, hjá íslenskum markaði hf„ í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur-
flugvelli og víða um landið.
Tjaldsvæðin lokuð
á Þingvöllum
Eins og að vanda lætur á þessum tíma árs
verða tjaldstæði innan þjóðgarðsins á
Þingvöllum lokuð enn um sinn. Vorið
hefur verið fremur svalt í Bláskógum og
þrátt fyrir nokkra góðviðrisdaga að und-
anförnu er gróður skammt á veg kominn.
Ekki telst rétt að heimila tjaldvist í Þjóð-
garðinum fyrr en útjörð er gróin og sumar
gengið í garð að fullu. Þjóðgarðurinn á
Þingvöllum hefur nú í vor gefið út mynd-
skreyttan upplýsingabækling á fjórum
tungumálum, íslensku, ensku, dönsku og
frönsku. Höfundur texta er Þórhallur
Heimisson. Myndir gerði Snorri Snorra-
son. Hönnun, setning og umbrot voru í
höndum GBB auglýsingastofunnar hf. en
prentun annaðist Steindórsprent. Rit hf.
þýddi textann. Bæklingurinn hefur að
geyma uppdrætti af svæðinu í heild og
ætti því að gera gestum hægara um vik í
öllum efnum. Uppdrættirnir eru gerðir af
Landmælingum Islands. Bæklingurinn
kostar kr. 50 og er m.a. til sölu í Þjónustu-
miðstöðinni á Leirum.
Fréttatilkynning
Um þessar mundir sýnir Jón Axel Björns-
son í gallerí Ganginum og þarf ekki að
kynna hann náið þar sem hann hefur sýnt
mikið um dagana við góða athygli gesta.
Hann sýnir eitt fjögurra metra langt mál-
verk.
Mánar á Selfossi
Hljómsveitin Mánar verður með kveðju-
tónleika í Inghóli, Selfossi. í kvöld.
laugardagskvöld.
Dansleikurinn er öllum þeim opinn sem
rifja vilja upp árin 1965-75.
Árbæjarsafn í sumarbúningi
Árbæjarsafn verður opnað á sunnudaginn.
31. maí, og verður það opið í sumar alla
daga nema mánudaga frá 10 18.
Meðal þeirra nýjunga sem verða í sumar
er sýning á gömlum slökkviðliðsbifreiðum
og það sem komið hefur upp við fornleifa-
gröftinn í Reykjavík að undanförnu.
Einnig er þar nú sýning á Reykjavíkurlík-
önum.
Frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð
Við skólauppsögn laugardaginn 23. maí
brautskráðust frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 98 nýstúdentar, 27 þeirra út
öldungadeild. Af nýstúdentum eru 62 kon-
ur og 36 karlar. Alls hafa á skólaárinu
brautskráðst 160 stúdentar frá skólanum,
eða allmiklu færri en mörg undanfarin
skólaár.
Hæstu einkunnir á stúdentspróíí hlaut
Örnólfur E. Rögnvaldsson, stúdent afnátt-
úrufræða- og eðlisfræðibraut. Næst honum
komu Berglind Björnsdóttir og Örn Bald-
ursson.
Við skólauppsögn söng Kór Menntaskól-
ans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur stúdentasöngva og lög eftir
íslenska tónsmiði, m.a. lög sem samin hafa
verið fyrir kórinn.
Hallæristenór (allra síðasta
sinn)
Á laugardagskvöldið gefst allra síðasta
tækifærið til að sjá hinn bráðskemmtilega
bandaríska gamanleik, Hallæristenór, eft-
ir Ken Ludwig, í þýðingu Flosa Ólafssonar
og leikstjórn Benedikts Árnnsonar. Leik-
mynd er eftir Karl Aspelund. Sem kunnugt
er er hér á ferðinni mikið og skemmtilegt
óperugrín þar sem þeir Örn.Árnason og
Aðalsteinn Bergdal fara á kostum sem
óperusöngvarar og syngja eins og englar
annar í hlutverki hetjutenórs og hinn í
hlutverki hallæristenórs. Spurningin er
bara-hvor er hvor? Með önnur stór hlut-
verk fara Erlingur Gíslason, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Helga
E. Jónsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og
Árni Tryggvason.
Yerma (6. sýning)
Á sunnudagskvöld verður 6. sýning á
spánska snilldarverkinu Yermu, eftir Fed-
erico García Lorca, í leikstjórn Þórhildar
Þorleifsdóttur. Karl Guðmundsson þýddi
leikinn, tónlist er eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson og Sigurjón Jóhannsson gerði
leikmynd og búninga. Tinna Gunnlaugs-
dóttir leikur titilhlutverkið og hefur
fengið mikið lof fyrir, eins og reyndar sýn-
ingin í heild sinni. Fleiri en einn og fleiri
en tveir hafa kallað þessa uppfærslu á
Yermu fallegustu leiksýningu leikársins,
víst er um það að hér er stórvirki á ferð-
inni.
Skólagarðar Reykjavíkur
hefja starfsemi sína nú eftir helgina. Þeir
starfa á sex stöðum í Reykjavík: Skerja-
firði, við Ásenda, í Laugardal, við Stekkj-
arbakka, við Jaðarsel í Breiðholti og á
Ártúnsholti í Árbæ. Innritun hefst mánu-
daginn 2. júní kl. 8 og stendur til kl. 16.
Þátttökugjald er kr. 300. Öllum börnum á
aldrinum 9-12 ára er heimil þátttaka. I
skólagörðum Reykjavíkur fá börn leið-
sögn við ræktun á grænmeti og plöntum,
auk þess að fara í leiki og stuttar göngu-
ferðir í nágrenni við garðana til náttúru-
skoðunar og fræðslu um borgina.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Farið verður í kvöldferðalagið nk. mánu-
dag, 1. júní. Lagt verður af stað frá
Kirkjubæ kl. 20, Fríkirkjan í Hafnarfírði
verður skoðuð og drukkið kaffi I veitinga-
húsinu Hansen.
Sumaráætlun SVR
tekur gildi mánudaginn 1. júní nk. með
breyttum tímaáætlunum á leiðum 02-12.
Ný leiðabók er til sölu á Lækjartorgi,
Hlemmi og Grensási. Farþegar eru hvattir
til að kynna sér sumaráætlunina í tæka
tíð.
Ferðir á vegum starfs aldr-
aðra Hallgrímskirkju
Farin verður 4 daga ferð í Húnavatnssýslu
dagana 13.-16. júlí. Lagt verður af stað
mánudaginn 13. júlí kl. 9.30 frá Hallgríms-
kirkju. Gist verður á Húnavöllum allar
næturnar. Áætlað verð fyrir ferðina er kr.
10.000 fyrir þá sem gista í tveggja manna
herbergjum en kr. 11.200 fyrir þá sem velja
eins manns. Fararstjóri verður Dómhildur
Jónsdóttir en leiðsögumaður sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson, fyrrverandi prófastur Húna-
vatnsprófastsdæmis. Ferð til Ilanmerkur
á vegum „Ældre pá höjskole" verður dag-
ana 5.-21. ágúst. 20 manns 60 ára og eldri
verða í hópnum. Vegna forfalla eru 3 sæti
laus. Fararstjóri verður sr. Lárus Hall-
dórsson. Þeir sem áhuga hafa á þessum
ferðum eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við Dómhildi Jónsdóttur sem
fyrst, í síma 39965. Allir lífeyrisþegar geta
tekið þátt í þessum ferðum.
Bókvarðan flytur sig um set
Bókvarðan, sem margir telja með
skemmtilegustu og forvitnilegustu búðum
landsins, er nú flutt að Vatnsstíg 4 í
Reykjavík. I Bókhlöðunni fást bæði yngri
og eldri bækur og gömul amerísk blöð frá
stríðsárunum, Life, Look, Esquire o.m.fl.
Hræódýrar pocket-bækur fást í þúsunda-
vís, auk þess hvers kyns skáldskapur og
fræði eftir íslenska höfunda frá öllum tím-
um prentsögunnar. En líka gamlar og
fágætar bækur og tímarit. 44. bókasölu-
skrá þeirra er nú komin út, hún inniheldur
á 13. hundrað titla bóka og ritverka úr
mörgum greinum: íslensk fræði og norræn,
saga lands og heims og menningar, bundið
mál, rímur, atómkveðskapur, náttúrufræði
tímarit og blöð, byggðasaga, ættfræði,
þjóðlegt efni og margt fleira. Auk þess
hefur nýlega borist í búðina mikið safn
af heimsbókmenntum eldri höfunda. Bók-
söluskráin er send ókeypis til allra sem
þess óska utan höfuðborgarsvteðisins, en
afhent innfæddum í búðinni að Vatnsstíg
4.
Sýriingar
Anna Fugaro í Menningar-
stofnun Bandaríkjanna
Sýning Önnu Fugaro á „Collage" verkum
í Menningarstofnun Bandaríkjanna að
Neshaga 16 verður framlengd þannig að
opið verður.um helgina nk„ 30. og 31. maí
milli kl. 14.00 og 22.00 háða dagana.
Listunnendur ættu ekki að missa af þess-
ari einstöku, litríku hugmyndafantasíu.
Nánari upplýsingar veitir Friðrik Ás-
mundsson Brekkan blaðafulltrúi í síma 62
1020 Menningarstofnun Bandaríkjanna.
Kjarvalsstaðir - leiðrétting
I föstudagsblaöi DV kom fram að sýning
5 listamanna á Kjarvalsstöðum stæði til
10. júní. Þetta er. rangt, sýningum lýkur
þessa helgi.
Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Gallerí Gangskör
Síðasta sýningarhelgi Þórdísar A. Sig-
mundardóttir.
Þórdís sýnir skúlptúra sem flestir eru
gerðir á þessu ári, þeir eru unnir úr marm-
arasteypu, járni, pappa og lit. Gangskör
er opin virka daga frá 12—18 og um helgar
14-18.