Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Síða 13
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987.
13
dv Fréttir
Grásleppuhrognum landað úr trillunni Má í Stykkishólmshöfn.
Stykkishólmur:
Gósentíð í
grásleppunni
- alltaf sveíflur milli ára
„Veiðamar hafa verið með albesta
móti í vor og tíðin einstök. Má segja
að það gerist ekki miklu betra. Þetta
bætir að nokkru upp dapra vertíð í
fyrra. En svona er þetta alltaf í grá-
sleppunni, sveifiur milli ára, og maður
er orðinn þessu vanur og tekur því sem
að höndum ber með jafnaðargeði,“
sagði Kjartan Guðmundsson, grá-
sleppukarl í Stykkishólmi, þegar
tíðindamaður DV hitti hann við lönd-
un á grásleppuhrognum.
Kjartan sagði að grásleppuvertíð-
amar frá 1983 til og með 1985 hefðu
verið góðar en svo hefði komið þessi
niðursveifla í fyrra og svo aftur upp-
sveifla í ár. Enginn virðist vita hvers
vegna þetta er svona
Frá Stykkishólmi gera 30 trillur út
á grásleppu í ár og er sú aflahæsta
komin með 200 tunnur. Kjartan sagð-
ist muna mestan afla hjá sér 302
tunnur yfir vertíðina enda hefði sú
vertíð ekki verið neinu lík. Hann sagði
engan kvóta eða aðrar hömlur vera á
grásleppuveiðunum og sú spuming
hlyti að vakna hve miklar veiðar
stofhinn þyldi.
Aðspurður hvað tæki við hjá þeim
trillukörlum í Hólminum þegar grá-
sleppuveiðunum lyki sagðist hann
búast við að fara á lúðu í ágúst og það
myndu margir fleiri gera sem nú stun-
duðu grásleppuveiðamar í Stykkis-
hólmi.
-S.dór
Kjartan Guðmundsson, grásleppukarl
i Stykkishólmi.
DV-mynd JAK
HELGI JÓNSSON - LEIGUFLUG
REYKJAVÍKURFLUGVELLI
SÍMI 91-10880 - 91-10858
Jafnþrýstibúnu skrúfuþoturnar okkar flytja ykkur hratt
og þægilega innanlands og milli landa.
Fyrirtæki og félög, leitiö tilboös í næstu ferð!
VINNINGSHAFAR FYRIR HAPPDRÆTTI
B0RGARAFL0KKSINS
Eftirtalin númer fengu vinning.
DAIHATSU CHARADE TX
28460 58065
MINOLTA 7000 MYNDAVÉLAR
3023 10318 19647 36389 42479 59400 84000
3460 10770 22175 36757 46792 61953 84275
5090 14808 22910 37929 46974 62150 94689
5764 16752 23859 38584 49750 66535 94942
7287 17263 30747 39640 54275 70396 96231
7511 18498 33279 40257 55901 76190 97450
7538 19598 35149 41424 58178 83131 99992
8024
CANDY GE 24 DP ISSKAPAR
474 22604 43943 54481 67294 80879 87248
5310 25159 44102 56925 69285 81763 87955
6879 27594 44219 57090 69441 82270 88552
7267 28020 45379 57148 70316 82594 90779
9089 29078 45769 57183 70669 82855 91174
10393 30165 45819 61466 71222 82895 92708
10727 30406 46064 61621 71877 83666 94373
11352 34586 52099 63357 72283 83770 98300
12719 35334 52363 63374 72533 83963 98465
13153 35396 52699 64100 73704 84255 98796
13716 36741 53293 64552 75047 84322 99616
16244 37030 53448 65422 77017 84710 99704
17361 41283 53499 66640 79736 85640 99996
22299 42894 54447
Vinninganna má vitja á skrifstofu Borgaraflokksins að Hverfisgötu 82, sími
623311 alla virka daga efti, 13. júli BORGARAFLOKKURINN
Happdrættisnefnd.
Sumarblóm
Fjölær blóm
EIGUM ALLT SEM
PRÝTT GETUR GARÐiNN
Pelargóníur frá kr. 150
Tré og runnar Garðyrkjuáhöld
Rósir Blómaker
Grasfræ
Aburður
Ath. breyttan opnunartíma frá 5. júlí.
Opið frá 10-19 alla daga vikunnar.
Gróörarstöóin jmw
GARÐSHORN
við Fossvogskirkjugarð - sími 40500