Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. 11 Utlönd Aquino í stórræðum innanlands sem utan Corazon Aquino, forseti Filippseyja, stendur nú í stórræðum, innanlands sem utan. Hún heíúr íyrirskipað her landsins að halda að sér höndum að sinni, í baráttunni gegn uppreisnar- mönnum kommúnista og múhameðs- trúarmanna í landinu, en talið er íúllvíst að til átaka komi við þá innan tíðar. Landeigendur hafa safnað að sér liði til að berjast með vopnavaldi gegn nýrri löggjöf um uppskiptingu land- rýmis. Stjómarandstæðingar, sem sakaðir hafa verið um spillingu, gagn- rýna forsetann nú harðlega. Þeirra á meðal Juan Ponee Enrile, íyrrum vamamálaráðherra landsins, sem hef- ur verið ákærður um spillingu og óeðlilega auðsöínun. Loks stendur for- setinn í deilum við lánardrottna Filippseyja erlendis. Aquino sagði í gær að gagnrýni sín á erlenda lánardrottna við setningu þings Filippseyja fyrr í vikunni, hefði ekki miðað að því að fá skuldir ríkis- ins erlendis minnkaðar eða felldar niður. Hins vegar væri ljóst að Filipps- eyjar yrðu að fá lán sín endurmetin og nýja greiðsluáætlun ef ríkið ætti að geta staðið í skilum. Alls nema er- lendar skuldir um tuttugu og átta milljörðum dollara. Eitt af íyrstu verkum þingsins var að fyrirskipa rannsókn á erlendri skuldastöðu ríkisins með tilliti til þess hvort neita bæri að greiða eitthvað af þeim skuldum sem safnast hafa upp. Byggir þingið kröfú sína á því að Aquino lýsti yfir í setningarræðu sinni að sú greiðsluáætlun, sem nú er farið eftir, hefði komið til vegna þving- ana erlendra lánardrottna. Hefðu þeir notfært sér erfiða stöðu innanríkis- mála í þeim efhum. Juan Ponce Enrile, fyrrum varnarmálaráðherra Filippseyja, heldur uppi plaggi því sem tilgreinir ákærur á hendur honum. símamynd Reuter Norðmenn deila um einkunnir Björg Eva Erlendsdótnr, DV, Oslá Frumvarpið um að einkunnir verði algjörlega felldar niður á loka- prófi úr framhaldsskólum í Noregi veldur nú pólítísku ijaðrafoki. Fram til þessa hafa verið gefhar einkunnir í öllum þessum skólum og þá náttúrulega í ýmsum tilfellum falleinkunnir. Nú á að fjariægja allt sem minnir á einkunnir og á loka- vitnisburðinum úr hverjum skóla mun ekki standa neitt um það hvort nemandinn hafi náð eða fallið. Það er menntamálaráðuneytið og ráðherrann, Kirsti Kolle Gröndalh úr Verkamannaflokknum, sem stendur á bak við þessa tillögu. Hægri flokkurinn snerist öndverður gegn tillögunni sem verður tekin upp í stórþinginu einhvem næstu daga. Stjómmálamenn til hægri hafa áhyggjur af því að nemendumir verði kærulausir og latir, þegar þeir þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að þeir fialli og að prófskírtein- in verði lítils virði. Verkamannaflokkurinn og Kirsti Kolle Gröndalh halda þvf fram að markmið skólanna eigi að vera að hjálpa hveijum nemenda til þess að ná sem bestum árangri miðað við hæfileika einstaklings og að stimpla fólk með falleinkunnum sé ekki rétta aðferðin til þess að búa það undir framtiðina. Nýja kerfið á að gera nemendúm, sem eiga við örðugleika að stríða, Mfið bærilegra. En þó að falleinkunnin verði fjar- lægð verður samt hægt að lesa út úr vitnisburðinum hvemig nemand- inn hefúr staðið sig í einstökum greinum gegnum skólann. Það er bara lokaprófseirtkunnin sem hverf- ur. Þetta verður til þess að atvinnu- rekendur og háskólar þurfa að lesa hvert prófskírteini vandlega og taka tillit til margra þátta. Aður vom skirteinin með stimplinum fallein- kunn ónýt en nú verður sá stimpill úr sögunni ef tillagan nær fram að ganga. TISKUVAL ER I TAKT VIÐ TÍSKUNA 1' ; ...Tl f . L fc'£\S L' : í ” 1 j ^ \ \ fk 1 - ■ -W" 1 . ■ 1 Tiskuverslumn TISKUVAL er með frabæra ÚTSÖLU fram að helgi. Þú getur fengið þér fyrir Verslunarmannahelgina TOPP-TÍSKUFÖT á ótrúlegu verði. TISKUVAL TÍSKUVERSLUN AUSTURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI - SÍMI 611886 TÍSKUVAL ER í TAKT VIÐ TÍSKUNA Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða hjúkrunarfræðing í 100% starf frá 1. sept. eða eftir samkomulagi. Sjúkraliða í 100% starf frá 1. sept. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-1631, 97-1400, 97-1374 (eftir kl. 16.00). SJÚKRAHÚSIÐ Á EGILSSTÖÐUM ÓLAFSVÍK DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Ólafs- vík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-61243 og afgreiðslu DV, Reykjavík, sími 91-27022. Seljið Komið á afgreiðsluná' Þverholti 11 um hádegi virka daga. AFGREIÐSLA SÍMI27022 KAUPMANNASÁMTÖK fSLANDS MATVÖRUKAUPMENN ATHUGIÐ Áríðandi félagsfundur verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 í húsakynnum KÍ. Dagskrá: Innheimta sérstaks 10% söluskatts. Kaupmannasamtök íslands BILASAIAN GRENSÁSVEGI 11. SÍMAR 83085 OG 83150 LOKAÐ LAUGARDAGINN 1. ÁGÚST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.