Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. 15 um. Nokkuð er sleipt á steðjan- um þar sem farið er í land, en að öðru leyti er greið leið upp á eyjuna. Bátarnir eru látnir liggja úti á læginu meðan dval- ið er i eynni. Undirlendi er talsvert og á einum fallegasta stað á eynni er risið hús eitt mikið og verða þar öll hugsan- leg nútímaþægindi og stendur til að vígja það á morgun, sunnudag. Verður sérstaklega boðið til stórrar veislu þann dag. Að fara í úteyjar er stór þátt- ur í lífi margra Vestmannaey- inga, en myndað er félag um veiðiskapinn og allt sem honum viðvíkur. Farið er í egg á vorin og í lundaveiði seinni hluta sumars. Tekjur af þessum veiði- skap fara í reksturinn þannig að ekki er um hagnað að ræða. Það er af sem áður var þegar menn fóru þetta af nauðsyn, því úteyjar voru meðal helstu hlunninda Eyjamanna fyrr á árum. I dag er þetta frekar sport þar sem menn komast frá hinu dag- lega amstri og margir úteyingar segja að ein vika í úteyjum sé á við margar vikur á sólar- strönd, og sín á milli kalla Elliðaeyingar sína eyju Maj- orku norðursins og sennilega eiga þeir sem stunda hinar eyj- arnar álíka líkingar yfir sína sælustaði, en góðlátlegur rígur er á milli eyjanna. Að vera í úteyjum er eitthvað sem menn treysta sér ekki til að lýsa. Þráðurinn við umheiminn er Heimaey séð frá Elliðaey. I Háubælum slitinn, þar er síminn ekki að angra menn. ekkert sjónvarp. Sofið þegar menn syfjar og borðað þegar maginn kallar. Eldri menn verða ungir í annað sinn og þeir sem teljast á besta aldri ganga nánast í barndóm. Stress er óþekkt. tímaleysið al- gjört og enn hefur konum ekki tekist að gera innrás í þetta karlaveldi. Þærfá jú að koma í heimsókn, en þar við situr. og var aðdáunarvert að fylgjast með stimamýkt karlanna þegar þeir voru að láta konur sínar vita að nú væri kominn tími til fyrir þær að fara heim og huga að búum sínurn. Undur við hvert fótmál Gönguferð um Elliðaey er ógleymanleg og eitthvað að skoða við nánast hvert fótmál. en hápunktur þessarar ferðar var að koma í Háubæli. sem eru suðvestan í evjunni. Þetta er bjarg. nokkra tuga metra hátt. sem slútir mikið fram. og er farið í þau eftir einstigi efst í bjarginu. Þarna gaf að líta fleiri þúsund. já eða hundruð þúsunda svartfugla, sem hafa komið sér fyrir i bjarginu. Það var ægifög- ur sjón að virða fvrir sér fugl- inn. bjargið og sjóinn undir sem í sameiningu léku hljómkviðu sem ekki glevmist. Gengið var meðfram bjarg- brúninni þar sem lundinn naut góða veðursins og flaug hann ekki upp fyrr en við áttum fáa metra að honum og þá með greinilegri vanþóknun. því hvað vorum við að ryðjast inn í ríki hans? Staldrað var við í Elliðaey í fjóra tíma og mætti skrifa langt mál um dvölina. en þar sem orð þrýtur. verður myndin að taka við og læt ég nokkrar fylgja með. En eftir þessa ferð situr eftir skilningur á þeirri eftir- væntingu sem heltekur útev- inga þegar fer að vora. Það hlýtur að vera stórkostleg til- finninga að geta verið eins og kóngur í eigin ríki. þó ekki sé nerna nokkrar vikur á ári hverju. MH Nauðungaruppboð á fasteigninni Melgerði 19, þingl. eigendur Helgi Torfason og Ella B. Bjarna- dóttir, fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, þriðjud. 30. júni kl. 14.10. Uppboðsbeiðendur eru bæjarfógetinn í Kópavogi og Bæjarsjóður Kópavogs. Bæjarfógetinn i Kópavogi. MEIRI HÁTTAR SMÁ- AUGLÝSINGA- BLAÐ DV Nauðungaruppboð annað og siðara á fasteigninni Hafnarbraut 13-15, þingl. eigandi Skipafél. Víkur hf„ fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, þriðjud. 30. júní kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ólafsson hrl. og Gjaldskil sf. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og siðara á fasteigninni Holtagerði 8, neðri hæð, þingl. eigandi Jófríð- ur Valgarðsdóttir, fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 1. júli kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Kópavogs. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Auglýsingasíminn er 27022 Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Sæbólsbraut 38, þingl. eigandi Magnús Guðmundsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 1. júlí kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru bæjarfógetinn i Kópa- vogi, Veðdeild Landsbanka islands, Bæjarsjóður Kópavogs, Eggert B. Ólafsson hdl„ Ævar Guðmundsson hdl„ Friðjón Örn Friðjónsson hdl. og Sigurður Sigurjónsson hdl. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Melaheiði 17, þingl. eigandi Rafnar Karl Karls- son, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, miðvikud. 1. júli kl. 10.35. Uppboðsbeiðendur eru bæjarfógetinn i Kópavogi, Reynir Karlsson hdl. og Landsbanki islands. _______________________ Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað' og siðara á fasteigninni Smiðjuvegi 36, efri hæð, þingl. eigandi Páll Helgason, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, mið- vikud. 1. júlí kl. 10.40. Uppboðsbeiðendur eru Iðnlánasjóður og Bæjarsjóður Kópavogs. _________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Vallargerði 2, neðri hæð, þingl. eigandi Sveinn Sæmundsson, fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, miðvikud. 1. júli kl. 11.05. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarsjóður Kópavogs, Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki Islands hf. _________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Löngubrekku 10, þingl. eigendur Eysteinn Jónasson og Þóra L Karlsd., fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbreícku 10 í Kópavogi, miðvikud. 1. júlí kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka islands, Guðjón Armann Jónsson hdl., Bæjarsjóður Kópavogs og Landsbanki íslands. _________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.