Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. 11 DV-mynd GVA AF kóngakyni Mitt í stjómarkreppunni hafa ráðamenn þjóðarinnar lagt lykkju á leið sína til að taka á móti sænsku konungshjónunum. Fylgdarlið kon- ungs, íslenskt sem erlent, hefur farið fríðri fylkingu frá einni veislunni til annarrar, flutt skálaræður til minnis yfir hvert öðru og talað ljúfinann- lega um skyldleika, vináttu og arfleifð feðranna. Allt er þetta huggulegt á yfirborðinu, enda kon- ungshjónin hið myndarlegasta par og ekki dregur Vigdís forseti vor úr glæsileikanum, enda framúrskar- andi þjóðhöfðingi í öllu sínu látleysi. Það þarf ekki alltaf kórónu á höfuð- ið til að halda virðingu sinni. En til hvers er allt þetta tilstand? Lögregla í heiðursfylkingu, rauðir dreglar út á gangstétt og halarófa af kjólklæddu fólki sem leggur það á sig að endasendast á milli veislu- haldanna frá morgni til kvölds? Ég kalla kóngsa góðan að halda línunni eftir allt átið og kaloríudrykkjuna þegar hann þarf að snæða í Agoges í hádeginu og Kjarvalsstöðum á kvöldin. Og svo er reynt að hafa ofan af fyrir hinum tignu gestum á milli máltiða með því að heimsækja fisk- vinnsluhús í Eyjum, taka sundsprett í laugunum og aka með löggubílum í bak og fyrir til Gullfoss og Geysis eins og lífið liggi við. Eitthvað verð- ur að hafa fyrir stafni í opinberri og virðulegri heimsókn þegar hitt er ekki á dagskrá að setjast niður og halda fund um þýðingarmikil hags- munamál þjóðanna sem í hlut eiga. Maðurhefur það jafnvel á tilfinning- unni að það verði að handlanga gestina á milli sem flestra staða og veitingahúsa svo ekki finnist nokkur smuga til að tala saman af alvöru. Allir vita að samræður í hanastélum og borðhaldi eru innantómt snakk, inn um eitt eyrað, út um hitt. Fæst nokkur betri sönnun fyrir því, sem er hinn blákaldi sannleikur, sumsé þeim að konungurinn er upp á punt. Eins og allir aðrir konungar. Hann ræður engu, nákvæmlega engu. Gott fyrir ferðabransann Sænski kóngurinn er afkomandi Bemadotteættarinnar sem á upp- runa sinn í Frakklandi en forfaðir hans hraktist til Svíþjóðar í ein- hverju bríaríi og gerðist kóngur án þess að kunna sænsku. Það var í þá daga þegar kóngamir í Evrópu réðu sínu ríkjum og vom allt í senn, stjómmálaleiðtogar, hershöfðingjar og guðs útvaldir. Þeir tímar em löngu liðnir, en vegna þess að Evr- ópubúar em friðsamt fólk og íhalds- samt í eðli sínu hafa þeir ekki nennt að aflífa konungana sína. Á síðustu áratugum hafa þeir þar að auki upp- götvað að kóngafólkið eykur ferða- mannastrauminn til landa þeirra, enda þykir nútímafólki alltaf kostu- legt að sjá tildrið og tepmskapinn i kringum hallimar og hirðirnar þeg- ar herlegheitin sýna sig á tyllidög- um. Það er eins og að sjá fomöldina dregna fram á sjónarsviðið á alvöm leiksýningu. Svo selja sjoppumar súvenírs eins og heitar lummur, því ferðamaðurinn verður að geta sann- að heima fyrir að raunvemleikinn sé svona fáránlegur en ekki bara plat. Almenningur fær síðan fregnir af því í slúðurblöðunum þegar prins- amir komast á legg og fara gera hosur sínar grænar fyrir útvöldum hefðardömum með blátt blóð í æðun- um. Prinsessumar verða heimsfræg- ar jafnskjótt og þær verða ófrískar og allar díönumar í konungsfjöl- skyldunum í álfunni halda tiskusýn- ingar þegar þær láta svo lítið að sjást á almannafæri. Ekki má þetta fólk segja neitt, ekki má það umgangast hversdagsleikann og það má ekki undir neinum kringumstæðum láta tilfinningar sínar í ljós vegna þess að ekki er til þess ætlast. Edikettan bannar það. Hvemig fór ekki fyrir aumingja Játvarði sem varð að af- sala sé krúnunni fyrir það eitt að leggja lag sitt við fráskilda konu? Það mundi sennilega verða heims- endir í konungsríki ef hans hátign tæki upp á því að skilja! Kóngafólk- ið skilur ekki. Það verður að lifa við þá fangavist að búa í einsemd hallar* innar og hafa í heiðri þá ímynd dúkkunnar og draumaprinsins sem fordildin og ferðabransinn ætlast til af þeim. Einsogfólk erflest Hvað halda menn nú að Silvía Svíadrottning hafi mikla ánægju af þvi að skoða fiskvinnsluna í Eyjum? Eða Karl Gústaf að éta fjórréttað á Sögu í hádeginu? Og það innan um bráðókunnugt fólk sem honum kem- ur hreint ekkert við og hittir aldrei aftur. Enda má sjá það á svipnum á blessuðu fólkinu að því er lítið skemmt. Örlög þessa fólks em þau að það er fætt inn í einhverja fjöl- skyldu sem tekur það í arf að vera eins og það á að vera. Ekki eins og það vill vera. Ósköp er þetta sorg- legt, sér í lagi af því að sænska kóngaparið býður af sér góðan þokka og virðist hafa alla burði til að vera eins og fólk er flest. Ellert B. Schram Siunir halda að það séu mikil forrétt- indi sem kóngafólkið hefur. En ímyndið ykkur það böl, að eiga. sér engra kosta völ annarra en þeirra að vera fúllkominn í útliti og óað- finnanlegur í framkomu. vera leik- endur í fáfengilegum sýningum eins og þeim sem fram hafa farið hér á landi nú í vikunni? Mikil guðs gæfa er það að mega um frjálst höfuð stijúka, kjósa sér starf samkvæmt hæfileika og áhuga, velja sér maka samkvæmt smekk og ferðast þangað sem manni sýnist án þess að vera umkringdur af fólki sem hittir mann fyrir siðasakir. Jafnvel Vigdís forseti fær að haga sér eins og manneskja, labba í búðir og eiga sitt einkalíf í friði. Hún er hluti af okkar lýðræðis- legu og tildurlausu tilveru, kosin til mannvirðingar í krafti síns ágætis. En kóngafólkið hefur ekki þessi for- réttindi, það á engra kosta völ annarra en að hlýða uppruna sínum. Og þjóðimar, sem eiga það, verða líka að sætta sig við krónprinsinn og konunginn, hvort sem hann er hálfviti, hetja eða höfðingi. Fjölskyldumót Hér í gamla daga kom Danakon- ungur stundum hingað í heimsókn. Hann var líka kóngur yfir Islandi og þurfti að sýna þegnum sínum lit. Þá var kóngsi valdamikill og það skipti máli fyrir íslendinga að hann skildi og þekkti hagi þjóðarínnar. Hann gat sömuleiðis haft mikil áhrif á þróun mála í atvinnulegum og stjómarfai-slegum skilningi. Hannes Hafstein reið með Friðriki konungi austur vfir heiði og ekki er að efa að velvild dönsku konungsfjölskyld- unnai- réð miklu um heimastjómina og fullveldið. sem voru þýðingarm- iklir áfangar í sjálfstæðisbaráttunni. Þá höfðu konungar völd. enda þótt þeir misskildu þau völd oftai- heldur en hitt og gerðu það að gamni sínu eða valdagræðgi að efna til styrjalda til að sanna mikilmennsku sína. Milljónir manna óðu blint út á víg- vellina til að deyja fyrir föðurlandið og konunginn. án þess að hafa nokk- um tíma séð þann mann eða heyrt. Það var fyrir daga sjónvarpsins og slúðurdálkanna. þegar konungmnir sóttu vald sitt til Guðs og gátu falið sig á bak við hersveitirnar. Þeir tímm- eru sem betur fer löngu liðnir. enda þótt í staðinn séu komn- ir einræðisherrar og bráðlátir stjóm- málamenn. sem halda að þeir séu enn í hlutverki keisarans og kóngs- ins. Þeim fer þó fækkandi einnig og í heild má segja að sauðsvartur al- múginn hafi að mestu losnað úr þeim álaga- og örlagafjötmm að þurfa að deyja drottni sínum i þágu einhvers yfirvalds sem honum kemur ekki við. Persónulegir duttlungar geð- veikra og spilltra spjátmnga em að minnsta kosti sjaldgæfari en áður þegar milliríkjadeilur blossa upp. En nokkrar þjóðir í Evrópu og örfáum löndum öðrum hafa kosið að viðhalda konungdæminu með því að svipta konunga sína völdum en stilla þeim i staðinn upp til sýnis og senda þá í opinberar heimsóknir þegar þeim er farið að leiðast heima fyrir. Elísabet Bretadrottning og Karl sonur hennar hafa mest að gera í þeim efnum, enda Bretaveldi víðlent og þau em ekki öfundsverð af þvi mæðgin að marséra i liðskönn- un framhjá löngum röðum af skrautlegum hermönnum. Eða Diana að skipta um klæðnað á hveij- um degi. Danska kóngafólkið þarf ekki lengur að fara ríðandi yfir Hell- isheiðina af tillitssemi við þegnana, en Danir hafa engu að siður tæki- færi til að sýna sína drottningu og þá einkum þegar skandinavisku konungsíjölskyldumar sækja hveija aðra heim. Það em nokkurs konar fjölskyldumót sem þar eru haldin. enda er náinn skvldleiki á milli þess- arar útvöldu stéttar. sem er svo eðalborin að hún tekur niður fyrir sig með því að giftast öðrum en sjálf- um sér. Tepruskapur Við tökum vitaskuld á móti sænsku konungshjónunum með þehri gestrisni sem okkur sæmir. Prótókolmeistarar ráðuneytisins hafa augsýnilega ákveðið að gest- risnin sé fólgin í þrí að gefa þeim að eta kvölds og morgna að við- stöddu fjölmenni. Og þar verða menn að mæta í kjól og hvítt. með orðum- ai' um hálsinn og með sætaskipan í samræmi við mannvirðingarstigann. Snobbið í viðhafharveislunum tekm- út \-fir allan þjófabálk og i rauninni er það dæmalaust að sæmilega gefn- ir íslendingar. sem allir eru af alþýðufólki komnir. skuli láta hafa sig út í slíkan tepruskap. íslendingai- eru alltaf að apa mestu vitleysuna eftir öðnmi þjóðum og ímynda sér að það sé fínt. Bukka sig og beygja fyrir hans hágöfgi og hirðsiðunum þótt mesti kosturinn við ísland sé sá að við enmi lausir við vfirstétt og auðmýkt. Auðvitað fer það ekki framhjá neinum íslendingi að sænsku gest- irnir hafa verið hér í okkar boði. Fjölmiðlar gerðu heimsókninni góð skil. En Svíþjóð stendur okkur ekk- ert nær og ekkert fjær. Og í Svíþjóð er ísland jafnframandi og áður og varla að nokkur maður nenni að fylgjast með því hvar kóngurinn og Silvía eru boðin í kvöldmat. Heim- sóknin er með öðrum orðum fyrir- hafharmikil kurteisi hjá því fólki sem að henni stendur en fer fyTÍr ofan garð og neðan hjá öðrum. Satt að segja hefur maður ekki nokkra hugmynd um hvers vegna þessar íburðarmiklu tilfæringar eiga sér stað, fyrir hvem eða til hvers? Ég get ekki annað en vorkennt veslings fólkinu. Ekki vegna þess að það sé þján fyrir það að heimsækja Island. Heldur af hinu að líf þess er fjötrað í fyrirmennsku og fordild sem fyrir löngu er orðin úrelt í nútíman- um. Það geldur þeirra örlaga að hafa tign án tilgangs, konungsríki án valds og líf sem það fær ekki að ráða yfir sjálft. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.