Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Side 7
7
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
Útlönd
Umdeildir flokkar
í framboði á Spáni
Samkvæmt skoðanakönnunum er ekki útilokað að sósíaldemókratar á
Spáni tapi fylgi i ýmsum stærri borgum landsins. Þetta yrði þá ef til vill
síðasti tangó borgarstjórans i Madrid sem hann stigur þarna við poppsöng-
konu á kosningafundi um helgina. Símamynd Reuter
Pétur Pétuissan, DV, Barœlona;
í dag ganga Spánverjar að kjör-
borðinu og kjósa þrefalt. Kosið
verður til sveitarstjóma og Evrópu-
þings en að auki verður kosið til
fylkisstjóma í þrettán fylkjum.
Að vanda er kosningabaráttan lit-
rík. Einna umdeildasti flokkurinn í
framboði er baskneski öfgaflokkur-
inn Herri Batasuna. Flokkur þessi
er stjómmálaarmur ETA og em
helsu stefnumál hans þau að eyði-
leggja sem mest fyrir spönsku ríkis-
heildinni. Það er því ekki að furða
þó eitt helsta loforðið sé að sem
minnst verði á þá hlustað verði þeir
kosnir á Evrópuþingið.
Flokkur þessi hefur þegar boðið
tvisvar fram til þjóðþings Spánar. I
bæði skiptin hefur hann fengið menn
kjöma en þeir hafa ekki getað setið
á þingi því þeir neita alfarið að
sverja stjómarskránni hollustu. Nái
þeir kjöri til Evrópuþingsins munu
þeir þó brjóta odd af oflæti sínu og
leggja hönd á stjómarskrána. Mar-
goft hefur verið reynt að banna
þennan flokk en lítt hefur gengið
því stjórnarskráin gerir ekki ráð fyr-
ir að hægt sé að útiloka stjóm-
málahreyfingar frá setu á þingi.
Annar flokkur, sem býður nú fram
til Evrópuþings, er flokkur falang-
ista. Hafa þeir átt um sárt að binda
allt frá dauða Francos. í fyrstu neit-
uðu þejr alfarið að taka þátt í
þvílíkum skrípaleik sem þeir telja
kosningar en hafa nú boðið fram
nokkrum sinnum. Þeim hefur þó
ekki tekist að vekja tiltrú fólks og
hefur aldrei orðið neitt ágengt.
Sérríkóngur í framboö
Mesta furðu vakti þó framboð fyrr-
um sérríkóngs frá Andalúsíu, José
Maria Ruiz Mateos. Hann var áður
ríkasti maður Spánar, eigandi auð-
hringsins Rumasa. Er sósíaldemó-
kratar unnu meirihluta sigur í
þingkosningunum 1982 létu þeir
verða sitt fyrsta verk að taka fyrir-
tækið eignamámi. Hringurinn
rambaði á barmi gjaldþrots og hefði
það haft mjög slæmar afleiðingar
fyrir efnahag landsins ef hann hefði
hrunið.
Eigandinn sætti sig ekki við þjóð-
nýtingu þessa viðskiptastórveldis og
hugði á hefndir. Hann flæktist í sam-
særi um byltingu og slapp úr landi
með falskt vegabréf frá Panama.
Þannig hófst eltingaleikm- sem stóð
í rúmt ár allt þar til kauði var hand-
tekinn í Frankfurt 1984 fyrir vopna-
burð.
Spænska ríkisstjómin fór fram á
að hann yrði framseldur og eftir þó
nokkum umþóttunartíma urðu vest-
ur-þýsk yfirvöld við beiðninni. Ruiz
Mateos var settur í stofufangelsi á
setri sinu nálægt Madrid og upphóf-
ust réttarhöld sem enn verður ekki
séð fyrir endann á.
Auk áðumefndra em einnig í
framboði litríkir persónuleikar úr
stjómmálasögunni. Má þar helstan
nefria Manuel Fraga, fyrrum leið-
toga alþýðubandalags hægri manna.
Hann er einn fárra stjómmála-
manna frá Francotímanum sem
hefúr tekist að aðlaga sig lýðræðinu.
Baráttan milli stórflokkanna
Samkvæmt skoðanakönnunum
virðist það tveggja flokka kerfi, sem
komin er hefð fyrir í hinni stuttu
sögu konungsbundins lýðræðis, ætla
að haldast. Báðir stóm flokkarnir
munu þó tapa nokkuð og er það
miðflokkur Suarez sem tekur til sín
fylgi. Baráttan stendur þó fýnst og
ffernst um valdahlutfóll stórflok-
kanna tveggja, sósíaldemókrata og
kristilegra demókrata. sem bjóða
fram undir nafni alþýðubandalags.
Talið er nokkuð víst að sósíal-
demókratar, sem nú fara með meiri-
hluta- völd í flestum fylkjum
landsins. tapi nokkuð stórt þó ekki
verði það til þess að skerða hlut-
fóllin vemlega. Menn varast þó að
spá um of því hér á Spáni er mikill
hluti kjósenda óákveðinn í afstöðu
sinni og revnslan hefur sýnt að oft
em kosningaúrslit hér mjög frá-
bmgðin öllum skoðanakönnunum
sem að auki em viku gamlar því
stjómarskrá landsins heimilar ekki
að þær séu framkvæmdar sfðai’ en
viku fyrir kosningar.
Kjósendur hafa því haft heila viku
til að ákveða sig og í gær var hinn
friðhelgi dagur en kosningaáróður
er bannaður í tuttugu og fjórar
stundir fyrir opnun kjörstaða.
Norskir
prestar vilja
fækka hátíðis-
dögum
Björg Eva Eilendsdóttir, DV, Osló:
Norska prestastéttin hefur komið
fram með tillögu um að leggja niður
fimm hátíðisdaga á ári. Þessir fimm
hátíðisdagar sem prestamir vilja gera
að vinnudögum em annar í jólum,
annar í páskum, annar í hvítasunnu,
skírdagur og uppstigningardagur.
Prestamir vilja ekki að fridögum
fólks fækki með þessum aðgerðum
heldur vilja þeir safna þessum dögum
saman og bæta viku við sumarfríið eða
vetrarfríið.
Ástæðumar sem þeir gefa upp fyrir
tillögu sinni em tvær. Önnur er sú að
um þessar löngu helgar, sérlega um
páska og hvítasunnu, tæmast bæimir
og prestamir sitja eftir í tómum kirkj-
um svo ekki er hægt að segja að
trúarlífið blómstri á stórhátíðum. Hin
er sú að prestarnir telja að þessi breyt-
ing mvndi hafa góð áhrif á atvinnulíf-
ið.
Tillagan mvndi ekki bara hafa
heppileg áhrif á trúar- og atvinnulíf
heldur slyppu prestai'nir við messu-
gjörðir á þessum dögum og þyrftu ekki
lengur að standa og tala yfir auðum
bekkjum þegar aðrir em í ftíi og á
ferðalögum.
Atvinnurekendur telja hugmyndina
athyglisverða en almenningur virðist
vera á móti þessu. Margir telja nauð-
smlegt að hafa þessa föstu frídaga
dreifða um árið. ef þá vantaði yrði til-
veran hversdagsleg. Ekki finnst fólki
heldur að hægt sé að leggja hátíðis-
daga og venjulega frídaga að jöfnu því
að þó að fólk fari ekki til kirkju em
ýmsar hefðir tengdar hátíðunum sem
ekki er hægt að leggja niður allt i einu.
Umsjón:
Halldór Valdimars-
son og Ingibjörg
Bára Sveinsdóttir
SÞ bindi enda á
Persaflóastríðið
Margaret Thatcher, forsætisráöherra
Breta, kvaddi Feneyjar i gær og flýtti
sér heim i kosningabaráttuna.
Simamynd Reuter
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims
gáfú út yfirlýsingu um steínu í utan-
ríkismálum i gær í Feneyjum. Var hún
fyrst og fremst nokkurs konar svar við
beiðni Reagans Bandaríkjaforseta um
að halda opinni siglingaleið á Persaf-
lóa.
Fóru leiðtogamir fram á aðgerðir
af hálíú Sameinuðu þjóðanna til þess
að reyna að binda enda á stríðið milli
Irans og Iraks sem varað hefur í sjö
ár. Studdu leiðtogarnir þá ákvörðun
Reagans að vernda siglingaleiðina
sem einn þriðji hluti olíu Vesturland-
anna er fluttur um.
I yfirlýsingunni var lögð áhersla á
að hryðjuverkamönnum og stuðnings-
mönnum þeirra yrði ekki sýnd nein
miskunn. Var samþykkt að stöðva flug
til landa sem veittu hryðjuverkamönn-
um skjól.
Lýst var yfir velþóknun yfir tillögum
um að fækka öllum kjamaflaugimi
nema skammdrægustu bandarísku og
sovésku flaugunum frá Evrópu. Það
var þó tekið fram að Vesturlönd ættu
áfram að reiða sig á kjamorkuvopn
til fælingar.
Leiðtogamir ákváðu einnig í gær
að marka sameiginlega stefnu í efna-
hagsmálum.
Með P iQ| um
hringveginn
SUÐAUSTURLAND
Aukablað með:
Einföldum og þægilegum
ferðakortum
- Getraun fyrir alla
Skemmtilegum fróðleik o.fl.
Aukablað um hringveginn kemur
út næstu 3 fimmtudaga.
Á MORGUN