Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 36
F R TTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. - AaágSýsÍrigar * Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ■ *** MHk ■ ■ ■ m Jon Baldvin og Steingrímur bítast um forsætið Skiptíng ráðuneyta og málefna- samningur voru aðalumræðuefiii Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gær. Jón Bald- vin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson ræddu í gærmorgun um það hvor ætti að fá forsætisráðu- neytið. Hvorugur gaf eftir. Eftir þíðu í fyrradag var hljóðið heldur þyngra í forystumönnum í gær. Sú skoðun virðist þó vera al- menn að úr þessu verði ríkisstjóm. Helstu efasemdimar eru hjá fram- sóknarmönnum þótt áhugi þeirra hafi aukist við að formaður þeirra virðist eiga mikinn möguleika á for- sætinu. Sjálfstæðisflokkur gerir kröfu um að fá fjármálaráðuneyti og við- skiptaráðuneyti í staðinn fyrír að falla frá tilkalh til forsætisráðuneyt- is. Þetta útspil kom aiþýðuflokks- mönnum og reyndar einnig framsóknarmönnum í opna skjöldu. Þeir svöruðu með því að setja fram þá skoðun að ráðuneytin, sem helst snertu efrtahagsmál og fjármál, for- sætis-, viðskipta- og fjármálaráðu- neyti, ættu að fara hvert á sinn flokkinn. Ljóst er að sá minni flokkanna, sem fengi forsætisráðuneytið, yrði að sætta sig við aðeins tvö önnur ráðuneyti með. Sjálfstæðisflokkur fengi hins vegar fimm ráðuneyti ef Þorsteinn verður ekki í forsæti, sem þó er alls ekki útilokað. Af öðrum ráðuneytum er helst búist við að sjávarútvegsráðuneytið verði bitbein. Framsóknarflokkur gerir sérstaka kröfú til þess. Hinir flokkamir gimast það einnig. Taflið um forsætisráðherrann mun líklega verða til að draga úr vinnu við afgreiðslu annarra mála. Lausir endar em enn í húsnæðismálum, landbúnaðarmálum og sjávarút- vegsmálum. Ekki er gert ráð fyrir sameiginleg- um fiindi flokkanna þriggja fyrr en Jón Baldvin og Steingrímur hafa gert upp hvort annar þeirra tekur forsætisráðuneytið. Síðdegis á morg- un hittast þingflokkar Sjálfetæðis- flokks og FVamsóknarflokks. -KMU/ES Midstjórnarfundurinn: Átökin haSda áfram í Alþýðubandalaginu Um þessar mundir verður vart þverfótað fyrir erlendum ferðamönnum í borginni og því algengt að sjá mann sem rýnir í kort og spyr til veg- ar. Leifur heppni Eiriksson getur vonandi verið einhverjum til viðmiðunar og aðstoðar eins og þessum ferðalangi. DV-mynd GVA - skýrslurnar breyta engu vonm reKin i mnn Þeir miðstjómarmenn Alþýðu- bandalagsins, sem DV hefur rætt við, eru á þvi að skýrslumar, sem sex- menningamir hafa samið um ástæður kosningaósigurs flokksins í vor, muni engu breyta um ástandið í flokknum. Valdabarátta einstaklinga og hópa iiman flokksins muni halda áfram í það minnsta fram að landsfundi í haust, hvað sem þar kunni síðan að gerast. „Ég hef ekki trú á því að pappíram- ir leysi vanda flokksins enda segja EINANGRUNAR GLER LOKI Skyldi Ólafur Ragnar vera búinn að af-skrifa Svavar? þessar skýrslur mér ekkert nýtt ,“ sagði Svavar Gestsson, formaður flokksins, í samtali við DV rétt áður en miðstjómarfúndurinn hófst í gær. Hann vildi ekki skýra frá því hvort hann gæfi kost á sér áfram sem form- aður á landsfúndinum í haust eða hvort hann ætlaði að hætta, sagði það ekki tímabært. Margir miðstjómarmenn flokksins halda því fram að nú sé svo komið að stefni í einvígi milli Svavars Gestsson- ar og Ólafs Ragnars Grímssonar um formannssætið á landsfundinum í haust. Hvomgur sé tilbúinn til að gefa þar eftir, nema báðir dragi sig i hlé og málamiðlunarformaður verði fund- inn. Ragnar Amalds hefur verið nefridur í því sambandi en mun vera tregur til að' gefa kost á sér. Yfirlýsing Svavars Gestssonar, form- anns Alþýðubandalagsins, sem fram kemur í skýrslu hans, að allir sem merktir em af innanflokksátökum síð- ustu ára eigi að skipta um vettvang og að líta beri svo á að öll sæti trúnað- armanna séu opin, mun að sögn kunnugra engu breyta um innan- flokksátökin. Þau muni halda áfram. -S.dór Vonin ST 6, sextíu tonna rækju- bátur, var rekin til heimahafiiar á Hólmavík í gær. Ástæða þess var sú að engirrn réttindamaður var um borð í bótnum. Báturinn var á veið- um í Reykjafjarðarál og vom þrír menn um borð. Allir vom þeir rétt- indalausir, þ.e. enginn með skip- stjómarréttindi eða vélstjórapróf. Enginn áhafnarmeðlima hafði und- anþágu. Að sögn starfemanns hjá Land- helgisgæslunni hefúr orðið breyting til batnaðar í þessu málum. 1 fyrra var mikið um að reka þyrfti báta í land þar sem ekki vom um borð rétt- indamenn. Nú heyrir það hins vegar til undantekninga. Mál áhafriarinnar á Voninni verð- ur nú sent sýslumanni Strandasýslu. -sme Veðrið á sunnudag og mánudag: Óbreytt helgarveður Hæg austlæg átt eða breytileg átt, súld við suðurströndina. Skúrir síðdegis á Suðvesturlandi - annars þurrt. Hiti 8-15 stig. Þessi spá gildir fyrir báða dagana þannig að sólböð verða að bíða um sinn. i i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.