Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Rustjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Braggablús í Tjörninni Braggarnir tveir, sem borgarstjórnin ætlar að reisa í Tjörninni og kallar ráðhús, eru tiltölulega látlausir og skemmtilegir. Beztir eru þeir þó fyrir að bera engan veginn utan á sér, að þeir séu veizlu- og monthús. Þeir eru ekki þrúgaðir af þykjustuleik hefðarinnar. Merkilegt er, hversu illa fjölmiðlar hafa sinnt úrslit- um verðlaunasamkeppninnar um ráðhús í Tjörninni. Yfirleitt hafa þeir aðeins sýnt almenningi, hvernig braggarnir tveir munu líta út í augum flugmanna, sem eru búnir að hefja sig á loft eftir 02 flugbrautinni. Aðeins hér í DV hafa verið birtar myndir, sem sýna, hvernig ráðhúsið blasir við vegfarendum um Tjarnar- götu, Vonarstræti og Fríkirkjuveg. Þær sýna, að fleira er við ráðhúsið en braggaþakið eitt. Þær sýna tiltölu- lega hógvært og létt hús, sem fellur að umhverfinu. Ekki er allt gott við þetta ráðhús. í fyrsta lagi er það síður en svo fallegra en húsið, sem stendur fyrir á lóð- inni. Er því enn einu sinni ástæða til að ítreka spurning- una um, hvenær borgarstjórn hyggist láta af niðurrifi gamalla og fagurra húsa til að rýma fyrir öðrum lakari. Áður hefur hér í blaðinu verið bent á, að umhverfis- stefna borgarstjórnar er mjög neikvæð gagnvart gamla miðbænum í Kvosinni. Þar er ráðgert að láta sögulega fræg hús víkja fyrir hollenzkum síkishúsum, sem raðað er upp, svo að þau myndi mannfjandsamlegar stormgjár. I öðru lagi verða hinir fyrirhuguðu ráðhúsbraggar byggðir langt út í Tjörnina, því að núverandi lóð er ekki nógu stór. Þar með skerðist Tjörnin. Það er skað- leg iðja, ekki sízt, ef hún er skoðuð í samhengi við áform um að breikka Fríkirkjuveginn út í Tjörnina. Ætlunin er að bæta skerðingu Tjarnarinnar með smátjörn að ráðhúsbaki við hornið á Tjarnargötu og Vonarstræti. Það er út af fyrir sig fallega hugsuð tjörn, eins konar lón úr Tjörninni með ós milli bragganna, en bætir þó ekki upp skerðingu stóru Tjarnarinnar. í þriðja lagi virðast braggarnir fyrirhuguðu ekki vera svo einstakir, frábærir eða merkilegir, að þeir megni að eyða efasemdum um, að rétt eða þarft sé að hola ráðhúsi niður í Tjörnina. Margoft hefur verið bent á betra svigrúm til ráðhúss annars staðar í borginni. Miklu ódýrara væri til dæmis fyrir borgina að kaupa Landsbókasafnið, þegar það flyzt í Þjóðarbókhlöðuna. Það er fallegra hús og hentar vel til veizluhalda. Og svo má ekki gleyma, að borgin á fyrir eins konar veizlu- ráðhús í Höfða og að Kjarvalsstöðum. Þarf hið þriðja? í fjórða lagi stríðir ráðhúsið gegn því, sem ætti að vera grundvallarlögmál borgarskipulags, að nýja mið- bæi skuli ekki byggja ofan í gamla. Um allan heim er algilt, að heppilegast og fegurst hefur reynzt að leyfa gömlu miðbæjunum að halda sér, þótt fátæklegir séu. Öll stefna borgarstjórnar um fjögurra hæða síkishús í miðbænum er gegnsýrð af minnimáttarkennd hinna nýríku menningarleysingja, sem ímynda sér, að gamlir timburskúrar, eins og þeir í Bakarabrekkunni, séu eins konar fátæktarmerki, er stingi í stúf við nútímann. Þrátt fyrir þessa fjórþættu gagnrýni felst í fyrir- huguðu ráðhúsbröggunum tveim í Tjörninni mun skárri misþyrming á Kvosinni en í hinum hræðilega alþingis- kassa, er nú á að fullhanna fyrir nokkrar milljónir króna, sem sljóir þingmenn veittu í vetur sem leið. Bezt væri að losna við byggingu ráðhússins. En þol- anlegt væri að skipta á því og alþingiskassanum fyrir- hugaða. Margt mætti þola til að fá hann úr sögunni. Jónas Kristjánsson Leiðir alþjóðlegt samstarf til ósjálf- stæðis í hugsun? Það fer ekki frarn hjá neinum, sem hefur rýnt í sína eigin þjóð og kynnst öðrum þjóðum að einhverju eða miklu leyti, að alþjóðlegt samstarf á hinum ýmsu sviðum hefur ekki að- eins slævt þjóðarvitund manna, heldur hefur það líka vakið nýja tegund af minnimáttarkennd hjá al- menningi og jafnvel ruglað hann svo að hann veit ekki almennilega hvar hann stendur. Menn þekkja ekki lengur stöðu sína sem einstaklingar. Menn vita ekki hvaða hlutverki þeir gegna inn- an heildarinnar. Menn vita ekki hver staða þeirra er í lífinu, and- spænis eilífðinni, trúnni og dauðan- um. Og enn síður veit almenningur hvaða hlutverki hann gegnir i stjómmálum. Það eina sem almenningur veit er að hann er ekki sjálfráður. Það stafar ekki af því að hann er, eins og forðum, í almáttugri hendi guðs sem öllu stjómar, heldur skynjar hann óljóst að honum sé stjómað, ekki af afli innan takmarka ættlands síns, heldur af einhveijum stofnun- um á erlendri grund, stofnunum sem heita kannski ekki neitt sérstakt en auðkennast af skammstöfunum: OECD, EBE, SÞ, NATO. Alþjóðahyggjan, sem var boðuð forðum eins og afl sem sameinaði þjóðir, hefur sundrað hugsun manna, svo þeir hafa misst áttir, þótt hún hafi sameinað þær, en að- eins á einu sviði: efiiahagssviðinu. Og það hefur leitt til þess að almenn- ingur heldur að í rauninni hafi þjóð hans glatað efnahagslegu sjálfstæði. Öllu er stjómað frá hinum dularfullu skammstöfunum. Og það gerir fólk ábyrgðarlaust. Þótt ísland sé ekki enn sem komið er að öllu leyti undir ofurvaldi hinna ýmsu skammstafana, þá gætir hér sama öngþveitis í hugsun hjá al- menningi og í löndum Vestur-Evr- ópu. Og þetta nær meira til stjómmálamanna, kannski vegna þess að þeir em í nánari tengslum við andrúmsloft skammstafananna, eða hafa orðið fyrir geislavirkni þeirra. Gleggst kemur þetta fram í vissri bölsýni hvað varðar sjálfstæði Guðbergur Bergsson þjóðarinnar og eigið ákvörðunar- vald. Þeir trúa því ekki lengur að þeir ráði málum sínum sjálfir. Og það er einhver hin versta uppgjöf stjómmálamannsins. Ef hann trúir ekki því að hann ráði málum sem þjóðin hefúr gefið honum umboð til að ráða, bæði í stríði og friði, þá hefúr hann gefist upp gagnvart hlut- verki sínu. Þetta hefur komið glöggt fram síð- ustu vikumar þegar forsætisráð- herra „gerðist svo djarfur" að lýsa þvi yfir að ísland yrði kjamorku- vopnalaust land, bæði í stríði og friði. Margir stjómmálamenn lýstu þá yfir bölsýni sinni - sem er afar ríkj- andi líka hjá almenningi - þeirri að „við yrðum ekki spurð ráða ef til styrjaldar drægi“. Slíkar yfirlýsingar tel ég bera vott um pólitíska uppgjöf. Sérhver þjóð ræður málum sínum, bæði í stríði og friði, nema á hana sé ráðist. Það athyglisverða í málinu er að uppgjafarmennimir halda í rauninni ekki að á þjóðina verði ráðist af óvini sem flytur þá með sér kjam- orkuvorpn, hvort sem okkur líkar betur eða verr, heldur skeyti vina- þjóðimar ekkert um vilja okkar, þær hljóti að fara sínu fram. Og þær hljóta að hafa betra vit á því hvað okkur er fyrir bestu en til að mynda við sjálf. Slíkur er uppgjafartónninn í lýðveldinu. Það langathyglisverðasta er að smáþjóðir í austri og vestri em þjak- aðar af sömu skoðun: algem varnar- leysi gagnvart alþjóðahyggju stórveldanna, alþjóðahyggju sem hefur breyst í nýja nýlendustefnu. Ýmsir gætu haldið að skoðanir stjómmálamanna beri vott um að þeir séu raunsæir, sem kann vel að vera að einhveiju leyti, en þeir ganga klofnir til leiks með vantrú á sig. Það gildir jafnt um stjómmál og önnur mannanna verk: sá sem flakar fisk verður að trúa að hann ráði við það, hvað sem verkstjórinn tautar og raular. I kjölfar velmegunarinnar fer nú um hinn vestræna heim ný tegund af djúpstæðri bölsýni. Fólk er lang- skólagengið, en það ræður ekki við gróna menntun. Langskólagengin vitleysa hefur því náð tangarhaldi á hugsun og verki mannsins. Maður- inn heldur að hann ráði sér ekki sjálfúr. í rauninni veit hann fátt annað lengur. í sannleiksleit vísind- anna hefur mannvitinu tekist að falsa næstum allt, jafnvel kjama mannsins, sköpunarverkið, erfða- frumumar, án þess að nokkuð bendi til þess að svar fáist við því hvað lífið er í raun og vem. Trúarbrögðin geta litla huggun veitt, þau em öll- um stundum að reisa hinar ytri kirkjur, til að halda þar tónleika, leiki og messur, en hafa gleymt manninum sem er kirkja guðs með messugerð lífsins, og Marxisminn og Auðvaldið bjóða bæði aðeins upp á það sama: ytri kirkju - von um hag- vöxt sem kemur samt að engu gagni. Og þá er opin leið til hins lang- skólagengna (en ekki menntaða) einræðis þar sem uppfrædd vitleysa situr að völdum. Alþjóðahyggjan, sem átti að sameina þjóðirnar, hefur sundrað hugsun manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.