Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Fréttir _______________________________________________DV Hafrannsóknaskipin: Ahöfnunum neitað um flotbjörgunarbúninga - sjávarútvegsráðuneytið hafnaöi ósk um aukafjáiveitingu til kaupanna „Það er rétt að ósk Hafrannsókna- stofrmnarinnar um aukai]árveitingu til kaupa á flotbjörgunarbúningum fyrir áhafnir rannsóknaskipanna þriggja, var hafnað i sjávarútvegs- ráðuneytinu og sagt að það yrði að bíða næstu fjárlagagerðar. Við mun- um samt reyna að kaupa flotgallana ef hægt er að fá þá lánaða þar til fjár- veiting fæst,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinn- ar, í samtali við DV. Guðbjartur Gunnarsson. 1. stýri- maður á Arna Friðrikssyni. segir að ef einhver skip eigi að hafa þessa björgunarbúninga þá séu það rann- sóknaskipin, sem eru að störfum á hættulegustu hafsvæðum heims og oft á svæðum sem önnur skip fara ekki á. Sigurðuh P. Sigmundsson í sjávarút- vegsráðuneytinu sagði að talið hefði verið rétt að láta þetta bíða næsta fjár- lagaárs, þar sem erfitt sé að fá aukafj- árveitingar um þessar mundir. Sjávaiútvegsráðuneytið hefði því ekki talið rétt að setja þessa ósk inn á kvóta Nefndin sem unnið hefur að gerð málefnasamnings. j henni sitja Guðmundur Bjarnason, Jón Sigurðsson og Friðrik Sophusson. DV-mynd S Stefhuyfirlýsing mjög langt komin - segir Jón Sigurðsson alþingismaður „Það er engu lokið fyrr en öllu er lokið,“ sagði Jón Sigurðsson, fulltrúi Alþýðuflokks í nefnd þeirri sem vinnur að gerð málefnasamnings væntanlegr- ar ríkisstjómar flokkanna þriggja. Friðrik Sophusson er í nefndinni fyrir Sjálfstæðisflokk og Guðmundur Bjamason fyrir Framsóknarflokk. „Ymsir kaflar og, það sem kannski skiptir ekki síst máli, lýsing á stefnu nýrrar stjómar í meginatriðum, eru mjög langt komin,“ sagði Jón. Hann sagði ekki ljóst hversu ítarlegt þetta yrði. Hugsanlega yrði stutt stefhuyfirlýsing birt við myndun stjómarinnar en ítarlegri stefnuáætl- un kannski ekki fyrr en þingið kæmi saman. Það yrði þá viðurkenning á því að mörg mál þyrftu nánari athug- un. -KMU Hvalur fyrir 185 milljónir - af 45 milljarða útflutningi Hvalafurðir voru fluttar út á síð- asta ári fyrir 185 milljónir króna. Þá fengust 45 milljarðar króna fyrir allan útflutning okkar. Að sjúlfsögðu fáat einhverjar tekj- ur af aölu hvalafúrða innanlands en þær breyta þessu dæmi sáralítið. Hvalveiðar í vísindaskyni eru að sjálfsögðu amærri í sniðum en hinar reg’.ubundnu hvalveiðar voru. Vís- indaveiðamar eru um þriðjungur þess sem tíðkaðiat sfðustu árin áður en þær hófust. Tekjur af venjulegum veiðum hefðu þvi getað orðið um hálfúr milljarðitr á síðasta ári. -HERB Öxnadalur: Ekið á fiögur lömb „Vegagerðin ber salt á vegina og þess vegna sækja skepnumar svona í þá. Þetta er af efhaskorti, bærinn er það langt frá sjó að skepnumar þurfa á þessu að halda,“ sagði Ámi Gíslason, bóndi að Engimýri í Öxna- dal. Ámi sagði að í sumar væri búið að keyra á fjögur lömb frá sér og sagðist hann hafa heyrt um eitt til- felli af öðrum bæ. „Á undanfömum árum hefur alltaf verið eitthvað um að ekið væri á lömb, en nú hefur tilfellum fjölgað og svo hitt að nú hefúr enginn látið vita þegar þetta gerist. í þremur til- fellum af fjórum hafa lömbin verið dauð er ég hef fundið þau en í eitt skiptið var lambið illa fótbrotið og mikið sært innvortis. Það sást til eins ökumanns sem ók á lamb, sá dró varla úr ferðinni hvað þá að hann aðgætti hvemig útreið lambið hefði fengið við óhappið,“ sagði Ámi Gíslason á Engimýri. -sme ráðuneytisins um aukafjárveitingar. Ósk Hafrannsóknastofhunar var um að kaupa 60 flotbúninga en hver þeirra kostar um 17 þúsund krónur, þannig að hér er um rétt rúma eina milljón króna að ræða. Nú er verið að koma björgunarbúningum í öll íslensk fiski- skip og hefur Landssamband íslenskra útvegsmanna nýverið gengið frá kaup- um á miklu magni af björgunarbún- ingum fyrir fiskiskipaflotann og er það samdóma álit allra sem nálægt sjó- mennsku koma að þessir björgunar- búningar séu þörfustu björgunartækin um borð í skipunum ásamt gúmbjörg- unarbátunum. -S.dór Alexander hefur miklar efasemdir „Ég hef haft efasemdir um það. Mér finnst þetta aldrei hafa verið alvöruviðræður. Ég hef ekki verið sannfærður til þessa dags að þetta muni takast.“ Þetta sagði Alexander Stcfansson félagsmálaráðherra í gær þegar DV spmði hvort harrn teldi að ríkisstjóm Framsóknarflokks, Sjálfetæðis- flokks og Alþýðuflokks yrði mynd- uð. „Mér finnst að menn hafi ekki gengið í þetta af neinni alvöru. Mitt mat er að það sé ekki farið að taka á stóru málunum. Aukaatriði hafa orðið að aðalatriðum. Aðalatriðin sitja eftir. Áðalatriðið er að gera ráðstafanir til að ná valdi á efhahagsmálunum. Það er ekkert vafaatriði að það er of skammt gengið. Það er ekki geng- ið nógu ákveðið til að ná valdi á efnahagsmáluniun. Ég er á móti smáskammtalækning- um í upphafi kjörtímabils. Aðalatrið- ið er að taka þegar í upphafi ákvörðun um stóraðgerðir sem menn hafa trú á að komi að notum.“ - Þú ert sem sagt ekki hrifinn af því að Framsóknarflokkur gangi inn í þessa ríkisstjóm eins og staðan er í dag? „Nei. Ég get ekki sagt það.“ Alexander kvaðst telja það heppi- legasta kostinn, ef þessi ríkisstjóm yrði mynduð, að Framsóknarflokk- urinn færi með forystu. Ekki ætti að koma til greina að Jón Baldvin yrði forsætisráðherra. Kvaðst Alex- ander taka undir þá skoðun með Þorsteini Pálssyni að hann ætti ekki að gera kröfú til forsætisráðuneytis- ins. -KMU Tékkamisferii með C-gíró: Sveik út 8 til 9 milljónir kióna Velta mannsins, sem nýlega var handtekinn vegna misnotkunar á C- gírókerfi Pósts og síma, skiptir mörgum milljónum króna og er hann talinn hafa komist yfir á milli 8 og 9 milljónir með þessum hætti, sam- kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Maðurinn var handtekinn nýlega vegna kæru Pósts og síma á hendur honum og sat hann í gæsluvarðhaldi um hríð. Honum hefúr nú verið sleppt. Hefúr Póstur og sími krafið manninn um 8-9 milljónir króna sem er áætlað tap stofhunarinnar af þessum „við- skiptum", en það er sú upphæð sem innstæða var ekki fyrir á tékkareikn- ingi mannsins. Af því má draga þá ályktun að heildarveltan hafi numið milljónatugum. Maðurinn rak fyrirtæki í Kópavogi og hafði þann háttinn á að hann lagði fé í gegnum C-gíró inn á bankareikn- ing sinn með ávísun af reikningi sínum í öðrum banka. Gerðist þetta á milli klukkan 16 og 17 á daginn þegar búið var að loka bönkum, þannig að ekki var hægt að kanna hvort innstæða væri fyrir tékkunum. Síðan millifærði maðurinn upphæðimar af banka- reikningi sínum. -ój Óvæntur viðburður eftir ársfundinn: Hvalveiðiþjóðirnar á óvæntum fundi Mikið fjaðrafok varð eftir ársfúnd Alþjóða hvalveiðiráðsins í Boume- mouth í gær þegar fulltrúar nokkurra hvalveiðiþjóðanna skutu á óvæntum fundi. Þar ræddu þeir afstöðu sína til úrsagnar úr ráðinu. Þar með er ljóst að framtíð Alþjóða hvalveiðiráðsins er mjög óviss eftir ársfundinn. Það vom fulltrúar íslands, Noregs, Færeyja og Grænlands sem sátu skyndifúndinn. Sendinefhdir annarra hvalveiðiþjóða, sem setið höföu árs- fundinn, urðu að hverfa frá Boume- mouth áður en til skyndifúndarins kom. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að stormasamt var á ársfúndin- um og langt í frá að menn hafi skilið sáttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.