Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987. Fréttir Gudmundur Baldursson, sölumaður hjá Bílaborg h(., stendur hér við nýjan Mazda 626, sams konar bíl og verður í boði i úrslitakeppninni i haust. Einar Guöjónsson, frá Fálkanum hf., við hjólið sem í boði verður ásamt utanlandsferðum í hjól- reiðakeppninni í sumar. 1 Okuleikni BFÖ - DV10 ára Okuleiknin hefst í kvöld Hefst með pressukeppni Bindindisfélag ökumanna og DV munu í sumar. eins og undanfarin sumur. vera með keppni í ökuleikni viðs vegar um landið. Mikið verður um að vera því ökuleiknin heldur upp á 10 ára afmæli sitt I sumar. Mikil aukning hefur verið I þátttöku undanfarin tvö ár og hafa nú i allt 2975 ökumenn tekið þátt I ökuleikninni. Fyrirkomulag keppninnar Nokkui' §ölgun verður á keppnisstöð- um í ár. Keppt verður á 33 stöðum um landið að Islandsmeistarakeppninni meðtalinni. í ökuleikninni verðui- keppt í karlariðli og kvennariðli og munu sigurvegarar í hvorum riðli komast í úrslit. Auk þess verður á hverjum stað einnig hjólreiðakeppni og keppt þar í tveim riðlum, annars vegar á aldrinum 9-11 ára og hins vegar á aldrinum 12 ára og eldri. Þá mun ný keppnisgrein bætast við á stöku stað. I sumar verður boðið upp á ökuleiknikeppni á fjórhjólum á nokkrum stöðum á landinu. Þegar heflir verið óskað eftir slíkri keppni á Höfn í Hornafirði. Akurevri og jafnvel ísafirði og hver veit nema fleiri staðir bætist við. Bindindisfélag ökumanna og DV hafa fengið til liðs við sig í ökuleikn- inni MAZDA umboðiö Bílaborg hf. sem mun gefa vegleg verðlaun í islands- meistarakeppninni, MAZDA 626 árgerð 1988, auk bikarverðlauna. Einnig mun umboðið lána bíla til úrslitakeppninnar ásamt því að veita fjárhagslegan stuðn- ing. Þá mun ferðaskrifstofan TERRA gefa sigurvegara íslandsmeistarakeppn- innar tvær sólarlandaferðir . Hjólreiðakeppnin í hjólreiðakeppninni fengu BFÖ og DV hins vegar Reiðhjólaverslunina FÁLKANN HF. til liðs við sig. Mun Fálk- inn meðal annars gefa öll verðlaun I hverri hinna 32 keppna og auk þess sem Fálkinn gefur utanlandsferð í yngri riðl- inum, 9-11 ára. Islendingum gefst nefnilega kostur á að senda tvo kepp- endur á aldrinum 9-11 ára til Svíþjóðar í haust í norræna hjólreiðakeppni og munu 10 efstu keppendur landsins í yngri riðli keppa til úrslita um tvær ferð- ir til Svíþjóðar. Fálkinn hf. mun hins vegar gefa gullfallegt reiðhjól sem hepp- inn keppandi í eldri riðlinum fær í haust en allir keppendur í eldri riðlinum I hjól- reiðakeppninni fá happdrættismiða og úr þeim verður dreginn einn keppandi er hlýtur reiðhjólið. Þá lét Fálkinn hf. í té reiðhjól sem notað verður við hjól- reiðakeppnina I sumar. Pressukeppnin Ökuleiknin mun fara af stað mið- vikudaginn 10. júní við Hús verslunar- innar I Reykjavík kl. 20 og verður sú keppni svokölluð Pressukeppni, en þar mæta fulltrúar allra fjölmiðla og spreyta sig. Formlega hefst ökuleiknin í Reykjavík laugardaginn 13. júní nk. kl. 14, einnig við Hús verslunarinnar og þar gefst mönnum kostur á að reyna sig. Öku- leiknin byggist á tveimur þáttum aðal- lega, annars vegar á umferðarspuning- um og hins vegar á þrautaakstri þar sem hæfnin skiptir máli en hraðinn ekki. All- ir er hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bíl geta tekið þátt í keppnmni gegn vægu þátttökugjaldi og ekki er nein hætta á að bílar skemmist í keppninni. í pressukeppninni, sem og fyrstu al- mennu keppninni sem haldin verður einnig við Hús verslunarinnar nk. laugar- dag, mun CASIO-umboðið gefa vönduð úr þeim keppendum sem bestan tíma hafa bæði í reiðhjólakeppninni og Ökuleikninni. Um er að ræða vönduð Casioúr sem hafa innbyggða dagbók og ýmislegt annað. Hringferð ökuleikninnar Fimmtudaginn 18. júní hefst hring- ferð ökuleikninnar og verður byrjað á því að fara austur um og keppt á Hellu. Auglýsingar verða hengdar upp á hverjum stað þegar þar að kemur. Einnig mun DV segja jafnóðum frá keppnisstöðum í sumar og greina frá úrslitum hverrar keppni og birta myndir og viðtöl við keppendur. Sigurvegarar úr hvorum riðli munu fara i úrslitakeppnina þann 5. sept- ember næstkomandi og eins og fyrr sagði verða vegleg verðlaun. Sigurveg- arar fá sólarlandaferð með feröaskrif- stofunni TERRU auk bikarverðlauna. Sá er aka mun villulaust i gegn um þrauta- planið i keppninni hlýtur MAZDA bílinn að launum sem MAZDA umboðið Bíla- borg gefur til keppninnar. Úrslit hjólreiðakeppninnar munu einn- ig fara fram þann 5. september í tengsl- um við íslandsmeistarakeppni ökuleikn- innar. Nýir staðir bætast við Tveir nýir staðir bætast í hóp þeirra staða þar sem ökuleikni verður haldin. Það eru Bolungarvík og Þorlákshöfh. Þá verður einnig keppt á Siglufirði eftir 5 ára hlé á keppni þar. Nánar um það í DV þegar nær dregur keppni. I dag mælir Dagfari i Ki ro p ipasýningi in í hvert skipti sem íslensk fegurðar- drottning er valin upphefst sami söngurinn um fánýti slíkrar keppni. Hæst hafa þeir eða þær sem ekkert erindi eiga í fegurðarsamkeppni hvort sem er og öfunda stúlkumar sem þar taka þátt. Má það heita merkilegt hugarfar að fetta fingur út í annarra manna afþreyingu eins og þeim komi það eitthvað við þótt örfáar stúlkur taki sig til og sýni sig upp á senu fyrir ekki neitt. Þar að auki hefúr þjóðin haft af því margf- alt gagn af að geta sent stúlkurnar um allan heim eins og hvem annan útflutning. Fegurðaramkeppnin um helgina var glæsileg eins og jafnan áður. Það eina sem skyggði á gleðina var að þær skyldu ekki allar geta sigrað, enda hefði það verið útlátalaust þar sem Dagfari sá ekki betur en þær væru allar eins. Eða svona nokkurn veginn eins í útliti úr sjónvarpinu séð. En auðvitað hefur dómnefodin haft tækifæri til að kynna sér það betur í hverju mismunurinn var fólg- inn. Sumar hafa sjálfsagt verið brjóstameiri, betur tenntar eða hold- meiri á lendunum, þótt það komi ekki fyrir almenningssjónir þótt vel sé að gáð. Annars er það miklu merkilegra rannsóknarefoi hvers konar fólk er valið í dómnefodir í svona keppni heldur en hitt hver velst fegursta stúlkan. Hvað hefur það fólk til bmnns að bera sem situr í dómnefod og dæmir fegurðina? Hefur það lög- giltan smekk þegar fegurð er annars vegar? Dagfari vekur á því athygli að Hannes Hólmsteinn Gissurason hefúr nýlega kært til háskólaráðs dómnefnd sem á að dæma um það hvort hann sé hæfur umsækjandi um lektorsstöðu í félagsvísindadeild. Þar er að vísu ekki verið að dæma um fegurð Hannesar, enda eins gott. En Hannes heldur því hins vegar fram að sumir dómnefodarmenn séu vinir annarra umsækjenda og svo telur hann sannað að öðrum sé illa við sig. Getur ekki það sama gilt um dóm- nefodina í Broadway? Við skulum nú segja að það komi í ljós að ein- hverjir dómnefodarmenn séu í vinfengi við sumar stúlkumar. Jafo- vel mjög nánu. Hver veit um það hver er vinur hvers? Sérstaklega þegar keu-lmenn sitja í dómnefodinni og kvenfólk er annars vegar. Svo má líka vel vera að slest hafi upp á vinskapinn og þá eru dómnefndar- menn orðnir að óvinum stúlknanna og hvers eiga þær þá gjalda? Þetta hefðu keppendur í fegurðarsam- keppninni átt að athuga eins og Hannes Hólmsteinn. Eða foreldrar stúlknanna eða kærastar. Það eru ólíklegustu menn sem dúkka upp sem kærastar og þó aldrei fyrr en keppninni er lokið. Að vísu mun sú skýring vera á þessu að fegurðardís- unum er bannað að hafa átt börn eða vera giftar til að vera hlutgeng- ar í svona keppni. Það getur enginn verið fegurðardís sem er orðin mamma eða er á föstu í hjónabandi. Þess vegna eru fallegar stúlkur á Islandi hættar að gifta sig fyrr en fullreynt er að þær komist ekki í keppnina. Mun þetta vera liður í því að varðveita meydóminn í fegurð- inni og þess vegna er það hálfgert svindl þegar í ljós kemur eftir krýn- inguna að fegurðardrottningin er á föstu. Þeir hafa það fyrir sið í fegurðar- samkeppnunum að velja ungfrú Reykjavík, vinsælustu stúlkuna, bestu ljósmyndafyrirsætuna og svo framvegis. Þetta er ágætt ráð til að allir fái verðlaun. Dagfara kemur til hugar að þessa aðferð megi þróa með þeim hætti að næst verði valin stúlk- an sem er sætust, önnur sem er fallegust fyrir ofan mitti og sú þriðja sem er best fyrir neðan mitti. Allt hlýtur þetta að vera sárasaklaust, enda er tilgangur sá einn að velja fegurðina sem fyrir augum blasir og hvers vegna þá ekki hina ýmsa lík- amsparta til að auka fjölbreytnina? Enginn vafi er á því að það er mik- ill munur á fegurð eftir því hvort hún er fólgin í andliti, brjóstum, lendum eða einhverju öðru. Það eru til að mynda margar stúlkur heil- miklir kroppar þótt andlitsfegurð sé ekki fyrir fara. Af hverju mega þær ekki vera með eins og hinar? Þetta er jú fyrst og fremst kroppasýning, ekki satt? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.