Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. Utlönd Það verður að öllum líkindum eng- inn venjulegur afinælisdagur hjá Giovanni Goria á morgun. Ekkert virðist benda til annars en að hann verði þá orðinn yngsti forsætisráð- herra Italíu frá því að seinni heims- styijöldinni lauk. Goria, sem verður 44 ára, var ekki minna undrandi en allir aðrir ítalir þegar honum var falin stjómarmynd- un fyrir tveimur vikum. Kristilegir demókratar, sósíalistar, sósíaldemó- kratar, repúblikanar og frjálslyndir hafa nú komið sér saman um hann sem næsta forsætisráðherra ftalíu. ftalir eru orðnir vanir því að sjá hvert forsætisráðherraefnið á fætur öðm ganga inn og út um dyr hallar forsetans áður en tekist hefur að mynda stjóm. Ný kynslóð En fyrrum fjármálaráðherranum hefúr veist það auðvelt. Stjómmála- skýrendur telja að skýringin á þessum óvenjulega hraða, á ítalskan mæli- kvarða séð, sé fremur núverandi stjómmálaástand en einstakir hæfi- leikar Goria. Að endurskoðandinn frá Asti á Norður-Ítalíu skuli hafa náð svo langt þykir samt merkilegt vegna þess að Goria er fulltrúi nýrrar kynslóðar kiistilegra demókrata sem hingað til hafa verið í skugganum af eldri flokks- meðlimum síðastliðin fjörutíu ár. Nefna má Giulio Andreotti sem er orðinn 68 ára gamall. Hann hefúr ver- ið forsætisráðherra fimm sinnum og þegm Goria var að stíga sín fyrstu skref var Andreotti að setja saman fyrstu stjóm Ítalíu eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Og flokksbróðir hans, Fanfani, sem er 79 ára að aldri, mynd- aði sína fyrstu stjóm árið 1954 og þá sjöttu í apríl síðastliðnum. Áhrif Andreottis em enn gífurleg, bæði inn- an flokksins og sem utanríkisráðherra. Málamiðlun Goria hefur ekki verið lagt það til Giovanni Goria - yngsti forsætisráðherra Ítalíu Giovanni Goria á tali við fréttamenn eftir að forseti Ítalíu fól honum stjórnarmyndun þann 13. júlí síðastliðinn. Símamynd Reuter lasts að kynþokki hans er miklu meiri en þessara öldmðu flokksbræðra hans. Það er langt síðan þeir gátu gortað af slíku. Talið er að árangur Goria stafi að miklu leyti að því að hann var ein- hvers konar málamiðlun, valinn vegna þeirrar sjálfheldu sem leiðtogar sósíal- ista og kristilegra demókrata vom komnir í. Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, var ekki öfundsverður af því verkefni sínu að reyna að ráða fram úr því sem virt- ist vera orðin óleysanleg deila milli hinna tveggja flokka. Hann tók það til bragðs að kalla Goria heim úr sum- arleyfi frá Norður-Ítalíu. Sumarleyfi Italska blaðið II Giomale segir Goria hafa náð svo skjótum árangri vegna þess að stjómmálamennimir séu orðn- ir langeygir eftir sumarleyfi í ágúst, hvort sem þeir ætli að sóla sig á ströndinni eða halda til fjalla. Þeim þyki einhver stjóm betri en engin. Fáir stjómmálamenn, fyrir utan Goria sjálfan, búast við að stjóm hans haldi velli lengur en níu mánuði. Það jrði samt nógur tími til þess að stjóma landinu á meðan sumarleyfi standa yfir og einnig nógur tími til þess að koma fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið. Níu mánuðir em einnig sæmilega langur tími ef miðað er við ítalskar aðstæður, stjóm Fanfanis í apríl síð- astliðnum varaði ekki lengur en tíu daga. Þó svo að Goria komi ekki til með að reynast eldri og reyndari stjóm- málamönnunum skæður keppinautur þá þykir það ekki fara á milli mála að eftir fimm ár í fjármálaráðuneytinu sé hann með báða fætuma á jörðunni. ítalir hafa einnig komist að því ef'tir langa og bitra reynslu að ekkert er eins og það sýnist í ítölskum stjóm- málum og Goria gæti átt eftir að valda þeim vonbrigðum. Hátækni að víkja fýrir hæfilegri í þróunarlöndum Leiðtogar þriðja heims ríkja hafa undanfama áratugi lagt þunga áherslu á að iðn- og tæknivæða lönd sín og hafa oft lagt mikið fjármagn, jafnvel steypt sér í þungar skuldir, til að ná markmiðum sínum í þeim efnum. Hin síðustu ár hefur mörgum þeirra þó orðið ljóst að árangur þess- arar viðleitni er næsta rýr. Stökkið beint úr átjándu öldinni yfir í þá tuttugustu, sem iðnvædd ríki vest- ræna heimsins tóku á tveim öldum, verður ekki tekið á tveim áratugum. Þjóðfélög þeirra ráða ekki við breyt- ingamar sem fylgja í kjölfarið, þeim nýtist ekki hátækni eða framleiðslu- aðferðir Vesturlanda. Samdráttur í þróunaraðstoð og tregða í flæði lánsfjármagns, sem skapast hefúr vegna greiðsluerfið- leika þriðja heimsins, hefur einnig ýtt undir stefnubreytingar í iðn- og tæknivæðingu þróunarlanda. Sam- an hafa þessir þættir aflað mikils fylgis við nýja stefiiumörkun, sem felst í því að í stað hátækni komi það sem nefrit hefur verið „hæfileg" tækni. Ekki í jafnvægi Framleiðsluhættir Vesturlanda henta iOa í þriðja heiminum. Kostn- aður við uppbyggingu og rekstur einstakra vinnustaða hefur verið allt of hár fyrir snauð samfélög, tæknivæddur iðnaður skapar of fá störf til að leysa efnahagsvanda þeirra, framleiðsla þessa iðnaðar er oft utan við neysluheim íbúa ríkj- anna, í stað þess að miðast við þarfir þeirra. Eitt af stærri vandamálum iðn- væðingar í þriðja heiminum hefur verið skortur á gmnnmenntuðu starfsfólki. Vestrænn iðnaður krefst þess að starfsmenn, jafnvel þeir sem teljast almennir verkamenn, hafi ákveðna lágmarksmenntun. Án hennar er talin hætta á að mistök í framleiðslu, bilanir á tækjum og búnaði og slælegur rekstur verði fyrirtækjum fjötur um fót. Sú staðreynd að í þriðja heiminum er víða skortur á starfsfólki sem get- ur lesið leiðbeiningar um starfsað- ferðir og tækjanotkun leggst einnig á eitt með þeim slysum, sem hafa orðið í viðkvæmum iðnaði, svo sem efnaiðnaði í Indlandi, um að vekja ótta gagnvart því að láta þriðja heiminum í hendur hátæknibúnað. Nýtist ekki Líklega er hvergi eins augljóst og í upplýsingaiðnaði að þriðji heimur- inn á töluvert í land með að nýta sér hátækni Vesturlanda. Stjómvöld margra þróunarríkja hafa lagt áherslu á kaup á sjón- varpsstöðvum, fullkomnum sím- stöðvum, flóknum tölvubúnaði og öðru því sem tilheyrir stjómun og framkvæmd upplýsingaflæðis á Vesturlöndum. Þessi búnaður liggur víða ónotað- ur, enda von þar sem almenningur á ekki sjónvarpstæki, símalínur ná aðeins til helstu borga og tölvur telj- ast galdratól. Hæfileg tækni Sú nýja stefna, að vega og meta í hverju tilviki hvaða tækni telst hæfi- leg fyrir þróunarríki, gæti breytt þróunarhraða þeirra gjörsamlega. Hún á sér enda ekki aðeins fylgjend- ur meðal stjómmálaleiðtoga og þeirra sem vinna að þróunarmálum, heldur hefúr sýnt sig að mörg stór- fyrirtæki heimsins em reiðubúin að vinna að henni. Mörg þeirra hafa unnið að hönnun og framleiðslu á tækjabúnaði sem íbúar þróunarríkja ráða við án þess að hann raski samfélagi þeirra óhóf- lega. Hið sama er að gerast í upplýsinga- miðlun. Þar er nú unnið að upp- byggingu kerfis sem Vesturlandabú- um mjmdi ef til vill finnast frumstætt en tryggir hins vegar að upplýsing- amar komist á þann stað sem þeim er ætlað. I stað tölvunets kemur ef til vill uppbygging prentiðnaðar, í stað fjarkennslu um sjónvarp ferða- búnaður farandkennara. Svo virðist sem þróunaraðstoð sé þvi að feta sig inn á nýjar brautir nú, brautir sem hugsanlega gera ríkjum þriðja heimsins kleift að nálgast Vesturlönd, í stað þess að fjarlægjast þau enn meir, eins og raunin hefur orðið undanfama ára- tugi. Starfsmaður breska olíufélagsins BP fægir sólarorkusafnara á vatnshreinsi- stöð við þorp i vestanverðri Indónesíu. Stöðin sér þorpinu fyrir fimm þúsund gallonum af hreinu vatni á dag. simamynd Reuier Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.