Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
Utlönd
Ekki búist við stórfréttum
af fúndi utamíkisráðherranna
Vorfundir utanríkisráðherra ríkja
Atlantshafsbandalagsins vekja að
jafhaði fremur litla athygli enda
sjaldgæft að á þeim séu tekin til af-
greiðslu afdrifarík mál. Sú venja
mun ríkjandi að utanríkisráðherr-
amir noti fundi þessa til óformlegra
viðræðna, sýni sig og sjái aðra, en
taki ekki af verulegri alvöru á mál-
efnum bandalagsins.
Á vorfúndi ráðherranna hér i
Reykjavík nú síðar í vikunni má þó
búast við að nokkur af hitamálum
innan NATO komi til umræðu. Þar
ber auðvitað hæst afvopnunarmál.
Má búast við að ráðherramir ræði
tillögur bæði Bandaríkjamanna og
Sovétmanna um samdrátt í meðal-
drægum og skammdrægum kjam-
orkuvopnum í Evrópu, sem og þá
nauðsvn sem talin er á endurnýjun
hefðbundins vígbúnaðar NATO í
kjölfar hugsanlegs samkomulags
stórveldanna um kjamorkuvígbún-
að.
Þá er ekki ólíklegt að deilur
Grikklands og Tvrklands. tveggja
aðildarríkja bandalagsins. undan-
farna mánuði komi til umræðu.
Hversu mikil þessi umfjöllun verð-
ur og hvort vænta má einhverra
afgerandi yfirlýsinga er hins vegar
George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur áður komið við
á íslandi. Hér ræðir hann við þá Steingrim Hermannsson og Geir Hall-
grimsson í nóvember siðastliðnum.
Utanrikisráðherrarnir eru flestir vel kunnugir innbyrðis. Hér ræðast
þeir við Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands (til hægri), og
Leo Tindemans, utanríkisráðherra Belgiu (til vinstri), á fundi utanrikis-
ráðherra rikja Efnahagsbandalags Evrópu i mars síðastliðnum.
Joe Clark, nú utanrikisráðherra
Kanada, leiddi framfarasinnaða
íhaldsmenn á sinum tima til sigurs
yfir Pierre Trudeau og frjálslynd-
um.
fylgilið þeirra og starfslið og verður
hótelið og nánasta umhverfi þess
lokað almenningi meðan á fundinum
stendur. Verður svæði þetta undir
öryggisvörslu sem meðal annars
verður í höndum víkingasveitar ís-
lensku lögreglunnar sem undanfarið
hefur verið á miklum æfingum í
Saltvík.
Ráðherramir sem koma til lands-
ins eru:
Belgía: Leo Tindeman
Kanada: Joe Clark
Danmörk: Uffe Ellemann-Jensen
Frakkland: Jean Bemard Raim-
ond
Þýskaland: Hans Dietrich Genc-
her
Grikkland: K. Papoulias
Ítalía: Giulio Andreotti
Luxemburg: Jacques F. Poos
Holland: H. van den Broek
Noregur: Thorvald Stoltenberg
Portúgal: P. Pires de Miranda
Spánn: Fransisco Femandez-
Ordonez
Tyrkland: Vahit Halefoglu
Bretland: Sir Geoffrey Howe
Bandaríkin: George Shultz
Gestgjafi fundarins er svo Matthí-
as Á. Mathiesen, utanríkisráðherra
íslands.
Hans-Dietrich Genscher hefur gegnt embætti utanrikisráðherra lengst
af þeim sem hingað koma til fundarins, liðlega þrettán ár. Hér er hann
iklæddur boxhanska til þess að minna á pólitískan slagkraft sinn.
Uffe Ellemann Jensen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, brá sér í
veiðitúr á íslandi í heimsókn sinni
árið 1984. Ekki ber á öðru en ráð-
herrann hafi verið sæmilega
fengsæll.
Giulio Andreotti hefur verið atkvæðamikill i itölskum stjórnmálum um
langt skeið. Hann er kristilegur demókrati og hefur auk utanríkisráð-
herraembættisins gegnt embætti forsætisráðherra lands síns.
Matthías Á. Mathiesen, utanrikisráðherra íslands, er gestgjafi vorfundarins hér í Reykjavík.
óljóst. Raunai' má telja það næsta
ólíklegt því haustfúndir ráðherr-
anna hafa að jafnaði þjónað veiga-
meira hlutverki í slíkum efhum en
vorfundimir.
Mikill viðbúnaður er í Reykjavík
vegna komu ráðherranna fimmtán
til landsins. Hótel Saga hefur verið
tekin algerlega undir ráðherrana,