Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Síða 5
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987. 5 Fréttir Islenskur listamaður vekur athygli í Belgíu Kiistján Beinburg fréttaiitaii DV í Belgíu; Myndlistamaðurinn Pétur Bjarnason, sem er á öðru ári í besta myndlista- skóla Belgíu og jafiiframt þeim erfið- asta, Hoger institute, sem er í Antwerpen, hlaut í vikunni viður- kenningarskjal og peningaverðlaun frá skólanum. Það voru aðeins 12 nem- endur sem fengu verðlaun og var íslendingurinn einn af þeim og jafn- framt eini útlendingurinn. Pétur er á öðru ári og mun hann ljúka námi í skólanum eftir eitt ár. í Hoger Institute, sem er hluti af stærri skóla, eru um 60 nemendur. Eftir því sem best er vitað er Pétur eini Islendingurinn sem sótt hefur þennan skóla. Þess má geta að Pétur kenndi við Myndlista- og handíðaskól- ann í Reykjavík í tvö ár en fór síðan í framhaldsnám til Þýskalands þar sem hann stoppaði stutt við, aðeins eitt ár, og hóf síðan nám í Antwerpen. Pen- ingaverðlaun þau, sem Pétri voru veitt, voru til minningar um De Gro- ote og eru veitt úr klúbbi sem nefnist Club XII og gefur árlega viðurkenn- ingu til tólf nemenda. Pétur fékk fallegt skjal með peningaverðlaunun- um og voru þrjú verka hans sett á sérstaka sýningu þeirra tólf nemenda sem hlutu verðlaun. En undanfarið hefur verið sýning í gangi með árs- verkum nemenda skólans. Þingholt er ekki stórt hús en kærkomin gjöf fyrir sextugt verkalýðsfélag DV-mynd KAE Afmælisgjöfin var hús Fyrir um það bil ári átti Verkalýðs- og sjómannafélag Tálknafjarðar sex- tugsafmæli og var haldið upp á það með pompi og prakt. Eins og venjan er á slíkum merkisafmælum bárust afmælisbaminu gjafir og ein gjöfin var heilt hús. Það var Tálknafjarðar- hreppur sem gaf húsið en það nefnist Þingholt og var byggt fyrir 1950. Þingholt var áður fyrr bóndabær og hafði ekki verið búið þar um nokkum tíma. A því áiá, sem liðið er, hefur húsið verið endurbyggt að innan og meira stendur til. Sagði Brynjólfur Gíslason, sveitarstjóri á Tálknafirði, að verkalýðsfélagið stefndi að því að skapa í húsinu skemmtilega félagsað- stöðu. Galli á gjöf Njarðar Sá galli er þó á gjöf Tálknarfjarðar- hrepps að landið, sem Þingholt stend- ur á, er væntanlegt byggingárland hreppsins í framtíðinni. „Gjöftn er með því fororði að húsið verði rýmt með einhveijum fyrirvara ef byggt verður þama og þá er einkum höfð í huga kirkjubygging ef svo skyldi fara að kirkja yrði byggð inni í bænum ein- hvem tímann i ótilgreindri framtíð," sagði Brynjólfur. Sláturhúsum fækkað um 63 prósent? „Afkastageta sauðfjársláturhús- anna er of mikil miðað við þann fjölda fjár sem fyrirsjáanlega verður slátrað hér á landi á næstu árum. Sömuleiðis er meirihluti húsanna á undanþágu- leyfum frá yfirvöldum vegna ófull- nægjandi ástands samkvæmt heil- brigðiskröfum," em meginniðurstöður nefhdar sem landbúnaðarráðherra skipaði árið 1985 til að kanna rekstrar- gmndvöll sláturhúsa og gera tillögur um hagræðingu í rekstri þeirra. Nefndin hefur skilað ítarlegri álits- gerð til ráðuneytisins, sem byggð er á tæknilegri úttekt á öllum sláturhúsum á landinu. 1 niðurstöðum hennar kem- ur einnig fram að kostnaður við að koma þeim sláturhúsum í lag, sem em í ófullnægjandi ástandi, sé slíkur að þær fjárfestingar myndu ekki skila sér í náinni framtíð. Fjöldi húsanna skapi vandamál í heilbrigðisskoðun þar sem dýralæknar em mun færri en húsin og slátmn oftast á sama tima alls stað- ar. Nefndin gerir því þá tillögu að slát- urhúsum verði fækkað úr 49 í 18 á 5 árum. Við það muni verða um 40% aukning slátmnar í þeim húsum sem áfram störfuðu og meðalnýtingartími þeirra húsa lengjast úr 19 dögum í 26. -JFJ EskHjörður: Borgar 37 krónur fyrir þorskkílóið Regina Thoraiensen, DV, Eskifirði: Mikið athafnalíf er á Eskifirði en ekki þrældómur eins og á árum áður þegar verið var að byggja upp atvinnulífið, þegar lífið á Eskifirði snerist um kart- öflur. Atli V. Jóhannesson byrjaði í fyrra- vor að taka á móti fiski úr trillunum. Hann var togarasjómaður og fór í land og setti upp atvinnurekstur og gengur vel. Hann borgaði í fyrra 27 krónur fyrir þorskinn upp úr sjó og borgaði jafnt fyrir smáfisk sem stórþorsk. Nú borgar hann 37 krónur fyrir kílóið en frystihúsið borgar talsvert minna. Þá borgar Atli 16 krónur fyrir undirmáls- fisk sem er minni en 50 sentímetrar að lengd. ATBURÐARÁS KJÖRBÓKARINNAR ER AUIAF JAFN SPENHANM: KJÖRBÓKAREKENDUR FENGU RÚMAR 60 MRJJÓNIR NÚ UM MÁNADAMÓTIH \ Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að vera ánægðir með uppáhaldsbókina. Nú um mánaðamótin fengu þeir greiddar rúmar 60 milljónir I uppbót á innstæður sínar fyrir síóustu 3 mánuði vegna verðtryggingar- ákvæðis Kjörbókarinnar. Auk þess lögðust vextir.við allar Kjörbókarinnstæður 30. júní síðastliðinn. Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á ári. 1. þrep (16 mánuðir) 21,4% 2. þrep (24 mánuðir) 22% Svo má ekki gleyma því að Kjörbókin er óbundin. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.