Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLl 1987. Fréttir Flugleiðir: Köttur raskar flugáætlun Köttur nokkur tafði ferð Flugleiða- þotu frá Keflavík til New York á sunnudag en skömmu áður hafði upp- götvast að kötturinn hafði gerst laumufarþegi með vélinni samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Sæ- mundi Guðvinssyni, blaðafulltrúa Flugleiða. Er talið að kötturinn hafi sniglast um borð i vélina í Lúxemborg og ferð- ast með henni til Islands, þaðan til Chicago og síðan til Islands á ný. Eft- ir að uppvíst varð um köttinn á leið- inni frá Chicago, en kötturinn var í farþegarými flugvélarinnar, töldu ýmsir sig hafa orðið vara við hann áður, en hver þó með sínum hætti. Einn fann „eitthvað loðið strjúkast við fótinn á sér“, annar taldi „gular glyrnur" hafá mænt á sig og þar fram eftir götunum. Ekki hefur þó fengist upplýst af hverju viðkomandi farþegar kvörtuðu ekki yfir þessum óvenjulegu atburðum þá þegar og þeir gerðust og skal engum getum að því leitt hvem þeir héldu vera á ferðinni þar til til- vist kattarins var sönnuð. Eftir að ljóst varð að köttur færi huldu höfði í vélinni upphófst eltingar- leikur mikill og tók það vaska sveit starfsmanna Flugleiða nokkra klukkutíma að handsama köttinn. Þetta leiddi til þess að fólkið, sem beið eftir því að fara til New York, varð að skipta um flugvéi og hlutust af því nokkrar tafir. Kötturinn víðforli, sem var ómerktur, endaði hins vegar ævin- týralegt líf sitt á Keflavíkurflugvelli. -ój „Það kom náttúrlega dálítið flatt upp á mig að ég skyldi fá upphring- ingu frá David Bowie svona upp úr þurru. Fyrst hélt ég að þetta væri grín en komst fljótt að raun um að svo var ekki. Við spjölluðum saman í svona fimm mínútur um daginn og veginn, hann spurði hvað ég ynni og hvort ég væri trúaður. Síðan tók hann eitt lag í gepum símann og kvaddi með lo- forði um að senda mér áritaða plötu,“ sagði Birgir Guðnason, íbúi i Reykja- vík, um óvænt símtal sem hann fékk um tvöleytið á föstudaginn var. Hringingin var frá bandarískri út- varpsstöð sem hringdi á ýmsa staði í heiminum og bauð fólki að spjalla við annaðhvort Paul McCartney eða David Bowie sem sátu fyrir svörum. Birgir valdi Bowie enda hrifnari af hans tónlist. „Hann spurði hvort ég tryði á guð eða djöfulinn og loks sagðist hann hafa hitt djöfulinn í eigin persónu. Ég spurði hvemig stæði á því og þá sagð- ist hann hafa hitt djöfulinn þegar hann var ánetjaður eiturlyfjum um tíma. Nú bíð ég bara eftir að fá plötuna. Það trúir mér enginn almennilega fyrr en ég er kominn með hana í hendum- ar,“ sagði Birgir. -BTH Kattavinir á Neskaupstað: Ekki allir allaball- ar á Neskaupstað Kattavinir á Neskaupstað eru óhressir eins og fram hefúr komið í DV. Fækka átti villiköttum í bænum en heimiliskettir fengu líka að kenna á því. Þeim hefur þvf fækkað líka. I framhaldi af þessum atburðum og fréttaskrifum sendu kattavinimir DV eftirfarandi pistil: „Fimmtudaginn níunda júlí birtist auglýsing í Austurlandi, flokksmál- gagni bæjarstjómarmeirihlutans á Neskaupstað, um útrýmingu á kött- um. Skyldu allir kettir sem sæjust lausir verða aflífaðir næstu nætur. Þetta er svipað og ef borgaryfir- völd i Reykjavík auglýstu útrýmingu katta einu sinni í Þjóðviljanum. Blaðið Austurland var selt í hús að kvöldi fimmtudagsins níunda júlí. Kattaeigendur höfðu sem sagt skamman tíma til að leita ketti sína uppi og koma þeim í húsaskjól. Þótt fólk eigi ketti er það ekki allt- af heima að kvöldlagi til að kaupa blaðið. Það eru heldur ekki aliir alla- ballar á Neskaupstað og kaupa því ekki blaðið Austurland. Meginþorri kattaeigenda vissi því ekki um fyrirhugaða herferð. Kett- imir voru svo skotnir 10., 11. og 12. júlí. Þeir kattaeigendur, sem enn áttu kött á lífi, héldu að óhætt væri að láta út ketti sina er auglýstur veiði- tími var útmnninn. Ollum að óvörum var þá farið að skjóta ketti að nýju þann 20. júlí. Kattaeigendum á Neskaupstað er vel ljós nauðsyn þess að halda villi- köttum í skefjum. Þeir vilja aðeins fá að vita tímasetningu útrýmingar- herferðar með fyrirvara til að koma köttum sínum í hús. Kattavinir vilja harðlega mótmæla vinnubrögðum bæjarstjómar í þessu máli. Kattaeigendur, jafnt núverandi sem fyrrverandi, vilja fá að vita: Hvort næst verði látið vita í tæka tíð um útrýmingu villikatta svo næsti köttur fari ekki sömu leið. Hvort yfirvöld á Neskaupstað séu ekki skaðabótaskyld vegna þessa." -PLP Jjfjft '$»< *1 Aífis, \‘te 'r': $0' ' ^ '0 tijkís % \' 4’ <*S Birgir Guðnason fékk óvænt simtal frá David Bowie. DV-mynd S Fékk upphringingu frá David Bowie - og átti við hann stutt spjall í dag rnælir Dagfari Enginn er spámaður í sínu föður- landi og gleggsta sönnunin þar að lútandi er vaxandi frami Ólafs Ragn- ars Grímssonar á alþjóðavettvangi. Fréttir og viðtöl hafa birst í fjölmiðl- um með reglulegu millibili þar sem Ólafur hefur kynnt fyrir lesendum heimssýn sína og persónuleg áhrif sín á hana. Ólafur hefur, eins og kunnugt er, gegnt forystu í alþjóð- legum þingmannasamtökum og hefur sem slíkur ferðast á milli þjóð- arleiðtoga og skipulagt fyrir þá fiíndi með öðrum þjóðarleiðtogum til að stuðla að friði og afvopnun. Ólafur hefur margsinnis fengið fríðarverð- laun fyrir að ferðast svona um heiminn og hann hefur margoft ve- rið myndaður með frægu fólki. Allt hefur þetta komið fram hér heima í blöðunum enda ekki á hverjum degi sem íslendingar eignast alþjóðlegan spámann sem sést á myndum með öðrum heimsfrægum spámönnum. Einn galli hefur þó verið á hinu mikilvæga hlutverki Ólafs Ragnars fyrir hönd þessara þingmannasam- taka. iiann hefur sjálfur ekki verið þingm. iður. ólafúr var að vísu kos- inn á þing fyrir áratug eða svo, en o 'ft fljótt út aftur. Sennilega hefur j fail ekki spurst til útlanda og . lafur Ragnar er ekki að segja frá kosningaúrslitum, meðan hann er Olafur alheimsreddari ekki spurður um kosningaúrslit. Þess vegna situr hann ennþá í al- þjóðlegum þingmannasamtökum sem þingmaður án þess að vera þing- maður. Nokkrum sinnum á síðasta áratug hefur Ólafur Ragnar gefið kost á sér til þingmennsku en margt hefur ver- ið honum mótsnúið í þeirri viðleitni. I fyrsta lagi hafa hans eigin flokks- menn í Alþýðubandalaginu komið í veg fyrir að hann fengi öruggt sæti og í öðru lagi hafa kjósendur ekki greitt listanum atkvæði, jafnvel þótt Ólafur Ragnar hafi komist á hann. Þannig verða menn nefnilega þing- menn, að kjósendur greiða þeim atkvæði. Ólafúr Ragnar hefur því miður alveg farið á mis við atkvæðin og þá um leið við þingmennskuna, svo hann hefur áfram mátt sætta sig við að vera formaður í alþjóðaþing- mannasamtökum án þess að vera þingmaður. Kannske kemur það þingmannasamtökunum ekki við hvort meðlimimir eru þingmenn eða ekki. Aðalatriðið getur verið hitt, að þeir líti út fyrir að vera þing- menn, eða þá að þeir segjast vera þingmenn, eða eigi að vera þing- menn, ef kjósendur væru ekki að skipta sér af kosningum. Og svo er hitt að fólki úti í heimi kemur hreint ekkert við hveijir eru þingmenn og hverjir ekki þingmenn á Islandi, enda geta allir verið sammála um að að Ólafur Ragnar er mjög þing- mannslegur í útliti og gæti vel verið þingmaður ef hann heföi ekki verið svo óheppinn að vera ekki þingmað- ur. Og öllum er ljóst, jafnt hérlendis sem erlendis, að Ólaf langar mikið til að vera þingmaður og hvers vegna má hann þá ekki látast vera þing- maður ef hann endilega vill og enginn tekur eftir því? En nú kann einhver að spyija af hveiju hér sé verið að rekja þennan merka framaferil Ólafs Ragnars Grímssonar? Jú, Ólafur virðist nú vera búinn að leggja það á hilluna í bili að bjarga heimsfriðnum en hefúr snúið sér að því að bjarga heimilisfriðnum í Alþýðubandalag- inu. Hann skrifar langa og merka grein í Þjóðviljann um helgina og telur upp í fyrsta lagi og öðru lagi og þriðja lagi, eins og sönnum stjóm- málamanni sæmir, hvernig Alþý- uðubandalagið getur endurreist sig í pólitíkinni. Enginn er betur til þess hæfur en Ólafur Ragnar að stilla til friðar í Alþýðubandalaginu. Hann hefur sjálfur magnað upp ófriðinn í flokknum svo hann þekkir vel til vandamálanna. Rússamir hafa til dæmis stuðlað manna best að ófrið- arblikum í Evrópu og þar af leiðandi er mest mark á þeim takandi þegar þeir vilja stilla til friðar. Eins er með Ólaf Ragnar, sem þar að auki hefúr reynslu í því að ferðast á milli manna og gefa þeim góð ráð í sambandi við fundi til að stilla til friðar í heimin- um. Hann er nokkurs konar alls- heijarreddari og vill nú gerast spámaður í sínu eigin föðurlandi. Alþýðubandalagið hlýtur að taka þessum innanlandsafskiptum Ólafs fagnandi. Þama fer maður með reynslu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.