Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Vísur Einhvern tímann mun ég hafa látið í ljós þá skoðun mina að Páll Ólafs- son, 1827-1905, hafi verið vanmetinn sem skáld. Lengst af hafa þeir sem skipa ljóða- og vísnasmiðum í ha- gyrðinga- og skáldaflokka valið honum gott sæti meðal hinna fyrr- nefndu en ekki talið hann til hinna andríku þjóðmæringa. Ég nefni hann LANASJOÐUR ISLENSKRA NAMSMANNA LAUGAVEGI 77-101 REYKJAVÍK SÍMI: (354-1) 25011 • ÍSLAND UMSÓKNIR UM NÁMSLÁN SKÓLAÁRIÐ 1987-1988 HVERJIR EIGA RÉTT Á NÁMSLÁIMUM? Nám á háskólastigi Lánað er til náms á háskólastigi og náms sem gerir sambærilegar kröfur til undirbún- ingsmenntunar og háskólanám. Háskóli íslands. Kennaraháskóli íslands. Tækniskóli íslands: tæknifræði- og heilbrigðisdeild. Bændaskólinn á Hvanneyri: búvísindadeild. Tónlistarskólinn í Reykjavík: kennara- og tónsmíðadeild. Nám í sérskólum. Lánað er til náms í sérskólum á íslandi sem skilgreint er af menntamálaráðherra í reglu- gerð. Nám í fjölbrautaskólum eða öðrum skólum sem útskrifa stúdenta er að jafnaði ekki lánshæft. Fiskvinnsluskólinn, 2. og 3. ár. Fósturskóli íslands. Iðnskólar: framhaldsdeildir. íþróttakennaraskóli islands. Myndlista- og handíðaskólinn. Leiklistarskóli íslands. Stýrimannaskólar. Tónlistarskólar: kennaradeildir Tónlistarskólans í Reykjavík og sambærilegt nám. Auk þess geta tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi skv. námsskrám menntamálaráðuneytis- ins fengið lán. Tækniskóli fslands: raungreinadeild og iðnbrautir. Vélskólar. Þroskaþjálfaskóli íslands. Annað sérnám. Heimilt er að veita lán til sérnáms, enda hafi námsmaður náð 20 ára aldri á því alman- aksári sem lán er veitt. Nám telst að jafnaði ekki sérnám þegar það er liður í stúdents- prófi. Dæmi um skóla þar sem stundað hefur verið lánshæft nám skv. þessari reglu: Bændaskólar: bændadeildir Fiskvinnsluskólinn 1. ár Garðyrkjuskóli ríkisins Hótel- og veitingaskóli Islands Iðnskólar: allt nema almennt nám og fornám Ljósmæðraskóli Islands Lyfjatæknaskóli íslands Meistaraskóli iðnaðarins Sjúkraliðaskólinn Tækniskóli íslands: tvær fyrstu annir frumgreinadeildar. Nám erlendis. Lánað er til háskólanáms erlendis, en þó gilda sérstakar reglur um lán fyrir skólagjöld- um til nemenda í fyrrihlutanámi. Heimilt er að veita lán til sérnáms erlendis verði hliðstætt nám ekki stundað á íslandi, enda sé um nægilega veigamikið nám að ræða að því er varðar eðli þess og uppbyggingu, námslengd og starfsréttindi. Umsóknarfrestur. Námsmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja um námsaðstoð að minnsta kosti tveim- ur mánuðum áður en nám hefst. Hver umsókn gildi', fyrir eitt námsár eða það sem eftir er af námsárinu þegar umsókn er lögð fram. Eigi er veitt aðstoð til framfærslu á tíma sem liðinn er þegar útfylltri umsókn er skilað. Námsmenn, sem hefja lánshæft nám í haust, eiga rétt á láni að loknu fyrsta misseri,, enda hafi þeir lagt inn umsóknina áður en nám hefst að hausti og skilað 75% af full- um námsafköstum á fyrsta misseri. Eftir 1. mars 1988 verður ekki tekið við umsóknum um almenn námslán vegna yfir- standandi námsárs. hiklaust meðal betri skálda. 1984 kom út á vegum Skuggsjár í Hafnarfirði tveggja binda útgáfa á ljóðum Páls, ekki þó heildarútgáfa. Um hana hefur séð, valið efni, ritað formála og skýringar Sigurborg Hilmarsdóttir. Þetta eru fallegar bækur en ekki dæmi ég þetta verk að öðru leyti. Útgáfusögu á ljóðum Páls frá aldamótum til okkar tíma læt ég líka án umfjöllunar að þessu sinni. Ég vel í þáttinn með mínum hætti. Það er ekkert venjulegt úrval. Enginn vísnaþáttamaður kemst hjá því að sækja í bækur Páls. Fyrir mér hefur hann verið nokkurs konar banki, þar sem ég veit að ég á vinum að mæta, og oft gripið til einnar og einnar stöku, stundum tveggja eða þriggja í einu. En nú ætla ég að ger- ast stórtækari. Grímur Thomsen var eitt af höfuð- skáldum landsins og samtímamaður Páls, umdeildur mjög á þeim dögum. Vel á við að minnast hans fyrst. Þegar mín er brostin brá, búið Grím að heygja, Þorsteinn líka fallinn frá ferhendurnar deyja. Þorsteinn Erlingsson á helming vísunnar en með honum og Páli var mikil vinátta. Mörgum þótti hér gæta óþarfa svartsýni og mótmæltu sumir. Hér kemur vísa til Þorsteins Erl- ingssonar. Þar þakkar Páll fyrir bréf: Feginn var ég frá þér þessum fáu línum. Bót við öllum meinum mínum mér finnst liggja í orðum þínum. Þetta er þríhenda hjá Páli. Þar verða línur of langar fyrir blaðadálk og þess vegna skipti ég oft fyrstu ljóðlínunni. Eins fer ég með vísu sem Páll sendi Jóni Ólafssyni bróður sín- um: Ég öfunda þig allra mest af íslenskunni. Um hana get ég sagt með sanni það svipar til þín engum manni. Það má sjá á þýðingum Jóns og blaðagreinum að hann hefur mjög vandað mál sitt en síðasta ljóðlínan mun nú samt vera oflof. Nokkuð ógætinn ræðumaður þótti Jón. Hann þótti í öruggara sæti á skáldabekk í samtíðinni en hálfbróðir hans. Nú er Jón í óþarflega miklum skugga. Skáldpresturinn Björn Halldórs- son í Laufási við Eyjafjörð var einn áf bestu vinum Páls. Milli þeirra fóru mörg bréf og vísur. Hann dó 1882. Páll orti: Dauðans gekkstu fótmál fljótt fyrr en nokkurn varði, hjá Svöfu og Laufey sætt og rótt sefur í Laufásgarði. Síðan hef ég saknað þín, sálin heitt þig tregar, svo einatt hafa augu mín ekki séð til vegar. Athafnamaðurinn mikli, Tryggvi Gunnarsson, útgerðarstjóri á Akur- eyri, bankastjóri í Reykjavík, prests- sonur frá Laufási, var líka góðvinur Páls. Sýnishorn af vísum til hans: Heilsan þrýtur, þar af flýtur aftur, að sitthvað bítur særða lund, sjaldan lít ég glaða stund. Ég er, Tryggvi, oft svo hryggur allan daginn, veit það guð, ég vildi feginn vera kominn hinum megin. Vísnaþáttur Kvíði ég fuglakvakinu þá kemur vorið. Nú er heilsa og fjörið farið, flöktir eins og ljós um skarið. Nóttin græðir margt sem mæðir mann á daginn, lífs ég þræði veikur veginn, verð því næði og svefni feginn. Þær vísur, sem til viðbótar koma, verða um höfundinn og kærustu einkamál hans. 19. mars 1897 yrkir hann: Fram á mína lífsins leið líta má ég hryggur. Héðan af verður hún ei greið hvernig sem hún liggur. Páll var prestssonur og giftist ung- ur merkiskonu sem þá var sæmilega efnuð ekkja í góðri byggð á Austurl- andi. En áður en hún var öll höfðu tekist ástir með skáldinu og annarri konu sem hann síðar giftist og átti með börn. Aðeins einn sonur komst til fullorðinsaldurs. Páll varð al- þingismaður og umboðsmaður konungsjarða. Hann dó fátækur í skjóli bróður síns í Reykjavík. Ragn- hildur kona hans lifði þar nokkru lengur. Enn frá 1897: Áður bar ég létta lund, lék við hvern minn fingur. Sjaldan glaða sé nú stund, sannur vesalingur. Varla hefur nokkurt íslenskt skáld ort fleiri né fallegri vísur um konu sína en Páll: Ég skal kveða um þig meðan augun kvika, enda hrýtur stöku staka stundum þó þau hætti að vaka. Helga skal ég hugsanirnar hverju sinni og hegðan mína úti og inni ævileið til gæfu þinni. Engin fegri finnst þér kona á fróni klaka né yndislegri, að ég vona, á að taka. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.