Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 30
46 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. Kvikmyndahús Bíóborg Hættulegur vinur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15 Arizona yngri Sýnd kl. 7 og 9. Krókódila Dundee Sýnd kl. 5 og 11. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Morgan kemur heim Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5, 7 og 11. Morguninn eftir Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Blátt flauel Sýnd kl. 9. Háskólabíó Herdeildin Sýnd kl. 7.30 og 10. Bönnuð innan 16. ára. Laugarásbíó Gustur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Martröð á Elmstræti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Regnboginn Velgengni er besta vörnin Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Á toppinn Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 9.05 og 11.05. Þrir vinir Sýnd kl. 3.10 og 5.10. Á eyðieyju Sýnd kl. 9 og 11.15 Hættuástad Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Otto Endursýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Hrafninn flýgur Sýnd kl. 7 Kvikmyndasjóður kynnir islenskar myndir með enskum texta Skilaboð til Söndru Message To Sandra Leikstjóri Kristin Pálsdóttir. Sýnd kl. 7. Stjömubíó Hætturlegur leikur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Wisdom Sýnd kl. 7, 9 og 11. Heiðursvellir Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 16 ára LUKKUDAGAR 29. júli 63882 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800. Vinningshafar hringi i síma 91-82580. Kvikmyndir Stjömubíó/haettulegur leikur: Of auðveldur leikur Christopher Collet, i hlutverki Paul Stevens, setur saman kjarnorkusprengju í kvikmyndinni „Hættulegur leikur“. Deadly Game, bandarisk, framleidd af Marshall Brickman og Jennifer Ogden Leikstjóri: Marshall Brickman Handrit Marshall Brickman og Thomas Baum Myndatökustjóri: Billy Willíams Tónlist Philippe Sarde Aöalhlutverk: Chrístopher Collet Jill Ei- kenberry, John Lithgow, Cynthia Nixon og Abe Unger Paul Stevens er nemandi og mikill áhugamaður um eðlisfræði í menntaskóla í borginni fþöku í New-York fylki í Bandaríkjunum. Móðir hans kynnist dr. John Mat- hewson sem starfar við rannsókna- stoíhun sem kallast Medatomics. Með því að komast í kynni við Mat- hewson kemst Paul að þvi að þótt almenningur standi í þeirri trú að stofnunin framkvæmi rannsóknir í þágu læknavísindanna þá sé þar raunverulega unnið á vegum hersins að fullkomnun svo öflugs vopns að fá önnur komist í hálfkvisti við það. Strax þegar Mathewson fer með Paul í sutta skoðunarferð um stof- una rekur Paul augun í hið magnaða efni, nær hreint plútoníum, eitt mik- ilvægasta hráefnið í kjamorku- sprengju. Seinna ákveður Paul að komast aftur inn í rannsóknastoíuna og með aðstoð vinkonu sinnar, Jenny, tekst honum að verða sér úti um dálítinn slurk af efninu. Hann ætlar nefhi- lega að búa til eitt stykki kjamorku- sprengju sjálfur enda afburðasnjall eðlisfræðinemi og að því er virðist með það á hreinu hvemig kjam- orkusprengjur em búnar til. Eins og við er að búast verður uppi fótur og fit á rannsóknastofunni þegar hvarf plútoníumsins kemst upp og hasarinn byijar fyrir alvöm. Auðvit- að endar allt farsællega með faðm- lögum og tilheyrandi. Það er varla hægt að segja að þráð- urinn í myndinni sé sérlega raunsær enda er snilligáfa Pauls alveg með ólíkindum. Þegar hann brýst inn í rannsóknastofuna virðist hann þekkja þar hvem krók og kima, hann stjómar ílóknum tækjabúnaði í fyrsta skipti eins og að drekka vatn og það að berja saman sprengjuna gengur hreint leikandi létt. Þetta gengur eiginlega of auðveldlega fyrir sig. Hinn 17 ára gamli Cristopher Col- let, í hlutverki Pauls, skilar sínu hlutverki þokkalega. Þetta er í ann- að skipti sem hann fer með stórt hlutverk í kvikmynd, hið fyrra var í kvikmyndinni „Firstbom" þar sem hann lék líka son einstæðrar móður, að vísu ekki jafnsnjallan og þennan. Ljósasti punkturinn í myndinni er John Lithgow í hlutverki Mathew- son. Hann lék á eftirminnilegan hátt kynskiptinginn Robertu Muldoon í „The world according to Garp“, og hlaut óskarsútneíhingu fyrir vikið. Tæknivinna í myndinni er öll með ágætum og myndin í heild ágætis afþreying þótt dálítið sé hún yfirdrif- in á köflum. -BTH Á ferðalagi Heydalir og barnaómegðin hans Einars Heydalir í Breiðdal í Suður- Múlasýslu eru kirkjujörð og prests- setur sem vegna mikilla hlunninda var löngum talið eitt besta brauð landsins. Kirkja hefur verið í Heyd- ölum, sem stundum eru kallaðir Eydalir, allt frá kaþólskum sið. Af þeim mörgu prestum, sem setið hafa staðinn, er séra Einar Sigurðs- son, sem fæddist árið 1538 og lést 1627, frægastur. Einar orti meira en nokkur annar Islendingur fyrir hans daga og er sálmurinn Nóttin var sú ágæt ein þekktastur ljóða hans. Af- köst Einars einskorðuðust ekki við þá andlegu iðju sem kveðskapur er. Einar hlóð niður slíkri bamaómegð að einsdæmi er hér á landi. Ætt- fræðingur DV segir að eftir því sem best sé vitað séu allir núlifandi Is- lendingar skyldir Einari á fimm eða tíu mismunandi vegu. Eins og nærri má geta afrekaði Einar það ekki einn að verða forfaðir allra Islend- inga. En merkilegt nokk þá þurfti hann ekki nema tvær konur til að ala ómegðina. Einari var fleira til lista lagt en að yrkja sálma og geta böm. Sama ár og hann lést, 1627, gerðu alsírskir sjóræningjar strandhögg á íslandi. Þessi atburður hefur verið kallaður Tyrkjarán í sögunni og hefur land- anum legið fremur illt orð til Tyrkja af þeim sökum. Þjóðsagan segir að séra Einar hafi hrakið sjóræningj- ana úr Breiðdal með mögnuðum lestri bölbæna. Bölbænimar virkuðu þannig á strandhöggsmenn að þeir rugluðust og vissu ekki hvert þeir fóm. Tyrkjaránið varð tilefiii til fleiri þjóðsagna sem áttu að sýna hve hraustlega íslendingar tóku á móti Afríkubúum og draga fjöður yfir þá staðreynd að sjóræningjunum var veitt lítið sem ekkert viðnám þegar þeir brenndu, rændu og nauðguðu á Islandi árið 1627. Ekki langt frá Heydölum er Breiðdalsvík og þar heitir urð ein Tyrkjaurð. Þjóðsagan segir að þar séu urðaðir 18 sjóræn- ingjar sem íslenskur bóndi drap sofandi. Bóndinn skal hafa notað ístað við verkið. -pal Sóknarkirkjan í Heydölum var 18 ár í byggingu og vigð 1975. Gamla kirkj- an, sem stendur enn, var reist 1856 og það tók einn dag. Útvarp - Sjónvarp Svona lagað má koma i veg tyrir. DV Sjónvarpið kl. 20.40: Afleiðingar umferðarslysa Það er Fararheill ’87, átak bifreiða- tryggingafélaganna í umferðarmálum, sem kostað hefur gerð þessa þáttar er nefnist Líðan eftir atvikum og verður í sjónvarpinu í kvöld. í fréttum sést oft eftir að slys hafa átt sér stað að einhverjum líði eftir atvikum. Reynt er að varpa ljósi á það í þessum þætti og sýna alvöru umferðarslysanna. Rætt er við fólk sem lent hefur í slys- um og lækna sem annast fómarlömb umferðarslysa. Nú stendur fyrir dyrum aðalferða- helgi ársins og þá fara margir óvanir ökumenn út á vegi landsins. Vonandi verður þessi þáttur til að varpa ljósi á nauðsyn þess að ökumenn fari var- lega á ferðum sínum. Helgi E. Helgason fréttamaður stjómaði gerð þáttarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.