Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. JUNI 1987. Fréttir Snæfellsnes: Fiskkaupendur hækka fiskverð um 10% Fiskkaupendur á Snæfellsnesi hafa hækkað fiskverð um 10% sem er það sama og,fiskkaupendur á Vestíjörðum hafa ákveðið. Trillukarlar, sem tíð- indamaður DV ræddi við í Ólafsvík og á Rifi, sögðust vera sæmilega án- ægðir með verðið og sögðu að það myndi koma ofan á þá yfirborgun sem verið hefur á fiskinum frá Verðlagsr- áðsverðinu. Á Vestfjörðum hefur ekki verið um jafn miklar yfirborganir að ræða og víðast annars staðar. Svo virðist sem fiskverkendur, sem líka eiga skipin, ætli að halda sig al- mennt við 10% hækkun á fiskverði sem er nálægt því sama hækkun og fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna lögðu til í Verðlagsráði áður en ákveð- ið var að gefa fiskverðið frjálst. Margir fiskkaupendur, og raunar útgerðarmenn og sjómenn h'ka, bíða spenntir eftir því hver þróunin verðui- á fiskmörkuðunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Talið er víst að ef fiskverð á mörkuðunum verður að ráði hærra en sem nemur 10% hækkuninni, sem nú hefur verið ákveðin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum, muni það leiða til fiskverðshækkunar annars staðar líka. Það verður þó ekki fyrr en með haustinu sem marktæk reynsla verður komin á fiskmarkaðina hvað fiskverð- ið varðar. -S.dór Kvikmyndafélagið Oðinn: Eignimar seldar fyrir 20 þúsund „Jú, eignir kvikmyndafélagsins Óð- ins voru boðnar upp i morgun. Það var sýningarréttur og einstakar filmur af myndunum Atómstöðinni og Punkt- ur punktur komma strik,“ sagði Ömólfur Árnason, einn af eigendum kvikmyndafélagsins. Ömólfur sagði að Þorsteinn Jóns- son, leikstjóri myndanna, hefði keypt eignimar og hefði kaupverðið verið 20.000 krónur. „Rétturinn er þó tak- markaður því ósamið er um höfundar- réttinn," sagði Örnólfur og bætti því við að hann væri persónuleg eign Öll hótel fullbókuð Dagana .19. til 23. september i haust verður mikill fjöldi erlendra gesta hér á landi vegna fyrirhugaðrar sjávarút- vegssýningar og því mikið að gera á hótelunum. Ferðaskrifstofan Úrval sér um að skipuleggja gistinguna. Að sögn Knúts Óskarssonar, forstjóra Úrvals, þá hefiir nú þegar verið pantað allt það hótelrými sem hægt var að fá í Reykjavík og að auki er búið að full- bóka á Hótel Örk, Hótel Þóristúni á Selfossi og Hótel Selfoss. Byrjað er að taka pantanir á Hótel í Keflavík, í Borgamesi, á Hellu og á Hvolsvelli. Einnig er búið að bóka gistingu fyrir fimmtíu manns á einkaheimilum í Reykjavík. Knútur sagði að þeir réðu yfir sjötíu rúmum til viðbótar á einka- heimilum í Reykjavík. Vikuna 13. til 19. september verður haldin í Reykjavík alþjóðleg bókahá- tíð. Það er Norræna húsið sem stendur fyrir hátíðinni. Ingibjörg Bjömsdóttir hjá Norræna húsinu sagði við DV að þau væm búin að tryggja gestum sín- um hótelrúm að tveimur síðustu dögunum undanskildum. Ingibjörg bjóst ekki við að þau lentu í vandræð- um vegna þessa. Því yrði bjargað með gistingu í heimahúsum. Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði að eftir að sjávarút- vegssýningunni lyki væri ekki útlit fyrir að mikið yrði að gera. Það væri lítið bókað eftir þann tíma. Innbrot á spítala- skrifstofur Brotist var inn á skrifstofu ríkisspít- alanna í fyrrinótt. Það var klukkan hálf sjö í gærmorgun sem menn urðu innbrotisins varir. Ekki er enn vitað hverju var stolið en nokkrar skemmd- ir voru unnar. Þjófamir hafa enn ekki fúndist en málið er í rannsókn. þeirra er firamleitt hefðu myndina en tilheyrði ekki kvikmyndafélaginu Óðni. „Við erum §órir eigendur félagsins, hver um sig á 25%. Það em Jón Ragn- arsson, Þorsteinn Jónsson, Þórhallur Sigurðsson og ég. Hver okkar ber ábyrgð á V* af skuldum félagsins með persónulegum eignum sínum en það munu vera um 19 milljónir sem skipt- ast á milli okkar fjögurra,“ sagði Ömólfur Ámason og bætti því við að kvikmyndaiðnaðurinn væri langt í frá dans á rósum. -JFJ Ekki voru margir viðstaddir uppboðið í gær. DV-mynd S BASE kr. 1.010.000 PIONEER kr. 1.108.000 CHIEF kr. 1.160.000 LAREDO kr. 1.245.000 i5 SffiKIB Lúxus útgáfa - WAGONEER LIMITED Verð kr. 1.635.000,- Bíll þar sem fara saman gæði og glæsilegt útlit. ATH. Þegar að endurnýjun kemur trygglr bíll innfluttur af AGLI mun betri endursölu. Stuttur afgreiðslufrestur. s EGILL VILHJALMSSON HF. umboóið Smiðjuvegi 4, Kóp., s. 7 72 00 - 7 72 02. ■sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.