Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Side 12
-12 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Næstmesti skaðvaldurinn Þessa dagana er að renna upp fyrir fólki, að fjór- hjólin nýstárlegu hafa á einu vori valdið meiri skaða á náttúru landsins en jepparnir hafa gert í nærri hálfa öld. Fjórhjólin hafa reynzt ganga næst sauðkindinni í röð hættulegustu óvina náttúru þessa lands. Skemmdirnar sjást víða á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis í Öskjuhlíð og á Valhúsahæð, í Elliðaárdal og í Heiðmörk. Hvarvetna hafa auð svæði dáleitt þá, er hafa nautn af að þjösnast um vegleysur á vélknúnu ökutæki, sem hægt er að nota í leysingum að vori. Vélknúin leiktæki hafa misjöfn áhrif á náttúruna. Beztir eru vélsleðarnir, er skilja slóð sína eftir í snjó, sem hverfur. Spyrnubílar og torfærutröll hafa eigin leik- svæði. Jepparnir eru oftast notaðir að vetri eða sumri, en síður að vori, þegar náttúran er viðkvæmust. Fjórhjólin er hins vegar auðvelt að nota á vorin, þegar frost er að fara úr jörð. Á þeim tíma geta þjösnar ekki notað önnur ökutæki að gagni, svo að þeir hafa tekið fjórhjólunum fegins hendi - með hinum hörmulegu afleiðingum, sem hvarvetna má sjá í kringum okkur. íslendingar eru dellukallar og hafa fengið skyndilegt æði á þessu sviði. Yfir 1200 fjórhjól hafa verið flutt til landsins á örskömmum tíma. Verið er að koma á fót sérstökum fjórhjólaleigum til að veita útrás þeim, sem ekki hafa ráð á að kaupa sér fjórhjól sjálfir. Notkun þessara leiktækja er í nærri öllum tilvikum ólögleg. Samkvæmt náttúruverndarlögum er allur óþarfur akstur óheimill utan vega og merktra vega- slóða. Og samkvæmt umferðarreglugerðum er óheimilt að nota fjórhjól á vegum og götum landsins. Hin eina leyfilega notkun fjórhjóla er á einkalóðum, til dæmis við sveitabæi, þar sem slík farartæki geta komið að gagni, til dæmis við ferðir í útihús. En hingað til hafa fjórhjól svo til eingöngu verið notuð á ólögleg- an hátt sem leiktæki í torfærum náttúrunnar. Af 1200-1800 fjórhjólum, sem flutt hafa verið til lands- ins, er aðeins lítill hluti, eða innan við 200 hjól, löglega skráð. Hin eru í sjálfu sér ólögleg og á skilyrðislaust að gera upptæk sem slík. Eitthvað hefur verið gert að því, en alls ekki nógu rösklega. Ennfremur er nauðsynlegt að margfalda árlegt gjald eigenda af notkun fjórhjóla sinna. Það þarf að gera til að kosta margfaldað eftirlit með notkun þeirra, því að núverandi eftirlit er allt of ófullkomið og lélegt, enda komu fjórhjólin lögreglunni í opna skjöldu. Á vorin þarf löggæzlan að hafa ráð á þyrlum og öðr- um tæknibúnaði til að standa fjórhjólamenn að verki í náttúrunni. Sanngjarnt er, að kostnaður af öllu slíku greiðist af notkun sjálfra tækjanna, sem hafa reynzt svo skaðleg, að eftirlitið verður bæði brýnt og dýrt. Dómsmálaráðuneytið hefur sent öllum lögreglustjór- um bréf, þar sem bent er á ólöglega notkun fjórhjóla. Bréfið sýnir, að yfirvöld eru að vakna til lífsins. Það er að vísu of seint til að bjarga þessu vori, en ætti að geta dregið úr frekara tjóni í framtíðinni. Mikilvægt er, að stjórnvöld kveði fastar að orði um fjórhjól í lögum og reglugerðum, svo að öllum megi ljóst vera, að ólögleg notkun þeirra leiði til sekta og upptöku hjóls. Ennfremur er æskilegt, að bæjarfélög taki þátt í vörninni með því að banna fjórhjól í bæjarlandinu. Eigendur fjórhjóla eiga svo að geta fengið að leika sér, eins og torfæru- og spyrnumenn, á afmörkuðum svæðum, sem þeir kaupa sameiginlega eða taka á leigu. Jónas Kristjánsson „Gönguseiðaslepping í Langá 1985 er einkar gott dæmi um skemmtilegt og árangursrikt starf á sviði laxarækt- ar sem hetur skilað ákaflega athyglisverðum upplýsingum." Laxinn skilar sér á sleppistað Grundvöllur laxaræktar byggir á því eðli laxins að leita til baka á þann stað sem hann ólst upp á eða var sleppt í straumvatn sem göngu- seiði. Hið sama gildir vissulega einnig um laxahafbeitina sem þegar er hratt vaxandi grein í laxabúskap hér á landi. Almennt má segja að af mörgu sé að taka hvað varðar dæmi um árangursríka laxarækt. í KjaUaiinn Einar Hannesson skrifstofustjóri hjá Veiðimála- stofnun þvi efni má t.d. nefna hina fjölmörgu fiskvegi eða laxastiga sem byggðir hafa verið í ár víðs vegar um land seinustu áratugina og sleppingu smærri og stærri seiða í laxlaus svæði í ánum ofan þessara mann- virkja. Að auka laxgengd í Langá Hin seinni ár hafa verið gerðar merkilegar tilraunir með að glæða til muna laxgengd í ýmsar ár sem þegar flögguðu þokkalegri eða góðri laxgengd. Ein athyglisverðasta framkvæmd af þessu tagi hefur verið í gangi í Langá á Mýrum. Hún er sérstaklega merkileg nú seinasta árið fyrir það að hún hefúr verið framkvæmd af vandvirkni og kunn- áttusemi og síðast en ekki síst hefur verið unnið skipulega að þvi að fá sem gleggstar upplýsingar um end- urheimtur á laxinum en á slíku hefur verið misbrestur æði oft. Gönguseið- in voru merkt og þeim komið fyrir í sleppitjöm eða netkvi til aðlögun- ar. Árangursríkt starf Gönguseiðaslepping í Langá 1986 er einkar gott dæmi um skemmtilegt og árangursríkt starf á sviði laxa- ræktar sem hefur skilað ákaflega athyglisverðum upplýsingum. Mér þykir því vel við hæfi að gera frek- ari grein fyrir árangri af gönguseiða- sleppingunni 1985 í Langá. Byggi ég á samantekt Sigurðar Más Einars- sonar, deildarstjóra Veiðimálastofri- unar á Vesturlandi, um þetta efhi sem nýlega er komin út og var unn- in fyrir Veiðifélag Langár. Vorið 1985 var sleppt um 10 þúsund gönguseiðum af laxi í Langá og vom þau af þremur stofnum, þ.e. úr Þverá, Norðurá og Haukadalsá í Dölum. Seiðin vom höfð um nokk- um tíma í tjöm eða netkví og fóðmð áður en þeim var sleppt. Seiðin voru merkt og útvortismerki þannig, eins og allra örmerktra seiða, að veið- iuggi er klipptur af þeim. Þegar athugaðar eru áætlaðar heildarendurheimtur á smálaxi úr sleppingu gönguseiða í Langá sum- arið 1985 kemur í ljós að seiði, sem sleppt var við Sjávarfoss, gáfú 8,7% endurheimtu en seiðin sem höfðu verið við Sveðjufoss, sem er ofarlega í ánni, gáfú aðeins 1,8% heimtu. Laxaseiði af Þverárstofni, sem sleppt var á fyrrgreinda staðnum, skiluðu 8,6% heimtu, Norðurárstofninn gaf 10,6% heimtu og seiði, upprunnin úr Haukadalsá, gerðu 7,8% endur- heimtu. Sigurður Már Einarsson telur því að slepping við Sjávarfoss sé, hvað snertir endurheimtu lax- anna, sambærileg við heimtur í hafbeitarstöðvunum á Suðvestur- landi á síðasta ári. Þess má geta að gera má ráð fyrir að í sumar muni bætast við 2ja ára fiskur úr sjó sem sleppt var sem gönguseiði 1985 og á því heimtuprósentan eftir að hækka frá því sem hún er hér að framan. Þrír stofnar: engin villa! Athyglisvert er að aðeins rúmlega helmingur örmerktra laxa skilaði sér í stangveiðina í Langá en hinn hlut- inn veiddist í net í grennd við Langá. Flestir komu í net í sjó en þama eru einmitt laxveiðijarðir sem svo til ein- ar hafa heimild til laxveiði í sjó hér á landi. Sigurður Már telur að ekki sé hægt að segja að neinn fiskur hafi í raun villst heldur megi telja að laxamir hafi verið á leið til sleppi- staðar í Langá. Enginn fiskur úr sleppingunni 1985 í Langá hafi þann- ig komið fram annars staðar þannig að ömggt megi teljast að um villu sé að ræða. I fyrrgreindri skýrslu deildarstjóra Veiðimálastofnunar í Borgamesi segir m.a. að flestir fiskifræðingar, sem vinna að fiskirannsóknum, telji að stofnahugtakið sé homsteinn allrar stjómunar á fiskveiðum og í fiskrækt. Hver laxveiðiá hafi þannig eigin laxastofn og byggist það á ná- kvæmri ratvísi tegundarinnar. Sýnt hafi verið fram á að laxastofn- ar geti verið innbyrðis ólíkir hvað marga eiginleka varðar og mætti þar nefna einkenni eins og hlutfall smá- lax/stórlax. I hverri laxveiðiá sé þannig stofh sem er aðlagaður að kostum árinnar og göllum og ætla megi að sé betur aðlagaður ánni en aðrir stofnar. Því sé nú almennt tal- ið að blöndun stofna geti haft óæskileg áhrif á upprunalegan stofn árinnar og því meiri sem aðkomu- stofnar séu fjarskyldari heimastofn- inum. Af fyrrgreindum sökum mælir fiskifræðingurinn með að framvegis verði notaður eingöngu stofn úr Langá til undaneldis ef seiðum á að sleppa í ána. Sigurður Már tekur sérstaklega fram í þessu sambandi að ekki sé vitað að stofnblöndun hafi valdið tjóni í islenskum veiðiám, miklu fremur er þetta ráðlagt sem fyrirbyggjandi aðgerð, að nota stofn úr viðkomandi árkerfi. Einar Hannesson. „Því sé nú almennt talið að blöndun stofna geti haft óæskileg áhrif á upp- runalegan stofn árinnar og því meiri sem aðkomustofnar séu fjarskyldari heima- stofninum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.