Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987. Fréttir Bensínhækkunin: Orsökin erlendar verðhækkanir - segir formaður Verðlagsráðs Bensín- og gasolíuhækkunin, sem varð nú um mánaðamótin, stafar af erlend- um verðhækkunum, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Sveini Bjömssyni, formanni Verðlagsráðs. Svo sem kunnugt er hækkaði lítrinn af bensíni úr 30,60 krónum í 31 krónu og gasolíulítrinn úr 7,70 í 8,20 krónur. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Gunnari Þorsteinssyni hjá skrifstofú verðlagsstjóra hefúr verðlag verið að hækka erlendis á þessum vörutegundum og verðhækkunin nú væri meðalverð birgða sem til eru í landinu. Mismunandi er hvað einstak- ir farmar af bensíni og olíu kosta þegar kaup eru gerð, en í innkaupi er miðað við verð á Rotterdammarkaði. -ój Akureyri: „Stálfingurinn" mætir til leiks Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Margir sterkir munu taka þátt í keppninni um hver sé sterkasti maðui' Norðurlands sem hefst á Akureyri í dag. Keppninni svipar að flestu leyti til keppninnar um sterkasta mann heims, nema auðvitað vantar Jón Pál, enda er hann ekki Norðlendingur. En Hluti krakkanna i unglingavinnunni á Patreksfirði ræður ráðum sínum hvernig eigi að haga áframhaldi grænnar byltingar. DV-mynd KAE Unglingavinnan í fullum gangi „stálfingurinn" svonefiidi, Gunnlaug- ur Pálsson, Siglufirði, tekur þátt í keppninni ásamt Flosa Jónssyni og Emi Traustasyni sem er bróðir „heim- skautabangsans" Víkings Traustason- ar. í keppninni verður meðal annars hlaupið upp kirkjustöppumar með 50 kílóa mjölsekk á bakinu. „Það er æðislegt að vera í unglinga- vinnunni héma og við verðum að vinna hér í allt sumar,“ sögðu hressir krakkar í unglingavinnunni á Pat- reksfirði. Þeir sögðust tyrfa, slá, raka og mála og gera yfirhöfuð allt sem til félli í því augnamiði að gera bæinn fegurri. „Þeir sem eru 15 ára fá 178 krónur á tímann en þeir sem em yngri fá 128 krónur og við vinnum frá 8-5 en stund- um er hluti hópsins í sundi,“ upp- fræddu krakkamir blaðamann DV. Þeir sögðu starfið ekkert letilíf, nóg væri að gera til að Patreksfjörður gæti alltaf verið augnayndi allra sem þar byggju eða kæmu og þau drógu heldur ekki af sér við vinnuna. -JFJ „Ekki gat það verið verra“ Þegar Stefán Valgeirsson alþingis- maður frétti að Þorsteinn Pálsson væri búinn að fá umboð til þess að mynda ríkisstjóm og hvemig verka- skipting væri fyrirhuguð á milli stjóm- arflokkanna þá er sagt að hann hafi haft þetta að segja um niðurstöðuna: Ekki gat það verið verra valdið sett í hendur krata og Þorsteinn Pálsson hæsti herra. Hörmung hvað þeir Framsókn plata. Flokksræðið á fremsta palli frjálshyggjan ei kann sér læti. Þeir sem hlýða hveiju kalli komast nú í valda sæti. Eskifjörður: Gott handfærafiskirí Regina Thoiarensen, DV, Eskifiröi: Það hefur verið gott handfærafiskirí í vor og sumar en langt á miðin, tveggja tíma stím. Nú em fleiri en Atli famir að taka á móti fiski, Ási Elíasson og Gylfi Eiðsson, en þeir em með sína móttökuna hvor. Ási var búinn að fá 21 tonn í fyrradag, en þeir fóm að taka á móti fiski seinni- partinn í vetur. Þeir verka allt í tandurfisk eins og Atli og má fara að pakka fiskinum inn eftir 5 vikur. Svo er fiskurinn sendur á brettum út og fór fiskur frá þeim síðast í fyrradag. Allur þorskurinn er verkaður í tandur- fisk. Eg óska þessum ungu athafna- mönnum allra heilla í starfi. Hinhliðin • Eirík Jónsson, fréttastjóra á Stjörnunni, langar til að eignast barn fyrir áramót. „Kynntist konunni á ritstjómarfundi eld- snemma um morgun“ - segir Eiríkur Jónssonf fréttastjóri Stjörnunnar Það var á fyrstu mánuðum þessa sumars að menn hér á ritstjómarskrifstofúm DV tóku að greina breytingar á venjulegu háttemi Eiríks Jónssonar blaðamanns. Þessi annars hressi og hugljúfi penni gerðist ókyrr og dag- legaa mátti lesa ný og ný leyndarmál úr andliti piltsins. Ekki leið á löngu þar til ástæðumar lágu á borðinu. Eiríkur hvarf úr blaðamanns- starfinu á DV og var ráðinn fréttastjóri á nýjustu útvarps- stöð landsmanna, Stjömunni. Eiríkur er gamalreyndur jaxl í fréttamennsku og líflegar fréttir Stjömunnar hafa þegar vakið athygli margra og þeir sem til þekkja kenna þar handbragð Eiríks Jónssonar. Þessi eldhressi fréttastjóri sýnir lesendum DV á sér hina hhðina að þessu sinni og fara svör hans hér á eftir: Fullt nafii: Eiríkur Jónsson. Aldur: 34 ára. Fæðingarstaður: Roskilde, Danmark. Maki: Katrín Baldursdóttir. Böm: Hanna, 7 ára, og Lo- vísa, 7 mánaða. Bifreið: Lada Station, rauður með laust framhjól. Starf: Fréttastjóri. Laun: Leyndarmál eins og hjá ráðherrunum. Helsti veikleiki: Feimni og hvimleitt þunglyndi. Helsti kostur: Meðfætt skop- skyn og bjartsýni. Hefurðu einhvem tímann unnið í happdrætti eða því- líku? Ég vann einu sinni bangsa í tívolí en þurfti Umsjón: Stefán Kristjánsson að skilja hann eftir því hann komst ekki inn í strætisvagn. Uppáhaldsmatur: Kaffi, rún- stykki og sígaretta. Uppáhaldsdrykkur: Viskí í hófi. Uppáhaldsveitingahús: Da Fino á Ítalíu. Uppáhaldstónlist: Bandarí- skir slagarar. Uppáhaldshljómsveit: Big Trouble. Uppáhaldssöngvari: Dean Martin. Uppáhaldsblað: Politiken. Uppáhaldstímarit: Þetta hjá tannlækninum mínum. Uppáhaldsíþróttamaður: Sig- tryggur glímukappi. Uppáhaldsstjómmálamaður: Kristín Kvaran. Uppáhaldsleikari: Robert Mitchum. Uppáhaldsrithöfundur: Dan Turell. Besta bók sem þú hefur lesið: Hærverk eftir Tom Christ- iansen. Hvort er í meira uppáhaldi hjá .þér, Sjónvarpið eða Stöð 2: Þægilegra að horfa á ríkis- sjónvarpið þegar líður á kvöld vegna þess að ég á ekki afr- uglara. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Stjaman. U ppáhaldssj ónvarpsmaður: Helgi E. Helgason. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Axel Ólafsson, sá eini á heimsmælikvarða. Hvar kynntist þú eiginkon- unni? A ritstjómarfundi hjá DV, eldnemma um morgun. Áhugamál: Mannlíf, dýralíf, fjölskyldan og ég sjálfur. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð: Konan mín seint á kvöldin og snemma á morgn- ana. Ég er ekki heima á öðrum tímum. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Dóttur mína í kvöld. Fallegasti staður á íslandi: Höfnin á Reyðarfirði í logni. Hvað ætlarðu að gera í sum- arfríinu? Ég er búinn að fara til Italíu í brúðkaupsferð. Eitthvað sérstakt sem þú stefhir að á þessu ári: Að gera Stjörnufréttir.. .skínandi fréttir.. .að ómissandi þætti í daglegu lífi allra landsmanna fyrir áramót. Svo langar mig til að eignast nýtt bam með konunni minni fyrir áramót.. .hvaða mánuður er núna... ? -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.