Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. 45 Sviðsljós Cicciolina brjóstum umkringd þann 2. júli sl. er hún mætti til að taka sæti á italska þinginu. Ramba t.v. og Pozzi t.h. kenndu í brjósti um Cicciolinu og mættU henni til StuðníngS. Simamynd Reuter Hinn nýkjömi ítalski þingmaður Ilona Staller, betur þekkt sem pornó- sínum ekki vonbrigðum mætti hún með tvær topplausar vinkonur sínar sem drottningin Cicciolina, gerði ekki alvöru úr ummælum sínum þess efnis að eflausthafakenntíbrjóstiumhanaenda var Cicciolina hálf-brjóstumkennan- hún myndi mæta topplaus á ítalska þingið. Til þess að valda aðdáendum leg svona mikið klædd í góða veðrinu. Diana er kampakát Diana prinsessa hefur greinilega ekki áhyggjur af aldrinum og hlær bara kampakát á 26. afmælisdaginn sinn sem var þann 1. júli sl. Prinsessan hélt ekkert sérstaklega upp á daginn en brá sér á tennisleik þeirra Ivan Lendl og Henri Leconte í 8 manna úrslitunum á heimsmeistaramótinu á Wimbledon- leikvanginum. Simamynd Reuter Simamynd Reuter Mjallhvít fimmtug Hin sígilda mynd Walt Disney, Mjallhvít og dvergarnir sjö, á stórafmæli um þessar mundir. Það eru heil 50 ár liðin frá því að Disney hristi þessa hugljúfu sögu um góðu Mjallhvit, vondu drottninguna, eplið og hugrakka prinsinn fram úr erminni. Á myndinni sést Meghan Zavry, 4ra ára, faðma að sér sögupersónurnar Mjallhvíti og Dopey. Meghan býr á heimili fyrir börn með krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma en Mjallhvít og félagar kíktu í heimsókn í tilefni afmælis síns. Hjónaband í kafi Þau hafa hugmvndaflugið í lagi skötuhjúin sem giftu sig niðri í sundlaug sl. mánudag. Þau Kathy Bouckaert og Christian Denys hittúst í köfunar- klúbbi í heimabæ sínum í Frakklandi og því þótti þeim við hæfi að láta pússa sig saman í kafi. Það var bæjarstjórinn á staðnum sem framkvæmdi athöfnina og virðist hann ekki kippa sér upp við hinar óvenjulegu aðstæð- ur. Brúðurinn er. eins og sannri brúði sæmir. klædd í hvítan brúðarkjól með slör en rninna fer fyrir klæðnaði brúðgumans. Kannski vill bara svo óheppi- lega til að smókingfötin hans eru ein af þeim sem verður að þurrhreinsa og mega þvi ekki blotna. Simamynd Reuter Ólyginn sagði... Eddie Murphy á í erjum við Nicolle Rader, 19 ára stúlku, sem segir Eddie vera faðir stúlkubarns hennar sem fæddist þann 15 mars sl. Eddie hefur neitað statt og stöðugt að vera faðir litlu stúlkunnar og sér Nicolle ekki annan kost en að leita til dómstóla með málið. Hún seg- ist áður hafa gengið í gegnum fóstueyðingu að beiðni Eddie. „En ég vildi eiga þetta barn og hann verður að gjöra svo vel að sjá fyrir dóttur sinni." Það er hætt við að þetta mál setji strik í reikn- inginn hjá Eddie sem núna er á föstu með Lisu Presley. Priscilla móðir hennar er vís meö að grípa tækifærið til að stía þeim skötu- hjúum í sundur en hún er vist ekki alltof hrifin af pilti. Charlie Sheen leikari, sonur leikarans Martins Sheen, gerði sér litið fyrir um dag- inn og labbaði inn á fínan veit- ingastað í Hollívúd með eitt stykki kyrkislöngu um hálsinn. Hann var einfaldlega að bjóða nýja gælu- dýrinu sínu út að borða. Gestir staðarins héldu til að byrja með að Charlie væri með risabindi um hálsinn en þegar bindið tók að hreyfa sig greip ofsahræðsla gest- ina sem margir hverjir þustu á dyr. Eigendur staðarins sáu sér ekki annað fært en að kasta ungu kvikmyndastjörnunni og slímuga vininum út í kuldann. Ekkert má maður nú! Whitney Houston, súkkulaðigella og draumadís allra sveina, veifar nú baugfingri af ákafa. Það er kannski ekki að ástæðulausu því á fingrinum trón- ir nú veglegur demantshringur sem kostaði litlar 140 þús. kr. Hinn 44 ára gamli umboðsmaður hennar, Gene Harvey, á heiðurinn af gjöfinni og velta menn nú ák- aft fyrir sér hvort líta ber á hringinn sem merki um að eitthvað meira sé í uppsiglingu þeirra i millum, jafnvel trúlofun, eða hvort um- boðsmanninum finnst einfaldlega svona sælt að gefa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.