Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987. 28 Sviðsljós Ölyginn sagði... Karl Bretaprins ku hafa staðið sig með miklum sóma við virðulega athöfn þar sem hann var útnefndur heið- ursdoktor í bókmenntum við háskólann í Bologna á Ítalíu. Prinsinn, sem er mikill bók- menntaunnandi, hélt langa og hjartnæma ræðu sem fjallaði m.a. um starfsemi ítölsku and- spyrnuhreyfingarinnar í seinni heimsstyrjöldinni og þótti hún flutt af mikilli ræðusnilld. Á myndinni má sjá prinsinn þar sem hann flytur ræðuna af áhersluþunga og með alvöru- svip. Mario Oliver heitir hann sá sem þessa dag- ana er að slá sér upp með Stefaníu Mónakóprinsessu. Hann er 37 ára næturklúbb- seigandi í Los Angeles og fer alveg óstjórnlega í taugarnar á föður unnustunnar, Rainier gamla fursta. Rainier er enda fyrir löngu búinn að fá sig fullsaddan af skrautlegum karlamálum örverpisins endá eru þau búin að vera helsta umfjöllunarefni slúðurdálka um allan heim undanfarin ár. Þær sögusagnir ganga einnig að Stefanía sé ekki kona ein- sömul og eigi Mario heiðurinn af því. Mario neitar því hvorki né játar en fer undan i flæm- ingi. Hann segist ekkert vilja staðfesta vegna tillits til hugs- anlega tilvonandi tengdaföð- ur. Andy Ridgeley, fyrrum annar helmingur hljómsveitarinnar Whaml, hefur látið fara lítið fyrir sér eftir að hljómsveitin hætti. Nýjustu fréttir herma að hann eigi nú við mikið þunglyndi að stríða eftir að kærastan, Donia Fiorentino, gaf hann upp á bátinn. Heyrst hefur að kappinn ætli að yfirgefa Eng- land og reyna fyrir sér annars staðar. Þannig sé húsið hans í London komið á sölu og hann í þapn veginn að festa kaup á villu í Hollywood sem áður var m.a. I eigu Gary Coo- per. Þotu- liðið þaut norður Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Helsta fyrirfólk í flugini^ brá sér með þotu Flugleiða. Heimfara. norð- ur til Akurevrar á hátíðarfund Flugleiða sem haldinn var í tilefni af fimmtíu ára atvinnuflugi á Islandi þann 3. júní sl. Yfir hundrað manns kornu með þotunni og tók ferðin norður ekki nema 25 mínútur. Sem kunnugt er var þetta tíðindamikill hátíðarfundur. kvittað var undir kaup á tveimur nýjum 158 sæta Bo- eing-þotum og jafnframt tryggður kaupréttur á tveimur til viðbótar. Bæjarstjórn Akurevrar hélt myndar- legt hanastél fvrir gestina og urn kvöldið var snæddur afmælismatur og skálað fyrir fimmtíu árunum. . ^ :: Steingrímur Hermannsson og kona hans, Edda Guðmundsdóttir, stigu fyrst frá borði við komuna til Akureyrar. Hitt þotuliðið fylgdi fast á eftir. Kaupin innsigluð með traustu handtaki. Borge Boeskov, framkvæmdastjóri Boeing í Evrópu, og Siguróur Helgason, forstjóri Flugleiða, kvitta fyrir kaupin. Móðir Borge er íslensk og ólst hannn upp í Mosfellssveit til 10 ára aldurs. Siðan er hann altalandi á íslensku. Hjónin Sveinn Sæmundsson, sölustjóri Flugleiða, og María Jónsdóttir ræða við hjónin Sólveigu Ólafsdóttur og Hannibal Valdimarsson. Hannibal var einmitt samgönguráðherra þegar Flugfélag ísland og Loftleiðir sameinuðust. TF-Örn var fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar sem síðar varð Flugfélag islands sem aftur varð hluti af Flugleiðum. Þar með er hún fyrsta flugvél Flugleiða. Örn Ingi, myndiistarmaður á Akureyri, málaði þetta frábæra málverk af TF-Erni. Akureyrarbær gaf Flugleiðum málverkið á hátíðarfundin- um. Gunnar Jónasson, en hann var annar þeirra sem smíðuðu flugvélina Ögn- ina árið 1933, hlustar hér á Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskips og stjórnarmanna í Flugleiðum. Hressilegt háloftalið, Kristin Ingimundardóttir, Borge Boeskov, fram- kvæmdastjóri Boeing i Evrópu, og hjónin Ingibjörg Olsen og Kristinn Olsen. Kristinn er sem kunnugt er einn af frumkvöðlum flugsins á íslandi og stofn- andi Loftleiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.