Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. 41 Fólk í fréttum Ragnheiður Helga Þorarinsdóttir Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir borgar- minjavörður greindi frá því í DV á mánudag- inn var að nú hefði verið ákveðið að færa húsið að Vesturgötu 2 í sitt upprunalega horf. Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir er fædd 2. ágúst 1952. Hún lauk BA prófi í sögu og norsku frá HÍ 1976, cand. mag. prófi í þjóð- fræði frá Oslóarháskóla 1978 og magisterprófi í þjóðfræði frá Oslóarháskóla 1982. Hún varð fjórðungsminjavörður á Austurlandi og fram- kvæmdastjóri Safriastofriunar Austurlands 1981 og borgarminjavörður í nóvember 1984. Maður hennar er Hans-Uwe Vollertsen, cand. mag., sonur Heinrich Vollertsen, kaupmanns í Slesvig í Syd-Slesvig í Þýskalandi, og konu hans, Idu, f. Jurgensen, og eiga þau tvö böm, Helgu, f. 1983, og Jóhannes, f. 1986. Systkin Ragnheiðar em Ingibjörg, skrifstofumaður á Akureyri, gift Guðmundi S. Jóhannssyni húsasmíðameistara á Akurejri, Þórarinn, arkitekt í Rvík., Stefán, héraðslæknir á Egils- stöðum, Sigurður Þór, húsasmíðameistari og kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Hjörleifúr, yfirlyljafræðingur í Rvík., og Halldór, matvælafræðingur í Rvík., fóstur- systir Ragnheiðar er Ingibjörg Einarsdóttir póstafgreiðslumaður, gift Jóhanni Grétari Einarssyni, stöðvarstjóra Pósts og síma á Seyðisfirði. Foreldrar Ragnheiðar em Þórarinn Þórarins- son, skólastjóri á Eiðum, f. 5. júní 1904, d. 2. ágúst 1985, og kona hans, Sigrún Ingibjörg, f. 10. janúar 1919, Sigþórsdóttir. Faðir Ragnheiðar, Þórarinn, var sonur Þórar- ins, prests á Valþjófsstað, f. 10. mars 1864, d. 3. júlí 1939, Þórarinssonar, b. á Skjöldólfsstöð- um, Stefánssonar, prests á Skinnastöðum, Þórarinssonar, prófasts og skálds á Múla, Jónssonar, bróður Benedikts Gröndal, yfir- dómara og skálds, tengdaföður Sveinbjamar Egilssonar, rektors og afa Benedikts Gröndal skálds. Systir Stefáns á Skinnastöðum var Þorbjörg, kona Kristjáns Þorsteinssonar, prests á Völlum, en aíkomandi þeirra í 4. lið var Kristján Eldjám forseti. Ragnheiður Helga er í föðurætt skyld Einari Kvaran skáldi í 3. og 4. hð, langafa Ragnars Amalds, Tryggva Þóhallssyni forsætisráðherra, í 3. og 4. og Finnboga Guðmundssyni landsbóka- verði í 3. og 5. Föðuramma Ragnheiðar Helgu, Ragnheiður Jónsdóttir, móðir Þórarins á Eiðum, var 4. maður frá Finni biskupi Jónssyni í beinan karlegg en langafí hennar var Jón Sigurðsson á Bíldsfelli í Grafningi sem Bíldsfellsættin er kennd við. Meðal föðursystkina Ragnheiðar Helgu em Þórhalla, amma Bjöms Bjömsson- ar, póstmeistara í Rvík., Br\rndís, móðir Þórarins Amasonar, lögfræðings Búnaðar- bankans, og amma Árna Þórarinssonar, ritstjóra Mannlífe, og Áma Isakssonar fiski- fræðings. Móðir Ragnheiðar Helgu, Sigrún, er dóttir Sigurþórs, kaupmanns í Rvík., f. 30. mars 1873, d. 25. október 1954, Sigurðssonar, b. á Snotm í Landeyjum, Ólafssonar, b.í Múlakoti í Hrafh Gunnlaugsson Hrafii Gunnlaugsson, leikstjóri og kvik- myndagerðarmaður, hefúr verið í fréttum DV vegna kvikmyndarinnar í skugga hrafnsins sem hann hefur nú í smíðum. Hrafii fæddist í Reykjavík 17. júní árið 1948 og ólst upp í vesturbænum. Hann er stúdent frá MR og lauk BA prófi í leikhús- og kvikmyndafræðum fiá Stokkhólmsháskóla. Hrafh hefur gefið út tvær ljóðabækur, eina skáldsögu og smá- sagnasafh en auk þess safn styttri einþáttunga fyrir leikhús. Hann hefúr gert fjölda styttri leikrita fyrir sjónvarp og má þar m.a. nefha Keramik 1976, Blóðrautt sólarlag 1977, Vand- arhögg 1981 og Lilju og Silfurtunglið eftir verkum Laxness. Auk þess hefur hann leik- stýrt verkum fyrir Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur. Fyrsta kvikmynd Hrafris í fullri lengd var Óðal feðranna en hún var frumsýnd árið 1978. Önnur mynd hans, Okkar á milli, var frum- sýnd árið 1980 en árið 1984 fullgerði hann mynd sína Hrafhinn flýgur. Fyrir þá mynd hlaut hann verðlaun sænsku kvikmynda- stofhunarinnar fyrir bestu leikstjóm það árið. Böðullinn og skækjan er sjónvarpsmynd sem Hrafh gerði í samvinnu við sænska sjón- varpið árið 1985 og var sú mynd frumsýnd í fyrra. Nú þessa stundina vinnur Hrafri að fjórðu kvikmynd sinni: í skugga hrafhs- ins. Hrafii hefur átt sæti í framkvæmdanefhd lista- hátíðar. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar og nú síðast formaður stjómar listahátíðar. Hann varð dagskrárgerðarstjóri hjá sjónvarpi Ríkisútvarpsins síðla árs 1985. Kona Hrafhs er Edda Kristjánsdóttir, raf- virkjameistara í Rvík, Einarssonar, og konu hans, Margréti Einþórsdóttur, og eiga þau þrjú böm, Kristján Þórð, Tinnu og Snæfriði Sól. Systkini Hrafris em Þorvaldur, stærð- fræðingur á Reiknistofnun Háskólans, Snædís lögfæðingur, gift Sigurjóni Benedikts- syni, tannlækni á Húsavík, og Tinna Þórdís leikkona, gift Agli Ólafssyni, leikara og söngvara. Foreldrar Hrafns em Gunnlaugur Einar Þórðarson, dr.jur. hrl., f. 14. apríl 1919, og kona kona hans, Herdís leikkona, f. 15. októb- er 1923, Þorvaldsdóttir, bóksala í Hafnarfirði, Bjamasonar. Faðir Hralhs, Gunnlaugur, er sonur Þórðar, yfirlæknis á Kleppsspítala, f. 20. desember 1874, d. 21. nóvember 1946, Sveinssonar, b. á Geithömrum í Svinadal, Péturssonar. Langamma Hrafhs, móðir Þórðar á Kleppi, var Steinunn Þórðardóttir, b. í Ljótshólum í Svínadal, Þórðarsonar, b. á Kúfústöðum í Svartárdal, Jónssonar, b. á Lækjamóti í Víði- dal, Hallssonar, b. á Þóreyjamúpi. Bjömsson- ar, b. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, Þorleifssonar sem Guðlaugsstaðaættin er kennd við. Bróðir Halls var Ólafur á Svínavatni, langafi Guðmundar Amljótssonar. alþingismanns á Guðlaugsstöðum. Sonarsonur Guðmundar á Guðlaugsstöðum var Páll á Guðlaugsstöðum, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir borgar- minjavörður. Fljótshlíð, Ámasonar. Móðir Sigurðar á Sno- tm var Þómnn Þorsteinsdóttir, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum f Mýrdal, Eyjólfssonar, og Karítasar Jónsdóttur, stjúpdóttur Jóns Stein- grímssonar, prófasts á Prestbakka, meðal afkomenda Þorsteins og Karítasar em Er- lendur Einarsson, frv. forstjóri SÍS, Sveinn Einarsson, frv. Þjóðleikhússtjóri og Ingibjörg Rafnar hdl. Móðuramma Ragnheiðar Helgu, móðir Sigur- þórs, var Guðrún Þorsteinsdóttir frá Hlíðar- endakoti í Fljótshlíð, fóstursystir og náfrænka Þorsteins Erlingssonar skálds. Móðuramma Ragnheiðar Helgu var Halldóra Ingibjörg, f. 29. júlí 1879, d. 10. apríl 1933, Halldórsdóttir, b. og formanns í Eystra- Stokkseyarseli í Stokkseyrarhreppi, Halldórssonar og Sigríðar Þorkelsdóttur af Bergsætt. í móðurætt er Ragnheiður Helga skyld Salome Þorkels- dóttur alþingismanni í 4. og 3. lið. Meðal móðursystkina Ragnheiðar er Sigríður, móðir Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts og amma Kjartans Rúnars Gíslasonar mennta- skólakennara. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri. faðir Bjöms á Löngumýri, afi Páls á Höllu- stöðum og langafi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Föðuramma Hrafris, móðir Gunnlaugs, var Ellen Johanne, dóttir Jens Ludvigs Joachims Kaaber, framkvæmdastjóra í Kaupmanna- höfn, náfrænka Ludvigs Kaabers, bankastjóra Landsbankans. Herdís, móðir Hrafns, er dóttir Þorvaldar, bóksala í Hafharfirði, f. 6. nóvember 1895. Bjamasonar, b. og bátaformanns á Fagurhóli í Höfnum, Tómassonar, frá Teigi í Fljótshlfð, og Herdísar Nikulásdóttur. Skyldum Ólafi Túbals listmálara og Áma Blandon leikara. Móðir Herdísar var María, f. 14. desember, 1895, Jónsdóttir Þveræings, b. á Þverá í Lax- árdal, Jónssonar, bróður Snorra á Þverá, föður Áskels tónskálds. Annar bróðir Jóns Þveræings var Benedikt á Auðnum. faðir Huldu skáldkonu. Jón Þveræingur var sonur Jóns, b. á Þverá, Jóakimssonar, b. á Mýlaugs- stöðum, Ketilssonar, b. á Sigurðarstöðum í Bárðardal, Tómassonar. Meðal afkomanda Ketils á Sigurðarstöðum vom þeir bræður Hallgrímur og Sigurður Kristinssvnu. for- stjórar SÍS og Aðalbjörg Sigurðardóttir, móðir Jónasar Haralz bankastjóra. Bróðir Jóns Jóakimssonar á Þverá var Hálfdán, fað- ir Jakobs, stofhanda Kaupfélags Þingeyinga, fyrsta kaupfélagsins. Systkini Maríu vom Sigríður, kona Jóhanns Skaftasonar sýslu- manns en þau Jóhann og Sigríður vom svstraböm frá Amheiðarstöðum á Fljótsdal og Jón Víðis landmælingamaður. Móðir þeirra svstkina var Halldóra Sigurðar- dóttir frá Amheiðarstöðum. Guttomissonar. og er meðal frændfólks Hrafns í þeirri ætt Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Afmæli Gunnar Þorvarðsson 80 ára____________________ Jón Hj. Grímsson vélstjóri, Laxa- götu 3B, Akureyri, er 80 ára í dag. 70 ára Dóra O. Jósafatsdóttir, Ljósheim- um 6, Reykjavík, er 70 ára í dag. Droplaug Kjerúlf, húsfreyja að Vallholti í Fljótsdalshreppi, er 70 ára í dag. Hún verður ekki heima á afmælisdaginn. 60 ára_________________________ Gunnar Þorvarðarson skipstjóri, Rauðalæk 36, Reykjavík, er 60 ára í dag. Agnes Jónina Árnadóttir, Staðar- hrauni 2, Grindavík, er 60 ára í dag. 50 ára Magnús Ölversson sjómaður, Ham- arsbraut 9, Hafnarfirði, er 50 ára í dag. Sigríður Þorgeirsdóttir, Flókagötu 60, Reykjavík, er 50 ára í dag. Agnar Ingólfsson prófessor, Keilu- felli 16, Reykjavík, er 50 ára í dag. Guðrún Pétursdóttir skrifstofu- stjóri, Ásbúð 38, Garðabæ, er 50 ára í dag. 40 ára_________________________ Sveinn B. Sigurjónsson, Grashaga 3, Selfossi, er 40 ára í dag. Magnús Jóhannsson húsasmiður, Glitvangi 5, Hafnarfirði, er 40 ára í dag. Edda Loftsdóttir bankastarfsmað- ur, Frostaskjóli 79, er 40 ára í dag. Óskar Halldórsdóttir bifreiðasmið- ur, Blikhólum 2. Reykjavík. er 40 ára í dag. Ragnar Gunnarsson, Lvngmóa 1. Njarðvík. er 40 ára í dag. Jón F. Hjartarson skólameistari. Furuhlíð 4, Sauðárkróki. er 40 ára í dag. Ólöf S. Guðmundsdóttir nuddkona. Fálkagötu 29, er 40 ára í dag. Bergrún Sigurðardóttir, Heiðmörk 8, Selfossi, er 40 ára í dag. örn Thorstensen læknir. Tún- brekku 4, Kópavogi, er 40 ára í dag. Gestur Þ. Sigurðsson kennari. Flúðaseli 95. Revkjavík. er 40 ára í dag. Gunnar Þorvarðsson. skipstjóri á Goðafossi. er sextugur í dag. Hann fór fyrst á sjó á síldveiðar og sigldi síðan á varðskipunum en lauk famiannaprófi 1949. var stýrimaður hjá Eimskipafélaginu og síðan skip- stjóri. frá 1966. á Mánafossi, Laxfossi og Lagarfossi og síðast á Goðafossi. Kona hans er Helga Jónsdóttir. prentara og bókaútgefanda í Rvík, Helgasonar og konu hans Aðal- bjargar Stefánsdóttur, b. í Möðrudal á Fjöllum. Einarssonar. Böm þeirra em. Aðalbjörg Sigriður starfsstúlka, Björg fulltrúi, Ágústa sálfræðingur. Þorvarður endurskoð- andi. Jón húsgagnasmiður og Helga. starfsmaður Pósts og síma. Svstkini hans em. Petrína. hjúkr- unarkona í Rvík. Elín. gift Dalberg Þorsteinssyni, bifreiðarstjóra í Rvík. og Bjami. sjómaður í Rvík, er fórst með m/s Heklu 29. júní 1941. Foreldrar hans em Þorvarður. vfir- hafnsögumaður í Rvík, f. 14. nóvember 1889, d. 1970. Bjömssonar, b. í Keldudal í Dýrafirði, Jónssonar. Móðir Gunnars er Jónína Ágústa, f. 18. ágúst 1889. d. 1972, Bjamadótt- ir b. og sjómanns í Haukadal í Dýrafirði, Þorvaldssonar. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki.a/v Góðaferð! H|$,ÐFERÐAR Andlát Steinunn Jóhannesdóttir frá Teigi í Dölum lést á Reykjalundi 24. júlí. Hólmfríður Sigfúsdóttir, Freyju- götu 48, Sauðárkróki, andaðist 24. júlí á sjúkrahúsinu Sauðárkróki. Gísli Friðriksson. Lundi, Svíþjóð, lést 23. júlí. Ólafur Pétursson frá Hrossholti er látinn. Ingunn Guðmunsdóttir. Stað- höfnum. lést 27. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.