Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Blaðsíða 19
18 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. íþróttir • Trausti Ómarsson lék vel með Vikingum í gærkvöldi og skoraði mark úr vítaspyrnu. DV-mynd Brynjar Gauti Víkingar settu upp homin - sigruðu Siglfirðinga, 2-0 Víkingar unnu loks leik eftir all- nokkrar hrakfarir i síðustu umferðum í annarri deild. Andstæðingar Víkinga í Laugardalnum í gærkvöldi voru Sigl- firðingar, KS. Náðu þeir ekki að svara mörkum Atla Einarsson og Trausta Ómarssonar. Með þessum sigri komust Hæðgerð- ingar á topp annarrar deildar, hafa þeir nú 22 stig eftir 13 leiki. „Ég er ákaflega ánægður með að vinna á nýjan leik,“ sagði Jóhann Þorvarðarson, fyrirliði Víkings, í gær- kvöldi. „Eins og málin standa nú tökum við aðeins einn leik fyrir í einu en markmiðið er vitanlega það sama og í upphafi. Við ætlum upp í fyrstu deildina. í dag lékum við vel en nýttum ekki færin sem skyldi. Ég tel þó að þetta sé allt að ganga saman hjá okk- ur.“ I upphafi leiksins í gær sóttu liðin á vixl en þegar á leið tóku Víkingar völdin. Áttu þeir Qölmörg færi sem ekki nýttust. Gestimir voru þó jafiian hættulegir í skyndisóknum. Fjrra mark sitt gerðu Víkingar und- ir lok fyrri hálfleiks, þá skoraði Atli Einarsson af stuttu færi. Eftir hléið sóttu Víkingar ákaft en höfðu ekki erindi lengst af. Leikurinn var að jafhast nokkuð er Trausti Ómarsson skoraði úr viti á 75. mínútu. Eftir það var allur vindur úr Siglfirð- ingum og sanngjam sigur Víkinga kom á daginn. Maður leiksins: Jóhannes Sævarsson, Víkingi. -JÖG Framdagur Framdagurinn er á sunnudaginn. Kaffiveitingar verða í höndum Framkvenna í nýbyggingu Fram- heimilisins frá kl. 14. Leikir yngstu flokka knattspymudeildar verða á á sunnudag félagssvæðinu frá kl. 13.15. Leikur á vegum handknattleiksdeildar verður við Álftamýrarskóla kl. 14.00. Eru stuðningsmenn félagsins og aðrir velunnarar hvattir til að fjölmenna. Svar til Ómars -vegna bvéfs hans í DV í gær um „hú$aleigumálið“ Vogna fullyrðinga sem fram koma á íþróttasíðu DV í gær í bréfi Ómars Einarssonar, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur, vilja ímdirritaðir blaðamenn taka eftirfarandi fram: Ómar segir í bréfi sínu að fullyrt hafi verið í DV að íþróttafélögin í Reykjavík séu kúguð af borgaryfir- völdum vegna okurhúsaleigu sem félögin þurfa að greiða. í dálkinum „Muggur á mánudegi" í síðasta mánuði var þetta fullyrt. Rétt er að taka fram að „Muggur“ er ekki skrif- aður af íþróttafréttariturum DV og því er þessi umrædda fullyrðing, sem deila má um hvort rétt sé eða röng, ekki frá okkur komin. • Ómar segir einnig í bréfi sínu að „Fréttamaður DV heldur því fram að íþróttafélögin í Reykjavík séu að gefast upp.“ Hið rétta er að þeir fjöl- mörgu aðilar sem DV hefur rætt við vegna þessa máls hafa verið á einu máli um að félögin hér í Reykjavík séu mjög illa stödd fjárhagslega. Og við höfum mikla vissu fyrir því að það er rétt, hvað sem ómar Einars- son og Morgunblaðið segja. • í lok bréfeins frá Ómari er væg- hendur okkur þar sem það skal vera stefna blaðamanna hveiju sinni, þegar greint er ftá málum, að sjónarmið beggja aðila liti dagsins Ijós. Sú fuliyrðing Ómars að við höfum aðeins kynnt okkur málin frá miðpunkti með augum dómarans er alröng og bcinb'nis ósönn. t umfjöilun okkar um „húsaleigumálið“ höfum við birt fjölmörg viðtöl við aðila sem sitja beggja vegna borðsins í þessu máli. Nægir þar að nefna gjald- kera Handknattleiksráðs Reykjavikur, formann hand- knattleiksdeildar Víkings, ritara í stjóm Handknattleikssam- bands íslands og gjaldkera handknattleiksdeildar Ármanns annars vegar og hins vegar Júl- íus Hafstein, formann Iþrótta- bandalags Reykjavíkur, og auk hans aUa aðra fuUtrúa í iþrótta- og tómstundaráði Reyfrjavíkur. Aldrei höfúm við klæðst dómara- búningnum í þessu máU enda er það ekki hlutverk okkar. Hafi Ómar á annað borð fylgst með umfjöllun DV um „húsaleígu- málið“ þá verður að gera þá ast sagt vafasöm fullyrðing. Þar kröfú til framkvæmdastjóra segin „...en um leið verður að gera íþrótta- og tómstunda, sem viU þá kröfu til virtra fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega, að hann láta taka sig alvarlega að þeir láti ekki frá sér í ffamtiðinni kynni sér málin frá báðum hlið- órökstuddar og beinlínis ósannar arlínum en ekki einungis frá fúUyrðingar sem þessar. miðpunkti með augum dómar- Stefán Kristjánsson, ans.“(leturbreyting DV). Hér er Jón Kristján Sigurðsson, um alvarlega ásökun að ræða á íþróttafréttamenn á DV. DV Framarar búa ekki yfir sama krafb ogValsmenn, KR-ingar og Þórsarar - þeir hafa aðeins skorað 3 mörk á síðustu 30 mín. í leikjum sínum í 1. deild Köflóttir Ieikir íslandsmeistara Fram hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Meistaramir hafa klúðr- að unnum stöðum og máttu sætta sig við jafntefli, 4-4, gegn Skagamönnum og síðan tap, 2-3, gegn KR. I báðum þessum leikjum vom Framarar búnir að ná tveggja marka forskoti, 3-1 og 2-0. Framliðinu skortir ekki þrek til að ljúka 90 mín. leikjum en aftur ú móti er greinilegur skortur á réttu hugarfari og keppnisskapi hjá liðinu. Það sést best á því að í tólf leikjum liðsins hafa leikmenn ekki skorað nema þijú mörk á síðustu 30 mín. Þegar Framarar léku gegn Völsungi vom þeir komnir yfir, 5-0, á 56. mín- útu en þá duttu þeir ofan í sömu gryfruna. Þeir áttu í erfiðleikum með að skora. Höfðu greinilega ekki skap til að halda áfram. Það er annað upp á teningnum hjá toppliðinum þremur, Val, KR og Þór. Leikmenn þessara liða skora mikið,af mörkum undir lok leikja sinna. Vals- menn, sem hafa skorað 22 mörk í deildinni, hafa skorað átta af þeim á síðustu 15 mínútunum, Þórsarar hafa skorað sjö og KR-ingar einnig sjö mörk á síðustu 15 mínútunum, þar af fjögur á síðustu fimm mín. Þórsarar eru sókndjarfastir í deildinni á loka- mínútunum. Þeir hafa skorað ellefu af 23 mörkum sínum á síðustu 25 mín. leikja sinna. Á töflunni hér á síðunni sést að Skagamenn skora jafnt og þétt í leikj- um sínum. Skagamenn hafa skorað þrjú mörk á fyrstu 10 mín. í leikjum sínum. Það hafa Þórsarar einnig gert. FH-ingar eru aftur á móti ákveðnastir í upphafi leikja. Þeir hafa skorað sex af þrettán mörkum sínum á fyrstu 16 mínútunum. Framliðið er það lið sem byrjar seinni hálfleikinn í leikjum sínum best. Framarar hafa skorað átta af þeim ellefú mörkum sem þeir hafa skorað í seinni hálfleik á fyrstu ellefu mín. hálfleiksins. Aftur á móti eru Þórsarar lengur að kóma sér af stað því að þeir hafa ekki skorað mark á fyrstu 10 mín. í seinni hálfleik, eins og sést á töflunni. Hitt Akureyrarliðið, KA, og Víðir og Völsungur eru einnig sein í gang. Þessi þrjú lið hafa aðeins skorað eitt mark ú fyrstu 20 mín. í seinni hálfleik. Valsmenn hafa ekki skorað mark á fyrstu 10 mín. í leikjum sínum og þeir hafa aðeins skorað eitt mark á fyrstu 10 mín. í seinni hálfleik. Hér á töflunni má sjá á hvaða mínút- um mörkin 176 í 1. deildar keppninni hafa verið skoruð. Flest mörk hafa verið skoruð á 76. mín. til 85. mín., eða 25. Markamínútan í deildinni er 87. mínúta en á henni hafa verið skoruð sex mörk. Fimm mörk hafa verið skor- uð á 16., 32., 55., 56., 73., 82. og 86. mínútu. -sos FYRRI HÁLFLEIKUR SEINNI HÁLFLEIKUR 1.-10. m. 11.-20. m. 21 .-30. m. 31 .-40. m. 41.-45. m. 46.-55. m. 56.-65. m. 66.-75. m. 76.-85. m. 86.-90. m. Samtals mörk Fram 2 2 3 4 1 5 3 1 0 2 23 Þór 3 1 2 2 2 0 2 4 6 1 23 Valur 0 2 2 6 0 1 3 0 6 2 22 KR 1 0 1 3 3 3 2 2 3 4 22 Akranes 3 2 2 1 2 2 2 2 3 1 20 Keflavík 0 4 1 1 1 2 1 3 3 2 18 KA 0 2 2 2 0 1 0 4 1 2 14 FH 4 2 1 1 0 1 2 2 0 0 13 Völsungur 1 2 2 0 1 1 0 1 2 1 11 Vlðir 1 1 0 2 2 0 1 2 1 0 10 15 18 16 22 12 16 16 21 25 15 176 • Trevor Francis. Francis til Rangers Enn heldur Graeme Souness áfram að kaupa leikmenn til Glasgow Ran- gers. Þó að skoski titillinn hafi verið í höfh á síðasta ári dregur hann ekki af sér við kaupin. I gær keypti hann hinn 33 ára gamla Trevor Francis frá Ítalíu. Það er nokkuð síðan ljóst var að Francis léki ekki meira á Italíu en nú loksins voru kaupin gerð og þurfti 75.000 pund til. Francis, sem er góður vinur Souness, er mikill hrakfalla- bálkur og byijar tímabilið samkvæmt venju, meiddur. • Áfram halda leikmenn að streyma til Skotlands. í gærkvöldi var Peter Nicholas seldur frá Luton til Aberdeen fyrir 350.000 pund (20.000.000). Nichol- as, sem er 27 ára, sagði að það væri sorg i hjarta sínu en hann langaði að leika í Evrópukeppni og því hefði hann flutt sig. • Bryan Robson kom öllum á óvart í gær þegar hann reyndi að afeaka Di- ego Maradona fyrir mark það sem hann skoraði gegn Englendingum í fyrra með „hendi guðs“. „Ég ásaka Maradona ekki fyrir að skora þetta mark,“ sagði Robson um leið og hann skellti skuldinni á dómarann. Bobby Robson landsliðsþjálfari tók undir þessi orð fyrirliða síns. -SMJ • Kristján Olgeirsson. Tveir Völsungar í leikbann Leikurinn gegn Fram verður Völs- ungum dýrkeyptur. Tveir af lykil- mönnum Völsungs eiga nú yfir höfði sér leikbönn. Það eru þeir Kristján Olgeirsson, sem var rekinn af leik- velli, og Birgir Skúlason, vamarmað- urinn sterki, sem fékk að sjá fjórða gula spjaldið sitt í sumar. Kristján og Birgir leika því ekki með Völsungi í þýðingarmiklum leik í fall- baráttunni gegn Víði í Garðinum 16. ágúst. -sos Kóreumenn kaghýddu Svía Það er skemmst frá því að segja að Suður-Kóreumenn möluðu lið Svía í fyrrinótt á hraðmótinu í Seo- ul, 36-26. Sænskir héldu í við „sirkuspilt- ana“ í fyrri hálfleik og var jafht í leikhléi. í þeim síðari tóku heimamenn hins vegar öll völd og var munurinn tíu mörk þegar upp var staðið. Skærasta stjama Kóreumanna, Kang, gerði ekki færri en 16 mörk. Voru félagar hans, rneð sama lagi og hann sjálfur, ákaflega kúnstugir í sóknaraðgerðum sínum - glöddu gemingar þeirra ákaflega augu. Athygli vakti hins vegar hversu fáir fylgdust með þessum afrekum heimamanna. Ólympíuhöllin í Seoul tekur fimm þúsund manns í sæti og var fremur tómlegt á pöllunum. -JÖG Afhverjuekkil Nú er ljóst að ekkert íslenskt lið mun taka þátt í Evrópukeppni fé- Evrópukeppni? alls ekki að bera kinnroða fyrir evr- ópskum andstæðingura sínum. Þá lagsiiða í körfuknattleik. Er það ætti lið eins og TJMFN að eiga fullt miður að íslensku liðin hafa ekki erindi í þessa keppni. Láðið hefur metnað til að vera með í þessari haft þvílíka yfirburði hér heima á keppni því siðast þegar íslenskt lið tók þátt í keppninni stóð það sig síðustu misserum að metnaður for- ráðamanna og leikmanna liðsins með sóma. Frammistaða Hauka fyrir ætti að ýta liðinu í Evrópuképpni. tveim árum gegn sænska liðinu T&by -SMJ Basket sýndi að íslensk lið þurfa FÖSTUDAGUR 7. ÁGTJST 1987. 31 Jazzballett í ágúst 3ja vikna4xíviku 90 mín. tímar Kennari Bára Magnúsdóttir Coca Cola-mótið Síðasta stigamót kylfinga fer fram nú um helgina þegar Coca Cola- mótið fer fram á Leiruvelli á Suðumesjum. Verða leiknar 72 hol- ur fyrir stigamenn á laugardegi og sunnudegi. Jafhframt stigamótinu verður opið punktamót á laugaideg- inum. Er það opið öllum en skráning fer fram á staðnum. -SMJ DV-lið 8. umferðar Eins og kunnugt er lauk 8. umferð en nú en til glöggvunar fylgja með ekki fyrr en á miðvikudagskvöldið úrslit úr þessari umferð: þegar loksins náðist að leiða saman Fram - V ölsungur........ 6-0 lið Fram og Völsungs. Leikurinn var KA - Þór......................1-2 settur á 5. júlí en vegna vólarbilunar FH - ÍBK...................2-1 komust Húsvíkingar ekki suður. Vfðir-ÍA......................0-0 Vegna þessa var að sjálfsögðu ekki Valur-KR...................1-1 hægt að velja lið 8. umferðar fyrr • Jón Páll Sigmarsson. Er Jón Páll sterkastur? Keppni um sterkasta mann á íslandi 1987 fer fram í miðbæ Reykjavíkur á morgun og hefet keppnin kl.10.00 fyrir hádegi. í þessari keppni | taka þátt allir okkar sterkustu menn. • Keppni í að draga vörubíla fer fram fyrir framan Alþingishúsið, bíladráttur fer fram | neðst í Bankastræti, rafgeymalyfta í Austur- stræti, trédrumbalyfta á Austurvelli. Þrjár | síðustu greinamar fara fram í Hljómskálagarð- inum en það er að velta tveimur bílum á sem | skemmstum tíma, lyfta bobbingum og að síð- ustu henda 25 kg lóðum yfir rá. • Keppendur verða Jón Páll Sigmarsson, Torfi Ólafsson, Hjalti Ámason, Magnús H. Hauksson frá Keflavík, Flosi Jónsson frá Akur- eyri og Njáll Torfason frá Tálknafirði. -JKS Landskeppni við Lúxaia íslendingar heyja landskeppni í frjálsíþróttum við Lúxemborg í Laugardal nú um helgina. Keppt verður laugardag og sunnudag og hefst keppni báða daga kl. 14. Keppt verður í karla- greinum og verða tveir keppendur frá hvorri þjóð í hverri grein. Jafiiframt keppa gestir í hverri grein, m.a. keppir besti spjótkastari Svía, Peter Borglund og þriðji besti kringlukastari | Svía, Göran Svenson, og kemur hann sérstak- lega til að reyna við lágmarkið á heimsmeist- aramótið í Róm en til þess þarf hann að kasta I 65 metra. Þá keppa þeir islenskir frjálsíþrótta- menn sem næst standa landsliði í flestum greinum. Og til þess að hífa mótið upp enn frek- ar verður keppt í kvennagreinum báða dagana og verða allar bestu frjálsíþróttakonur landsins þar á meðal. Þess má geta að í tilefni 40 ára afinælis FRÍ, I sem er 16. ágúst, verður ókeypis inn á keppnina | og er fólk hvatt til að nýta sér þetta kostaboð. Fjögurliðvantar enn þjálfara - í úrvalsdeildinni í köifuknatdeik Aðeins fimm lið af þeim níu sem koma til I með leika í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næsta ári hafa ráðið þjálfara. Pálmar Sigurðs- son verður með Hauka, Gunnar Þorvarðarson | með ÍBK, Valur Ingimundarson með UMFN, Einar Bollason með ÍR og Jon West með Val. Aðeins Pálmar er nýliði í þessum hópi en hinir | voru allir með sín lið í fyrra. KR, UBK, UMFG og Þór eiga öll eftir að I ráða til sín þjálfara en vitað er að Grindvíking- ar hafa hug á að fá Bandaríkjamann til sín og eru að leita fyrir sér hvað það varðar. Reyndar þurfa liðin ekki að flýta sér svo mjög við að finna þjálfara því íslandsmótið byijar seinna en vant er eða 16. október með leik UMFN og ÍR. Er þessi seinkun vegna þátttöku íslendinga í Evrópukeppninni. -SMJ íþróttir Japanir bitu heiftariega frá sér - íslenska liðið vann með einu marki, 22-21 íslenska landsliðið í handknattleik lagði lið Japans að velli í Seoul í fyrri- nótt. Skoruðu okkar menn 22 mörk en Japanir 21. Leikið var í ólympíuhöllinni í Seoul en sú þykir afar glæsileg. Það mann- virki var sérstaklega reist vegna handknattleikskeppninnar en hún vekur sífellt meiri athygli á ólympíu- leikum. Glíma þar enda fremstu kempur veraldar í íþróttinni. Eins og úrslitin í rimmu íslands og Japans gefa til kynna var hart barist. íslendingar leiddu í leiknum lengst af, höfðu þeir yfir, 11-7, í hléinu. Er á leið jafiiaðist hins vegar leikur- inn og bitu Japanir heiftarlega frá sér undir lokin. Náðu þeir að jafna þegar 10 mínútur lifðu af leik, 18-18. Var þá allt í jámum og gekk hvorki né rak. Þegar örskammt var til loka sigldu Japanir síðan framúr, var staðan 21-20 þeim í vil og staða okkar pilta orðin óvænleg. íslendingar réttu hins vegar úr kútnum á elleftu stundu og skoruðu síðustu tvö mörk leiksins - mörk sem dugðu til sigurs. Mörkin gerðu þessir leikmenn: Kristján 8, Alfreð 6, Þorgils Óttar 4, Guðmundur, Þorbergur, Karl og Atli 1 mark hver. Að sögn Steinars J. Lúðvíkssonar, eins fararstjóra íslenska liðsins, sat flugþreyta í mönnum. Náðu þeir aldrei að sýna sitt rétta andlit af þeim sökum. Japanir voru hins vegar mjög frískir að sögn Steinars. Sagði hann þá í góðu leikformi um þessar mundir enda er stefnan tekin á ólympíuleikana. Spila Japanir í svonefndri Asíukeppni irrnan tíðar en verðlaunasæti þar veitir rétt til þátttöku í Seoul. Aðbúnað allan kvað Steinar J. Lúð- víksson góðan en taldi hann leikmenn enn hálfráðvillta vegna tímamismunar heima og ytra, nemur sá tíu klukku- stundum. íslenska liðið leikur við lið S-Kóreu á morgun og verður sú rimma erfið. Kóreumenn eru gífúrlega sterkir og til alls vísir bæði þú og á ólympíuleik- unum sjálfom. „Við getum sigrað Kóreumenn," sagði þó Steinar í spjallinu við DV. „Með því að leika agað og af yfirvegun getum við unnið þetta sirkuslið.“ -JÖG DV SÚÐAVÍK Nýr umboðsmaður frá 1.8. er Daníel Magnússon, Aðalgötu 2, sími 94-4939. UMSÓKNIR UM FRAMLÖG ÚR FRAMKVÆMDASJÓÐI ALDRAÐRA 1988 Sjóðstjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum 1988. i umsókn skal vera nákvæm lýsing á húsnæði, fjölda vistrýma, sameiginlegu rými, byggingarkostnaði, fjár- mögnun og verkstöðu. Eldri umsóknir óskast end- urnýjaðar. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist sjóöstjórninni fyrir 20. september nk., Laugavegi 116, 105 Reykjavík. 6. ágúst, 1987. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. ísíma 83730 frá kl. 09-1 Jazzballettskóli Báru. Ragnar Mar- geireson, Fram, sóknarmaður Guðmundur Fram, sóknare maður Ólafur Dani- valsson, FH, míðjumuður ,'VM Ian Fleming, FH, (2) vamar- maðiu- Sævar Leifeson, Víði, vamar- maður Sig- hvatsson, Val, miðjumaður Janus laugsson, Fram, (3) vamarmað- Júlíus Tryggva- son, Þór,(2) varaarmaður Pétur Ormslev, Frara, (8) miðju- maður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.