Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 33
FOSTUDAGUR 7. AGUST 1987. Lamast Elisabeth Við segjum að kötturinn hafi níu líf en Elisabeth Taylor virðist hafa enn fleiri. Hún hefur lent í meiri óhöppum á lífsleiðinni en flest annað fólk. Þrjátíu sinnum hefur hún feng- ið alvarlega sjúkdóma og suma af þeim jafnvel lífshættulega. Nítján sinnum hefur hún þurft að gangast undir skurðaðgerð. Sjálf segist hún eiga lífi sínu að þakka að hún búi yfir óvenjulegum lífskrafti. Alltaf hefur hún verið stað- ráðin í því að lifa af hvert það óhappið sem hefur hent hana. Óhappaferill hennar byrjaði árið 1943 þegar hún lék i bíómynd um hundinn Lassie. Þá datt hún og fót- brotnaði illa. Síðan hefur hvert óhappið á fætur öðru elt hana. Einna alvarlegast er slys sem hún varð fyr- Taylor? ir þegar upptökur á myndinni „National Velvet" stóðu yfir. Þá varð hún fyrir mænuskaða. í gegnum árin hafa áhrif þess skaða blossað upp en síðan lagast af óskiljanlegum ástæðum. Oft á tíðum hefur þetta gengið kraftaverki næst. En nú í sumar hefur stjörnunni brugðið fyrir í hjólastól og er ástæð- an sú að áhrif mænuskaðans eru víst að láta á sér kræla enn einu sinni. Læknar eru tvístígandi og þykir eitt- hvað benda til þess að í þetta sinn muni lífsvilji Elisabethar ekki duga til. Þeir hafa látið hafa eftir sér að málið sé mjög alvarlegt. Jafnvel þannig vaxið að ekki verði séð fram á annað en að leikkonan muni lam- ast og verða bundin við hjólastól. Gæti verið að Elisabeth Taylor ætti eftir að verða bundin við hjólastólinn? „Við höfum alltaf verið góðir vinir og eigum vel saman,“ segir Melanie Griffith sem á næstunni gengur upp að altarinu við hlið draumapilts þús- unda stúlkna, Don Johnson. Don Johnson að altarinu Þá er öll von úti - stúlkur haldið ykkur. Hjartaknúsarinn Don Jo- hnson ætlar á næstunni að ganga í það heilaga. Sú sem hreppir hnossið og mun verða ein öfundaðasta kona heims er sænskættaða Melanie Grif- fith. Og það sem meira er, hún er gömul kærasta piltsins. Fyrir tólf árum síðan væru þau nærri gift en svo slitnaði skyndilega upp úr sam- bandinu. í nokkur ár voru þau þó í „haltu mér - slepptu mér“ sambandi sem lauk þegar Melanie giftist öðr- um. Það hjónaband entist ekki lengi og tóku þau Don upp þráðinn að nýju fyrir ári síðan. Og nú er það hjónabandið sem blasir við. Brúð- guminn tilvonandi segir að Melanie sé einmitt rétta stúlkan fyrir sig, hress og skemmtileg og hugsi um margt annað en útlitið. Skötuhjúin kynntust fyrst sem krakkar þegar Melanie gætti yngri systkina Dons. Hann hefur því vand- að valið; veit alveg að hverju hann gengur. Hún er ánægð með sig, hin tuttugu og niu ára gamla Eve Jackson. Enda hefur hún ærna ástæðu til. Hún er fyrsta manneskjan sem flýgur i fisléttri flugvél frá Englandi til Ástraliu. Ferðin tók fimmtán mánuði og fóru þrjú hundruð klukkustundir i flug. Hér sést hún rétt eftir lendinguna i Sidney; brosir til Ijósmyndara og segir að ferðin hafi gengið vel. Eftirlíking af grísku skipi Undanfarna mánuði hefur sú iðja rutt sér mjög til rúms að byggja eftirlík- ingar af fornum skipum. Nú síðast eru það verkfræðingar og aðrir sérfræðing- ar í Bretlandi, sem byggt hafa nákvæma eftirlíkingu af skipi sem talið er að Grikkir hafi notað fyyrir um tvö þúsund árum. Ræðarar sátu á þrem hæðum í iðrum skipa þessarra og eins og sjá má af meðfyljgandi mynd var þröngt setinn bekkurinn þar. Enginn skortur mun hafa verið á ungum Bret- um til að taka sæti á róðrarbekk. 45 Sviðsljós Ólyginn Ursula Andress; ' sem er 51 árs er nú búin að finna hamingjuna og ástina hjá manni sem er 30 árum yngri en hún. Það er hinn 21 árs gamli ítali, Fausto Fagone, sem hefur fangað hjarta Ursulu. Þau hitt- ust fyrir 9 mánuðum og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Nú vilja þau giftast en mamma hins unga laganema er alfarið á móti slíkum áformum. Hún er sjálf 46 ára og finnst Ursula vera helst til gömul sem tengda- dóttir. Þau skötuhjú reyna að láta ekki illt umtal hafa áhrif á sig og berjast fyrir ást sinni. Sarah Ferguson Það er nú altalað að von sé á fjölgun I hinni bresku kóngafjöl- skyldu. Sagt er að nú eigi Fergie hin rauðhærða von á barni. Hertogaynjan hefur aflýst öllum opinberum skyldum frá og með 1. nóvember og ætlar að taka það rólega um óákveðinn tíma. Fram að þessu hefur hún verið iðin við móttökur, veislur, heim- sóknir og aðrar slíkar skyldur sem fylgja konungsfjölskyl- dunni svo að nú eru allir vissir um að barn sé á leiðinni. Fergtp' hefur margsinnis sagt að hún óski þess að eignast þrjú börn svo það er bara eins gott fyrir hana að fara að byrja. Kalli og Di eiga víst í einhverjum hjóna- bandsörðugleikum um þessar mundir. Þess er skemmst að minnast er Kalli hitti ítalska blómarós á laun á italíu ekki alls fyrir löngu og nú var það Di sem var óþekk og varð skot- in í bankamanninum Philip Dunne. Rætnisfullar rægitung- ur segja þau oft hafa hist á laun og það finnast sjónarvottar aíf kossaflangsi þeirra. Breska þjóðin stendur á öndinni og ásakar Di fyrir að vera of lífs- glaða og unga fyrir Kalla gamla og að þau fjarlægist hvort ánn- að mikið sökum mismunandi áhugamála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.