Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. Fréttir __________________________________________________pv Hrafh Gunnlaugsson um atriðið við GulHbss: A ekki að vera ogeðslegt og kemur hiyllingi ekkert við Hestaat: Þessi mynd var tekin við upptökur á kvikmyndinni um skessuna i Jórukleif sem sýnd var í ríkissjón- varpinu fyrir nokkrum árum. DV-mynd Anna Fjóla Gísladóttir „Hlutirnir koma mönnum oft und- arlega fyrir sjónir þegar þeir þekkja ekki til hvernig að þeim er staðið," sagði Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri í samtali við DV þegar leitað var viðbragða hans við gagnrýni sem fram hefur komið í blaðinu á hestaat sem sett var á svið við Gullfoss um síðustu helgi. Að sjá hlutina i mismunandi Ijósi „Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum kom hingað John Waters, hinn þekkti leikstjóri, sem er frægastur fyrir það að hafa framleitt svokallað- ar „viðbjóðsmvndir". Ég á þar við myndir eins og Pink Flamingo, Fea- male Troubles og fleiri. Hann kom hingað sem gestur kvikmyndahátíð- ar. Þessi maður fór út að borða með mér og við fórum á Naustið. Við næsta borð sat kinnfiskasogin kona og var að borða svið. Þegar hún skar augað út úr sviðahausnum og stakk upp í sig lá við að þessi maður ældi fram á borðið, honum varð svo mikið um. Siðan skrifaði þessi maður bók sem heitir Shock Values og er þekkt í Bandaríkjunum. Hann sendi mér eintak af bókinni, þegar hún kom út í fyrra, og sagði: „Ég vil tileinka þér þetta eintak vegna þess að af öllum þeim viðbjóði, sem ég hef upplifað, var það að sjá þessa grönnu konu gadda í sig sviðið lambsauga, það ógeðslegasta sem ég hef séð. Þetta var slíkur viðbjóður að mér er ennþá óglatt.“ Þetta sýnir okkur það vel að hægt er að sjá hvern hlut í mis- munandi ljósi,“ sagði Hrafn. Fallegt atriði „Hestaatið, sem um er að ræða, var skemmtun til forna. Það var ekkert ógeðslegt við það og ekkert dular- fullt. Nákvæmlega eins og það að það er ekkert ógeðslegt eða dularfullt við það að borða svið ef sá siður er fyrir hendi. Tilgangurinn með þessu hestaati var sá að gera fallegt atriði sem var reisn yfir, þar sem tveir hest- ar takast á um eina meri, nákvæm- lega eins og breimakettir í garðinum eða steggirnir niðri á Tjörn takast á um eina önd og allir hafa gaman af að horfa á á vorin. Þetta atriði var vel undirbúið og það var búið að æfa það með færustu hestamönnum og fara nákvæmlega í gegnum það sál- fræðilega hvaða áhrif það myndi hafa á hestana tvo að leiða fram merina. í atriðinu á rauður og gló- fextur hestur biskupsins yfir íslandi að sigra svartan graðhest og tileinka sér meri sem er á staðnum. Við höfð- um útspekúlerað þetta til þrautar. Ég hef hugsað um þetta í ein tíu ár, hvernig hægt væri að gera þetta og hestarnir léku þetta nákvæmlega samkvæmt handriti. Rauði hesturinn fældi frá þann svarta, sem hafði sótt í merina, og helgaði sér hana og gekk stoltur í kringum hana. Það sá ekk- ert á hestunum eftir þetta enda verða þeir notaðir áfram í myndinni. Ef eitthvað hefði komið fyrir hestana hefði ekki verið hægt að nota þá í atriði sem við erum að fara að taka upp á Hjalteyri þessa dagana," sagði Hrafn. Kvikmyndin blekkingamiðill „Það sem sá á hestunum er eitthvað sem hefur gerst í hugum þeirra sem á horfðu. Þetta með oddhvössu prik- in var ákaflega einfalt. Við hestaat voru notaðar stengur. Menn verða að vita um það að kvikmyndin er blekkingamiðill. Það er tekið í víðri mynd þegar þessari stöng er otað í átt að hestunum. Síðan er það tekið í þröngri mynd þegar maðurinn otar stönginni. Því virkar það eins og stönginni sé beitt til þess að ota hest- unum áfram. Málið er það að þessum hestum var ekkert mein gert, þeir urðu ekki fyrir meiri skaða en stegg- irnir á Tjörninni sem börnin gefa brauð og eru að berjast um endurn- ar. Tilgangurinn með atriðinu var alls ekki sá að gera neitt ógeðslegt eða viðbjóðslegt. Tilgangurinn var að búa til kappleik, nákvæmlega eins og þegar menn fara á rokktónleika eða fótboltaleiki og hafa gaman af. Þetta á ekkert skylt við hanaat eða nautaat, þar sem verið er að drepa dýr. Þvert á móti átti að reyna að ná þarna út tíguleika hestanna. Þetta atriði var reynt árið 1930 á Alþingishátíðinni en þá tókst mjög kauðslega til. Þeir hugsuðu ekki út sálfræðina í þessu. Ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér og fékk þá hugmynd að nota merina, hún hlyti að vera lykillinn að þessu. Það yrði að nota meri í hestalátum sem annar væri búinn að helga sér en hinn hesturinn myndi þá sækja að. Þess vegna tókst þetta og allt tal um það að tilgangurinn hafi verið sá að láta annan hestinn hrapa fram af brúninni er alveg út í hött. Það er ekkert slíkt í handriti og það má lesa þar að það sem er að gerast er það að hestur bikupsins vinnur og sá sem á hestinn verður afskaplega stoltur af og færir konu hann að gjöf sem tákn um mikla hamingju. Þarna er fyrst og fremst verið að reyna að búa til glæsileika," sagði Hrafn. Búiðað eyðileggja Þingvelli Staðurinn, sem Alþingi er valinn, gjáin við Gullfoss, er valinn vegna þess að á gamla þingstaðnum á Þing- völlum er búið að koma fyrir alls konar pylsusölum og salernum fyrir túrista. Þar er því ekkert hægt að kvikmynda. Auk þess sem einhverjir ofvirkjar hafa gróðursett þar furu og alls konar jólatré sem eru gjör- samlega búin að eyðileggja þann stað og hann á ekkert skylt við íslenskt umhverfi lengur, sá staður. Ef hægt er að tala um náttúruspjöll er það grenið og furan á Þingvöllum. En burtséð frá því valdi ég þennan stað við Gullfoss vegna þess að þarna er gjá sem gefur sömu tilfinningu og gjáin gerði á Þingvöllum. Varðandi hestaatið færðum við okkur neðst í gjána eins fjarri fossinum og kostur var þar sem fossúðinn nær ekki til. Hestaatið fór fram við brúnina, til þess að hægt væri að ná mynd af því án þess að nokkur væri fyrir framan og án þess að hringurinn lokaðist. Þegar kvikmyndatökuvélin var hin- um megin við ána sást yfir brúnina og fólkið í hálfhring á bak við hest- ana. Þarna var aldrei nein hætta og þetta á ekki að vera neitt ógeðslegt og kemur hryllingi ekkert við. Þetta á að vera fallegt og glæsilegt at- riði,“ sagði Hrafn. Gróðri hlíft „Ef John Waters, vinur minn og viðbjóðssérfræðingur, sæi íslenska glímu, sem er kannski mjög lík hesta- ati í eðli sínu og þá pústra og bræðrabyltur sem verða þar, yrði honum ákaflega hverft við. Hins veg- ar er merin það sem vantar í íslenska glímu enda er hún ósköp kauðsk og dapúrleg þegar maður horfir á hana. En málið er það að þarna voru kveiktir fimm eldar og það hafði ver- ið gert þannig að gróðri yrði hlíft. Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að búa til senu á Alþingi öðru- vísi en að hafa þar einhverja logandi elda. Þeir voru eins litlir og hægt var og við notuðum það sem kallað er „Easy Fire“ og fæst á bensínstöðv- um og höfðum smásprek yfir. Við tókum upp jarðarmen að ósk Njarðar bónda í Brattholti og eldurinn var kveiktur niðri í þessum holum. Við fórum fyrst og fremst eftir því sem við töldum að óhætt væri gagnvart gróðri. Ég er mikill gróðurverndar- maður og hafði samráð við Njörð. Eldarnir brunnu niðri í moldinni og síðan voru torfurnar settar aftur yfir. Auðvitað sviðnar sina og slíkt þama í kring, þetta er eins og hver annar sinubruni og grasið verður aftur grænt. Við reyndum að fara eins varlega í sakirnar og við gátum. Þetta jafnar sig tiltölulega fljótt. Það er ljóst að þar sem hestar eru verður alltaf smátraðk. Ég er sannfærður um það að menn munu þarna eign- ast Gullfoss og umhverfið þarna, í þessari kvikmynd, í mjög skemmti- legu og nýju Ijósi. Ég átti mjög gott samstarf við Njörð bónda i Bratt- holti og bændur þarna í kring og ég er sannfærður um það að þeir eru bestu menn til að dæma um það hvort þarna hafi orðið einhver skaði. Ég held að þeir sem ekki eru vanir um- hverfi og náttúru séu ekki alveg réttu mennirnir til að kveða upp úr með þetta, eins og ég sá að einhverj- ir statistar höfðu verið að gera. Sjálfur er ég alinn upp meira og minna úti í sveit og veit ósköp vel hvernig gróður hagar sér, tilgangur- inn var síður en svo sá að eyðileggja gróður. Við höfum farið víða um land og ég hef lagt á það grundvallará- herslu við mitt fólk að við reynum að vernda gróður og við skiljum ekki svo við nokkurn stað að við getum ekki komið þangað aftur með fullri reisn og sæmd. Enda er það lykillinn að því að það sé hægt að kvikmynda á slíkum stöðum á íslandi. Þannig að hafi orðið einhver spjöll, sem ég dreg mjög í efa, þá eru þetta allt hlut- ir sem munu jafna sig. En ef svo er harma ég það en ég lagði áherslu á það þegar ég yfirgaf staðinn að það yrði gengið eins vel frá og hægt væri,“ sagði Hrafn. Landið sundurtætt af fjórhjólum „En það er erfitt fyrir kvikmynda- tökumenn að taka myndir hér á landi vegna þess að landið er sundurtætt af förum eftir íjórhjól og það er erf- itt fyrir fólk frá 12. öld að ríða á hestum yfir slíkt landsvæði. Það eru vandamálin sem við búum við og við verðum að geta séð skóginn fyrir trjánum. Ég vil taka það fram að ég hef haft gott samstarf við Náttúru- verndarráð og reynt að fara í einu og öllu eftir þeirra fyrirmælum og það er mikið atriði fyrir okkur kvik- myndagerðarnmenn að reyna að halda þær reglur sem okkur eru sett- ar og vera innan þeirra marka. Hafi þarna verið gengið of langt eða eitt- hvað farið úrskeiðis verðum við að hafa það í huga að þarna var aus- andi rigning og allar aðstæður mjög erfiðar. Og það er ekkert grín fyrir mig, sem er með 100 milljóna króna fyrirtæki á bakinu en það kostar þessi mynd og ég ber ábyrgð á því að vel takist til, að standa í grenj- andi rigningu með um 100 leikara og stort upptökulið með fullkomn- ustu vélar vitandi það að hver einasti klukkutími í upptöku kemur aldrei aftur. Mér er skammtaður ákveðinn upptökutími og ég verð að nýta hann hvað sem á dynur. Þess vegna hefur maður neyðst til að kvikmynda við mjög erfiðar aðstæður. En maður er að reyna að berjast fyrir lífi sínu sem listamaður og um það snýst allt mál- ið. -ój Misþyrmingar lögregluþjóns: „Varðstjórinn veit vel hvað gerðist“ Óli J. Kristjánsson, sem varð vitni að misþyrmingu lögregluþjóns á ungl- ingsstrák í og utan við lögreglustöðina við Hverfisgötu aðfaranótt laugar- dagsins, segist hafa orðið forviða þegar hann las DV í gær þar sem varðstjór- inn, sem var á vakt. tiltekna nótt, sagðist ekki hafa vitað að misþyrming- in hafi átt sér stað. „Ég hringdi í varðstjórann þegar ég kom heim og kannaðist hann þá við þetta, hann sagðist ætla að kanna málið,“ sagði Óli í gær. Fjögur vitni að misþyrmingunum höíðu samband við DV í gær og tóku undir lýsingar þær sem voru gefhar á framferði lögregluþjónsins. Vitnin sögðust aldrei hafa séð annað eins, þetta væri atburður sem ekki væri hægt að gleyma. Þau sem voru vitni að þessum atburði segjast vera forviða á viðbrögðum lögregluþjóna sem komu að lögreglustöðinni eftir að mis- þyrmingunum lauk og vildu ekki trúa viðstöddum þar sem þeir hefðu ekki séð þetta sjálfir. Einn af viðmælendum blaðsins seg- ist ekki vilja trúa því að þetta verði þagað í hel. Svona framkomu má eng- inn komast upp með, hvorki lögregla né aðrir. Þó unglingsstrákurinn hafi verið að brúka munn við lögregluþjón þá hafi hann ekki unnið til svona meðferðar. Frásögn DV í gær virðist vera í vægara lagi sé tekið mið af frá- sögnum vitna. -sme Varðstjórinn: J! Á ekki að eig [a sér stað“ Varðstjórinn, sem stýrði vakt- inni aðfaranótt laugardagsins, sagði við DV í morgun að ekkert hefði komið fram um að drengur- inn hefði meiðst. Þegar hann var spurður hvort viðkomandi lög- regluþjónn hefði áður gert eitt- hvað þessu líkt, sagði varðstjórinn að hann vissi ekki um hvaða lög- regluþjón verið væri að tala. „Ég hef ekki heyrt um nein meiðsli á drengnum. Hafi þetta hent þá hefúr það skeð á kannski tveimur til þremur mínútum en svona á ekki að eiga sér stað, hafi þetta hent.“ -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.