Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1987, Blaðsíða 26
26 Andlát Jónas Sigurður Jónsson, er andaðist 30. maí, verður jarðsunginn fimmtu- daginn 11. júní í Fossvogskirkju kl. 13.30. Baldvin Baldvinsson járnsmiður lést 30. maí sl. Hann fæddist í Kálfa- koti í Mosfellssveit 22. nóvember 1918. Hann var sonur Baldvins Sig- urðssonar og Jóhönnu Hansdóttur. Baldvin lærði járnsmíði í Vélsmiðj- unni Héðni og vann þar í nokkur ár. eða þangað til hann fór til Grundar- fjarðar og vann þar við vélgæslu í fiögur ár. En það var árið 1948 að har.r hóf störf hjá Olíuverslun Is- lar g vann þar í 37 ár við viðgerð- ir og vr.is önnur störfá meðan heilsa leyfði. Eftirlifandi eiginkona hans er Þrúða Finnbogadóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Utför Baldvins verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Anna Jónsdóttir frá Hvallátrum. Langholtsvegi 132. lést í Landspítal- anum 9. júni. Guðrún Tómasdóttir, Sigluvogi 17. lést í Landspítalanum 8. júní. Halldór Helgason lést i Stokkhólmi föstudaginn 5. júní. Hálfdán Bjarnason, fyrrverandi aðalræðismaður íslands í Genóva, andaðist á heimili sínu 8. þessa mán- aðar. Margrét Magnúsdóttir Grönvold er látin. Útför Sigurðar Sigtryggssonar, Melhaga 9, er varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 5. júní, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 12. júní kl. 15. Steingrímur Magnússon, Hvann- eyrarbraut 31, Siglufirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hvítasunnudag 7. júní. Sveinbjörn Björnsson, frá Húsavík við Borgarfjörð eystri, lést í Land- spítalanum 7. júní. Baldvin Baldvinsson, Kleppsvegi 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðviku- daginn 10. júní, kl. 13.30. Hjörtur Guðmundsson, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 10.30. Isey Skaftadóttir, Vestmannabraut 25. Vestmannaevjum. er lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugar- daginn 6. júní. verður jarðsungin frá Landakirkju. Vestmannaevjum. föstudaginn 12. júní kl. 14. Jónas Sigurður Jónsson forstjóri. Blikahólum 12, Reykjavík, verður jarðsunginn fimmtudaginn 11. júní kl. 13.30 i Fossvogskapellu. Lára Einarsdóttir, Eiríksgötu 17. lést í Borgarspítalanum 8. júní. Jarð- arförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. júní kl. 16.30. Óskar ísaksen, Ásvallagötu 55. verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 11. júní kl. 15. Sigurður Már Pétursson, Borgar- holtsbraut 78. verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 13.30. Þorsteinn Egilsson, Hvassaleiti 53. verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 13.30. Þórey S. Pétursdóttir, Laugavegi 70b. verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn ll.júní kl. 15. Ferðlög Útivistarferðir Miðvikudaginn 10. júní kl. 20 Kvöldganga út í bláinn. Létt ganga um forvitnilega gönguleið. Ekki gefið upp fyr- irfram hvert ferðinni er heitið. Verð kr. 400. frítt fyrir börn með fullorðnum. Brott- för frá BSÍ. bensínsölu. Sjáumst. Útivist Tilkyniiingar Hallgrímskirkja -starf aldraðra Á morgun fimmtudaginn 11. júní verður farið í Þykkvabæinn undir leiðsögn séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá Hallgrímskirkju, þátt- takendur hafi með sér nesti. Einnig er fyrirhuguð íjögurra daga ferð í Húnavatnssýslu 13.-16. júní, undir leið- sögn séra Péturs Þ. Ingjaldssonar, fyrrv. prófasts í Húnavatnsprófastsdæmi. Til- kynna þarf þátttöku í báðar þessar ferðir hjá Dómhildi Jónsdóttur í síma 39965, og gefur hún nánari upplýsingar. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fullii ferð SKILAFRESTUR ÍBÍLAGETRAUN ER TIL KL. 22 í KVÖLD, MIÐVIKUDAG. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987. í gærkvöldi Auður Sveinsdóttir landsiagsarkitekt: Laxeldi og Villi spæta Löngunin til að horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp hefui' minnkað allverulega með öllu þvi útvarpsflóði sem flæðir um öldur ljósvakans. Rás 1 er þó haldreipið því þar er dagskrá- in það fjölbreytileg að gagnrýnin helst vakandi. Ég vona að hádegis- fréttatímanum verði ekki breytt og „síðasta lagið" fyrir íréttir fái að halda sér. Þó sakna ég fuglasöngsins sem spilaður var oft á vorin fyrir fréttirnar. Þættina Hringiðuna á rás 2 og þátt Ástu R. á Bylgjunni reyni ég að hlusta á. Fréttir Ríkisútvarpsins finnast mér bestar og í gærkvöldi áttu sjónvarpsmenn lirós skilið fyrir viðbragðsílýti, þó svo Helgi E. væri að mestu hulinn svörtum reykjar- mekki. Þáttaröðina um Vestræna veröld hef ég ekki getað horft nógu vel á því þeir stangast á við kvöldsögu dóttur minnar en það sem ég hef séð er mjög fróðlegt. Ég horfði ekki á Morðsöguna en hlustaði á hluta úr leikritinu Úr Skuggahverfinu. Byrj- Auður Sveinsdóttir. unin var ágæt en ég missti af seinni hlutanum. Það er nefnilega einn aðalkostur hljóðvarpshlustunar að hægt er að strauja, taka til eða gera einhverja handavinnu meðan hlust- að er. Nýjasta tækni og vísindi var mjög fróðleg og þá sérstaklega kaflinn um laxeldi, en þar saknaði ég ákaft nánari umfjöllunar um þær skoðanir fræðimanna að mikil hætta stafi af erfðamengun sem meðal ann- ars á rætur að rekja til aðferða sem sýndar voru þama í þættinum og ekki var minnst neitt á. Ég sakna þess mjög á þessum árs- tíma að sjónvarpið skuli ekkki sýna fleiri innlendar náttúrulífsmyndir og myndir um umgengni um landið okkar, til dæmis eftir Ósvald Knud- sen, ekki síst fyrir böm og unglinga. Því þótt Villi spæta sé ágætur verða jafnvel bömin þreytt á honum að lokum. Spakmælið Afmæli „Franskbrauð með sultu“ hiaut barnabókaverðlaunin 1987 Dómnefnd á vegum Verðlaunasjóðs ís- lenskra barnabóka hefur lokið störfum og var handrit Kristínar Steinsdóttur að sög- unni Franskbrauð með sultu hlutskarpast að þessu sinni, en á þriðja tug handrita bárust í árlega samkeppni sjóðsins. Verð- launin voru afhent í Þingholti 19. maí sl. Ólafur Ragnarsson, formaður sjóðsstjórn- ar, skýrði frá úrslitum samkeppninnar og afhenti Kristínu Steinsdóttur skrautritað verðlaunaskjal til staðfestingar sigri hennar og Ármann Kr. Einarsson færði henni síðan verðlaunaféð, 50.000 krónur. Þetta er í annað sinn sem íslensku barna- bókaverðlaunin eru veitt, en í fyrra hlaut Guðmundur Ólafsson verðlaunin fyrir bók sína Emil og skundi, sem Vaka-Helgafell gaf út. Dreifmg á bókinni Franskbrauð með sultu í verslanir er hafin. Bókin er pappírskilja og kostar 685 krónur. 80 ára afmæli á í dag Högni Brynj- úlfsson, Arnarhrauni 16, Hafnar- firði. Hann verður að heiman í dag en tekur á móti gestum að Strand- götu 29, Hafnarfirði, eftir kl. 14 laugardaginn 13. júní nk. Hádegis- fundur með GeorgeW.Jaeger Eins og kunnugt er er utanríkisráð- herrafundur Atlantshafsbandalagsins haldinn í Reykjavík 11. og 12. júní. Stjórn Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og stjórn Varðbergs hafa vegna þess ákveðið að efna til sameig- inlegs fundar með félagsmönnum (og gestum þeirra) um niðurstöður ráð- herraíundarins. Hádegisfundur verður haldinn í Átthagasal (í Hótel Sögu, suðurenda) laugardaginn 13. júní. Sal- urinn verður opnaður klukkan tólf. Fundurinn er einungis ætlaðu félags- mönnum í SVS og Varðbergi; svo og gestum félagsmanna. Gestur fundarins og framsögumaður verður George W. Jaeger, yfirmaður í stjórnmáladeild NATO („Director, Political Directorate"). Umræðuefni hans er: „Samskipti austurs og vesturs í framhaldi af Reykjavíkurfundi NATO“. Framsöguerindið verður flutt á ensku og ræðumaður svarar fyrir- spumum fundargesta að því loknu. BLAÐBURÐAR- FÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Lindargata Frakkastígur 1-9 Klapparstígur 1-30 ★*★★***★******★*★**★**★★**★* Bergstaðastræti Hallveigarstígur Spítalastígur AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 Það e.r alltaf skynsamlegt að horfa fram á veginn en það er erfitt að horfa lengra en þú getur séð. Winston Churchill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.