Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. Fréttir Fatlaðir niður Hvitá Söfnun áheita gekk illa Fatlaðir ofurhugar lögðu leið sína niður Hvítá um helgina. Ferðin var liður í fjáröflun íþróttafélags fatl- aðra vegna byggingar íþróttahúss. Lagt var af stað klukkan níu á laug- ardagsmorgun og lauk ferðinni um þrjúleytið í gærdag. Að sögn gekk þessi ævintýraferð mjög vel og allir skemmtu sér hið besta. En þótt ferðin hafi verið skemmti- leg er íþróttafélagið ekki jafh hresst yfir viðtökum almennings. Alla helg- ina var setið við símann og tekið á móti áheitum en um kvöldmatarley- tið í gær höfðu aðeins safnast litlar 75.000 krónur. - Ró.G. Þeir lögðu á sig heilmikla ferð niður Hvítá, þessir fötluðu iþróttamenn, í þeim tilgangi að safna fé til byggingar íþróttahúss. En allt kom fyrir ekki, fólk veitti hvorki ferðinni né söfnunni eftirtekt og lítið safnaðist af peningum. (DV-mynd Kristján) Leiðindanótt Það var brotið og bramlað út um alla borg aðfaranótt sunnudagsins. ölvun var geysimikil í höfuðborg- inni og að sögn lögreglu var nóttin „mjög ieiðinleg." Fjölmargar rúður voru brotnar í versltmum í miðborginni og-einnig í heimahúsum. Þá gerðu nokkrir óboðnir en forvitnir gestir sig heima- komna út um borg og bí, meðal annars í tískuverslun við Laugaveg, íbúð á Grettisgötu og í húai gæslu- vallar við Kötlufell. Ekki voru þó mjög raiklar skemmdir unnar á þess- um stöðum en einhverju smáræðí stolið á Grettisgötunni. Einnig var kvartað undan fólki sem var að akemrata sér í heima- húsi. Eitthvað hefúr gamanið verið farið að káma á þeim bænum þvi skemmtunin var komin á það stig að henda glöaum og flöskum í næstu húa -Ró.G. Hassolíumálið: Rannsókn lokið Rannsókn á hassolíumálinu er nú lokið og hefur það verið sent til Rík- issaksóknara sem ákveða mun framhaldið. íslendingunum tveimur, sem hand- teknir voru í Reykjavík vegna smygls á hassolíu, var sleppt úr vörslu lögreglunnar fyrir helgi. Eng- lendingurinn sem handtekinn var um leið og þeir er enn í haldi en ásamt þremur áðurnefndum hefur einn íslendingur verið í gæsluvarð- haldi lögreglunnar í Manchester. í fórum mannanna fundust 750 grömm af hassolíu sem þeir höfðu smyglað til landsins. - Ró.G. Flugmenn þotunnar, þeir Stefán Sæmundsson (t.h.) og Ágúst Arinbjörns- son, fyrir framan vélina á flugvellinum á Rifi. DV-mynd Ægir Þórðarson Flugvollurinn á Rifi: Þota lendir í fyrsta sinn Ægir Þóröarson, DV, Hellissandi; Þota lenti í fyrsta sinn á flugvellinum á Rifi á laugardaginn en með henni komu Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra, Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra og fleiri, en þau voru að fara hitta sjálfstæðismenn í V arðar- ferð á Búðum. Komu þau með þotu Þotuflugs hf. og sögðu flugmennimir, þeh Stefán Sæmundsson og Ágúst Arinbjömsson, að þetta væri í fyrsta sinn sem þota lenti annars staðar hér á landi en á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkmflug- velli eða Akureyrarflugvelli. Létu þeir Þingvellir: Harður árekstur Mjög harður árekstur varð skammt fólksbílsins fluttur slasaður á slysa- frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum deild. Bílamir tveir em gjörónýtir. um tvöleytið á laugardag. Fólksbíll -Ró.G. og jeppi lentu saman og var ökumaður vel af flugvellinum, sem er sá eini sem lagður er bundnu slitlagi hér á landi, utan áðumefndra flugvalla. Flugið frá Reykjavík tók 15 mínútur og var flogið í 19 þúsund feta hæð. Þota Þotuflugs hf. er af gerðinni Cit- ation II. Flug með þotu Þotuflugs til Rifs kostar tæplega 20.000 krónur og er það svipað verð og með venjulegum 8 sæta flugvélum, en þotan tekur 8 manns í sæti. Ástæða þess að verðið er svipað er sú að þotan er miklu fljótari í förum en venjuleg flugvél en tímagjald þo- tunnar er aftur á móti mun hærra. í dag mælir Dagfari Öskuhaugakjötið Fólk hefur verið að fárast yfir því að nokkrum lambakjötsskrokkum var hent á haugana. Vandlætingar- tónn hefur birst í forystugreinum dagblaðanna og almenningur skammast og rífst yfir því að fá ekki lambakjötið til matseldar í staðinn fyrir að aka því á haugana. Mörgum finnst þetta sóun á góðum mat og spyr hvers vegna ekki sé hægt að gefa kjötið fátækum þjóðum sem ekki eiga til hnífs og skeiðar. Þessi misskilningur er varla svara- verður. Eiginlega tekur því ekki að eyða orðum að svo fáránlegri gagn- rýni. Ef Islendingar eru svo vitlausir að kaupa ekki lambakjöt í hverja máltíð og sjá sér ekki fært að éta upp alla kindakjötsframleiðsluna liggur auðvitað beint við að henda leifúnum. Alveg eins og fólk hendir leifúnum af matardisknum þegar það er orðið satt og getur ekki étið meir. Hvers vegna að vera að geyma mat sem enginn vill éta? Það er ekki bændunum að kenna, þótt almenningur borði ekki fram- leiðsluna. Það er ekki landbúnaðar- ráðuneytinu að kenna þótt afgangur verði af lambakjötinu. Það er vita- skuld ekki neinum að kenna þótt því kjöti sé hent sem ekki gengur út. Matvendni Islendinga er orðin svo mikil og þeir kresnir að þeir eru famir að borða alls kyns annan mat heldur en lambakjöt. Þeir borða kjúklinga og svínakjöt og jafnvel fiskmeti og verslanir hamast við að bjóða upp á ýmsa sérrétti sem ekk- ert eiga skylt við lambakjöt. Ef þessi matvendni leiðir til þess að kjöt verður afgangs þá er þjóðinni bara nær. Hún getur étið það sem úti frýs. Þar að auki hefur bæði Sambandið og búvörunefndin bent á að með því að henda kjötinu á haugana sparist milljónir og milljónatugir í pening- um. ímyndið ykkur ef SÍS hefði selt kjötið úr landi. Þá hefði þurft að borga úflutningsbætur með hverju kílói vegna þess að útlendingar hafa ekki efni á að borða lambakjöt nema þeim sé borgað fyrir það. Þetta þýð- ir að það er hagkvæmast að aka kjötinu á öskuhaugana. Því meir því betra. Þjóðin stórgræðir á þessu og spuming er hvort ekki eigi að stór- auka framleiðsluna með það fyrir augum að auka magnið sem fer á haugana og spara þannig ennþá meir. Það er alls ekki útilokað að ríkissjóður geti rétt sig verulega af ef nýja stjómin hvetur bændur til að framleiða nógu mikið. Sjáið til. Á fjárlögum er áætlað að eyða milljónatugum í útflutnings- bætur. Ef íslendingar hætta að selja kjötið til útflutnings en henda því í staðinn sparast allar útflutnings- bætumar og fjármálaráðherra og skattgreiðendur geta glaðst yfir hverju einasta kílói sem fer í sorpið. Þá má nefna það einnig að geymslu- kostnaður hefur numið milljónum króna en með því að slátra lömbun- um og aka síðan skrokkunum beint á haugana að slátrun lokinni spar- ast einnig geymslukostnaðurinn. Spumingin er hvort ekki á að byggja sláturhúsin á haugunum til að spara aksturskostnaðinn! Þjóðhagslegt gildi landbúnaðar- framleiðslunnar hefur í gegnum tíðina verið skotspónn skammsýnna manna. Þeir hafa verið að gagnrýna offramleiðslu og haft hom í síðu bænda fyrir að vera ómagar á þjóð- arbúinu. Nú hefur hins vegar sannast að kjötframleiðsla þeirra er af hinu góða. Hún er arðvænlegur atvinnuvegur sem gefúr þjóðarbúinu stórpening í aðra hönd. Kjötið á öskuhaugunum ber þess vott að skynsemi er farin að ráða í land- búnaðarstjóminni. I stað þess að selja kjötið niðurgreitt á innan- landsmarkaði, eða selja það dýrum dómum til útlanda, hefur verið brugðið á það ráð að henda því jafn- óðum með þeim árangri að við stórgræðum. Menn eiga ekki að vera að hneykslast á kjötskrokkunum á sorphaugunum. Fræðsluyfirvöld eiga að skipuleggja námsferðir á haugana til að sýna æskunni og námsfólkinu í verki hvemig hagræð- ing, arður og nýtni á íslenskri landbúnaðarframleiðslu getur borið árangur ef vitrir menn og glöggir fá að stjóma án þess að aðrir skipti sér af því. Nú á að skera upp herör gegn lambakjötsáti. Því meir sem fer á haugana því meira græðum við. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.