Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987.
25
Sandkom
Bylgjan -um daginn hitabylgjan, nú
stuttbylgjan.
Stuttbylgjan
Nýju útvarpsstöðvarnar eru
vinsælt umræðuefni ennþá
enda er nýjabrumið ekki farið
af þeim. Talsvert er hlustað á
þær þótt sumir þykist vera
orðnir leiðir á öllu gaulinu
sem er þar að auki alveg eins
eða svo gott sem á báðum nýj-
ustu stöðvunum og nauðah'kt
og á rás 2. Smámunasamir
hlustendur hafa sér það nú
helst til dundurs að telja allar
dellurnar sem koma upp í
tækni og tali stöðvanna. Að
svo komnu máli virðist Bylgj-
an slá þar öll met. Sérstaklega
eru tæknimistökin tíð, bæði í
flutningi á tónlist og fréttum,
ekki síst fréttunum. Saman-
burður við Stjörnuna er að
vísu erfiður í þessu efni þar
sem hún er alveg nýfædd og
hefur ekki flutt neinar fréttir
fram að þessu.
Stjarnan virðist hins vegar
ná öllu lengra um landið með
útsendingu sína en Bylgjan.
Að minnsta kosti hverfur
Bylgjan á Hellisheiði á meðan
Stjarnan endist talsvert aust-
ur um Suðurland. Ferðalang-
ar á þessum slóðum hafa því
fundið nýtt nafn á Bylgjuna
og kalla hana Stuttbylgjuna.
I strikamynd
Fréttir í sjónvarpinu eru
meðal vinsælasta fjölmiðla-
efnisins eins og fyrri daginn.
Langa lengi voru fréttaþulir
til þess að lesa fréttirnar og
voru yfirleitt svo illa lýstir að
undarlegir skuggar léku um
þá frammi fyrir alþjóð. Nú
koma rendur þvert yfir skjá-
inn frá innskotsmyndunum og
yfir andlit fréttamannanna
sem nú lesa fréttirnar. Það fer
svona eftir því hvað þeir eru
háir og hvernig þeir sitja hvar
þessar rendur lenda. Einna
lakast er þegar efri röndin fer
fyrir augu fréttamannsins sem
verður þá heldur óaðlaðandi
fyrir áhorfendur og tæplega
mjög ábyggilegur ásýndar.
Samkomulag
Viðræður um stjórnarmynd-
un hér á Islandi eru daglegt
fréttaefni og það oft á dag.
Fréttamenn eiga auðvitað í >
mestu vandræðum með að
flytja fréttir af viðræðum sem
snúast um það sama aftur og
aftur á meðan ekki fmnst
grundvöllur til raunverulegr-
arstjórnarmyndunar. Því er
hvert einasta hálmstrá vel
þegið og jafnvel þótt það sé
varla nema stúfur. Þá er þekk-
ing fréttamannanna á því
hvað í rauninni er að gerast
afskaplega mistraust og sumir
þeirra sjá fréttir í atburðum
sem eru nákvæmlega ekkert.
Þannig var margsinnis sagt
frá því á dögunum að þríflokk-
arnir hefðu náð samkomulagi
í utanríkis- og umhverfismál-
um og mátti helst skilj a það
svo að þar með væri að bresta
ánýríkisstjóm.
Gallinn er sá að enginn vissi
til þess að neinn ágreiningur
sem máli skipti væri á milli
þessara þriggja flokka um
þessi málefni. Þar að auki
hafa þeir ekki gert samkomu-
lag um eitt né neitt. Fréttin
var því í rauninni sú að flokk-
unum tókst ekki að verða -
ósammála um utanríkis- og
umhverfismál.
Ólafur - ekki maður sem hleypur
uppognlður stiga.
Hraparekki
Hvað gerir Ólafur? Þessi
spurning hefur verið ein af
þeim sem fjölmiðlar hafa spurt
út um allar koppagrundir síð-
ustu daga pg jafnvel vikur. Já,
hvað gerir Ólafur, ætlar hann
að setjast á skrifstofu Sturlu
eða ætlar hann ekki að setjast
á skrifstofu Sturlu? Svörin
hafa allt fram til þessa verið
loðin enda er Ólafur Guð-
mundsson maðúr sem ekki
hleypur upp né niður stiga.
Það þýðir ekkert að reyna að
gera honum hverft við. Hann
myndi nefnilega taka sér um-
hugsunarfrest til þess að
bregðast við. Þetta vita þeir
sem þekkj a Ólaf Guðmunds-
son og þeim kemur ekkert á
óvart þótt hann sé lengi á leið-
inni frá Egilsstöðum til
Akureyrar, ekki síst þar sem
hann lagði lykkju á leið sína
til Reykjavíkur.
Ólafur var talinn rauðliði á
sokkabandsárum sínum í
Kópavogi en hægt og hljótt
var hann síðan orðinn ritstjóri
kjördæmisblaðs sjálfstæðis-
manna á Austurlandi. Þetta
er að vísu ekkert óvanalegur
þroskaferill hér á landi en nú
getur verið að þessi pólitísku
tengsl Ólafs við Sverri
menntamálaráðherra reynist
óyfirstíganlegur þröskuldur á
Fræðsluskrifstofu Norður-
lands eystra.
Kirkjukjallari
til leigu
Félagsmálaráð og bæjarráð
Akureyrar hafa kpmist að
þeirri niðurstöðu að útilokað
sé að leigja kjallara Glerár-
kirkju fyrir dagvist þar sem
byggingarnefnd kirkjunnar
hafi sett upp allt of háa leigu.
Kjallarinn er 790 fermetrar,
fokheldur og því óinn.réttaður.
Talsmenn bæjarins gefa ekki
upp leigukröfu kirkjunnar
manna en láta í veðri vaka að
þær séu uppi í skýjunum og
algerlega óraunhæfar. Þess
vegna er nú verið að leita að
öðrum kostum.
Byggingarnefnd Glerár-
kirkju virðist samkvæmt
þessu hafa hlaupið yfir þann
kafla í Biblíunni þar sem
Kristur biður menn að leyfa
börnunum að koma til sín og
banna þeim það ekki. Kristur
minntist áreiðanlega hvergi á
neina gjaldskrá í þessu sam-
bandi. En það er að vísu orðið
dálítið langt síðan Kristur var
uppi og líklega vonlaust að
hann hafi séð fyrir að kirkja
myndi rísa í Glerárhverfi á
Akureyri, hvað þá að hún yrði
til leigu.
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fullri ferð
Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum-
boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.
Tilkynning til launa-
skattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein-
dagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl er 15.
júní nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal
greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er,
talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Hár-
snyrting
fyrir alla
fjölskv
HÁRSNYRTISTOFA
LAUGAVBGI27 • S. 26850
on Lru /h i ki
BOÐSMOT
TAFLFÉLAGS
REYKJAVÍKUR 1987
hefst að Grensásvegi 46, mánudag 15. júní kl. 20.00.
Tefldarverða sjö umferðireftir Monrad-kerfi þannig:
1. umferð mánudag 15. júní kl. 20.00
2. umferð föstudag 19. júní kl. 20.00
3. umferð mánudag 22. júní kl. 20.00
4. umferð miðvikudag 24. júní kl. 20.00
5. umferð föstudag 26. júní kl. 20.00
6. umferð mánudag 29. júní kl. 20.00
7. umferð miðvikudag 1. júlí kl. 20.00
Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu.
Umhugsunartími er 1 'A klst. á fyrstu 36 leikina en
síðar Vi klst. til viðbótar til að Ijúka skákinni. Engar
biðskákir.
Skráning þátttakenda fer fram í síma Taflfélagsins á
kvöldin kl. 20.00-22.00. Lokaskráning verður sunnu-
dag 14. júní kl. 20.00-23.00.
Taflfélag Reykjavíkur,
Grensásvegi 44-46, Reykjavík.
Símar: 8-35-40 og 68-16-90.
SUMARSKÓR
Laugavegi 1 — Sími 1-65-84