Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Page 26
42 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. Jarðarfarir Ásta Jónsdóttir lést 16. júlí sl. Hún var fædd í Reykjavík 31. maí 1892. Foreldrar hennar voru Torfhildur Guðnadóttir og Jón Jónsson. Ásta giftist Lúðvík Nordal Davíðssyni, hann lést árið 1955. Þau hjón eignuð- ust þrjú böm. Útför Ástu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Friðrik K. Sigfússon, yfirtollvörð- ur lést 18. júlí sl. Hann var fæddur 9. apríl 1923 í Blönduhlíð í Hörðudal í Dölum. Foreldrar hans voru Sigfús Einarsson og Loftfríður Kristín Lár- usdóttir. Friðrik hóf störf við toll- gæsluna á Keflavíkurflugvelli 1959 og vann þar til æviloka. Eftirlifandi eiginkona Friðriks er Kristín Sigur- björnsdóttir. Þau hjónin eignuðust tvö börn en misstu drenginn í bernsku. Útför Friðriks verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Gunnar Kristófersson frá Skjald- artröð andaðist 17. júlí sl. Hann var fæddur í Skjaldartröð á Hellnum þann 28. júní 1901. Foreldrar hans voru þau Kristófer Ólafsson og Kristrún Þorvarðardóttir. Gunnar stundaði lengst af sjósókn og land- búnað. Hann giftist Málfríði Einars- dóttur en hún lést árið 1971. Þau hjónin eignuðust sex börn og ólu auk þess upp son Málfríðar og frænda Gunnars. Útför Gunnars verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Gunnar Guðmundsson raftæknir, Garði, Mosfellssveit, og Friðrik Dungal rafvirki, Bæjargili 88, Garðabæ, er létust af slysförum 23. þ.m., verða jarðsungnir frá Bústaða- kirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 15. Hallmar Freyr Bjarnason, Sólvöll- um 6, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 14. Bogi Eggertsson frá Laugardælum, fyrrverandi yfirverkstjóri í Áburðar- verksmiðjunni, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 13.30. Helga Steinvör Helgadóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 15. Sveinn H. Þórðarson, fyrrverandi skattstjóri, Ölduslóð 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju föstudaginn 31. júlí kl. 13.30. Rafn Ragnarsson flugvirki, Meist- aravöllum 31, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 10.30. Hólmfríður Sigfúsdóttir, Freyju- götu 48, Sauðárkróki, andaðist 24. júlí"á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Útför hennar verður gerð frá Sauð- árkrókskirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 14. Svava Tryggvadóttir, Furugerði 9, áður Lokastíg 6, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins föstu- daginn 31. júlí kl. 10.30. Hallmar Freyr Bjarnason, Sólvöll- um 6, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 15. Steinunn Jóhannesdóttir frá Teigi í Dölum lést á Reykjalundi 24. júlí. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 30. júlí kl. 10.30 frá kirkju Fíladelfíu- safnaðarins. Tapað - Fundið Seðlaveski tapaðist Gult seðlaveski með nafnskírteini og sjúkrasamlagskírteini tapaðist í skemmti- staðnum Evrópu á föstudagskvöldið sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 42502. Fundarlaun. Úr tapaðist við sundlaug Breiðholts Kvenmannsúr tapaðist fyrir utan sund- laug Breiðholts í gær, þriðjudag, milli kl. 19 og 20.30. Skilvís fmnandi vinsamlegast hringi í síma 671360. Tímarit Eiðfaxi er kominn út Út er komið 7. tbl. af Eiðfaxa ársins 1987. Að þessu sinni er um að ræða 10 ára af- mælisútgáfublað því að fyrsta tölublað Eiðfaxa kom út í júlí ársins 1977. Hjalti BLÖÐRUR Skreytið með blöðrum um verslunarmanna- helgina. Fimm litir, hagstætt verð. Upplýsingar í símum 91-73711 og 91-22630 eftir kl. 18.00. SÚÐAVÍK DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Súða- vík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 94-6928 og afgreiðslu DV, Reykjavík, sími 91-27022. í gærkvöldi Þorsteinn Baldur Friðriksson, 8 ára: „Stöð 2 algjört frat“ Ég horfi svolítið mikið á sjónvarp en helst á video. í sumar hef ég ekki horft mikið því að ég er svo lítið búinn að vera heima. Ég fór til út- landa, til Þýskalands, Parísar og Sviss. Svo fór ég líka út í Vigur og í Kerlingafjöll þar sem ég fór í skíða- lyftuna og allt. Mér fannst Fyrirmyndarfaðir vera skemmtilegasti þátturinn í sjón- varpinu og allir alveg ferlega skemmtilegir sem léku í honum. Núna finnst mér bamatíminn skemmtilegastur. Við eigum ekki afruglara og mér finnst Stöð 2 vera algjört frat af því að það er alltaf ruglað. Og svo eru sumir órugluðu þættimir þar bara hundleiðinlegir. Samt getur bama- tíminn á Stöð 2 verið ágætur stundum. Ég horfi líka stundum á íþróttimar þegarþað er eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef voðalega lít- inn áhuga á fótbolta en mestan áhuga á billjard sem ég hef prufað Þorsteinn Baldur Friðriksson. einu sinni hjá afa besta vinar míns. Það er samt lítið sýnt frá billjard í sjónvarpinu. Svo horfi ég stundum á skíðastökk í íþróttaþáttunum. Mér finnst Bjargvætturinn á Stöð 2 og slíkir þættir, þar sem alltaf er verið að drepa og svoleiðis, ekkert skemmtilegir en Derrick er alltaf í þvi að handtaka og koma upp um fólkið og það er miklu meira gaman. Ég horfi samt stundum á Bjargvætt- inn. Það er bara mjög gott og mikið bamaefni í sjónvarpinu og líka dálít- ið á Stöð 2 en það er náttúrlega svo oft mglað. Ég var mikið í tölvum og videoi en ég er eiginlega hættur því og far- inn að leika mér meira úti. Ég fer stundum í bíó en ekki mjög oft. Þeg- ar pabbi var lítill þá fór hann einu sinni í viku! Ég hlusta ekki svo mikið á útvarp en mér finnst svolítið gaman að Stjömunni. I fyrsta skipti sem ég hlustaði á Stjömuna þá var þáttur þar sem börn vom látin hringja og svo var sögð saga og sungið. Það var æðislega skemmtilegt. Mér finnst að það ætti að vera meira um svoleiðis þætti. Annars em aðalá- hugamál mín billjard, kappreiðar, bíó og sætar stelpur. En ég er samt ekki á fostu eða neitt svoleiðis. Jón Sveinsson skrifar ritstjórnargrein um tímamótin og rætt er við stofnendur blaðs- ins, þá Gísla B. Björnsson, Pétur Behrens og Sigurjón Valdimarsson. Sigurjón skrif- ar grein um fyrstu ár blaðsins, sagt er frá aðalfundi Eiðfaxa, Ásgeir S. Ásgeirsson, formaður Eiðfaxa, skrifar grein og Þor- geir Guðlaugsson fjallar almennt um kappreiðar. Rætt er við Harald Sveinsson á Hrafnkelsstöðum um hrossarækt og Sig- urður Haraldsson skrifar um gæðinga- keppnir. Gerð er úttekt á fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna á Melgerðismel- um og fjallað um kynbótasýningar, gæðingakeppnir, kappreiðar, ræktunarbú, unglingastarf og fleira. Leifur Þórarinsson í Keldudal er sóttur heim, Hjalti Jón Sveinsson skrifar um hrossaútflutning með flugi, Kári Amórsson skrifar um Kirkjubæjarhrossaræktunina og nýjar stjömur í þeim hópi. Einnig er skrifað um landslið íslands í hestaíþróttum, Gunnar Gunnarsson skrifar um draumahestinn, Sigrún Björgvinsdóttir skrifar um Perlu 2, vísur eru birtar svo og annað sem varð- ar hestamenn. II n 'JÁLPARSVEITA TlÐINDI 3/87 * ^ínr1 fróttabrúf Laadss<imbandö hjálparsvc.ita skóta 4 itarin <y&> ST! - f «S t > *>***,« ðtUIM BJðHOUHARSVEmjM BOBtB Utoi* (.'...taisww • . ., .. . ...... w»~* Hjálparsveitartíðindi Hjálparsveitatíðindi, Fréttabréf Lands- sambands hjálparsveita skáta, er komið út og fjölbreytt að vanda. Meðal efnis í þessu tölublaði sem er það þriðja í röðinni á þessu ári, kennir ýmissa grasa. Sagt er frá sjóbjörgunarnámskeiði er hjálpar- sveitamenn fóru á í Skotlandi. Viðtöl eru við lækni vegna þyrluvaktar lækna og forsvarsmenn Flugdeildar Landhelgis- gæslunnar greina frá framtíðarsýn sinni. Greint er frá fyrirhugaðri samæfingu LHS í haust en þangað er öllum björgunarsveit- um á landinu boðið. Frásagnir eru af umræðum á landsþingi LHS. Æfingin „Bright eye“ er tekin til umfjöllunar út frá þeirri gagnrýni sem hún hefur hlotið. Að endingu er svo grein um störf fjarskipt- aráðs björgunarsveita auk ýmissa frétta af starfi eistakra hjálparsveita. Hjálpar- sveitartíðindum er dreift ókeypis og geta allir áhugamenn um björgunarmál fengið það sent. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu Landssambands hjálpar- sveita skáta í síma 91-621400. Söngför að vestan Þriðjudaginn 28. júlí sl. kom hópur Vest- ur-Islendinga með leiguilugi frá Winnipeg. Með þessum hópi kom kór frá Winnipeg. Stjórnandi kórsins er Helga Anderson, kunn vestur-íslensk tónlistarkona sem stjómað hefur ýmsum kórum með góðum árangri. Kom hún m.a. með æskulýðskór hingað til lands árið 1977 og vakti sá kór athygli fyrir mjög góðan söng. Með kóm- um er vestur-íslensk sópransöngkona, Valdine Anderson, sem þegar hefur getið sér gott orð vestra á sviði sönglistar. Und- irleikari kórsins er er kunnur orgelleikari, Stewart Thomsen, þá er og innan kórsins hópur sem kallar sig „The Easy Ts“ og syngur þessi hópur sérstaklega á tónleik- um kórsins. Þessi kór mun ferðast um landið óg halda tónleika. Hinn fyrsti verð- ur í Gamla bíói, fimmtudaginn 30. júlí kl. 19 og sama kvöld mun Þjóðræknisfélagið efna til gestamóts í Átthagasal hótel Sögu fyrir Vestur-íslendinga og vini þeirra. Föstudaginn 31. júlí verður kórinn í Vest- mannaeyjum og tekur þátt í Þjóðhátíðinni þar. Laugardaginn 1. ág. syngur kórinn í Samkomusal Menntaskólans á Laugar- vatni og sunnudaginn 2. ág. mun hann syngja við guðþjónustu í Skálholti. Þriðju- daginn 4. ágúst verða tónleikar í Akur- eyrarkirkju og miðvikudaginn 5. ágúst í Logalandi i Borgarfirði. Ferðinni lýkur sunnudaginn 16. ág. með tónleikum hinnar ungu sópransöngkonu í Langholtskirkju. Tilkyrmingar Sumarsýningu Norræna hússins lýkur um helgina. Sumarsýningu Norræna hússins „Sól, hní- far, skip“, verk Jóns Gunnars Árnasonar, lýkur um helgina. Sýningin, sem er á báð- um hæðum Norræna hússins, var opnuð laugardaginn 4. júní og hefur aðsókn ve- rið góð og mörg verkanna selst. Á sýning- unni eru skúlptúrar unnir á árunum 1971-1987 og auk þeirra ýmis fleiri mynd- verk. Því miður er ekki unnt að framlengja sýninguna svo nú fara að verða síðustu forvöð að skoða hana. Opið hús fyrir erlenda ferðamenn í Norræna húsinu Fimmtudagskvöldið 30. júlí kl. 20.30 talar Helga Jóhannsdóttir þjóðlagasafnari um íslensk þjóðlög í Norræna húsinu. Helga hefur ferðast um landið undanfarin ár og safnað þjóðlögum og mun hún ræða þau og leika tóndæmi af snældu. Að loknu stuttu kaffihléi verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsens „Sveitin milli sanda“ með norsku tali. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku því að þetta er liður í sumardagskrá hússins sem er aðallega ætluð norrænum ferðamönnum. Þessi sumardagskrá „Opið hús“ hefur verið á hverju fimmtudagskvöldi í júlí og verður áfram í ágúst. Kaffistofa hússins og bóka- safn eru opin fram eftir þessi kvöld og í bókasafninu liggja frammi bækur um fs- land og íslenskar hljómplötur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir í Norr- æna húsið. Sápa í Geysi um helgina Ákveðið hefur verið að setja sápu í Geysi laugardaginn 1. ágúst nk. kl. 15 og má þá gera ráð fyrir gosi nokkru síðar, ef veður- skilyrði verða hagstæð. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fer í tveggja daga skemmtiferð í Dali laug- ardag og sunnudag 8. og 9. ágúst nk. Nánari upplýsingar í fréttabréfi og á skrif- stofu félagsins, Nóatúni 17, sími 28812. Blúsifamm ■- Centaur á Fógetanum Hljómsveitin Centaur kynnir plötu sína „Blús djamm" á Fógetanum í kvöld, mið- vikudagskvöld og svo aftur á fimmtudags- kvöld. Leiðrétting f kjallaragrein Alberts Guðmunds- sonar um ríkisstjómina, sem birtist hér í blaðinu í gær, kom tvívegis fyrir sama prentvillan. I greininni stóð: „hið mikla afl stjómmálanna", en átti að standa „hið milda afl stjómmálanna". Hér með er beðist afsökunar á þess- um mistokum Ritstj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.