Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Page 2
2
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987.
Fréttir
Stefnuyfirlýsing væntanlegrar ríkisstjómar:
Stóðugt gengi krónunnar og
hallinn jafnaður á 3 ámm
„Helstu verkefni ríkisstjórnar-
innar verða að stuðla að jafnvægi,
stöðugleika og nýsköpun í efna-
hags- og atvinnulífi, bæta lifskjör
og draga úr verðbólgu."
Svo segir í fyrstu málsgrein
stefnuyfirlýsingar sem Sjálfstæðis-
flokkur, Framsóknarflokkur og
Alþýðuflokkur hafa náð samkomu-
lagi um. Meginatriði í stefnu
ríkisstjórnarinnar og þingmeiri-
hluta hennar eru í stefnuyfirlýsing-
unni talin upp þessi:
„Gengi krónunnar verði haldið
stöðugu, stefnt að hallalausum við-
skiptum við útlönd og lækkun
erlendra skulda í hlutfalli við þjóð-
arframleiðslu.
Jöfnuði í ríkisfjármálum verði
náð á næstu þremur árum. Tekju-
öflun ríkisins verði gerð einfaldari,
réttlátari og skilvirkari. Útgjöld
rikisins verði endurskoðuð þannig
að gætt verði fyllsta aðhalds og
sparnaðar og þau vaxi ekki örar
en þjóðarframleiðsla. Skatttekjur
nýtist sem best í þágu almennings.
Eftirlit með framkvæmd skatta-
laga verði bætt. Einföldun við
öflun ríkistekna mun sjálfkrafa
draga úr möguleikum til skattsvika
og stuðla að sanngjarnari greiðsl-
um einstaklinga og fyrirtækia til
sameiginlegra þarfa.
Stuðlað verði að eðlilegrí
byggðaþróun í landinu og varð-
veislu auðlinda lands og sjávar og
skynsamlegri hagnýtingu þeirra.
Fylgt verði byggðastefnu, sem
byggist á atvinnuuppbyggingu,
átaki í samgöngumálum, eftingu
þjónustukjarna og bættri fjár-
magnsþjónustu heima í héraði.
Fylgt verður sjálfstæðri utanrík-
isstefnu sem tryggir öryggi lands-
ins og fullveldi þjóðarinnar.
Stefnan mótast af þátttöku íslands
í norrænni samvinnu, starfi Sam-
einuðu þjóðanna og varnarsam-
starfi vestrænna ríkja.
í samvinnu við aðila á vinnu-
markaði verður unnið að því að
auka framleiðni þannig að unnt sé
að stytta vinnutíma og bæta kjör
hinna tekjulægstu.
Kjör kvenna og aðstaða barna
verði bætt og áhrif kvenna í þjóðlíf-
inu aukin.
Komið verði á samræmdu lífeyr-
iskerfi fyrir alla landsmenn.
Undirstöður samfélags mannúðar
og menningar verða treystar, stuðl-
að verður að jafnari skiptingu
lífskjara og bættri aðstöðu aldr-
aðra og fatlaðra.
Fjárhagsgrundvöllur húsnæðis-
kerfisins verði treystur þannig að sem
flestir geti eignast húsnæði. Valfrelsi
verði aukið í húsnæðismálum.
Gerðar verða breytingar á stjóm-
kerfi til að gera það virkara.
Lagður verður traustur grunnur
að samfélagi framtíðarinnar með því
að efla íslenska menningu, menntun,
rannsóknir og visindi.“ -KMU
Kúfiskveiðiskipið Viili Magg í Reykjavíkurhöfn.
DV-mynd S
Kúfiskrannsóknir
eru enn í gangi
Kúfiskrannsóknir þær, sem hófust í
vor, eru enn í gangi. Mikil og góð
kúfiskmið fúndust í Faxaflóa og sömu-
leiðis í Breiðafirði. Er talað um
feiknarlega mikið magn á þeim slóðum
sem rannsakaðar hafa verið.
Nú em tvö sérhönnuð kúfiskveiði-
skip hér á landi, Anna í Stykkishólmi
og Villi Magg frá Suðureyri. Villi
Magg var hér í Reykjavíkurhöfh í vik-
unni og vakti hinn sérhannaði kúfisk-
veiðibúnaður hans mikla athygli.
Skipið var smíðað í Hollandi og kom
til landsins í maí.
-S.dór
Enginn knapi öruggur enn
Síðari dagur úrtöku fyrir heims-
meistaramót í hestaíþróttum ís-
lenskra hesta fer fram í dag i
Víðidalnum í Reykjavík. Heims-
meistaramótið verður haldið í
Austurríki dagana 11.-16. ágúst í
Austurríki. í Igær máttu knapar
koma með þrjá'hesta, en í dag verða
þeir að einskorða keppni sína við
einn hest. Eftir fyrri keppnisdaginn
var enginn knapi ömggur um að
komast áfram því besti árangur báða
dagana er lagður saman og þannig
fundnir út sigurvegarar. Sendir
verða sjö keppendur í landsliði ís-
land og að auki fjögur kynbótahross
sem verða að ná lágmarkseinkunn
7,90 stigum. Mótið hefst í dag með
keppni í fjórum gangtegundum.
Mikill taugatitringur er meðal
knapa sem keppa að því að fara út
og er mikið reiknað. Búast má við
hörkukeppni og virðist áhugi áhorf-
enda á mótinu vera mikill.
Fiskverösdeilan á Vestfjörðum:
Samkomulag um helgina?
Talið er lfklegt að samkomulag
um fiskverð á Vestfiörðum náist um
helgina. Á mánudaginn kemur renn-
ur út sá frestur sem sjómenn gáfu
fiskverkendum til að endurskoða
afetöðu sína til 10 % fiskverðs-
hækkunar sem þeir ákváðu einhliða.
Hafi samkomulag ekki tekist fyrir
mánudag segjast sjómenn ekki róa.
Allur flotinn kemur inn á sunnu-
dag og mánudag vegna þess að
mánudagar eru svo kallaðir „gáma-
dagar“ á Jsafirði. Þá kemur skip og
tekur þann fisk sem selja á út í gám-
um.
Talið er að fiskkaupendur ætli
áfram að halda sig við 0,8 % kúrfuna
í stað 0,5% sem sjómenn vilja fá
aftur, en prósentuhækkunin átti sér
stað um síðustu áramót. Þessi kúrfa,
sem menn kalla svo, er sú verðlækk-
un sem verður á fiski eftir því sem
hann er minni miðað við ákveðna
þyngd sem fiskverðið er miðað við.
Ekki er vitað hvort sjómenn sætta
sig við einhveija verðhækkun ef pró-
sentutala kúrfimnar lækkar ekki. í
gær hafði ekki verið boðað til fundar
með deiluaðilum en búist er við að
hann verði haldinn á sunnudag. —
-S.dór
Skuttogaramir gera það gott
Regína Thorarensen, DV, Eskifirði:
Skuttogaramir frá Eskifirði, Hólma-
nes og Hólmatindur hafa, gert það
gott sem af er þessu ári. Hólmanesið
var komið með 2.030 tonn að landi
í lok vertíðar. Brúttóverðmætið hjá
Hólmanesinu er44 milljónir. Hólma-
tindur hefur landað 1.960 tonnum
og er brúttóverðmætið þar 43,8 millj-
ónir og um 60% aflans er þorskur.
Hólmatindur á eftir um 700 tonn af
sínum þorskkvóta en Hólmanesið á
um 800 tonn óveidd. Báðir togaram-
ir veiða á sóknarmarki.
Bráðabirgðalög væntanleg um nýja skatta:
Leggja 10% sölu-
skatt á matvöru
- aðra en kjöt, mjölk, fisk, grænmeti og ávexti
Með 10% söluskatti á matvöm, Auk matvörunnar fá ó sig 10% að þyngd, leggjast þvi 4.000 krónur.
aðra en kjöt, mjólk, fisk, grænmeti söluskatt aðfóng veitingahúsa og Hækkun kjamfóðurgjalds um 4
og ávexti, hyggst væntanleg ríkis- mötuneyta frá 1. október og endur- krónur á kíló er ætlað að skila 80
stjóm innheimta 250 milljónir króna skoðendur og teiknistofur frá 1. milljónum króna í ór en 200 milljón-
af landsmönnum fram að áramótum. september. um króna á árinu 1988.
Þessari skattlagningu er ætlað að Þessum aukna söluskatti er ætlað Loksmunuhækkaðríkisábyrgðar-
gefa 600 milljónir króna á næsta ári. að skila í kassann alls 605 milljónum gjald og lántökugjald af erlendum
Skattheimtan, sem ráðist verður í króna fram að áramótum eða um lánum færa ríkissjóði 90 milljónir
með bráðabirgðalögum þegar eflir 60% af hinni auknu skattheimtu. króna á þessu ári en 230 milljónir
að hin nýja ríkisstjóm sest að völd- Næststærsti liðurinn verður bíla- króna á því næsta.
um í næstu viku, ó að skila ríkissjóði skatturinn. Með honum á að inn- Á móti er gert ráð fyrir að 100
1.030 miUjónum króna fram að ára- heimta 200 mUljónir króna af milijónum króna verði varið til að
mótumogyfir 3.000 miUjónum króna bifreiðaeigendum fram að áramótum hækka 'tryggingabætur og öðrum
á árinu 1988. en 600 milljónir króna ó nsesta ári. 100 miUjónum til mUdandi aðgerða
Fjórir liðir fá á sig 25% söluskatt. Lagðar verða 4 krónur á hvert vegna söluskatts á matvælum.
Það eru tölvur, farsímar, auglýs- kíló bílsins en þó að hámarki 10.000 -KMU
ingastofur og sólbaðsstofur. krónur. Á meöalbíl, sem er 1.000 kíló
Aukafjárveitingum beitt
með vafasömum hætti
- Sverrir Hermannsson iðinn við kolann
Aukafjárveiting til íslensku óper-
unnar, sem veitt var að undirlagi
Sverris Hermannssonar menntamála-
ráðherra, hefur vakið athygli manna
og umræður um hver tilgangurinn sé
með heimildum til fjármálaráðherra
um aukafjárveitingar.
Þeim embættismönnum og alþingis-
mönnum, sem rætt var við í gær, bar
saman um að aukafjárveitingar væru
heimilar ef um væri að ræða viðbót
vegna breyttra forsendna, vanáætl-
ana, leiðréttinga eða bráðnauðsyn-
legra aðgerða.
Staðreyndin er hins vegar sú áð ráð-
herrar hafa, með tilstilli fjármálaráð-
herra, notað heimildir til aukafjár-
veitinga til fyrirgreiðslu til öflugra
hópa eða stuðningsaðila. Þar er þessi
ríkisstjóm engin undantekning.
Sverrir Hermannsson menntamála-
ráðherra hefur vakið sérstaka athygli
fyrir að hafa beitt aukafjárveitingum
nokkrum sinnum mjög hressilega og
raunar, að því er margir telja, með
nokkuð vafasömum hætti.
Frægasta dæmið em kaup ráðher-
rans á húseignum Mjólkursamsölunn-
ar við Laugaveg fyrir Þjóðskjalasafn
íslands. Raunar bámst af því fregnir
að Þjóðskjalasafhið væri þegar búið
að tryggja sér leiguhúsnæði og greiða
fyrirfram í nokkum tíma en það virt-
ist ekki breyta neinu.
Þessi kaup ráðherrans vöktu
óánægju, hversu þörf sem þau vom,
og þótti mjög óeðlilegt að beita auka-
fjárveitingum með þessum hætti.
Alþingi hefúr fjárveitingavald á sinni
hendi og ekkert þótti réttlæta að ráð-
herrann fengi beitt heimild til aukafj-
árveitingar í þessum tilgangi.
Þá olli afgreiðsla ráðherrans á mál-
efnum Kvikmyndasjóðs íslands mikilli
gremju meðal fjárveitinganefndar-
manna. í lánsfjárlögum fyrir 1987 var
kveðið á um það að framlag til Kvik-
myndasjóðsins skyldi vera mun lægra
en gert er ráð fyrir í lögum um Kvik-
myndasjóð.
Þessi ókvörðun var umdeild og með-
al annars kom Pálmi Jónsson, formað-
ur fjárveitinganefiidar og flokksbróðir
ráðherrans, fram í sjónvarpi og varði
þennan mikla niðurskurð á ráðstöfún-
arfé sjóðsins. Stuttu seinna bárust boð
frá menntamálaráðuneytinu. Sverrir
ákvað, með samþykki fjármálaráð-
herra, að framlagið til Kvikmynda-
sjóðs yrði margfalt það sem áður hafði
verið ákveðið. Þetta kom flatt upp á
fjárveitingamenn og þar á meðal
Pálma sem nýlega hafði varið niður-
skurðinn.
Síðasta dæmið er svo íslenska óper-
an sem öllum ber saman um að sé
þarft verkefni en alls ekki eðlilegt við-
fangsefhi varðandi aukafjárveitingar.
Þessi þrjú dæmi kosta ríkissjóð hátt í
tvö hundruð milljónir króna.
í lista yfir aukafjárveitingar
menntamálaráðuneytisins í ráðherra-
tíð Sverris kennir margra grasa. Ein
sú sérkennilegri er 8 milljóna króna
aukafjárveiting til aðalskrifetofu
menntamálaráðuneytisins sem skýrð
er: „Greiðsluerfiðleikar á árinu 1986.“
Sverrir hafði oft uppi stór orð og fyrir-
ætlanir um niðurskurð sem runnu
stundum út í sandinn.
Að lokum má benda á nýlega frétt
í DV þar sem skýrt er frá því að ekki
fáist aukafjárveiting til kaupa á björg-
unargöllum fyrir áhöfn skipa Ha-
frannsóknastofnunar sem kosta um 1
milljón króna.
-ES