Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 10. JUNI 1987.
9
Utlönd
Leita Asíumanns
vegna sprenginganna
Lögreglan á Ítalíu leitar nú Asíu-
manns sem ferðast á kanadískum og
thailenskum vegabréfum, vegna
sprenginganna við sendiráð Banda-
ríkjanna og Bretlands í Rómarborg í
gær. Engann sakaði í sprengingunum
sem annars vegar voru bílsprengja og
hins vegar handsprengjuárás á sendi-
ráðin en miklar skemmdir urðu á
bifreiðum og byggingum.
Maðurinn sem leitað er að er sagður
heita Hsu Kao Yen, vera á fertugs-
aldri og sagt er að hann hafi dvalist
í hótelherbergi rétt við bandaríska
sendiráðið en tveimur heimatilbúnum
handsprengjum var skotið á sendi-
ráðsbygginguna úr glugga herbergis
hans.
Bílsprengjan sprakk við bandaríska
sendiráðið í Róm, auk þess sem skotið
var tveimur heimatilbúnum hand-
sprengjum á það. Á breska sendiráðið
var skotið einni handsprengju sem
einnig var heimatilbúin.
Sprengingarnar við sendiráð Bandarikjanna og Breta i Rómaborg í gær eru taldar tengjast leiðtogafundinum i Feneyj-
um. Engan sakaði í sprengingunum en eins og sjá má af meðfylgjandi mynd voru þær kraftmiklar.
Simamyrtd Reuter
Stuðningsmenn Samstöðu héldu uppi spjöidum sinum við messu páfa i
Lublin í Póllandi í gær. Simamynd Reuter
Milljón hlýddi
á ræðu páfa
Rúmlega milljón manns tóku þátt í
fyrstu guðsþjónustunni sem Jóhannes
Páll páfi II hélt undir berum himni í
Póllandsheimsókn sinni.
í messunni sem haldin var í Lublin,
vígði páfi fjörutíu og sex presta. Þegar
hann hvatti þá til að taka sér til fyrir-
myndar heilaga og hugrakka menn
eins og til dæmis Jerzy Popieluszko
sem fórnaði lifi sínu, brutust út gífur-
leg fagnaðarlæti. Popieluszko sem var
hlynntur Samstöðu, var myrtur af ör-
yggissveitum. 1984. Er búist við að
páfi heimsæki gröf hans í Varsjá í
vikulokin.
Páfi minntist á Samstöðu í ræðu
sinni en í almennu orðalagi og án
þess að minnast á verkalýðssamtökin.
Árásum á tamíla hætt
Herinn á Sri Lanka hefúr hætt hem-
aðaraðgerðum gegn skæruliðum
tamíla á Jaffnaskaganum og kveðst
stjórnin reiðubúin til friðarviðræðna.
Þann l.júní síðastliðinn lauk viku-
langri samfelldri sókn hersins en síðan
hefur herinn gert árásir öðm hverju
þrátt fyrir mótmæli Indverja. Að sögn
þeirra létust himdmð óbreyttra tamíla
í aðalárásinni. Margir tamílar á
Jaffiiaskaganum vom einnig sagðir
svelta. Herinn vísar þeim fulfyTðingum
á bug en dreifir nú matvælum til íbúa
á herteknum svæðum.
Indverjar hafa áður re\mt að miðla
málum milli stjómarinnar á Sri Lanka
og aðskilnaðarsinna tamíla en án ár-
angui-s. Embættismenn óttast nú að
erfitt verði að sætta sig við Indverja
sem milligöngulið eftir að þeir rufú
lofthelgi Sri Lanka og flugu yfir
Jaffnaskagann með matvæli handa
tamílum.
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS HF
ÖFLUGUR BANKI
\ING MEÐ ABOT
TRYGGING
FRJÁLS ÚTTEKT
HVENÆR SEM ER
KOSTNAÐUR
ABOT
A VEXTI
GULLS ÍGILDI