Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. Utlönd Felldu nær tvö hundruð í Angóla Talsmenn hersins í Suður-AMku skýrðu frá því í gær að öryggissveitir, undir stjóm s-afiískra hermanna, hefðu gert árás inn yfir iandamæri An- góla og fellt þar nær tvö hundruð skæruliða og hermenn úr stjómarher Angóla. Að sögn talsmannanna var hermönnunum veitt fýrirsát. Hersveitir Suður-Afnku ráðast oft inn fyrir landamæri Angóla í aðgerðum gegn skæruliðum úr alþýðuhreyfingu Suðvestur-Afríku, SWAPO. Þróunamki fá lítið lánsfjármagn Erlendar lánveitingar helstu banka heims jukust á fyrri hluta þessa árs en þróunarlönd, sem flest eru skuldum vafin, fengu lítið af þeim lónum í sinn hlut. Erlendar lónveitingar jukust um sextíu milljarða dollara á fyrstu þrem mánuðum ársins en af því fjórmagni fóru um fimmtíu og sjö milljarðar til iðnvæddra ríkja. Neitar að hafa sent gyðinga í gasklefann John Demjanjuk, sem nú er fyrir rétti í ísrael, sakaður um stríðsglæpi á timum síðari heimsstyijaldar, neitað i gær alfarið að hafa sent hundruð þúsunda gyðinga i gasklefana í dauðabúðunum í TVeblinka í Póllandi. ísrael- ar saka Demjanjuk um að vera „ívan hræðilega", sem sfjómaði gasklefúnum í Treblinka þar sem um átta hundruð þúsund gyðingar létu lífið. Demjanjuk, sem er sextíu og sjö ára og hefði því verið hólfþrítugur þegar heimsstyrjöldinni lauk, bar fyrir rétinum í gær að hann væri ekki og hefði aldrei verið Ivan hraíðilegi. Þegar lögfræðingur hans spurði hvort hann hefði einhvem tímann líflátið mannvem svaraði hann því til að hann gæti ekkert drepið, ekki einu sinni kjúklinga. Hefði kona sín alltaf þurft að sjá um þá hlið máia. Demjanjuk sagði að þótt hann bæri SS húðflúr á handlegg hefði hann aldrei verið í þeim félagsskap. Demjanjuk var framscldur til Israel frá Bandaríkjunum á síðasta ári. Þar hafði hann starfað sem verkamaður í bifreiðaiðnaði. Hann barðist með her Sovétmanna í upphafi þátttöku þeirra í átökunum við Þjóðveija en var tek- inn höndum 1942 og dvaldi í fangabúðum sem stríðsfangi til styrjaldarloka. Mikið tjón af flóðum í íran Mikið tjón hefúr orðið af völdum flóða í íran undanfama daga. Gífúrleg- ar rigningar hafa gengið yfir landið og hafa þeim fylgt flóð og aurskriður, sem einkum hafa valdið usla í og við Teheran, höfuðborg landsins. Ábyggi- legar tölur, um fjölda þeirra sem týnt hafa lífi í flóðunum, em ekki fyrir hendi en taiið er að þeir skipti tugum. Héldu leynifund ísraela og Palestínumanna Júgóslavar skýrðu frá því í gær að í síðustu viku hefði verið haldinn þar í landi óformlegur frmdur fulltrúa ísraela og Palestínumanna. Sögðust stjóm- völd landsins hafa notað hlutleysi þess til þess að koma á sambandi núlli þessara tveggja aðila, í þeirri von að það greiddi fyrir lausn deilumála í Miðausturlöndum. Að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar átti Mattiyahu Peled, vinstri sinn- aður ísraelskur þingmaður, tvo fúndi í Júgóslaviu með Abu Mazen, háttætt- um embættismanni Frelsishreyfingar Palestínu, PLO. Peled neitaði í síðustu viku að slíkir fundir hefðu átt sér stað en bæði Júgóslavar og Palestínumenn staðfesta að aðilar hafi hist. Júgóslavar hafa að undanfómu aukið til muna diplómatísk urasvif sín í Miðausturlöndum og haft var eftir palestínskum heimildum í gær að Júgó- slavía hefði boðist til þess að halda alþjóðlega ráðstefnu ura ástand mála í þeim heimshluta. Þá var nýlega haft eftir fúlltrúa í stjómmálaráði júgóslavneska kommún- istaflokksins að áður en langt um liði yrði á ný stofhað til stjómmálasam- bands við Israel en Júgóslavía, líkt og flest önnur kommúnistaríki, sleit sambandi við landið eftir styrjöld þess við araba 1967. Verða skotnir á staðnum Yfirvöld á Sri Lanka gáfu í morgun út fyrirmæli um að þeir, sem ekki hlýða útgöngubanni á eyjunni, verði skotnir á staðnum. Lögreglan á Sri Lanka skaut í morg- un á þúsundir mótmælenda sem höfðu að engu útgöngubannið sem sett var á í gær. Mótmælendumir ætluðu að reyna að ganga til Colombo þangað sem forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, er kominn til að undirrita samkomulag um stjóm tamíla. Útgöngubannið var sett á í gær vegna blóðugra átaka er urðu er þús- undir manna mótmæltu samkomulag- inu. Tuttugu manns vom skotnir til bana af lögreglunni og að minnsta kosti hundrað og tuttugu særðust. Göngumenn lögðu upp sextán kíló- metra frá höfuðborginni, létu sig gaddavírsgirðingar lögreglunnar engu Mótmælendur samnings indversku stjórnarinnar og stjórnarinnar á Sri Lanka um sameiningu landsvæða undir stjórn tamíla lentu í átökum við lögreglu í gær. Símamynd Reuter skipta og héldu ótrauðir áfram þó sko- tið væri á þá táragasi og þeir barðir með kylfúm. Eftir tveggja klukku- stunda göngu tók lögreglan til bragðs að skjóta á mótmælenduma og var það i sama mund sem flugvél Gandhis hóf sig á loft frá flugvellinum í Nýju Delhí. Leiðtogafundur líklegur í nóvember inn vilii væri hjá Sovétmönnum tun ÓJafur Amaisan, DV, Neiw York Margt bendir nú til þess að leið- togafúndur verði haldinn í Banda- ríkjunum síðar á þessu ári. Reagan forseti skýrði frá því í Washington í gær að stórveldin ættu nú skammt í samkomulag um eyðingu allra meðaldrægra og skammdrægra kjamorkueldflauga. í síðustu viku settu Sovétmenn fram tilboð á samningaborð stór- veldanna í Genf um að allar meðal- drægar eldflaugar í Evrópu yrðu teknar í burtu. í gær svömðu Banda- ríkjamenn með því að leggja til að allar skammdrægar og meðaldrægar eldflaugar yrðu teknar og þeim eytt en ekki breytt eins og vaninn hefúr verið. Þetta mun í anda tillagna sem Reagan bar fram árið 1981. Reagan sagði í gær að nú virtist sem eindreg- að semja. í gær var einnig tilkynnt að Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, muni hittast í Was- hington um miðjan september til að ræða afropnunarmál. Á þeim fundi verður einnig rædd dagskrá leið- togafúndar sem væntanlega verður haldinn síðar á árinu í Bandaríkjun- um. Er jafnvel talað um að sá fúndur geti orðið í nóvember. Nú kveður við nýjan tón hjá and- stæðingum Reagans hér vestra. Allir virðast fagna því að fúndur sé í nánd og samkomulag um afvopnun á döf- inni. Hingað til ha& demókratar ekki haft mikið álit á hæfileikum Reagans til að ná raunhæfu sam- komulagi við rússneska björninn. Það eina sem nú virðist bera á milh stórveldanna eru sjötíu og tvær gamlar Pershing eldflaugar sem staðsettar eru í Vestur-Þýskalandi og sem V-Þjóðverjar eiga. Sovét- menn sem hingað til hafa ekki látið þær sig miklu varða leggja nú áherslu á að þær fylgi með í kaupun- um. Bandaríkjamenn segja að það komi ekki til greina því þær séu þýskar. Max Kampelmann, aðal- samningamaður Bandaríkjanna í Genfi segist halda að ástæða þess að Sovétmenn komi upp með þetta mál nú sé sú að þeir vilji skapa úlfúð innan V-Þýskalands og þar með veikja bæði V-Þýskaland og Nató, eins og þeir reyndu með fiiðarhreyf- ingum í byijun þessa áratugar. Menn eru þó á einu máli um það að einhver lausn verði fúndin á vandamálinu með Pershing eldflau- garnar. Dómsmálaráðherra Bandarikjanna, Edwin Meese, sagði við yfirheyrslur i gær að skjöl varðandi tilfærslu fjár til contraskæruliða hefðu fundist og hann greint forsetanum frá því. Simamynd Reuter Meese ber fyrir sig minnisleysi Ólafur Amarson, DV, New York Edwin Meese, dómsmálaráðhera Bandaríkjanna, sat í gær fyrir svörum hjá þingnefndinni sem rannsakar Ir- ansmálið. Meese er umdeildur maður hér í Bandaríkjunum. Hann hefur á und- anfömum mánuðum verið borinn sökum um að hafa misnotað völd sín til að tryggja fyrirtæki, sem hann teng- ist, samninga við vamarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna. Þá hefur framburður Olivers North og John Poindexters varpað grun á Meese um að hann hafi ekki að öllu leyti komið hreint fram í íransmálinu. Hafa marg- ir spáð því að ráherratíð hans sé senn á enda. Meese lýsti því yfir i gær að í upp- hafi rannsóknar sem dómsmálaráðu- neytið gerði er íransmálið kom upp í nóvember síðastliðnum hefði enginn gmnur leikið á um að glæpsamlegt athæfi hefði verið framið. Það kynni að skýra hvers vegna rannsóknin þyk- ir eftir á hafa verið nokkuð klaufaleg. Meese sagði að við rannsóknina hefðu fundist skjöl sem bentu til þess að hagnaður af vopnasölunni hefði runnið til contraskæruliðanna. Sagði hann að Reagan forseti hefði orðið ákaflega hissa er hann skýrði honum frá því atriði. Af framburði Meese mátti ráða að William Casey, þáverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, hefði ekki vitað um tilfærslu á fé til contra- skæmliðanna, öfugt við það sem Oliver North hefur áður haldið fram. I framburði Meese í gær kom ekkert fram sem benti til þess að hann hefði verið mikið tengdur málinu og ef til vill ekki við því að búast. Meese sagð- ist oft ekki getað munað hvort eða hvenær ákveðnir atburðir hefðu átt sér stað en slíkt virðist háttur þeirra sem nefndin yfirheyrir. I dag hefjast yfirheyrslur yfir Meese eftir hádegi. Fyrir hádegi var hlé vegna minningarathafnar sem haldin var um Malcolm Baldrige viðskipta- ráðherra í Washington í morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.