Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
13
Framtíð eyðni
•> W ! ~ * ' •*
- ^ '• !f!V »
^ ^ -•» -»»- í. ■
5örnA^AÐ'
Bg£H^sT’
sórx^mÞS>'
Sr^mSV
„Tvennt virðist þó næsta vist um framtíð eyðni fyrir íslendinga: Margir eiga
eftir að drepast og íhaldssemi í kynferðismálum á eftir að aukast. Og dauð-
inn verður ekki lengur ellisjúkdómur heldur raunverulegur möguleiki fyrir
unga sem aldna,...“
Nú virðast eyðni-hræðsluöldumar
vera famar að lægja nokkuð. Tími
er kominn til að skoða málið í lang-
tímasamhengi og að spá í framtíðina.
Hvað getur minnst gerst í þessu
máli og hvað mest?
Hugarfarsbreyting
Fyrir rúmum áratug gekk hin svo-
kallaða „kynlífsbylting" yfir Vest-
urlönd. Fólst hún í viðhorfsbreyt-
ingu sem gmndvallaðist m.a. á betri
getnaðarvömum sem auðvelduðu
kynlíf utan hjúskapar. Nú hefur
þjóðfélagsþróunin alið af sér aðra
> nýjung sem viðkemur kynlífi, en í
þetta sinn til takmörkunar fremur
en til framdráttar frjálsum ástum.
Er það eyðni, veirusjúkdómsafbrigð-
ið sem er oft banvænt og berst með
kynfæravökvum og blóðgjöf milli
fólks. Þarf nú enn viðhorfabreytinga
við.
Nýlega var gerð víðtæk könnun í
Bretlandi á áhrifum áróðursherferð-
ar stjórnarinnar í fjölmiðlum um
eyðni. Var undirritaður viðstaddur
fyrirlestur stjómandans hérlendis,
fjölmiðlafræðings í boði félagsvís-
indadeildar H.í. Kom þar fram að í
kjölfar eyðniáróðurs hafði kynlíf
flestra lítið breyst nema hvað trú
fólks hafði aukist á að vandinn tak-
markaðist mest við kynhverfa. (Óx
sá ásetningur að ef stofnað væri til
nýrra kynlífssambanda væri reynt
að forðast kynhverfa. Um leið óx
velvilji til kynhverfra.)
Hér var sem sagt merki um lítil
viðbrögð almennings, bæði við
áróðrinum og smithættunni. Fyrir-
lesarinn sló því fram þeirri tilgátu
að e.t.v. myndi almenningur sætta
sig við dauðsföll af völdum eyðni
KjáUaiinn
Tryggvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
mótaðgerðalaust líkt og við aðrar
óhjákvæmilegar áhættur nútímalífs,
svo sem bílslys.
Þótt hér við sitji í bráð er þó ljóst
að skaðinn er stórkostlegur þvi kom-
inn er fram nýr drápsvaldur á fólki
í blóma lífsins. Og þótt tiltölulega
fáir hafi sýkst á Vesturlöndum hefur
stór hluti af borgarfólki í sumum
a-afrískum borgum sýkst. Því er ljóst
að þar getur orðið mannfellir sem
skiptir sköpum fyrir ríkisstjómir,
atvinnugreinar og landsvæði, líkt
og getur gerst með mannfall af öðr-
um sökum svo sem drepsóttum,
stríðum og hallærum.
Það versta sem getur gerst er að
sjúkdómurinn eigi eftir að hljóta
stórfelldari útbreiðslu. Ólíkt stríð-
um, hallærum og flestum drepsóttum
er eyðni langvarandi og ólíkt bíl-
slysatíðni færist eyðni alltaf í vöxt,
nema eitthvað verði að gert.
Það er sjálfgefið að fyrr eða síðar
verði eyðni heft með þvi að fólk
hætti kynmökum utan hjúskapar ef
ekki koma til sögu lyf eða dugandi
getnaðarvamir. Trúlega yrði það þó
ekki fyrr en flestir misstu einhverja
sem þeir þekktu. En þá gæti líka
verið kominn svo mikill mannfellir
að afleiðingamar fyrir þjóðfélagið
jöfhuðust á við kjölfar stríðs.
Líklegast verður þó að telja að það
verði helstu áhættuhópamir sem fá
í hlut flest dauðsfóllin og vamarað-
gerðimar. En þeir em, talið frá
hinum helstu til hinna síðustu:
Vændiskonur í A-Afríku, viðskipta-
vinir þeirra, eiturlyflasprantusjúkl-
ingar, vændisfólk, kynhverfir.
lauslátt fólk og svo allir hinir.
Erfitt er að greina fómarlömb eftir
efnahagsstéttum. en þó er ljóst að
evðni er útbreiddari í fátækari lönd-
um heims og þar em einnig minni
efni á fræðslu. greiningu og meðferð.
Tvennt virðist þó næsta víst um
framtíð evðni fvrir Islendinga: Marg-
ir eiga eftir að drepast og íhaldssemi
í kynferðismálum á eftir að aukast.
Og dauðinn verður ekki lengm- bara
ellisjúkdómur heldur raunvemlegur
möguleiki fi.TÍr unga sem aldna líkt
og áður gerðist á tímum drepsótta.
sultar og stríða. Nema læknavísind-
in finni bráða bót á.
Tryggvi V. Líndal.
„Fyrirlesarinn sló því fram þeirri tilgátu
að e.t.v. myndi almenningur sætta sig við
dauðsföll af völdum eyðni mótaðgerða-
laust, líkt og við aðrar óhjákvæmilegar
áhættur nútímalífs, svo sem bílslys.“
-
Tjáningarfrelsi
Ég hef oft hugleitt það hveijir það
eru sem lesa kjallaragreinamar og
hversu margir þeir em. Em það ef
til vill aðeins ættingjar og vinir
þeirra sem greinamar skrifa sem
nenna að lesa þær eða em þær al-
mennt vel lesnar. I heimi skoðana-
kannana og félagsvísindalegra
athugana væri ef til vill kominn tími
til að gera úttekt á kjallaragreinum
DV og öðrum slíkum tækifærum
hins almenna borgara til að tjá sig
um menn og málefni. Fróðlegt væri
að sjá hverjir lesa greinamar, hversu
oft, kynferði lesenda, af hverju þeir
lesa þær. Hrífast menn af fyrirsögn-
um, myndum sem fylgja greinunum
eða jafhvel málefhinu?
En það er ef til vill aðalatriðið að
hér skuli ríkja frelsi til tjáningar,
frelsi til þess að viðra eigin hug-
myndir og hljóta andsvör i rituðu
máli, en ekki með fangelsun eins og
því miður víða er raunin. Upplýs-
ingaöldin er mnnin upp og styrjöld
nútímans stendur hæst um hugi
manna og em vopnin margvísleg til
að ná hylli þinni sem þetta lest.
Gervihnattasjónvarp, útvarp, fundir
og hið ritaða mál. Hið ritaða mál
mun að mínu mati verða hinn end-
anlegi sigurvegari í baráttunni, því
flestir menn vilja frið og ró, frið og
frelsi þegar erfiðum vinnudegi lýkur
og mettun á mötunaríjölmiðlunum
er orðin algjör. Því verða prentuð
blöð ávallt til staðar til að grípa í
til einbeitingar á huganum. Dæmi-
sögur em ávallt góðar og mun ég til
nánari staðfestingar á gildi hinna
frjálsu fjölmiðla grípa til nokkurra
í þessari grein.
Dæmisaga
Hér kemur sú fyrsta. Mikið hefur
breyst síðan árið 1968, en einmitt það
ár réðu örlögin því að ég var staddur
í Austur-Berlín um vikutíma í boði
vestræns sendierindreka er þar bjó
á þeim tíma. Ég var ekki með „vísa“
í passanum, en með réttum sambönd-
um komst ég þó í gegnum „Check-
point Charlie“, þannig að vegabréf
mitt var tekið og daginn eftir fékk
KjaJlariim
Friðrik Ásmundsson
Brekkan
blaðafulltrúi Menningarstofn-
unar Bandarikjanna
ég það útstimplað á þremur blaðsíð-
um í allra handa litum stimplvmi og
leyfi til þess að vera í eina viku i
borginni sem örlögin höfðu ákveðið
að yrði tvískipt. Það vildi til að á
þriðja degi dvalar minnar var fimm-
tán ára afmæli Berlínarmúrsins. eða
„Die Freiheitsmauer" - „Frelsis-
múrsins", eins og hann var þá
nefndur. Ef til vill heitir hann það
ekki lengur nú á tímum „Glasnost-
urs“ og blíðu, en svona var þetta
samt sem áður. Dagurinn rann upp
og allir í fríi, veifandi fánum og
klappandi fyrir hermannasknið-
göngum, ungliðasveitir í skrúðgöll-
um fögnuðu hermönnum og
hermennimir fögnuðu unglingummi
og allir klöppuðu fyrir frelsismúm-
um, sem hafði með tilvera sinni
tekist að halda óæskilegum áhrifum
frá því að berast austur fyrir í frelsis-
paradís verkamanna og bænda.
Það er efni í aðra grein að segja
frá öllu sem skeði á „hátíðisdag-
inn“, mörg voru frægu andlitin og
margt furðulegt að sjá þegar litið
var aðeins undir og á bakvið heið-
ursstúkuna við Alexanderplatz og
mun ég ef til vill setja saman skop-
sögu um það síðar.
Gefa sterka innsýn í ríkjandi
ástand
En við ætluðum að tala um tján-
ingaidrelsi og nú kem ég að einu af
litlu atriðuniun sem maðm' verður
fyrir í lifinu og gefa sterka innsýn í
ríkjandi ástand. þótt atvikin og per-
sónuleg kynni séu oft stutt.
Ég var staddur í Pergamonsafninu.
einu frægasta safninu í Austur-Ber-
lín. þar voru frægar styttur og leifar
af veggjum Babýlónsborgar. Mörg
söfn eru í Austur-Berlín og gæti
maður evtt mörgum vikum í að
skoða þau. en ég tók þau á hrað-
hlaupi. eins og oft vill verða.
I Pergamonsafninu vai’ hægt að
leigja sér segidband með leiðsögu-
spólum, þannig að þú gekkst um
safnið imi fimmtíu skref í einu og
þá átti maður að staðnæmast hjá
skilti og kveikja þar á segulbandinu
og líta til hægri eða vinstri eftir því
sem röddin á segulbandinu sagði þér
að gera. Margir voru með slík tól.
en ekki hafði ég þolinmæði i að evða
finmi til sex tíimmi í sama safninu á
þessum áram. enda stóð vfir „blóma-
tíminn" á Vesturlöndimi og það var
þá í tísku að vera óþolinmóður.
En á göngu minni í safninu stað-
næmdist ég hjá dreng á núnum aldri
sem heldur á segulbandi og er auk
þess að skrifa af miklum eldmóði í
stílabók. Ég heilsa honum, hann
slekkur á segulbandinu óg leggur
pennann inn í bókina og kynnir sig,
segist vera í kennaraháskóla rétt hjá
Dresden. Ég spyr hvort megi ekki
bjóða honum í kaffistofu safnsins.
en hann vildi það ekki og leit jafn-
fi-amt vel í kringum sig af innbyggð-
um ótta við „eftirlitið". I sanuæðum
okkar kom eftirfai-andi í ljós. Hann
var kennaraefhi og átti að kenna
nokkram bekkjardeildum í æfinga-
skólanum að hausti og hafði. eftir
að hafa sótt um tvisvar. fengið að
njóta þess „heiðurs" að fá le\ffi til
þess að heimsækja Austur-Berlín á
kostnað skóla\ffirvalda. sem greiddu
rútuferð fyrir hann auk 10 marka
eyðslufjái'. En kvaðirnar vora þær
að hann sýndi allar kvittanir. seðil
fyrir leigu á segulbandinu. ríitimúða,
matarkvittun, gistikvittun. auk þess
að hann vrði að leggja fyrir skóla-
nefndina hreinskrift af athugasemd-
mn síniun og öðra sem hann
punktaði niðui' í ferðum sinum á
söfnin og sýna fram á hvemig hann
ætlaði sér að leggja upp kennsluplan
í hinimi \tiisu tímum. sem hann
kæmi til með að kenna bekkjardeild-
uniun. Skólavfirvöld höfðu greini-
lega tímasett heimsókn unga
mannsins til Austur-Berlínar. því
hann tók að ókyrrast þegar við vor-
um búnir að tala saman í hálftíma,
því þá var klukkutími í lokun og
hann átti eftir að fara í gegnum eitt
þúsund ár í mannkynssögunni.
Kvaddi ég því þennan eftirminnilega
mann og hugleiddi hugmyndaheim
þann sem hann bjó í og örlög um
stund. Ég gat í frelsi mínu gengið
út og kíkt augnablik á hinn heims- i
fræga vegg frá Babýlon. en hann '
þrælaði sér í gegnum alla þætti sögu j
hans. Ég öfundaði hann að vissu :
leyti fvrir þessa stórkostlegu yfirferð. j
en samt er hér lítil dæmisaga lun i
frelsi til athafna. frelsi til að ákveða !
sjálf og tjá okkur að vild án skipu- j
legrar íhlutunar. þótt hún sé ekki i
illa meint eins og vai' að nokkru leyti
í þessu tilfelli.
„Frelsi“
Þá kemui- upp í huga minn fjöl-
skylda sem fluttist hingað til lands
og bjó um nokkun'a ára skeið. Þau
komu til íslands eftfr átta ára dvöl
í einu af Afríkm'íkjimimi sem fóra
kollsteypu eftir að það öðlaðist
„frolsi". Eim’æðislegt stjómarfirír-
komulag var tekið upp og nokkurra i
manna gerepillt valdaklíka ætlaði
að gera allt firír alla á nokkrtmi i
mánuðum. Raunin varð sú að ekkert
var gert fyrir neinn og landið hrandi
næstum því til granna. A þessum
stað var og er aðeins eitt dagblað.
Stundum kemur „dagblað" þetta út
vikulega og ef dísilvélar raforku-
stöðvanna era gangfærar þá má
he\Ta útvarpsfréttir þær sem stjóm-
in skammtar. eins og þær hljóta að
vera uppörvandi.
Til þess að gera langa sögu stutta.
þá var fróðlegt að fi'lgjast með þess-
ari fjölskvldu ganga í fyrsta sinn
niður Laugaveginn og Austurstræt-
ið og hevra köll blaðsöludrengja. sjá
Óla hlaupa með blaðsölupokann
sinn og hevra glymjandi tónlist úr
bílaútvörpum og komast í bókabúð
og sjá það geysilega úrval sem hér
er fyrir hendi. Þessar tvær dæmisög-
ur sýna okkur að við megum passa
okkur að verða ekki ófrjáls í hugan-
um í öllu frelsinu og úrvalinu og
gleyma að hugsa með samanburð í
huga. Stærstur hluti mannkyns nýt-
ur ekki þess tjáningarfrelsis sem við
þekkjum hér á landi og við verðum
ávallt að hafa hugfast að fljóta ekki
að feigðarósi og glata ef til vill frels-
inu vegna sinnuleysis.
Friðrik Ásmundsson Brekkan
„Hið ritaða mál mun að mínu mati verða
hinn endanlegi sigurvegari í báráttunni,
því flestir menn vilja frið og ró, frið og
frelsi þegar erfiðum vinnudegi lýkur. . .“