Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
Iþróttir
John Barnes
seldur til
Uverpool
fýrir 55
milljónir
Loksins tók Liverpool af skarið og
keypti John Bames frá Watford.
Eftir langar og strangar viðræður
við kappann var loksins gengið frá
samningnum í gær. Kaupverðið var
55 milljónir kr. (900.000 pund). Bar-
nes hefur leikið 31 landsleik fyrir
England og verður honum ætlað það
hlutverk að skerpa sókn Liverpqol
sem aldrei þessu vant vann ekki til
neinna verðlauna í ár.
„Það að leika með Liverpool mun
bæta mig sem leikmann og auka
möguleika mína á alþjóðavett-
vangi,“ sagði Bames sem hafði
• John Barnes mun klæðast Liver-
poolbuningnum á næsta ári.
lengst af mestan áhuga á því að leika
á meginlandi Evrópu.
-SMJ
DV-lið 3. umferðar
• Þorjírímiu- Þrá-
insson. Val. vam-
nrmaður
# Þórfínnur
Hjaitason. KA.
markvörður
• Heimir Guö-
mundsson. ÍA.
vamarmaður
• Ólafur bóröar-
Bon. ÍA. miöjumaö-
ur
Omwíev
míöjú-
maðiu*
# Guóni Burgs (2).
Vái, vamarmaður
)4
• Magni Blöndal
{2). Valmiöjumaö-
ur
• Andri Mar-
teinsson. KR.
miöjumaður
• PóturPúturaaon • Jón Grútar
(2). KR, sóknar- Jónason (2), Val.
maður sóknarmaöur
Viðar sigraði
annað anð i roð
- vann Biynjar í úrslitum íslandsmótsins í snóker
• Viðar Freyr Viðarsson með meist-
aratitilinn góða. DV-mynd JAK
Sigur hjá IBV
Vestmannaeyingar sigruðu
Fylkismenn 2-1 í Mjólkurbikarn-
um í gærkvöldi. Fylkismenn urðu
fyrri til að skora og var þar að
verki Baldur Bjarnason á 10. mín-
útu. Elías Friðriksson jafnaði
síðan á 25. mínútu með öruggri
vítaspymu. í seinni hálfleik var
jafhræði með liðunum en Bergur
Ágústsson skoraði sigurmarkið á
75. mínútu eftir þunga sókn. Leik-
urinn var mikill þaráttuleikur og
sást gott spil inn á milli.
-SMJ
Viðar Freyr Viðarsson, 23 ára Akur-
eyringur, varð Islandsmeistari í snóker
annað árið í röð í gær. Þá sigraði
hann Brynjar Valdimarsson, 6-1, og
komu yfirburðir Viðars á óvart því
fyrirfram var Brynjari spáð sigri.
„Sigurinn kom mér í sjálfu sér ekk-
ert á óvart því að ég hef æft mjög vel
og skipulega að undanfömu,“ sagði
Viðar eftir sigurinn. Hann segist æfa
4 tíma á dag fyrir mót og er fyrsti
maðurinn til að vinna mótið tvö ár í
röð. Ekki vildi hann viðurkenna að
sigurinn væri óvæntur. „Ég og aðrir
Akureyringar áttum alveg von á
þessu, annað en sigur kom ekki til
greina.“ Þess má geta að Viðar flaug
suður til Reykjavíkur um morguninn
til að keppa og síðan aftur norður
samdægurs með titilinn góða. -SMJ
Stapleton
tilAjax
Ajax hefur nú fundið arílaka
Van Basten sem nýverið var seldur
til AC Mílanó. Er það enginn ann-
ar en írski landsliðsmaðurinn
Frank Stapleton sem nú er orðinn
31 árs.
Stapleton hefúr leikið með
Manchester United á undanföm-
um missemm en ekki haldið sinu
striki á allra síðustu leikárum. Að
öllum líkindum mun Stapleton
undirrita tveggja ára samning við
Ajax. -JÖG
• Trausti Ómarsson var einn besti maður
einn Þróttarann. Á þeirri innfelldu fagnar
- Unnu Þrótt %
Víkingur vann Þrótt í 2. umferð Mjólkur-
bikarsins í gær og var sá sigur sanngjarn.
Víkingar vom ákveðnari og skæðari og
samleikur þeirra var með því besta sem
undirritaður hefur séð hjá annarrar deild-
arliði á þessu vori.
Víkingar tóku forystuna í leiknum um
miðjan fyrri hálfleik. Var Trausti Ómars-
son þar að verki en hann átti eftir að
koma meira við sögu áður en yfir lauk.
í síðari hálfleik skoraði hann nefnilega
tvívegis, í fyrra skiptið af stuttu færi og
í það síðara úr víti. Eina mark Þróttar
gerði hins vegar Atli Helgason og var það
sérlega glæsilegt, þéttingsfast skot upp í
þaknetið utan úr vítateig.
Bestir Víkinga vom þeir Trausti og
Atli Einarsson. Þá var Jóhann Þorvarðar-
son kvikur í vöminni og jafnan fastur
fyrir.
Atli Helgason var hins vegar bestur
Þróttara.
Vinna Þórsarar
aftur í Reykjavík?
- fjórða umferðin hefst í kvöld
Fjórða umferðin á Islandsmótinu í
knattspymu hefst nú í kvöld með
þremur leikjum.
Á Hlíðarendavelli í Reykjavik
mætast Valsmenn og Þórsarar og
hefst viðureign liðanna kl. 20. Valur
hefur enn ekki tapað leik á mótinu
og er liðið nú í efsta sæti deildarinn-
ar.
Þórsarar hafa ekki beðið lægri
hlut í Reykjavík það sem af er þessu
leikári, hafa raunar aðeins spilað þar
einn leik, gegn Islandsmeisturum
Fram. Þann leik unnu norðanmenn
sannfærandi, 3-1.
Norðan heiða taka KA-menn ó
móti Hafnfirðingum. FH-ingar
verma nú botnssætið en em þó til
alls líklegir. KA hefur enn ekki sigr-
að frammi fyrir áhangendum sínum
en hefur hins vegar unnið það afrek
í Garðinum gegn Víðismönnum.
Leikurinn á Akureyri hefst kl. 20
með sama lagi og rimma þeirra Vals-
manna og Þórsara.
Á Skaganum glíma heimamenn við
Keflvíkinga. Þessi lið eru jöfh að
stigum og því er um visst uppgjör
að ræða. Bæði hafa unnið tvívegis
en beðið lægri hlut einu sinni það
sem af er.
Þessi leikur hefst kl. 19. -JÖG
Stórleikur á Hlíðarenda
í kvöld kl. 20.00.
VALUR-ÞOR
i