Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 32
OLYMPIAf
Sviösljós
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987.
I>V
„Svo skelli ég henni á skeið,“ gæti Bjarni Bragason verið að hugsa.
Þrátt fyrir að veðrið væri gott þrjá daga mótsins var lokadagurinn eftirminni-
legur vegna kulda. Mótsgestir tóku þá fram allan þann klæðnað sem hönd
á festi, jafnvel teppi og svefnpoka. Sumir létu sér nægja spæjarafrakka.
Magnús Benediktsson á Skarði, sigursæll knapi i stökkgreinunum, með nokkra hlaupagikki.
Mannfagnaöur
á meramóti
Það er tvennt sem einkennir hestamót: hestar og menn. Þrátt fyrir að
hestarnir séu yfirleitt aðalatriðið hjá flestum þá koma margir til að hitta
kunningja og vini.
Á fjórðungsmótinu á Melgerðismelum í Eyjafirði hittust hestamenn af öll-
um landshornum og var þá kátt með ýtum. Dansleikir, kvöldvaka, sameigin-
legur útreiðartúr og varðeldur; allt varð þetta til að hressa mannskapinn,
svo ekki sé talað um skemmtiatriði sem áttu sér stað og stund á milli sýninga
á hestum, en þó aðallega um nætur.
Næstu fjórðungsmót verða á Vesturlandi og Austurlandi næsta sumar.
Dögg passar litla bróður sinn, Grét-
ar, og telur vissara að tengja hann
við sig með snúru. DV-myndir ej
sem fylgir þér hvert semer
Olympia Carrera, þýska ritvélin sem fékk verölaun fyrir hönnun,
er ritvélin fyrir hina fjölhæfu.
Ferðaritvél í sérflokki, einungis 6,5 kíló og meö innbyggöum
alspennubreyti. Lyklaboröið er aölagaö aö fingrunum
og auöveldar hraöa og villulausa vélritun viö hvernig borð sem er.
Getur allt sem þær stóru gera, dregur lóöréttar línur, og hefur
mismunandi leturgerðir, 24 stafa leiðréttingaminni, síendurtekningu
á öllum stöfum og sérstakan ásláttarjafnara (buffer)
- þannig nærðu góöum frágangi án fyrirhafnar.
Olympia Carrera er tengjanleg við allar tölvur.
...hún hefur þaö allt og meira til.
Ekjaran
ÁRMÚLA 22, SlMI (91) 8 30 22, 108 REYKJAVlK
Gunnlaugur Karlsson, tólf ára blaðaútgefandi. „Get vel hugsað mér að
verða blaðamaður síðar meir,“ segir hann. DV-mynd JAK
Tólfárablaðamaðurogritstjóri
„Okkur datt þetta bara í hug, mér og nokkrum vinum, síðan hættu þeir
við en ég ákvað að fara í þetta einn,“ sagði Gunnlaugur Karlsson, 12 ára
blaðamaður og ritstjóri, um útgáfustarfsemi sem hann stendur í. Um er að
ræða blað sem hann semur allt efni í og gefur út á eigin vegum. Gunnlaugur
er nemi í Vesturbæjarskólanum og blaðið sem hann gefur út ber nafnið
Bekkjarrit.
„Það er alls konar efni í blaðinu, skrýtlur, viðtöl, uppskriftir og margt
fleira. Ég er í sumarfríi núna en í haust byrja ég að gefa út aftur og þá verð-
ur blaðið miklu stærra, kannski stækkar það úr átta í sextán síður. Ég fæ
dálitla hjálp frá mömmu við útgáfuna, hún vélritar og ljósritar stundum
fyrir mig. Annars sé ég um allt hitt.“