Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. 13 Spurnmgaleikur Þorgeir Ibsen - Hve mörg tonn af neftóbaki komast á vörubil? Björn Ingólfsson - Baker Street? Þetta á maður að vita! DV-mynd JGH Hvað tekur landinn Við höfðum haft af því spurnir að Þorgeir Ibsen, fyrrverandi skólastjóri Barnaskóla Hafnar- fjarðar, væri hiklaust í hópi fróðari manna - og þóttumst því heppnir, spyrjendur, þegar hann gaf á sér kost. I byrjun þessa spurningaleiks dróst nafn Þorgeirs á móti Haf- steini Stefánssyni, skólameistara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þegar svo Hafsteinn slapp úr leikn- um sökum ferðalags fundum við í staðinn glúrinn Norðlending á móti Þorgeiri. Sá heitir Björn In- gólfsson og er skólastjóri Barna- skólans á Grenivík. Grenivík er í S-Þingeyjarsýslu, austan megin við Eyjafjörð, lítil höfn og þó ekki svo lítil, sé miðað við stærð þorpsins og aðra útgerð- arstaði í landsfjórðungnum. En Grenivík hefur löngum verið í friði fyrir heimsins glaumi og Birni skólastjóra án efa gefist næði til að glugga í eitthvert les af og til. Það er líka engu líkara, ef við at- hugum frammistöðu hans hér í dag. Hvar átti Sherlock Holmes heima? Það skal viðurkennt að sumar þeirra spurninga sem við leggjum fyrir skólameistarana eru allt að því ómögulegar. Þorgeir Ibsen sagði að það væri frægt að tveir bjánar gætu spurt þannig að tíu vitringar stæðu á gati. En benti jafnframt á að meðalútkoma þeirra skólameistara, sem hingað til hafa reynt að svara spurningum Baldurs Símonarsonar og Gunnars Gunn- arssonar, er svona ámóta og á samræmdu prófunum í grunnskól- um landsins. Spurningarnar í dag eru á svip- uðum nótum og undanfarnar helgar. Hvers konar límheili getur til dæmis munað upp á hár hvar þeir Holmes og dr. Watson bjuggu í Lundúnum á síðustu öld? Og það er hægt að blekkja mætustu Hafnfirðinga með því að spyrja um Álftaneshrepp! En lítum nú á spurningarnar: 1) Hver núverandi þingmanna hefur setið lengst á Álþingi sem aðalmaður? Báðir höfðu þetta rétt. Margir velta þingmönnum og þingsetuferli nokkuð fyrir sér og rifja upp við kosningar. Bæði Björn og Þorgeir þurftu að dvelja um stund við hug- arreikning, setja úrslit kosninga í ýmsum kjördæmum upp í einhvers konar þríliðu og margfalda svo með ríkisstjórnum - og fengu rétta út- komu. 2. Hvað eru margar rendur í bandaríska fánanum? Þessi spurning stóð í Birni - en svo tókst honum að rifja fána- skömmina upp fyrir sér og giskaði - næstum rétt; og næstum rétt gild- ir ekki hjá dómaranum Baldri Símonarsyni. Þorgeir rifjaði upp námsdvöl sína í Bandaríkjunum og mundi það úr fræðum þeim sem hann fyrrum las hvers vegna fáninn lítur út eins og hann lítur út og svaraði rétt. 3) Númer hvað við Baker Street í London bjuggu þeir Sherlock Holmes og dr. Watson? Eins og áður sagði: þetta er spurning fyrir límheila. Og þeir le- senda sem ekki muna svarið verða að snúa blaðinu á hvolf. Þar er rétt götunúmer svart á hvítu. Björn og Þorgeir skiluðu auðu. 4) í hvaða landi drekka menn Grappa? Grappa er áfengur drykkur. Og trúlega eru skólastjórar almennt hófsmenn á vín. Að minnsta kosti tókst þeim félögum hvorugum að svara þessu rétt. 5) Hvað heitir borgarstjórinn í Carmel í Kalifomíu, USA? Okkar menn lesa blöð, hafa lengi lesið blöð og það sem meira er: þeir muna hvað í þeim stendur. Báðir með rétt. 6) Hvað nefna spönskumælandi menn Falklandseyjar? Björn hafði það á hreinu. En Þorgeiri vafðist tunga um tönn, enda stirður í spænsku. Staðan 3:3. 7) Nefnið tvo íslenska knatt- spyrnumenn sem hafa verið atvinnumenn í Frakklandi. Óneitanlega uppsláttarspurning. eins og skólamenn segja. Og báðir fengu stig. Staðan enn jöfn, 4:4. 8) Hvaða rithöfundur tók sér höf- undarnafnið Þórir Bergsson? Svona löguðu geta nú allir skóla- stjórar svarað. ekki trúum við öðru. 9) í hvaða sýslu er Álftaneshrepp- ur? Það má náttúrlega öllum gera að rugla þá í ríminu. En Álftanes- hreppur er ekki neinn Bessastaða- hreppur - þótt Bessastaðahreppur sé á Álftanesi. Hvorugur fékk stig. staðan enn 5:5. 10) Neftóbaksnotkun íslendinga á síðastliðnu ári var: a) 5 tonn b) 12 tonn c) 140 tonn d) 1600 tonn. Neftóbak er víðs fjarri hugar- heimi Björns Ingólfssonar. Þótt einhvern tíma hafi hann eflaust prófað löstinn. Þorgeir Ibsen revndi að ímvnda sér hver fvrirferð væri i fimm tonnum og svo tólf tonnum. Og þegar hann þóttist viss um að tólf tonn kæmust trúlega á stóran vörubíl. giskaði hann - rétt. Og sigraði því naumlega með 6:5. Við hlökkum.til að sjá hann í undanúrslitum i næsta mánuði. ■q (oi •njsASBjýi^ (6 'UOSSUOf* UUI3}SJO(J (8 'UOS.tBp.IOcJ .mjiax go uosspunuiQnQ juaqiy (j, •SBUIAIBDI (9 •pooAvjsBg juijd (e •niiBJi y (f 'aiöé (e '£I (Z •uasaiqjBj^ SBiqnBjv (j :joA.g mörg tonn í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.