Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987. 9 Ferðamál Þegar þú ert í Rom... „Þegar þú ert í Róm skaltu gera eins og Rómverjamir,“ er gamal- þekkt orðtæki. Þetta getur hins vegar orðið nokkuð kostnaðarsamt ef ferðalangar fara að dæmi inn- fæddra og leggja bílum sinum ólöglega. Sektir hafa verið þrefaldaðar til þess að koma í veg fyrir að bílum sé lagt ólöglega. Þoir sem láta það sem vind um eyru þjóta eiga á hættu að verða sektaöir um 36 þúsund lírur sem jafhgildir rúmlega 1000 kr. ís- lenskum. Það er nú kannski hægt að lifa það af en verra er ef bíllinn þinn er dreginn í burtu, Þá verðurðu að endurheimta hann frá lögreglunni og greiða nærri 4,500 kr. lausnar- gjald. -A.BJ. Hvert liggur leiðin í sumarfríinu? Aðalsumarleyfistíminn stendur yfir núna. Við forvitnuðumst um fyr- irætlanir fólks um hvað það ætlaði að gera í sumarfríinu. Sumir líta til- veruna björtum augum og auðga þá sem í kringum þá eru. Aðrir eru dauf- ir í dálkinn og sjá fátt eitt nema leiðindi. En hvernig er hægt annað en að vera glaður og kátur í dásam- lega góðu veðri? Við hittum þessa vegfarendur á Lækjartorgi í sólinni. DV-myndir S/-A.BJ. Kristín Pétursdóttir garðyrkjufræð- ingur: Ég ætla að halda vestur á firði og skoða Vestfirðina. Nei, ég ætla ekki með ferðafélagi, fer með nokkr- um vinum og ætlum við að ferðast á jeppa. Ætli þetta verði ekki svona hálfsmánaðarferð. Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráð- l'erra: Það er óráðið hvert halda s íal. En það verður innanlands þeg- ar farið verður. Já, með einhverjum úr fjölskyldunni, ég fer eitthvað með þeim, þetta er svo stór fjölskylda. Helgi Ásmundsson, gerir ekki neitt, en er ellilífeyrisþegi: Ég ætla ekki að fara neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut. Jú, ég náttúrlega labba eitthvað um bæinn. Þórunn Eliasdóttir, vinnur í blóma- verslun: Ef ég á annað borð tek sumarfrí ætla ég ekki að fara neitt, bara slappa af og gera ekki neitt. Ég skipti nefnilega um vinnu á árinu og fæ því ekki launað sumarfrí að þessu sinni. Kristján Þorsteinsson framreiðslu- nemi: Ég er búinn að fara í sumarfrí, fór með nemendum Hótel- og veit- ingaskólans í 24 daga til Thailands. Það var ótrúlegt ævintýri og mjög gaman að upplifa Austurlönd. Jú, þar eru margir stórkostlegir veit- ingastaðir sem við heimsóttum, meðal þeirra voru t.d. Oriental og Shangrila. „Langir“ föstudagar í Beriín Yfirvöld í Berlín hafa ákveðið að leyfia verslunum að hafa opið lengur en vanalega á fóstudögum í sumar. Þannig eru verslanir nú opnar til kl. 21 alla fóstudaga fram til 11. sept- ember. Er þetta gert í tilefni af 750 ára afinæli borgarinnar. Þar fyrir utan eru allar verslanir borgarinnar opn- ar til kl. 18 fyrsta laugardaginn í hverjum mánuði eins og er venja þar í borg. Kannaki gætu íslenskir verslunar- menn tekið sér þá reglu til fyrir- myndar? -A.BJ. SUMARTILBOÐ SOLHUSIÐ Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 og 16552 Tilboðið verður dagana 4/7-11/7 VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI Loksins Hin mikið eftirspurðu LOFTNET fyrir sjónvarp og útvarp á minni báta, hjóihýsi og húsbíla loksins kom- in. Innbyggður magnari, 15 db. Fáanleg 12 eða 24 volt. Verð kr. 10.950. Sjónvarpsmiðstöðin h/f Síðumúla 2 - Ath. Nýtt símanúmer 68-90-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.