Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. Spumingin Ertu ánægð(ur) með skattinn? Ari Jóhannesson: Já, ég er ánægður, þetta er allt í lagi. Margrét Hallgrímsdóttir: Nei, mér finnst ég hafa komið illa út úr þessu. Ég var búin að borga mikið fyrirfram og fannst ég ætti ekki að fá neitt. Gunnlaugur Skaftason: Já, ég er ekkert óánægður. Laufey Lúðvíksdóttir: Hann var nokkuð hár, allavega hærri en ég reiknaði með. Dagbjört Gunnarsdóttir: Er nokkur ánægður? Ég er mjög óánægð en ég fékk það sem ég reiknaði með. Kristján Guðfinnson: Ég er mjög ánægður, þetta var alveg það sem að ég reiknaði með. Lesendur Virðingarleysi Hrafns 1955-0990 hringdi: Kona, sem hafði samband við blað- ið í gær, sagði að margar spumingar hefðu vaknað hjá sér eftir að hún tók þátt í töku myndar Hrafhs Gunnlaugssonar, í skugga hrafrisins. Sagðist hún sjaldan eða aldrei hafa upplifað annað eins virðingar- leysi gagnvart mönnum, skepnum og náttúnmni yfirleitt, en hún sagð- ist hafa verið staðgengill í atriðinu sem tekið var við Gullfoss. „Fyrst langar mig til að spyija; hvar og hvemig er það fólk tryggt sem tekur þátt í myndinni, ég tala ekki um þegar um áhættuatriði er að ræða, eins og var þama við Gull- foss? Nú segir framkvæmdastjóri kvikmyndarinnar að það séu Svíar sem standi að myndinni. Hafa þeir til þess tilskilin leyfi? Er þeim ekki skylt að borga umsamin lágmarks- laun í landinu? Þeir sem tóku þátt í atriðinu við Gullfoss vom látnir mæta í rútu hér í Reykjavík kl. 02:30 og var ekki komið i bæinn íyrr en 23:30. Fyrir þetta fengu þeir, sem taka vildu við, kr. 900 íyrir 21 klukkutíma. Hvað segir Hollustuvemd ríkisins við því þegar fólki er haldið blautu og hröktu úti, án þess að komast í afdrep, svo ekki sé minnst á salemis- aðstöðu, sem var engin. Svo má bæta því við að við fengum ágætis morgunverð, sæmilegan hádegis- verð, en eftir það fengum við hvorki vott né þurrt. Ekki er hestaat nýtt af nálinni i kvikmyndum. Hver gaf leyfi til þess að friðlandið við Gulifoss yrði notað til kvikmynd- unar og hver átti að hafa eftirlit með því? Eftir þau blaðaskrif sem urðu um daginn, hvers vegna var ekki farið með hestana til dýralæknis? Þessar og fleiri spumingar hafa komið upp hjá mér eftir að ég varð vitni að því sem þama gerðist. Hvað segja leikarasamtökin við því að á meðan fjöldi þeirra gengur atvinnu- laus skuli vera fengið fólk til þess að taka þátt í þessari mynd á smán- arlaunum? Svo ég komi aftur inn á tryggingar fólksins, þá var það ekki Hrafni Gunnlaugssyni að þakka að ekki varð slys þegar graðhestur mddist á fólk og hestamir fældust eftir atið. Og þvílíkt virðingarleysi fyrir mannslífum, þegar graðhestur- inn hljóp að hópnum kallaði Hrafh til fólksins: Standið fyrir hestunum. Að lokum vil ég segja þetta; af hverju gefa aðstandendur myndar- innar ekki dýravemdunarsamtök- uunum upp lista yfir það fólk sem þama var þannig að þau geti kannað þetta hlutlaust? Með virðingu fyrir lífinu. Manna- og dýravinur. Tívólí: Trampólínið traust tekjulind Magnús skrifar: Ég fór ásamt fleirum í Tívolíið í Hveragerði um helgina. Þar em nokk- ur leiktæki sem gleðja böm á öllum aldri. Það var tvennt sem boðið var upp á sem vakti undrun mína. Annað er trampólín eitt mikið. Aðgangur að því kostar einn miða eða 80 krónur. Hver sem kaupir sér aðgang að þessu hopp- tæki má hoppa í tvær mínútur. Við hopptækið stendur að mest megi þrír hoppa samtímis en þá verði hver að greiða einn miða fyrir. Með fullri nýtingu nást því um sjö þúsund krónur á klukkustund, bara á þetta annars ómerkilega tæki. Draugahúsið er einn brandari. Að- gangur að því kostar 160 krónur, eða tvo miða. Aðvörunarskilti er fyrir utan en á því stendur að þeir sem em yngri en tíu ára fái ekki aðgang nema í fylgd með fullorðnum, einnig em hjartveikir varaðir við. Þegar ég fór í „draugahú- sið“ ásamt sjö og tíu ára bömum var margt fólk að reyna ósköpin. Svo mik- ið er víst að enginn hlaut skaða af. Labbið í gegnum „draugahúsið" tók eitthvað nærri fimm mínútum og svo mikið er víst að engum brá, hvað þá meira. Beinagrindur og fleira sem komu á móti fólki þama inni vom svo gervilegar að það nær ekki neinu tali. Verðlag á aðgangi að hopptækinu og „draugahúsinu“ er með því furðu- legra sem ég hef kynnst. Það má vera að forsvarsmenn Tívólísins séu það hjartveikir að þeir treysti sér ekki í labbitúr um „draugahúsið" en ég skora samt á þá að telja í sig kjark og skreppa inn til að sjá hvað þeir bjóða gestum sínum uppá fyrir 160 krónur. Því bágt á ég með að trúa að þeir sem verðlögðu labbitúrinn hafi nokkum tíma komið þar inn. Eins væri gaman að vita hvort trampolínið hafi kostað meira en það sem fæst inn á það á einni klukkustund. Látið Laugaveginn í friði Vegmóður skrifar: Hvenær kemur að því að þessum svokölluðu endurbótum á Laugaveg- inum lýkur? Það er aldeilis stórfurðu- legt að einn fjölfamasti vegarspotti landsins skuli mánuðum og árum sam- an vera sundurtættur og svo torfær að annað eins þekkist ekki nema á erfiðustu §allvegum. Ef þetta á að halda svona áfram hlýt- ur öll verslun við Laugaveginn að leggjast af enda augljóst að fólk leggur miklu frekar leið sína í Kringluna eft- ir að hún opnar en að ætla sér að brjótast Laugaveginn á enda. Strætisvagnaferðir þama um em allar svo úr lagi gengnar að við liggur að fólki sé ekið í fjarlæga borgarhluta ef það tekur sér far með vögnum sem áður gengu frá Hlemmi og niður á Lækjartorg. Það er því ekki að undra þótt margur sé orðinn þreyttur á þess- ari endaleysu og vilji fá akfæra leið um Laugaveginn á ný. Þegar menn fá sér falskar er ekki nema sjáifsagt aö þeir ráðf litnum sjálfir. Gular tennur Einn reiður skrifar: Þannig er að ég fór til tannlækn- is hér í borg til að ia mér tennur, sem kannski er ekki i frásögur færandi, nema hvað mér láðist að spyrja um efni tannanna. Ég hafði haft postulínstennur áður og það hvítar. Nú kemur að því að ég sæki tennumar og borga fyrir þær kr. 36.300. Nú kemuri Ijós að tennum- ar em úr plasti og þar að auki gular. Látum það vera að þær séu úr plasti en að þær skuli vera gul- ar, líkar mér alls ekki. Ég kvartaði yfir litnum en það varð heldur fátt um svör. Ég hefði haldið að tannlæknar ættu að gefa viðskiptavinum sín- um kost á því að velja bæði lit og efiii. Tannlækninum var í lófa lag- ið að fara eftir lit eldri tannanna, nema aðeins hafi verið um einn lit að ræða. Laugavegurinn er nú loks aö komast í samt lag. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.