Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. Fréttir Norskt bátafyrirtæki: Hótar lögbanni á fram- leiðslu íslensks fyrirtækis „Við teljum að um sé að ræða framleiðslu á nákvæmlega sams konar báti og við höfum framleitt síðustu ár enda eru bátamir alveg eins. Það liggja íyrir skýrslur um það að annar eigandi Plastgerðarinnar sf'. keypti svona bát af okkur árið 1981 og skömmu seinna var fyrirtæk- ið farið að framleiða eftirlíkingu af bátnum. Þótt annað fyrirtæki fram- leiði bátinn núna ætlum við að fara fram á að sú framleiðsla verði stöðv- uð, ég íhuga jafnvel að krefjast lögbanns," sagði Bjöm Bringsverd, forstjóri norsku bátaverksmiðjunnar Taule Bátbyggeri í Grimstad í Nor- egi, í samtali við DV. Um er að ræða 5,7 tonna trefja- Trefjaplastbáturinn sem norska fyrirtækið Taule Bátbyggeri vill að fram- leiðslu sé hætt á. Forráðamenn fyrirtækisins segja að báturinn sé eftirlíking af báti sem þeir hafi framleitt í fjölda ára. DV-mynd KAE plastbát sem fyrirtækið Plastgerðin sf. fékk samþykktar teikningar á hjá Siglingamálastofnun seinni hluta árs 1981 og hóf framleiðslu á skömmu seinna. ForráðamennTaule Bátbyggeri segja að mót hafi verið tekin af bátnum sem annar eigandi Plastgerðarinnar hafði keypt af þeim fyrr þetta sama ár og báturinn sé því nákvæmlega eins. Mótin af bátnum vom síðar seld til fyrirtækisins Bátalóns hf. í Hafn- arfirði en núna em mótin hjá bátagerðinni Samtaki hf. í Hafriar- firði sem framleiðir bátinn. Fram- leiddir hafa verið yfir 50 bátar af þessari tegund síðan teikningamar fengust samþykktar árið 1981. „Þetta kemur mér einkennilega fyrir sjónir, lögfræðingur Taule Bát byggeri hafði samband við mig í fyrra og þá komumst við að þeirri niðurstöðu að ekki væri um sama bátinn að ræða,“ sagði Haukur Sveinbjamarson, eigandi bátagerð- arinnar Samtaks hf„ sem nú fram- leiðir umræddan bát. „Ég á engan þátt í þessu máli fyrir utan að hafa keypt mót af bátnum af Bátalóni án þess að kynna mér sérstaklega upp- runa teikninganna að bátnum. Þessi tegund báta er meðal fjölda annarra sem við framleiðum og við höfúm ekki stöðvað framleiðslu á honum. Ég er ekki ánægður með hvemig er að þessu staðið og vil ekkert segja um hvað ég geri í málinu nema ég set lögfræðing í það af minni hálfú.“ -BTH Vinnuefiirlitið hafði í nógu að snúast á síðasta ári. Vinnueftirlit ríkisins: Gerði rúmlega ellefu þúsund athugasemdir - vegna öiyggismála á síðasttiðnu ári Vinnueftirlit ríkisins gerði á síðast- liðnu ári 11.421 athugasemd vegna öryggisatriða, aðbúnaðar og hollustu- hátta. I 147 tilfellum varð að banna notkun, annað hvort með innsigli eða skriflega. Þetta kom fram í máli Ey- jólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnu- eftirlitsins, í samtali við DV í gær. Eyjólfur var spurður hvort rétt væri að hérlendis væri lítið til af reglugerð- um um öryggismál. Eyjólfur sagði það vera rétt, en það væri vandamál þvi fylgjandi að gefa út slíkar reglugerðir og hér væri reynt að komast af með erlenda staðla. Ný almenn reglugerð um öryggisbúnað véla verður hins vegar gefin út á næstunni. Eyjólfúr sagði að hér vantaði helst reglugerðir um samþjappaðar lofttegundir og gufúkatla. Vinnueftirlitið hefur heim- ild í lögum til að gefa fyrirmæli og varð í 147 tilfellum að grípa til lokun- ar á árinu 1986. Eyjólfur sagði að þær leiðbeiningar sem þeir gefa út væru oftast eftir erlendum reglugerðum. Vinnueftirlitið verður að geta rök- stutt allar ábendingar sem það sendir frá sér þar sem hægt er að áfrýja at- hugasemdum þess til stjómar stofnun- arinnar og ef viðkomandi sættir sig ekki við úrskurð stjómarinnar er hægt að áfrýja niðurstöðum hennar til félagsmálaráðherra. Eyjólfur sagði að varðandi gas væm til gamlar reglugerðir sem að hluta til eiga enn við. Þegar Eyjólfur var spurð- ur hvort Vinnueftirlitið þyrfti oft að hóta mönnum til að farið væri eftir athugasemdum þess sagði hann það væri því miður nokkuð algengt. Þó tók hann fram að Olíufélögin og ísaga væm mjög samvinnuþýð, enda gerðu menn hjá þeim fyrirtækjum sér grein fyrir hversu mikið er í húfi. Þau fyrir- tæki sem ekki fara eftir athugasemd- um eiga yfir höfði sér lokun. Þó er gerður munur á hvort lífi, heilsu og öryggi manna stafar hætta af eða ekki. í þeim tilfellum sem svo er ekki er gefinn lengri tímafrestur, tekið mýkra á málum. -sme Kiýsuvíkursamtökin: Ekki vitað hversu mikið safnaðist Að sögn Snorra Welding, starfs- manns Krýsuvikursamtakanna, er enn ekki ljóst hversu mikið fé safn- aðist í Tangarrókninni sem nú er nýlokið. Snorri er nú á ferð um landið að safita saman áheitalistum og söfnunarfótum. Hann sagði að hvert sem hann kæmi væru viðtökur góðar en svo hefði reyndar verið frá upphafi söfiiunarinnar. Snorri sagð- ist ekki geta sagt með viasu hversu mikið hefði safhast en sagðist telja að áður en hann fór frá Reykjavík hefði verið komið í hús eitthvað á bilinu frá tveimur og hálfri til þriggja milljóna króna. Snorri sagði að söfhunin hefði ekki kostað mikið fé. Samtökin hefðu víða fengið afslátt af því sem þurft hefúr að kaupa og í sumum tilfellum hefði ekki þurft að greiða neitt fyrir. -6me Fiskmarkaðurinn í Þýskalandi: Ögri fékk aðeins 26 krónur fyrir kílóið Hrun þýska fiskmarkaðarins var endanlega staðfest í gær þegar tog- arinn Ögri seldi 151 lest af karfa og fékk aðeins 26,05 krónur að meðal- tali fyrir kílóið af góðum fiski. Daginn áður fengust rúmar 30 krón- ur fyrir kílóið. Þeir útgerðarmenn, sem mest hafa beítt skipum sínum á þýska markað- inn, sögðust í gær ekki tilbúnir til að segja til um hvað nú tæki við hjá skipum þeirra. Agúst Einarsson í Hraðfrystistöð- inni sagðist verða að skoða þessi mál betur áður en hann segði til um hvað hann tæki til bragðs en skip hans, Engey og Viðey, sigla mikið á Þýskaland. Hermann Þórðarson hjá Ögurvík sagði allt óráðið hvað tæki nú við hjá Ögra. Hér heima fengjust ekki nema 12 til 15 krónur fyrir kílóið af karfa og því væri tómt mál um að tala að landa hér heíma. „Ætli við verðum ekki að þrauka þorrann og góuna og sjá til hvort markaðurinn réttir ekki við. Ég trúi þvi ekki að fiskneysluþjóð eins og Þjóðveijar hætti að borða fisk til frambúðar vegna orma úr danskri síld,“ sagði Hermann. -S.dór Hafskipsmáliö: Fyrri rannsókn verð- ur öll endurmetin segir skipaður ríkissaksóknari „Það mun mikill tími fara í að kynna sér málið. Ég get ekki sagt um á þessu stigi hvort fyrirskipuð verður ný rannsókn í því en fyrri rannsókn verður öll endurmetin þótt að einhveiju leyti verði byggt á henni,“ sagði Jónatan Þórmundsson lagaprófessor eftir að hann var í gær skipaður af dómsmálaráðherra sér- stakur ríkissaksóknari til að fara með mál er tengjast gjaldþroti Haf- skips hf. Með dómum hæstaréttar, upp- kveðnum 4. júní og 24. júlí sl., var ákærum sem hinn reglulegi ríkissak- sóknari, Hallvarður Einvarðsson, hafði gefið út vísað frá dómi vegna tengsla bróður hans, Jóhanns Ein- varðssonar, við málið. Jónatan er skipaður saksóknari bæði í máli gegn fyrrverandi forráðamönnum Hafskips svo og í Útvegsbankamál- inu. „Það hefur sitt að segja að skipting þessara mála er ekki lengur fyrir hendi og nýir þættir í þeim verða rannsakaðir. Ég mun fá mér aðstoð- armann og verð a.m.k. næsta hálfa mánuðinn að setja mig inn í málið. Það er engrar ákvörðunar að vænta í því á næstunni." -BTH Framleiðsla hagstæðust fyrir Bandaríkjamarkað „Við höfum að vísu ekki hækkað fiskverðið enn sem kcmið er en fyrst að Iceland Seafood Corporation ætlar að hækka verð hjá sér gerum við það eflaust líka.,“ sagði Bjami Lúðvíksson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í samtali við DV um þá 5-7% fiskverðs- hækkun í Bandaríkjunum sem kemur til framkvæmda á mánudaginn kemur. Bjami sagði að það færi ekki á milli mála að nú væri hagstæðast fyrir frystihúsin að framleiða fyrir Banda- ríkjamarkað. A síðustu 18 mánuðum hefiir fiskverð í Bandaríkjunum hækkað um 30% ef þessi síðasta hækkun er tekin með og gengið út frá því að hún verði 5%. Á sama tíma hefúr dollarinn fallið um 4-5% þannig að raunhækkun er í það minnsta 25%. „Nú er mikið framboð af fiski í Evr- ópu þannig að ekki er að búast við verðhækkunum þar. ,“ sagði Bjami. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.