Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. Jarðarfarir Áslaug Sigríður Sæmundsdóttir, Suðurgötu 85, Akranesi, lést á heim- ili sínu þann 27. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinn Anton Stefánsson, Hólma- grund 12, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 16. Útför Gunnþórs Björnssonar, Firði, Seyðisfirði, fer fram frá Seyðis- fjarðarkirkju í dag, 7. ágúst, kl. 14. Útför Oktavíu M. Gísladóttur, sem lést þann 31. júlí, verður gerð frá Hnífsdalskirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 11. Hermann Österby, Hrísholti 17, Selfossi, andaðist í Borgarspítalan- um aðfaranótt 1. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardag- inn 8. ágúst kl. 13.30. Héðinn Sveinn Ásgrímsson, Hóla- vegi 35, Sauðárkróki, verður jarð- sunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 14. Útför Kristmundar Stefánssonar frá Grænuhlíð fer fram frá Blönduós- kirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 14. TOkynningar Trúnaðarbréf afhent Hinn 31. júlí aíhenti Ólafur Egilsson sendiherra Ibrahim Babangida, forseta Nígeríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra fslands í Nígeríu með aðsetur í London. Fræðslufundur fyrir tungumálakennara Mánudaginn 10. ágúst kl. 15 verður hald- inn fræðslufundur í KHÍ, stofu 201, fyrir tungumálakennara. Á fundinum verða kynnt verkefni sem eru örvandi fyrir íjöl- breytilega málnotkun nemenda. Leiðbein- endur verða Sallie Harkness og Steve Bell, lektorar við Jordanhill kennarahá- skólann í Skotlandi. Þau hafa haldið fjölmörg kennaranámskeið, bæði í heima- landi sínu og víðs vegar um heim. Þau eru stödd hér á landi vegna kennslu á nám- skeiði KHÍ fyrir grunnskólakennara í Þelamerkurskóla 4.-8. ágúst. Norræn leiklistar- miðstöðáhugafólks Norræna áhugaleikhúsráðið - NAR - hélt sinn 20. aðalfund í Lýðháskólanum í Rómaríki í Noregi fyrir skömmu. Þar var samþykkt menningarstefnuskrá fyrir NAR, sú fyrsta í sögu ráðsins. í stefnu- skránni er lögð áhersla á að varðveita og þróa áhugaleikhúsið sem kraftmikla hreyfingu, þar sem allir geti verið með, óháð kyni, aldri, stöðu, uppruna og stjórn- málaskoðunum. Áhugaleikhúsið skipar núorðið þann sess í menningarlífi á Norð- urlöndum og í norrænni samvinnu að NAR mun í framtíðinni leggja meginá- herslu á að koma á fót norrænni leiklistar- miðstöð. í slíkri miðstöð kæmu allir þættir áhugaleikhússins saman en menntun og upplýsingamiðlun sætu þar í fyrirrúmi. Bandalag íslenskra leikfélaga hefur frá 1970 tekið virkan þátt í NAR og íslenskt áhugaleikhús hefur eflst mjög af því sam- starfi. Aðalfund NAR í Rómaríki, leik- smiðju og námskeið í tengslum við hann sóttu 23 Islendingar frá leikfélögum alls staðar af landinu. Formaður NAR er Ella Royseng frá Noregi en varaformaður Ein- ar Njálsson, Húsavík. BIFREIÐA- VARAHLUTA- VERSLUN Við höfum opið á morgun, laugardag, frá 9.00 til 12.00. VARAHLUTAVERSLUNIN SlMAR: 34980 op 37273 AUGLÝSING um styrki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á sviði heilbrigðisþjónustu árin 1988 og 1989. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur til ráðstöfunar nokkurt fé til styrktar starfsfólki á sviði heilbrigðismála. Lögð er áhersla á að styrkir komi að notum við eflingu á heilsugæslu og við forvarnir sjúk- dóma í samræmi við langtímamarkmið um heilbrigði allra árið 2000. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og á skrifstofu landlæknis. Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi síðar en 15. sept- ember 1987. 6. ágúst 1987, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Lausar stöður dýralækna: héraðsdýralæknis í Norðausturlandsum- héraðsdýralæknis í Barðastrandarum- 3. Staða dýralæknis hjá Sauðfjárveikivörnum á Keld- um. Laun eru samkvæmt hinu almenna launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 20. september 1987. 6. ágúst 1987, Landbúnaðarráðuneytið. 1. Embætti , dæmi. 2. Embætti dæmi. .BlíKfAtö OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Reykjavík Eiríksgötu Mimisveg Arahóla Álftahóla Melabraut Seltjarnarnesi Skólabraut Seltjarnarnesi Laugaveg oddatölur Ljósheima Hæðargarð 30-út Bankastræti oddatölur Sporðagrunn Selvogsgrunn Hólmgaró 32-út Lindargötu Ásenda Klapparstíg 1-30 Kleifarveg Básenda Frakkastíg 1-9 Garósenda ............................... Grundarstig Rauóagerði Skiphoit 35-út Ingólfsstræti Vatnsholt Amtmannsstíg Álfheima 2-26 Bolholt Bjargarstíg Glaóheima Furugeröi Seljugerði Viójugeröi Laugfásveg Mióstræti Háageröi Langagerói ******************************** Sörlaskjól Nesveg 21-út Freyjugötu Þórsgötu Lokastíg •••*•*••**•••••**••***•••*****•* Nýlendugötu Tryggvagötu 1-9 Norrænt þing skjalavarða á Laugarvatni 6.-9. ágúst Hinn 6. ágúst sl. hófst á Laugarvatni XV. norræna skjalavarðaþingið, en þing nor- rænna skjalavarða eru haldin reglulega á þriggja ára fresti. Er þetta í fyrsta sinn sem þingið er haldið á Islandi og er undir- búningur þess í höndum Þjóðskjalasafns Islands. Þátttakendur eru alls staðar að af Norð- urlöndum og eiga Grænlendingar og Færeyingar þar sína fulltrúa. Aðsókn að þinginu er geysimikil og verður það fjöl- sóttara en síðasta þing sem háð var í Danmörku árið 1984 en skráðir þingfull- trúar nú eru um 160 talsins. Á þinginu verða til umfjöllunar þrjú ineginviðfangsefni. Endurgerð horfinna skjalasafna þar sem fjallað verður um það hvemig endurskapa megi skjalasöfn sem nú eru að mestu glötuð. Á þetta vel við á íslandi og má nefna sem dæmi skjalasöfn lögmannsembættanna fornu og skjalasafn Norðuramtsins. Annað meginefni þingsins fjallar um skjalasöfn sveitarstjórna, hvernig nota megi þau við rannsóknir og almennt um stjómun þeirra. Þriðja viðfangsefnið er skjalasöfn sem taka til mikils magns upp- lýsinga t.a.m. persónuupplýsinga og helstu vísindalegra nota sem hafa má af slíkum söfnum. Ennfremur er fjallað um vanda- mál sem snerta varðveislu slíkra skjala- safna en hér er einmitt um að ræða þau gögn sem safnast saman í tölvuskráningu í nútímasamfélagi. Samstarf norrænna skalasafna er víð- tækt og hafa íslendingar notið góðs af því í ríkum mæli. Nú síðast margs konar ráð- gjöf varðandi endurskipulagningu Þjóð- skjalasafnsins og hinna nýju húsakynna þess að Laugavegi 162. Akstur strætisvagna Hlemmur - miðborg Þegar framkvæmdum við Laugaveginn lýkur, væntanlega þriðjudaginn 11, ágúst, hefst akstur sérstakra strætisvagna milli Hlemms og miðborgar, án gjaldtöku, á tímanum kl. 13-19 mánudaga til föstu- daga. Þrír vagnar verða í þessum ferðum og verða að jafnaði 6-7 mín. á milli vagna á hverjum viðkomustað (sjá meðf. kort). Vagnamir hafa viðkomu á öllum bið- stöðvum á leiðinni: Hlemmur - Laugaveg- ur - Bankastræti - Lækiargata - Vonarstræti - Suðurgata - Aðalstræti - Hafnarstræti - Hverfisgata - Hlemmur. Á Hlemmi hafa vagnamir viðkomu Lauga- vegarmegin við áningarstaðinn. A ofangreindum tíma aka aðrir strætis- vagnar ekki um Laugaveg. Vagnar á leiðum 2, 3,4, 5 og 15A aka þá án viðkomu frá Hlemmi að Lækjartorgi um Skúlagötu. Á öðrum tímum, þ.e. kl. 7-13 og 19-24 alla daga, aka þessir vagnar um Laugaveg. SVR væntir þess að þessi tilraunaakst- ur, sem fyrst um sinn mun standa til áramóta, verði til að létta á umferð á mið- borgarsvæðinu. Eru eigendur einkabíla einkum hvattir til að leggja bílum sínum á jöðmm svæðisins (m.a. við Faxaskála) og nota strætisvagnana til að ferðast um miðborgarsvæðið. Á þetta ekki síst við um starfsfólk sem sækir vinnu á þessar slóðir. Aukin þjónusta Arnarflugs Eftirfarandi skipulagsbreytingar tóku gildi hjá Amarflugi þann 5. ágúst sl. Til þess að leggja verulega aukna áherslu á þjónustu félagsins við viðskipta- menn var sett á laggirnar sérstök þjón- ustudeild. Undir hana heyrir öll þjónusta við farþega, þ.e. afgreiðsla farseðla, ferðir til og frá flugvelli, þjónusta í flugstöðvum og um borð í flugvélum. Deildarstjóri þjón- ustusviðs er Halldór Sigurðsson. Vegna stóraukinna umsvifa í vömflutn- ingum Arnarflugs hefur einnig verið stofnsett sérstök vöruflutningadeild. Litið er á þessa aðgerð sem fyrsta skref í þá átt að aðskilja í framtíðinni vöruflutninga og farþegaflutninga félagsins. Einnig er stefnt að því að auka vemlega kynningu á þessari starfsemi Arnarflugs en þjónusta félagsins á þessu sviði er þegar rómuð. Deildarstjóri vömflutningasviðs er Arn- geir Lúðvíksson. Tilgangur þessara skipulagsbreytinga er síðast en ekki síst að bæta aðstöðu Amarflugs til verulega aukinnar mark- aðssóknar. Deildarstjóri markaðssviðs er Magnús Oddsson. Hann er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra. Aðrar deildir starfa áfram samkvæmt eldra skipuriti, þ.e. stjómunarsvið undir stjóm Þórðar Jónssonar viðskiptafræð- ings og flugrekstrarsvið undir stjórn Þorsteins Þorsteinssonar flugvélaverk- fræðings. Tapað - Fundið Kvenmannsgullúr tapaðist síðdegis í gær, líklega neðarlega á Há- teigsvegi. Úrið er af Pierpont gerð. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 15847. Fundarlaun. Lyklarfundust 2 lyklar á blárri kippu fundust við Fella- skóla. Upplýsingar í síma 75977. Kettlingur fannst í Suöurhlíð- um Svartur kettlingur, ca 6-8 mánaða, fannst í Víðihlíð um sl. helgi. Hann er mjög gæf- ur og með svarta hálsól með bjöllu. Upplýsingar í síma 39830. Gullstuldur, fíkniefnabvot, falsanir og fleira: Þrír dæmdir til fangelsisvistar - sá fjórði hlaut skilorðsbundinn dóm „Allir hinna ákærðu voru sakfelldir samkvæmt ókærunni að undanskildu þvi að einn var sýknaður af ákæru um þjófnað á handsmíðuðum gítar og litlum peningakassa," sagði Ágúst Jónsson sakadómari. Eins og áður hefur komið fram í DV voru fjögur ákærð fyrir fjársvik, skjalafals, ávísanamisferli, fíkniefha- brot, hylmingu og fjölda innbrota þar sem meðal annars var brotist inn til tannlæknis og stolið 550-600 grömm- um af tanngulli. Tengdust þó ekki allir öllum atriðum ákærunnar. Dómar þriggja hljóðuðu upp á 4, 7 og 12 mánaða fangelsi en einn fékk 6 mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í 3 ár en sá aðili er í fyrsta skipti að komast í kast við lögin. í öllum tilvik- um kemur gæsluvarðhald að fullu til frádráttar refsingunni. „Afbrotin voru flest framin í ágúst 1985 og í millitíðinni brutu tveir hinna ákærðu af sér og voru dæmdir í 6 og 12 mánaða fangelsi. Þannig er þessi dómur hegningarauki við eldri dóma og bætist við fangelsisvist þeirra," sagði Ágúst. Auk fangelsisvistar eru tveir hinna ákærðu dæmdir til skaðabótagreiðslu að upphæð 400.000 krónur. Hins vegar voru hin ákærðu sýknuð af skaðabó- takröfum er námu 1,6 milljónum vegna þess að kröfur þóttu óljósar. Var um milljón kr. krafa frá tryggingafélagi nokkru. Kröfu tannlæknisins um 500.000 króna miskabætur var vísað fró. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.