Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Ógleymanleg ferð í Elliðaey ■ —---— Myndir og texti: Omar Garðarsson Eitthvað hafa allir staðir til síns ágætis sem gerir það að verkum að þar vill fólk búa. Hægt er að stunda hesta- mennsku á einum stað á meðan þeir sem áhuga hafa geta stund- að trillumennsku eða annað tengt sjó, nú eða annarri úti- veru. I Vestmannaeyjum er lítið um hesta og reyndar lítið land- rými til útreiða. Þess í stað stunda margir Eyjamenn úteyjalíf og klifur í klettum. Hér verður sagt frá ferð í Ell- iðaey og minnst aðeins á úteyjarlífið sem verður að telj- ast mjög sérstætt og einkenn- andi fyrir Vestmannaeyjar og kemur í stað hestamennsku og annars sports sem stundað er á fastalandinu. Á sjálfan þjóðhátíðardaginn átti ég kost á því að fara skot- túr í Elliðaey sem er ein af stærstu eyjum Vestmannaeyja. Farið var á trillunni Lubbu undir öruggri stjórn Ólafs Jóns- sonar kapteins, enda ekki vanþörf á því farmurinn var dýrmætur, nokkrar eiginkonur og börn Elliðaeyinga sem voru úti í eyju við húsbyggingu. Framkvæmdir við húsið voru á lokastigi og var ætlunin að vígjaþaðfljótlega. Veður þennan dag var eins og best verður á kosið, glamp- andi sól, stilla og sjórinn eins og heiðartjörn. Var ógleyman- legt að fylgjast með flugi bjargfuglsins sem naut veðurs- ins ekki síður en við mannanna börn. Elliðaey liggur austan Heimaeyjar í um 3ja mílna fjar- lægð og naut fólk ferðarinnar sem tók um 20 mínútur. Heimurút affyrirsig Land var tekið austan í eyj- unni þar sem er stórkostlegt bátalægi frá náttúrunnar hendi. I því miðju er hringlaga klettur sem myndar eins konar hringtorg. Landtaka gekk greiðlega, enda voru karlar mættir til að taka á móti hópn- Búrið heitir kletturinn sem þarna rís úr sjó. Nokkur börn sem voru með i ferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.