Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
5
Atvinnumál
Sjómannasunnudagurinn lögboðinn frídagur:
Skipulagið úr skorðum
og vinnslan kaffærð
ekkert fiskiskip má vera að veiðum um næstu helgi nema með samþykki áhafna
Svo virðist sem menn hafi ekki áttað
sig á því í tíma að sjómannasunnudag-
urinn' er nú í íyrsta sinn lögboðinn
frídagur hjá sjómönnum, því menn
kvarta yfir því að hann setja margt
úr skorðum, einkum hjá togurunum,
sem landa til fiskvinnslunnar heima.
Sunnudagurinn 14. júní er sjómanna-
dagurinn og verða öll skip að vera
komin til hafnar á hádegi á laugardag
og mega ekki fara út fyrr en á hádegi
á mánudag.
Vilhelm Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
sagði í gær að þetta væri hið erfiðasta
mál að leysa. í fyrsata lagi kæmu allir
togarar þeirra með afla að landi á svo
til sama tíma. Helgarvinnubann er í
fiskvinnslunni yfir sunmarið, þannig
að ekki yrði hægt að vinna neitt í af-
lanum yfir helgina. Sfðan myndu
togararnir allir fara út á sama tíma
og til að koma réttri hringrás á land-
anir þeirra yrði að stytta mjög túra
tveggja af fjórum togaranna.
Hjörtur Hermannsson hjá Samtog í
Vestmannaeyjum tók í svipaðan
streng, sagði þetta raska hringrás
landana hjá togurunum, bæði fyrir og
eftir sjómannadag, ef ekki væri gætt
að málinu í tíma. Aftur á móti hefðu
Eyjamenn látið togara sína vera inni
á sjómannadaginn undanfarin ár
þannig að þeir gætu nokkuð undir-
búið þetta hjá sér.
Vitað er að bæði Útgerðarfélag Ak-
ureyringa og Grandi hf munu ætla að
reyna að semja við sjómenn á ein-
hverjum togara sinna um að fá þetta
frí á öðrum tíma. en það er heimilt
að halda skipi til veiða ef áhöfnin sam-
þykkir það.
-S.dór
Verkfalisátök:
Beygluö gleraugu
og riflnn fatnaður
Til átaka kom í gær þegar verk- félögum sínum frá vinnu fram til
fallsverðirverkfræðingareynduað klukkan 13. Þá skiptu inngöngu-
hindra stéttarbræður sína hjá mennliðiogfóruátveimurstöðum
Verkfræðistofú Sigurðar Thor- inn í húsið og slapp annar hópur-
oddsen við Ármúla i að komast inn inn inn. Þegar það varð ljóst var
á vinnustað. I átökunum rifrmðu hinum hópnum leyfð innganga.
föt og beygluðust gleraugu en eng- Verkfræðingamir, sera leituðu
inn lá sár eftir. Viðureigninní lauk inngöngu, segjast vera hluthafar í
þannig að verkfræðingamir, sem VerkfræðistofaSigurðarThorodd-
leituðu inngöngu, komust inn. sen og því sé þeim heimilt að vinna.
Verkfallsverðir voru mættir Á þetta sjónarmið vilja verkfalls-
klukkan 8,30 í gærmorgun við verðir ekki fallast.
verkfræðistofúnaogtókstaðhalda -S.dór
Mokveiði
togbáta fVest-
mannaeyjum
Ómar Garðaissan, DV, Vestmarmaeyjum:
Mokveiði hefúr verið hjá togbátum
frá Vestmannaeyjum síðustu daga. Á
stuttum tíma hafa bátamir getað fyllt
sig, eða á 3-4 dögum. Mest hefúr þetta
verið ufsi en nokkur ýsa hefur slæðst
með.
Þessi mikli afli hefúr verið sóttur Jóhann Halldórsson, skipstjóri og utgerðarmaður Andvara, og kona hans
austur í Vík. útdeila vindlum eftir gott tiskiri.
Loksins, loksins eru þær komnar
Leður, leðurlíki,
canvas, dením.
Ódýrar og frábærar
við öll tækifæri.
55 pokarnir,
Heildsölubirgðir:
LEÐURKAUPhí.
SÍMAR 91 23744
LAUGAVEGI 58 P.O. BOX 8130 R-8
mm “09 ,é"ir
■ííl!'5*ll}JJj|i! á æfinguna eða
undir bleiurnar.
I nií ■ ‘
Rosalega
ðum snic^jirl
Laugavegi 58 Sími 13311
Póstsendum um allt land.